Morgunblaðið - 29.05.1996, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.05.1996, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís 80 ára afmælis- hátíð ASÍ FJÖLMENNI var á afmælishátíð Alþýðusambands íslands þegar minnst var 80 ára afmælis sam- bandsins í Háskólabíói síðastlið- inn laugardag. Heiðursgestur samkomunnar var forseti Is- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Afmælisdagskráin var fjölbreytt og komu margir listamenn úr ýmsum listgreinum fram á hátíð- inni. Myndin hér til hliðar var tekin þegar Grétar Þorsteinsson, nýkjörinn forseti Alþýðusam- bands íslands, flutti ávarp á af- mælishátíðinni. Samkeppnisráð úrskurðar um kvörtun Vífilfells yfir ójafnri samkeppnisstöðu Mj ólkur samsalan brýtur ekki samkeppnislög Fjárhagslegur aðskilnaður er milli dreifingar á safa og mjólk SAMKEPPNISRÁÐ hefur úr- skurðað að samnýting Mjólkurs- amsölunnar (MS) á sölu- og dreifi- kerfi fyrirtækisins við sölu og dreifingu á mjólkurvörum og ávaxtasafa feli ekki í sér brot á samkeppnislögum. Urskurðurinn kemur í kjölfar kvörtunar Vífilfells hf. þess efnis að dreifing og sala MS á öðrum varningi en mjólkurafurðum brjóti í bága við grein í samkeppnislög- um um fjárhagslegan aðskilnað reksturs í skjóli einkaleyfis og samkeppnisreksturs. Kvörtun Vífilfells byggir á því að þrátt fyrir skipulagsbreytingar hjá MS eigi sér stað veruleg sam- nýting á sölu- og dreifingarkerfi fyrirtækisins, ekki síst hvað varðar framleiðslu á ávaxtasafa, sem seldur er í beinni samkeppni við framleiðslu Vífilfells, eins og segir í erindinu, sem brjóti í bága við samkeppnislög. í greinargerð frá MS kemur fram að Samsöluvörur hf. annist heildsölu á ávaxtasafa sem þýði fjárhagslegan aðskilnað milli sölu á mjólkurafurðum og annarri framleiðslu. Þá segir að þar sem um samnýtingu hafi verið að ræða hafi Samsöluvörur, sem stofnað var 1994, borið fullan kostnað af. Greitt fyrir pökkun og smásölu Mjólkurbú Flóamanna pakkar ávaxtasafanum fyrir Samsöluvör- ur gegn þóknun og MS sér um söluna, gegn ákveðnu hlutfalli af heildsöluverði til þess að standa undir kostnaði af sölu og dreif- ingu, þar með taldir afslættir til endurseljanda. I áliti samkeppnisráðs segir að könnun hafí Ieitt í ljós hærra verð á ávaxtasafa framleiddum hjá Samsöluvörum og því megi draga þá ályktun að samkeppnisstaða fyrirtækisins sé ekki betri en ann- arra framleiðenda og að áhrif þeirra séu lítil á markaðinum. Loks segir að samkeppnisráð telji að fjárhagslegur aðskilnaður hafi átt sér stað milli sölu og dreif- ingar á ávaxtasafa og öðrum af- urðum hjá MS með stofnun Sam- söluvara, og að gögn bendi ekki til annars en fyrirtækið greiði sanngjarna og eðlilega þóknun fyrir þjónustu MS. Því er það mat samkeppnisráðs að ekki sé tilefni til íhlutunar af þess hálfu. Morgunblaðið/Júlíus LÖGREGLA, slökkvilið og sjúkralið lögðust á eitt til að ná ungmennunum út úr bílflakinu. Guðmund- ur Rafn hættir við framboð GUÐMUNDUR Rafn Geirdal nuddari hefur fallið frá fram- boði til forseta íslands. Guðmundur Rafn segir í yfirlýsingu að það hafi verið sameiginlegt mat hans og Jóns Thors, skrifstofustjóra í dóms- málaráðuneytinu, að falla frá framboðinu þar sem Guð- mundur Rafn hefði aðeins fengið 501 meðmælanda. „Ég votta hér með enn á ný stuðning minn við hina for- setaframbjóðenduma sem hafa allir skilað inn framboðs- gögnum ásamt nægum fjölda meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna þess efnis. Ég styð þau öll sem eitt og lít þannig á að þau hafi boðið sig fram til þjónustu á æðsta sviði þjóðfélagsins og séu öll nægi- lega hæf til að vera forseta- efni,“ segir Guðmundur Rafn. Klippa þurfti bifreið utan af fjóru Sluppu lífs þegar bíllinn lagðist saman FJÖGUR ungmenni á 16. og 18. aldursári slösuðust þegar bifreið valt undir Digranesbrú og hafnaði á brúarstólpa. Þak bifreiðarinnar lagðist saman og klemmdust ung- mennin inni í bílnum. 72 mínútur liðu frá því lögreglan fékk tilkynn- ingu um slysið og þar til loks tókst að losa síðasta farþegann úr bíln- um. Ekkert ungmennanna er í lífs- hættu, en þrjú glíma við beinbrot. Að sögn Iögreglunnar í Kópa- vogi var slysið tilkynnt kl. 16.26 á mánudag. Bifreiðinni var ekið norður Hafnarfjarðarveg, en undir Digranesbrúnni missti ökumaður stjórn á bifreiðinni, sem fór upp á SELJENDUR - SELJAHVERFI Við leitum að tveggja íbúða húsi fyrir einn af viðskipta- vinum okkar. Stærri íbúðin þarf að hafa gott aðgengi fyrir hjólastól og geta losnað flótlega. Bein kaup. Önnur hverfi koma einnig tii greina. /;rl FASTEIGNAÞJÓNUSTAN 552-6600 Lovísa Kristjánsdóttir, lögg. fasteignasali. umferðareyju, valt og skall á brú- arstólpa. Þegar bifreiðin stöðvaðist þar var hún á vinstri hliðinni upp við stólpann og hafði þak hennar lagst saman. Lögregla, sjúkralið og tækjabif- reið slökkviliðsins komu fljótt á vettvang og var þak bifreiðarinnar klippt af. Fyrst út úr bílnum var ung stúlka, farþegi í aftursæti, sem reyndist óbrotin, en í losti. Þá náð- ist bílstjórinn út úr bílnum og pilt- ur í aftursæti. Erfiðast reyndist að ná út stúlku, sem var farþegi í framsæti og var hún ekki laus fyrr en kl. 17.38. Bíllinn í smástykkjum Lögreglan í Kópavogi sagði að sjúkra- og slökkvilið hefði staðið mjög vel að björgun ungmennanna úr bílflakinu og nánast tínt bílinn í smástykkjum utan af þeim, til að tryggja að skaði þeirra yrði ekki meiri. Það væri mikil mildi að ekki hefði farið verr, því bíllinn væri gjörónýtur eftir harðan áreksturinn. Lögregla segir óljóst hvað hafi valdið slysinu, því ekki hafi verið tekin skýrsla af ökumanni. Þó sé ljóst af ummerkjum á vettvangi, að ekki hafi sprungið á bílnum fyrir veltuna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.