Morgunblaðið - 29.05.1996, Side 23

Morgunblaðið - 29.05.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ1996 23 STUTT Herskylda afnumin JACQUES Chirac, forseti Frakklands, tilkynnti í gær í sjónvarpsávarpi á áætlun sína um að afnema herskyldu og koma þess í stað á þegnskyldu- vinnu fyrir karla. Konum verð- ur heimilt að gegna henni en eingöngu sem sjálfboðaliðar. Þrír mánuðir eru frá því að Chirac tilkynnti að hann hygð- ist afnema herskyldu fyrir árið 2002. Segir hann að með því sparist fjármunir og herinn verði betur búinn til þess að sinna skyldum sínum. 9 daga upp- reisn lokið FRANSKIR hermenn bundu í gær endi á uppreisn í Mið-Afr- íkulýðveldinu er þeir fylgdu 270 þarlendum hermönnum aftur til herskála sinna. Hafði franskur herforingi samið um uppgjöf þeirra gegn sakar- uppgjöf. Þrátt fyrir misheppn- aða uppreisnartilraun, segja stjórnarandstæðingar í lýð- veldinu að hún hafi skaðað mjög stjórn Ange-Felix Pat- asse, forseta þess. Engar breyt- ingar á Kýpur KOMMÚNISTAR juku fylgi sitt í þingkosningunum sem fram fóru á gríska hluta Kýp- ur um helgina en það hefur þó engin áhrif á stjórn hægri- mannsins Glafcos Clerides, sem hélt velli. Einkenndust kosningarnar sem fyrr af skiptingu eyjarinnar á milli Grikkja og Tyrkja og for- dæmdi leiðtogi Tyrkja úrslitin, sem hann sagði gera að engu vonir um að sættir næðust á milli þjóðanna. E-vítamín gegn öldrun E-VÍTAMÍN-skammtar kunna að hægja á áhrifum öldrunar á ónæmis- og taugakerfi manna og kunna ennfremur að eiga sinn þátt í því að hægja á afleiðingum sjúkdóma á borð við Alzheimer. Þetta kemur fram í grein bandarískra vís- indamanna sem birtist í Proce- edings of the National Aca- demy of Sciences. Þar kemur fram að dagsskammturinn megi þó ekki fara upp fyrir 800 gr. á dag. Gítörum bjargað BRESKU rokkstjörnunni Eric Clapton tókst með naumindum að bjarga gítörum sínum er íbúð hans í Lundúnum brann um helgina. Er hann varð elds- ins var, greip hann hljóðfærin með sér. Enginn slasaðist í brunanum en íbúðin, sem met- in er á 100 milljónir ísl. kr. er hins vegar stórskemmd. Illa farinn hljóðriti ValuJet-þotunnar fundinn Skilaboð til flugsljóra um eld rétt eftir flugtak Miami. Reuter. HLJÓÐRITI DC-9 þotu flugfé- iagsins ValuJet, er fórst á fenja- svæðum Flórida fyrir tveimur vik- um fannst á sunnudag. Hljóðritinn var illa farinn, beyglaður og blaut- ur, en vonir standa til að upptökur á samtölum áhafnarinnar muni gefa skýringu á því hvers vegna eldur kom upp í vélinni, skömmu áður en hún brotlenti. Þegar hefur verið greint frá því að sex mínút- um eftir flugtak var hurðinni á flugstjórnarklefanum skellt upp og einhver heyrist hrópa að eldur hafi brotist út. Sérfræðingar hófu rannsókn á hljóðritanum á mánudag og segj- ast þeir vongóðir um að upptök- urnar séu að mestu leyti óskemmdar. Þeir tóku hins vegar fram að það væri mjög tímafrekt að rannsaka hljóðritann og enginn leið að segja til um hvenær því starfi yrði lokið. Vonast þeir að upptökumar muni varpa ljósi á hvort og þá hvaða þátt farmur af viðkvæmum súrefnistönkum og uppblásnum flugvéladekkjum áttu þátt í slys- inu, en farmurinn var geymdur í birgðarými rétt fyrir aftan flug- stjórnarklefann. Súrefnistankarnir voru 119 talsins og hafði ekki verið leitað eftir tilskildu leyfi til að flytja þá. Hitastigið náði 468 gráðum Talið er að ástæður slyssins muni ekki liggja ljósar fyrir fyrr en eftir nokkrar vikur og jafnvel mánuði en líklegasta kenningin er talin vera sú að mikill eldur hafi brotist út í fremra farangursrými og komist út í farþegarými. Bráðnað sæti úr áli og hlutar af brenndum handfarangurs- geymslum í farþegarými auk sót- skemmda benda til að farþega- rýmið hafi fyllst af svörtum reykj- armekki og eldi skömmu áður en vélin hrapaði. Sérfræðingar, sem vinna að rannsókn málsins, segja að hitastigið hafi orðið að ná 468 gráðum til að valda skemmdum af þessu tagi. Robert Francis, aðstoðarfor- stjóri bandarísku samgönguör- yggisstofnunarinnar, sagði við blaðið Miami Herald að eftir fyrstu hlustun á óljósar upptök- urnar virðist sem að hurðin að flugstjórnarklefanum hafi verið opnuð og einhver lýsi því yfir að Reuter HLJÓÐRITINN er illa farinn eftir að hafa verið í kafi í tvær vikur í fenjum Flórida en sérfræðingar vonast samt sem áður eftir að geta nálg- ast þær upplýsingar, sem hann hefur að geyma. eldur sé í farþegarými. Þá virtist hafa verið gefið í skyn að erfitt væri að „fá súrefni“. Hann vildi ekki velta vöngum yfir því hvort að með þessu hefði verið átt við að erfitt væri að ná niður súrefnis- grímum eða hvort að loftlaust væri í vélinni. Súrefnisgrímum er ætlað að veita súrefni ef loftþrýstingur fellur skyndilega en þær eru gagnslausar gegn reyk af völdum elds. Talið er að flugfreyja hafí borið skilaboðin um eld til flugstjóra og munu sérfræðingar reyna að kom- ast að því hvers vegna dyr að flug- stjórnarklefa hafi verið opnaðar í stað þess að bera skilaboðin í gegnum talstöðvakerfí vélarinnar líkt og reglur segja til um. Erfitt verk Francis sagði að þetta væru ein- ungis bráðabirgðaniðurstöður. Upptökurnar eru þrjátíu mínútur að lengd, þar af nokkur tími fyrir flugtak. Fyrsta vísbendingin um að eitthvað hefði farið úrskeiðis barst eftir sex mínútna flug. „Það er mjög, mjög erfitt að rýna í sam- ræður á spólunum," sagði Francis og bætti við að líklega myndi það taka marga daga áður en því verki væri lokið. Leit stendur enn yfir í Evergla- des-fenjunum að 27 ára gömlum aðalstraumrofa vélarinnar, sem einnig var staðsettur fyrir aftan flugstjórnarklefann. Minniháttar viðgerð var framkvæmd á straum- rofanum sama dag og slysið átti sér stað. 110 fórust er vélin hrapaði. SBALEN O Ég skipti líka á og Baleno Corollunni minni Bjami Guðjónsson Komdu sjálfum þérog fjölskyldu þinni á óvart. Prufukeyrðu Baleno í dag!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.