Morgunblaðið - 29.05.1996, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 29.05.1996, Qupperneq 42
42 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ DU PONT bílalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sími 553 8000 fttwgtniMaMfr -kjarni málsins! Fjármagnstekjuskatti snúið upp á andskotann FYRIR Alþingi ligg- ur frumvarp ríkis- stjórnarinnar um fját'- magnstekjuskatt, sem gerir ráð fyrir að lagð- ur verði 10% skattur á fjármagnstekjur. BSRB hefur lengi krafist þess að tekinn verði upp fjármagns- tekjuskattur. Það hef- ur verið krafa samtak- anna að fjármagns- tekjur séu skattlagðar á sama hátt og aðrar tekjur. Helstu rök BSRB fyrir því eru að ekki skuli gert upp á milli tekna eftir upp- runa þeirra. BSRB getur þó ekki stutt frumvarpið eins og það liggur fyrir. Ástæðan er sú að með frum- varpinu er verið að koma aftan að launafólki sem barist hefur fyrir þessu þjóðþrifamáli. í raun og veru er með fru.mvarpinu verið að færa stóreignamönnum miklar skatta- lækkanir á silfurfati. Þetta er nán- ast eins og að snúa faðirvorinu upp á andskotann. Verði frumvarpið að lögum verð- ur komið á tvískiptu tekjuskatts- kerfi. Einu fyrir launa- fólk og lífeyrisþega með háu tekjuskatts- hlutfalli (42%-47%) og öðru fyrir þá sem hafa tekjur af eignum sem greiða munu lága (10%) eða enga tekju- skatta. Með þessu er horfið frá þeirri grundvallar- reglu í skattlagningu að skattleggja þegn- ana eftir greiðslugetu. í raun má segja að þessari grundvallar- reglu sé snúið við verði frumvörpin að lögum því komið hefur fram að yfir helmingur fjármagnstekna rennur til tekjuhæstu einstakling- anna. Menn munu því greiða minna til samfélagsins eftir því sem greiðslugeta þeirra er meiri. Skattsvik Tvískipt tekjuskattkerfi eins og lagt er upp með í þessum tillögum opnar einnig á nýjar leiðir til að skjóta tekjum undan skatti. Eig- endur fyrirtækja og sjálfstætt starfandi aðilar geta ef frumvarpið Þetta hefur í för með sér, segir Rannveig Signrðardóttir, að skattbyrði er flutt frá þeim efnameiri yfir á launafólk og lífeyrisþega. verður að lögum að mestu komist hjá skattlagningu. Þeim verður í sjálfsvald sett hvernig þeir með- höndla tekjur sínar. Þeir geta valið um hvort þær eru gefnar upp sem laun og af þeim greiddur 42-47% tekjuskattur eða hvort þær eru meðhöndlaðar sem arður og af þeim greiddur 10% fjármagns- tekjuskattur. Tekjur af fjármagns- tekjuskatti? Óvíst er hvort sú útfærsla á íjár- magnstekjuskatti sem hér hefur verið tíunduð muni skila sér sem tekjur í rikissjóð. Nefndin sem vann að þessum tillögum áætlar Rannveig Sigurðardóttir að skatttekjur ríkissjóðs aukist um 1 milljarð króna. Ljóst er að ef skattsvik aukast eins og leitt hefur verið líkum að hér að ofan, gæti nettóútkoman orðið neikvæð og tekjur ríkissjóðs því minnkað. Rík- issjóður þolir ekki tekjusamdrátt og því er hætt við að kostnaðurinn vegna skattalækkana hátekjufólks og aukinna skattsvika verði borinn uppi af launafólki og lífeyrisþegum í formi hærri tekjuskatta. Lokaorð Ýmislegt fleira er hægt að tína til sem mælir gegn þessari aðferð við skattlagningu fjármagnstekna svo sem að þetta hefur í för með sér tekjumissi fyrir sveitarfélögin samhliða því að ný verkefni eru flutt til þeirra, reglurnar eru ógagnsæar og ekki er ljóst hvernig á að framfylgja þeim. Mestu máli skiptir þó að í þessu frumvarpi er lagt til að allar fjár- magnstekjur verða skattlagðar í mun lægra skatthlutfalli en launa- og lífeyristekjur. Jafnframt því verður skattur af arðgreiðslum og söluhagnaði lækkaður frá því sem nú er. Þetta hefur í för með sér að skattbyrði er flutt frá þeim efna- meiri yfir á launafólk og lífeyris- þega. Af þessu hlýst aukið ójafn- ræði og óréttlæti í stað þess að draga úr því eins og BSRB hefur krafist. Slíkt er ekki hægt að fall- ast á. Höfundur er hagfræðingur BSRB. Húsib o g garburinn Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 9. júní nkv fylgir blaðauki sem heitir Húsib og garburinn. í blaðaukanum verður ýmis fróðleikur fyrir áhugamenn um garðrækt, fjallað um umönnun garðsins, trjá-, blóma- og matjurtarækt og garðskreytingar. Einnig verða upplýsingar fyrir þá, sem vilja byrja að rækta garðinn sinn, fjallað um viðhald húsa, sumarbústaða o.m.fl. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 12.00 mánudaginn 3. júní. Anna Elínborg Gunnarsdóttir og Arnar Ottesen, sölufulltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari upplýsingar í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. ptórigiiœMíiMfo - kjarni máisins! Glœsileg kristallsglös í miklu úrvali (9)SILFURBÚÐIN VX/ Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - ÞarfœrÖu gjöfina - UjQRlStl nÝ ÓPERJl EFtÍRjÓn ÁSCEÍRJSOn miÐösaLAn OPÍn KL. 15-19 nEmA mÁn. sími 551-1475 ÍSLEnSieö ÓPERfin I. jOm UPPSELt OG 4, ÍÚní VPPSELt nÆstu sÝnincARj. júní 8. júní n. júní oc 14. júní Viltutoka áhrifaríkt skref |nn í framtíöina ...og veröa viðurkenndur tœknimaður í Noveli netkerfum? Skráning er hafin á námskeið og í próftöku. Novell. HÁTÆKNI TIL FRAMFARA Tæknival Skeifunni 17 Sími 550-4000 Fax 550-4001 Netfang: mottaka@taeknival.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.