Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR FÖSTUDAGUR 31. MAÍ1996 45 inni í gamla daga. Það var gaman þegar hún tók fram munnhörpuna og ógleymanlegt hvernig hún spil- aði „Sofðu, sofðu, góði“ á píanóið. Við erum þakklátir fyrir að hafa notið samveru hennar svo lengi. Minningin um lífsglaða og góða konu mun ætíð fylgja okkur. Guð blessi hana. Sveinn, Jón og Bjarni. Okkur systkinin langar til að kveðja elskulega frænku okkar, Hólmfríði Sigurlínu Björnsdóttur, eða Línu frænku eins og við kölluð- um hana ávallt. Það er svo undarlegt með sumar manneskjur sem maður kynnist í lífinu, þær geisla af jákvæði og gefa sífellt af sér kærleik. Þannig var Lína frænka, hún var kærleiks- rík og bar umhyggju fyrir öllum. Aldrei kvaddi hún án þess að faðma okkur að sér og manni fannst mað- ur ávallt vera betri maður eftir að hafa hitt hana. Á sinn látlausa og hæverska hátt var hún þeim sem hana þekktu stoð og fyrirmynd, hún var máttarstólpi sem tengir stórar fjölskyldur saman, bara með því að ver_a hún sjálf. Á Karlsstöðum í Fljótunum þar sem Lína ólst upp er stórbrotin ijallasýn í fögru umhverfi. Víst er að slíkt umhverfi hlýtur að móta barnsálina svo og það að hún var alin upp á heimili í stórum sam- heldnum systkinahópi og var ávallt mikill kærleikur með þeim systkin- um. Amma okkar Guðlaug, sem var systir Línu, minntist ávallt áranna úr Fljótunum með söknuði og voru margar sögurnar sem hún sagði okkur frá uppvaxtarárum þeirra systkina. Oftar en ekki var Lína þar í aðalhlutverki, enda var hún lífsglöð og kát og stutt í hláturinn. Þær systurnar frá Karlsstöðum voru rómaðar fyrir fegurð og mynd- arskap. Lina var glæsileg kona, grönn og létt á fæti, ljós yfirlitum með tígulegt yfirbragð. Hún giftist Jóni Gunnarssyni, verkfræðingi, einhveiju mesta stórmenni í at- hafnasögu okkar íslendinga, en hann lagði grunninn að arðbærri fisksölu okkar til Bandaríkjanna, sem var og er ein af meginstoðum velferðar okkar. Lína og Jón bjuggu um árabil í Bandaríkjunum. Á sama hátt og í Fljótunum eða í apótekinu á Laugaveginum, þar sem Lína vann sem ung stúlka, þá vann hún hug og hjörtu þeirra sem henni kynntust. Þau hjónin voru bæði í senn glæsilegir heimsborgarar og um leið alþýðleg. Lína og Jón nutu barnaláns, en börn þeirra eru þau Guðríður og Gunnar Björn og ríktu óvenju sterk tengsl innan fjölskyld- unnar. Þegar þau komu heim frá Bandaríkjunum settust þau að í hrauninu á Álftanesi og reistu þær glæsilegt hús, „Hraun“, sem sýnir stórhug og víðsýni þeirra, enda á þeim tíma út úr allri byggð. Það er sterk minning úr barnæsku okk- ar þegar við komum að Hrauni, þá fannst okkur við vera komin til útlanda í glæsilega höll, þar sem ávallt var tekið einstaklega hlýlega á móti okkur. Hraun var einnig athvarf, Lína og Jón opnuðu hús sitt fyrir ættingjum sem áttu við veikindi að stríða og um sárt að binda og bjó Guðrún systir Línu hjá þeim um langa hríð í erfiðum veik- indum sínum. Amma okkar Guð- laug átti einnig athvarf á Hrauni þar sem hún naut umönnunar Línu í veikindum sínum. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Línu og fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur, móður okkar og ömmu Guðlaugu. Guð geymi þig, elsku Lína, við vitum að vel hefur verið tekið á móti þér og bros þitt umvefur nú ástvini á öðrum stigum, en við sem kynntumst þér, geymum það í hjörtum okkar. Elsku Guðríður, Gunnar Bjöm og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð, svo og öðrum ættingjum og vinum. Megi minning hennar vera okkur öllum fyrirmynd og leiðarljós til framtíðar. Guðmundur, Karólína, Guðlaug, Einar og fjölskyldur. INGVAR AGNARSSON + Ingvar Agnars- son fæddist í Stóru-Ávík i Árnes- hreppi á Ströndum 8. júní 1914. Hann lést á Landa- kotsspítala 23. maí siðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 30. Minnast vil ég fáum orðum en þakklátum huga hins merka manns, Ingvars Agn- arssonar, sem nú er látinn. Nokkuð er síðan Ingvar þreyttist og lagði frá sér pennann, baráttumaður var hann góðra málefna, vinur manna og dýra. En til skamms tíma höfðu gjarnan birst pistlar frá honum í blöðum, minnisstæðar ábendingar og áminningar. Hann benti á fegurð- ina í náttúrunnar ríki og hið góða í fari manna, en einnig hið ljóta. Ingvar Agnarsson var sérstæður maður, í senn gildur athafnamaður, listfengur hugsuður og skörulegur hugsjónamaður. Hann skrifaði blæ- brigðaríka, áreynslulausa íslensku og þýðri röddu hvatti hann sam- ferðamenn sína til að temja sér víð- sýni og stefna hátt í hugsun og hegðun. Rit Ingvars munu vera sex tals- ins, tvær ljóðabækur; Sólvængir, Vorboðar, þijár eru um drauma; Draumar og æðri handleiðsla, Líf- heimar draumanna, Furðuheimar draumanna, og þá er bók hans Leið- sögn til stjarnanna. Lýsir hún him- intunglum og er eins konar landa- kort stjörnuhiminsins. Síðast en ekki síst skal nefnd ritstjóm hans og vinna að tímaritinu Lífgeislum, mál- gagni Félags Nýalssinna, sem komið hefur út um nærfellt tvo áratugi. Ötull var hann að afla efnis, en þar geymast nú einnig ritgerðir hans sjálfs, draumalýsingar og greinastúfar, ekki síst hugleiðingar og skýringar í anda kenn- inga dr. Helga Pjeturss. Hver fundur með Ingvari, hvort sem væru alllangar sam- ræður eða stutt spjall var upplyfting. Eins og ótal samborgarar átti ég erindi við Ingvar 'og menn hans í fyrirtæki hans, Barðann, tvisvar á ári að skipta um hjólbarða. Það eru árstíðaskipti, önnur færð fyrir- sjánleg á vegum og menn hópast í Barðann með bíla sína. Fyrmrn eink- um, áður en heilsu Ingvars hrakaði og tími gafst til, leit ég upp á skrif- stofu til hans í leiðinni að ræða hugðarefnin. Samtölin þau voru að sönnu upplyfting, ferðir upp og út í himingeiminn, víðs fjarri amstri daganna og jarðbundnum börðum á bílinn. Þau voru líka skemmtilegt veganesti til baka út í hversdagsleik vinnudagsins. Uppörvandi verður líka að minn- ast skipulegri funda okkar Ingvars Agnarssonar, í fyrstu við þriðja mann, samheija, en síðan með fá- einum öðrum, árlega um fimm ára skeið undanfarið. Fyrirætlanir eru uppi um ráðstefnur árið 2000, til minningar um einn helsta heim- speking endurreisnar miðalda, ítal- ann Giordano Brúnó. Hann hélt því fram að stjörnurnar væru sólir, umhverfis þær snerust hnettir líkt og jörðin og á hnöttum þessum væri líf. Brúnó var brenndur á báli árið 1600. Ingvar heitinn studdi heils hugar fyrirætlanir þessar um ráðstefnur um Brúnó, og líf í al- heimi. Margt fallegt skrifaði Ingvar um stjörnurnar, en jafnframt heillaðist hann af lífinu í kringum sig, smá- gerðum blómum í urðinni og háleit- um hugsjónum í mannheimi. Aldr- aður vitringur er nú kvaddur, við árstíðaskipti í lífi hans, ferðbúinn á nýja vegi. Við Jóhanna kona mín vottum Aðalheiði Tómasdóttur og fjölskyldu samúð í söknuði þeirra. Blessuð sé minning Ingvars Agn- arssonar. Þór Jakobsson veðurfræðingur. Ingvar frændi minn er dáinn. Hann var búinn að vera veikur mjög lengi svo fólk vissi að hveiju dró, en samt er sorgin sár. Hann var einstakur maður, hann var ein- stakt ljúfmenni, og hann var ein- stakur að mörgu öðru leyti einnig. Ingvar Agnarsson var afar fórn- fús og óeigingjarn maður. Hann lét gott af sér leiða alls staðar þar sem honum var það unnt. Hann kenndi mér og öðrum margt með lífsskoð- unum sínum og verkum. Það vona ég að sem flestir muni lesa verk hans, Draumar og æðri handleiðsla, frásagnir Aðalheiðar Tómasdóttur konu hans, sem út kom 1986, Leiðsögn til stjarnanna, stjörnufræðibók sem út kom 1989, ljóðabækur hans og draumbækur, sem komu út á árunum 1989- 1994. Það þori ég að fullyrða að það sem Ingvar lét frá sér fara er mönnum holl lesning. Frá því að ég man fyrst eftir mér þá var heimili hans og eftirlif- andi konu hans, Aðalheiðar Tómas- dóttur, sveipað ákveðnum ævin- týraljóma, og ekki að ástæðulausu. Þau hjónin voru alla tíð samstillt og hæfileikar þeirra beggja nutu sín afar vel í þeirra langa og ham- ingjusama hjónabandi. Um það ber heimili þeirra meðal annars vott, á sama hátt og rit frænda míns, Ing- vars. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Ingvari frænda. Sennilega er hann sá maður sem hefur haft einna mest áhrif á mig, allt frá því að ég var lítill drengur. Hann er lesendum Morgunblað- ins vel kunnur af öllum þeim grein- um sem hann skrifaði í það um ýmis mál. Ingvar var atorkusamur, sam- viskusamur og vandvirkur við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hann fæddist árið 1914 í Árnes- hreppi í Strandasýslu og ólst þar upp ásamt systkinum sínum, Jóni afa mínum og Ágústu, sem lést ung. Ingvar var alla tíð mjög náms- fús, en á þeim tíma sem hann var að alast upp var ekki eins auðvelt að mennta sig og nú, og féleysi varð honum til trafala í þeim efn- um. Á þeim árum voru það sérstök forréttindi að geta menntað sig. Hann var einn vetur í Samvinnu- skólanum í Reykjavík, en að öðru leyti var hann sjálfmenntaður í ótal tungumálum, jarðfærði, stjörnu- færði, íslensku og mörgu öðru. Hann var annar af stofnendum Gúmmívinnustofunnar í Reykjavík, en síðar varð hann forstjóri Barð- ans, en það var aðalstarf hans eftir það. Margir hafa eflaust veitt húsi þeirra hjóna athygli á Hábraut 4, en það er skreytt með málverkum eftir hann sjálfan. Hann fann til með öllu sem lifir, og hann kenndi mér svo margt sem ekki er hægt að tala um á þessum vettvangi. Hann var mjög ósérhlífinn maður og hann fórnaði sér fyrir hugsjónir sínar. Skilningur hans á mannlegu eðli var alveg sérstakur, og á mörgu öðru einnig. Heimurinn hef- ur mikið misst við fráfall Ingvars. En mörgu fékk hann áorkað og við sem vorum svo heppin að fá að kynnast honum munum aldrei gleyma honum. Það var honum mjög þungbært hin síðustu ár að verða vitni að auknum áhrifum helstefnunnar, en nú er hann flutt- ur á betri jörð þar sem hinir sann- kölluðu guðir eru að lækna hann því með honum fá þeir öflugan liðs- mann. Ingólfur Sigurðsson. + Elskulegur eiginmaður minn, JÓN ÞORBERGUR JÓHANNESSON, Gnoðarvogi 30, andaðist í Landspítalanum 29. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Björnsdóttir. Elskuleg systir, mágkona og frænka okkar, INGVELDUR S. GUÐMUNDSDÓTTIR frá Þingeyri, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. júní kl. 13.30. Magnús Guðmundsson, Anna M. Eliasdóttir, Bjarni Skarphéðinsson, Sigrún Elíasdóttir, Auður Andrésdóttir, Benedikt Olgeirsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN S. ÍVARSSON, Kárastig 8, Hofsósi, verður jarðsunginn frá Hofsóskirkju laugardaginn 1. júní kl. 14.00. Sigrún S. ívarsdóttir, Kristín S. Björnsdóttir, Skúli Skúlason, Aðalbjörg J. Björnsdóttir, Valur Júlíusson, Hafdís Hrönn Björnsdóttir, Valdimar Júliusson, Björn Emil Jónsson, Kolbrún Sif Skúladóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Kjalveg, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju mánudaginn 3. júní kl. 15. Atli Snædal Sigurðsson, Stefanía Baldursdóttir, Július Snædal Sigurðsson, Laufey Valdimarsdóttir, Jón Hallgrfmur Sigurðsson, Marfanna Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir mín, FJÓLA FRIÐJÓNSDÓTTIR frá Þórshöfn, sem lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 28. maí sl., verður jarðsungin frá Svalbarðskirkju f Þistilfirði þriðjudaginn 4. júní nk. kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Ólöf Mari'usdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG JÓNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Víðihlíð, Grindavík, áður Vallarbraut 2, Y-Njarðvík, verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju laugardaginn 1. júní kl. 13.30. Eyrún Jónsdóttir, Magnús Danielsson, Halla Jónsdóttir, Böðvar Halldórsson, Guðmunda Jónsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Sigrún Jónsdóttir, Eyjólfur Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.