Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 Morgunblaðið/Halldór HAFDÍS blaðar í ferðaáætlun kórsins. HÉR gengur Hafdis frá kórbúningnum. STRÁHATTURINN kemur sér vel, segir Hafdís. Kvennakór Reykja- víkur lagði af stað til Italíu í gærdag. Leið- in liggur meðal ann- ars í Páfagarð þar sem ætlunin er að syngja fyrir sjálfan Páfann við messu í Péturskirkju. Arna Schram fylgdist með Hafdísi Hannesdóttur pakka ofan í ferða- töskuna. FERÐATASKAN liggur opin á stofusófanum og Hafdís búin að tína til létt sumarföt þegar blaðamann ber að garði. A stofuborðinu eru sólkrem og sólar- olíur af ýmsum gerðum, en á eld- húsborðinu liggja pappírar og þykk svört nótnabók. Hafdís tekur upp nokkur blöð og veifar framan í blaðamann. Petta eru minnispunktar og reglur Kvennakórsins vegna Ital- íuferðarinnar," segir hún kankvís. „Við erum eins og lítil börn á leið í okkar fyrsta ferðalag, því það er séð um allt fyrir okkur,“ bætir hún við ánægð á svip og bendir á nokkra minnispunkta. Þar eru kórkonur meðal annars minntar á að hafa með sér hreina og sti-au- jaða kórbúninga, gild vegabréf, farseðilinn, reiðufé, nótur og að sjálfsögðu góða skapið. Því næst opnar Hafdís þykku svörtu bókina og strýkur lauslega yfir nótnablöðin, sem era vel geymd inni í glæram plastmöpp- um. „Sérstakir fulltrúar Páfa- J V’ f ; f?—..— iÁ : v M'f'i ívi-f/ t ■ Éf i áÉlfe 1 1? ~ f vi: ^BjjÉ|0& 'y- ’ É.:. K í- KVENNAKÓR Reykjavíkur mun syngja við messu í Péturskirkjunni í Róm á inorgun, sunnudag. Morgunblaðið/Ásdís Afhverju er égsvona leiður á lífinu? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆDINGUR FJALLAR UM FURÐUR SÁLARLÍFSINS Spurning: Maður á miðjum aldri hafði samband við blaðið og vildi beina þeirri spurningu til sálfræð- ingsins af hverju lífsleiði stafaði. Hann kvaðst fá svona köst af og til, sem stæði nokkra daga í senn, en svo væri hann góður á milli. Engin augljós ástæða væri fyrir þessu, hann ætti góða fjölskyldu og væri sáttur í vinnu sinni. „Samt hellist yfír mig þessi tilfinning þar sem mér finnst allt leiðinlegt og einskis virði,“ segir hann. Er einhver skýring á þessu? Svar: Lífsleiði er algengt fyrir- brigði hjá bæði körlum og konum á miðjum aldri. Tæplega er hægt að flokka þetta undir þunglyndi, þótt einkenni og líðan séu um margt svipuð. Fremur má líta á lífsleið- ann sem tilvistarkreppu, sem get- ur komið fram á þessu æviskeiði, nokkurs konar yfirgangstímabil. Hjá konum tengist þetta gjarnan honnónabreytingum og tíðahvörf- um og slíkar breytingar eiga sér einnig stað hjá körlum 'þótt þær komi ekki fram á jafnsýnilegan hátt. Líklega eru þó þessi lífsleiða- köst ekki síður tengd sálrænum þroskaferli mannsins og afstöðu hans til sjálfs sín og lífsins á þessu aldursskeiði. Það er nokkuð mis- munandi hvenær „miðjum aldri“ er náð í þessum sálræna skilningi, en flestir mundu teija æviskeiðið frá fertugu til sextugs niiðjan ald- ur. Eftir fertugt, og þó einkum þegar komið er að fimmtugu, hafa flestir komið sér fyrir á sínum fasta bás í lífinu, komið upp fjöl- skyldu og sitja í föstu starfi, en það er misjafnt hvemig fólki hefur tek- ist að láta drauma sína rætast. Hið hefðbundna hlutverk konunn- ar hefur lengst af verið að sinna Lífsleiði heimilinu og uppeldi barnanna og aðeins sinnt störfum utan heimilis til þess að drýgja tekjur fjölskyld- unnar. Á þessum árum kemur gjaman í hana óþol eftir sjálfstæð- ari tilveru á eigin forsendum. Tak- ist henni ekki að skapa sér nýtt hlutverk er hætt við lífsleiða. Margar konur fara í sérmenntun á þessum aldri og komast í störf sem eflir sjálfstæði þeiira og sjálfs- mynd og veitir þeim fullnægingu á ný. Oft eru eiginmennimir ósáttir við þetta nýja hlutverk konunnar, kannske dálítið afbrýðisamir og finnst þeir vera einir ogyfirgefnir. Ekki er óalgengt að hjónin fari hvort sína leið á þessu skeiði. Á seinni áram er hins vegar meira jafnræði með kynjunum að þessu leyti og þarf ekki að vera svo ýkja mikill munur á hlutverkum þeirra innan fjölskyldu og utan. Maðurinn er þó oftar aðalfyrir- vinna fjölskyldunnar og finnst hann bera ábyrgð á efnalegri vel- ferð hennar. Hann situr fastur .í „góðu“ starfi og sér engar spenn- andi breytingar í vændum. Það getur verið erfitt fyrir hann að söðla um á þessum aldri, finna sér nýtt starf eða nýtt hlutverk í lífinu. Flestum tekst þó að laga sig að þeim breytingum sem fylgja aldr- inum. í stað stöðnunar skapar fólk sér nýjan lífsstíl, finnur sér ný áhugamál, stundar útiveru og ferðalög, tekur meiri þátt í félags- lífi, svo að eitthvað sé nefnt, hver með sínum hætti. Það er mikil- vægt að haíá alltaf eitthvað til að hlakka til, eitthvað að stefna að, eitthvað spennandi í vændum. Fyrir aðra geta róttækari breyt- ingar verið nauðsynlegar, eins og að skipta um starf á miðjum aldri, og þyrfti að gera mönnum það auð- veldara en nú er og jafnvel að hvetja til þess sérstaklega. Það má vinna gegn lífsleiða á margan hátt, og það er mikilvægt að menn geri ráðstafanir í tíma til að mæta þeim miklu breytingum sem verða við starfslok og ellin sest að, svo að elliárin geti einnig orðið spennandi æviskeið sem veiti mönnum ekki síðri Íífsfyllingu en yngi'i aldurs- skeiðin. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn mn það sem þeim liggur á hjarta, tekið er á nwti spurningum á virkuin döguin milli klukknn 10 og 17 í sfnia 569 1100 og bréfum eða sfmbréf- um merkt: Vikulok, Fax 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.