Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR VIÐ ÍSLENDINGAR erum í hópi heppna fólksins í heiminum. Styrjöld hefur ekki verið háð á okkar land- svæði og íslenzk ungmenni ekki látið lífið í styijaldará- tökum á fjarlægum slóðum. Heilbrigðiskerfið er orðið svo gott, að við búum ekki við farsóttir af neinu tagi. Fá- tækt í þeim skilningi, sem lagt er í það orð í öðrum lönd- um, er nánast ekki til og yfir- leitt erum við lausir við þau gífurlegu vandamál, sem hrjá mikinn hluta mannkyns. í nýrri skýrslu Alþjóða- sambands landsfélaga Rauða krossins kemur fram, að þessi vandi eykst stöðugt víða um heim. Flóttamönnum og heimilislausum í eigin landi hefur fjölgað á síðustu tíu árum og búizt við frekari fjölgun á næstu tíu árum. Það eru fyrst og fremst stríðsátök, sem valda þessu. Flóttamenn eru nú taldir 37 milljónir. Guðjón Ó. Magnús- son, formaður íslandsdeildar Rauða krossins, sagði á blaðamannafundi í fyrradag, að sífellt fleiri ríki væru í upplausn og nefndi þar Só- malíu, Líberíu og Rúanda. Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. En jafnframt segir for- maður Rauða krossins, að það verði sífellt vandasamara að bregðast við. Ríkisstjórnir eiga í erfiðleikum með að halda uppi stuðningi með fjárframlögum eða öðrum hætti, strangari reglur eru settar um veitingu landvist- arleyfa, aukinnar andúðar gætir á útlendingum í mörg- um ríkjum og svo mætti lengi telja. Það eru sjálfsagt margar ástæður fyrir því, að hinn efnameiri hluti þjóða heims er tregari til að veita aðstoð en áður. Fyrsta ástæðan er kannski einfaldlega eigin- girni. Þeir sem hafa það gott taka ekki eftir vandamálum annarra og hirða ekki um þau. Það eru hinar efnameiri þjóðir, sem ráða heiminum og geta farið sínu fram. Þetta á ekki bara við um samskipti á milli þjóða heldur á það við um samskipti fólks innan ein- stakra ríkja. Þá er auðvitað Ijóst, að þar sem flóttamönnum úr fjar- lægum heimshlutum var lengst af tekið opnum örmum hafa komið upp vandamál, eins og allir þekkja. Þessi vandamál hafa ekki bara komið upp á milli hvítra manna og fólks af öðrum lit- arhætti. Þekkt eru áþekk vandamál t.d. í Suður-Afríku á milli svartra manna og fólks, sem er af indversku bergi brotið. Það er ástæðu- laust að hafa uppi stór orð um þessi sambúðavandamál. Þau spretta af ólíkum upp- runa og gjörólíkum lífsvið- horfum. Helzta ástæðan fyrir því, að vafalaust hefur verið erfiðara að afla fjár frá ríkis- stjórnum og almenningi á seinni árum er svo sú, að of mörg dæmi eru um, að slíkir fjármunir eða önnur verð- mæti hafi verið misnotuð af stjórnvöldum og ráðamönn- um í viðkomandi löndum. Af þeim sökum hefur áreiðan- lega dregið úr vilja almenn- ings í hinum efnameiri hluta heims til þess að láta eitthvað af hendi rakna. En jafnvel þótt hinar efna- meiri þjóðir heims líti ekki á þessi vandamál frá öðru sjón- arhorni en af eigingirni og eiginhagsmunum er ljóst, að þær geta ekki setið hjá. Ef fátæku fólki um allan heim, sem býr við svo ömurlegar aðstæður, að við t.d. hér á íslandi skynjum það ekki, er ekki hjálpað, endar það með því að þær þúsundir milljóna rísa upp gegn „yfirstéttinni“. Þau alþjóðasamtök, sem vinna að málefnum þessa fólks, þurfa hins vegar að endurskoða bæði málflutn- ing sinn og vinnubrögð til þess að koma því til skila hvað vandinn er mikill og hvers vegna það er hinum efnameiri þjóðum heims í hag að rétta þeim hjálpar- hönd, sem við bágan hag búa. ASTANDIÐ VERSNAR 1 Qíí Á SÖMU JLOO»síðu í Search for the Soul og fjallað er um Run- ólf Runólfsson er stór mynd af enska miðlin- um Horace S. Ham- bling í leiðslu eða dásvefni 1937, en hann var eitt af sérkennilegum fyrirbrigðum síns tíma og athyglis- vert viðfangsefni dularsálfræðinn- ar. Hann kom hingað 1967 og saug svo úr manni allan kraft að maður varð að koma til hans daginn eftir að endurheimta orkuna! I Search for the Soul segir að andi dauðs indíána hafi talað ígegnum hann, en sá kallaði sig Moon-Trail, eða Tunglslóð, og héldu sumir að indí- áninn væri „hinn helmingurinn" af Hambling miðli, en aðrir að hann væri framliðinn indíáni sem gæti tjáð sig og lífsviðhorf sitt ígegnum þennan fræga, brezka miðil. Moon- Trail var ekki kristinnar trúar en sagði að sérhver maður væri „guð í sköpun... allir eru guðmenni í sköpun hversu illir sem þeir kunna að virðast. Þið hafíð bara kynnzt þeim í einni af sveiflunum afturá- bak...“ Hann sagði að dauði væri stöðnun en engin stöðnun ætti sér stað í náttúrunni; lífið væri hreyfing og hvergi væri nein kyrrstaða í til- verunni og því væri enginn dauði til, „ekkert í alheiminum er kyrr- stætt, allt er á hreyfingu". Það var eftirminnilegt að vera á fundi með Hambling miðli og kynn- ast viðhorfum þessa sérkennilega indíána en Hafsteinn miðill skýrði frá því eftir fundinn að hann hefði séð indíánann tjá þessa trú sína á hreyfinguna með aðstoð Ham- blings. „Alls staðar í náttúrunni birtist þessi hreyfiorka, þessi hátt- bundna hrynjandi ei- lífðarinnar — við sjáum hana í flóði og fjöru, ínnöndun og útöndun lungnanna, samdrætti og þenslu hjarta og æða, skipt- ingu í daga og nætur, vetur og sumur; í hækkandi og lækkandi hitastigi, brumi trjánna og fallandi laufum. Allt er þetta vottur um þá staðreynd — að dauði er ekki til, heldur líf í nýjum myndum. Og alls staðar er guð nálægur. Þessi boðskapur um guðdómlega orku í öllum hlutum er mjög í ætt við panteisma eða algyðistrú, sem oft birtist í skáldskap. Og einsog ekkert er nýtt undir sólinni, þannig er þessi boðskapur ekki heldur nýr af nálinni. Eða mundi ekki algyðis- trú Goethes vera af svipuðum toga? Goethes — og margra annarra skálda?" Þetta skrifaði ég eftir fundinn 1967 og það var eftirminnilegt að kynnast fögnuði Hreyfingarinnar. „Trúin á Hreyfinguna getur varla verið utangarðs á tímum hraða og tækni. Kenningar eða boðskapur Moon-Trails eru nútímalegri en maður ætti von á frá gömlum indí- ána, sem væntanlega hefur í þessu jarðvistarlífi sínu ekki þekkt einn guð, heldur marga — og kannski er boðskapur hans einmitt smitaður af því, hver veit? Kæmi sú skýring heim við frásögn stjórnanda Haf- steins miðils er nefnir sig Vin, en hann Sagði eitt sinn á fundi, að því er Guðmundur Jörundsson hefur sagt mér, að svo margþætt væri túlkun manna á trú sinni, að heið- inn íþróttamaður, frægur Olympíu- meistari í Grikklandi hinu forna, hefði fyrir og eftir líkamsdauðann tjáð tilbeiðslu sína með mjúkum hreyfingum hins fagra, þjálfaða iík- ama síns.“ Og það er athyglisvert að lesa eftirfarandi orð sem skrifuð eru fyrir rúmum þremur áratugum, eða áður en kvennabaráttan hófst að ráði, en þá verðum við einnig að minnast þess að þau eru höfð eftir amerískum indíána sem framliðinn talaði í gegnum Hambling miðil — og þá jafnframt nauðsynlegt að hafa það í huga að hann var ekki kristinn: „Hið hrokafulla karldýr hefur nógu lengi haldið völdum. Greinilegasta dæmið um oflæti karlmannsins er notkun karlkyns- persónufornafnsins Hann í sam- bandi við guð. Hvers vegna, spyij- um við, þarf Guð endilega að vera Hann og faðir, þegar allir hinir feg- urri kvenlegu eiginleikar móðurinn- ar — óeigingjörn ást, blíð um- hyggja, óendanleg þolinmæði, milt umburðarlyndi og raunverulegt ör- læti — hljóta jafnt að tilheyra Guði og hinir karlmannlegu eiginleikar máttar, tignarvalds og orku?“ En hvaðsem því líður þá kenndi Jesús Kristur okkur eina bæn og hún hefst á þessum orðum: Faðir vor... Og Jónas Hallgrímsson sem trúði á þennan persónulega kær- leiksríka föður segir á einum stað: Faðir og vinur alls sem er... Það er allt rétt sem andi indíán- ans sagði um konuna og móðurina en við getum þá ekki heldur horft framhjá því sem Kristur kenndi okkur um Föðurinn. Það er hægt að breyta öllu í þessari fallvöltu og umbreytingarsömu tilveru, öllu — nema orðum Krists. Eða — mundi það ekki vera fyrsta og síðasta boðorð kristins samfélags? M. HELGI spjall USSLANDI HEFUR verið líkt við ráðgátu sem vafin er inn í leynd- arhjúp og víst er að löngum hefur vafist fyr- ir mönnum hvernig túlka beri rás atburða þar eystra. Mikilvægi þeirra hefur á hinn bóg- inn ávallt verið fullljóst og svo er einnig nú eftir fyrri umferð forsetakosninganna sem fram fór á sunnudag. Líkur eru taldar á að Borís Jeltsín forseta takist að ná endur- kjöri í síðari umferðinni, sem fram fer hinn 3. næsta mánaðar. Fari svo hefur Jeltsín tekist að hrinda vel skipulagðri sókn komm- únista eftir völdum og kann sá sigur að reynast gífurlega mikilvægur bæði í Rúss- landi sem á alþjóðavettvangi. Þótt Jeltsín forseti hafí einungis fengið um 35% atkvæðanna í kosningunum á sunnudag verða þau úrslit hins vegar að teljast merkur pólitískur sigur. Einungis örfáir mánuðir eru frá því að forsetinn var rúinn trausti og fylgi eftir að hafa gerst sekur um afdrifarík mistök m.a. í stríðinu í Tsjetsjníju. Jeltsín nýtti sér hins vegar vel þá yfirburði sem embættinu fylgja og dældi út peningum til ýmissa þjóðfélagshópa á lokasprettinum. Þá voru fjölmiðlar forsetan- um handgengnir. Jeltsín sýndi mikla póli- tíska slægð og sannaði enn og aftur að hann er einstakur baráttumaður. Forsetinn hefur þó neyðst til að færa fómir, þá stærstu er hann gerði hershöfð- ingjann fyrrverandi og keppinaut sinn í kosningunum, Alexander Lebed, að yfir- manni Óryggisráðs Rússlands, sem er mið- stöð valda forsetaembættisins og minnir um margt á stjórnmálanefndina (Politburo) í stjórnartíð kommúnista. Þótt Lebed hafí litla sem enga stjórnmálareynslu er hann nú kominn í hóp helstu valdamanna og ætla má að hann láti til sín taka innan Kremlarmúra á næstunni. Raunar gefa pólitísk átök í Moskvu og brottvikning þriggja háttsettra undirsáta Jeltsíns á fimmtudag til kynna að valdabaráttan sé hafin og Lebed hyggist nýta sér skriðþunga sinn. Því má vænta áherslubreytinga hjá stjórn Jeltsíns forseta. Einkum og sér í lagi má ætla að Lebed reynist trúr helstu kosninga- málum sínum og þess verði freistað að herða á baráttunni gegn skipulagðri glæpastarf- semi, sem eitrar allt þjóðlífið í Rússlandi. Efalaust ‘breytir Jeltsín framkvæmd „um- bótastefnunnar“ svonefndu, sem miðar að því að innleiða fijálst markaðshagkerfi í Rússlandi og er því af hinu góða en haft hefur glæpsamlegan tilflutning á þjóðar- auðnum í för með sér og skert stórlega kjör fjölmennra þjóðfélagshópa. Að auki má bú- ast við að afdráttarlausari föðurlandshyggja einkenni málflutning Rússa á næstunni t.a.m. í umræðum um stækkun Atlantshafs- bandalagsins (NATO) til austurs. Hinn nýi vamarmálaráðherra Rússlands, Míkhaíl Ko- Iesníkov, sem tók við af Pavel Gratsjov, sem Jeltsín leysti frá störfum á þriðjudag, er mjög eindreginn andstæðingur stækkunar NATO eins og raunar gildir um alla rúss- neska hershöfðingja. Hugsanlegt er og talið að önnur þekkt stríðskempa, Borís Gromov, sem síðastur sovéskra herforingja kvaddi Afganistan, taki við embætti varnarmálaráð- herra af Kolesníkov. Vert er að benda á þetta nú þegar vegur hersins fer vaxandi á ný í Rússlandi eins og skipun Alexanders Lebeds er til marks um. Frambjóðandi kommúnista, Gennadíj Tsjúganov, hlaut ekki það mikla fylgi sem honum var um tíma spáð þótt kommúnistar séu næst stærsta aflið í rússneskum stjórn- málum nú um stundir. Þetta gerðist þrátt fyrir þær þrengingar sem rússneska þjóðin hefur gengið í gegnum á undanförnum árum og þrátt fyrir hörmulega framkvæmd „umbótastefnunnar". Vonir hafa því vaknað um að afturhvarf til kommúnískra stjórnar- hátta, sósíalískrar miðstýringar og úreltrar forræðishyggju, muni ekki eiga sér stað í Rússlandi. Frekar er ástæða til að ætla að kommúnistar séu hnignandi afl, þannig virðist fylgi þeirra bundið við hina eldri, sem sakna afkomuöryggis sovéttímans og þeirr- ar stórveldisstöðu sem Rússar þá nutu. Einstök arf- leifð REYKJAVIKURBREF Laugardagur 22. júní MIKILVÆGT ER þó að ávallt sé höfð í huga sú einstaka menningarlega arf- leifð sem Rússar eiga, stærð þjóðarinnar og saga þegar rætt er um þróun mála þar eystra. Þrátt fyrir kommúníska tilburði hefði Gennadíj Tsjúganov tæpast náð að snúa Rússlandi aftur til hinna myrku daga „heimsveldis hins illa“ er við völd voru menn á borð við Jósef Stalín og Leoníd Breshnjev. Með sama hætti mun Borís Jeltsín ekki takast á næstu fjórum árum að breyta Rússlandi í þróað lýðræðisríki þar sem lögmál frjálsr- ar verslunar og viðskipta verða í heiðri höfð þótt hann verði endurkjörinn forseti. Á hinn bóginn kunna sögulegar breyt- ingar að vera í vændum í Rússlandi, sem gætu haft gífurlega þýðingu á næstu árum þar og á alþjóðavettvangi. Þar ræður miklu sú bylting sem þróun í alþjóðlegri fjölmiðl- un hefur haft í för með sér og aukin kynni Rússa af vestrænni menningu. í Rússlandi hafa ýmsar þjóðfélagslegar og pólitískar stofnanir reynst ótrúlega lífseigar líkt og þjóðarvenjur og siðir. Þær hafa tryggt stöðugleika á óróleikatímum, sem sjaldan hefur skort í rússneskri sögu. Löngum hefur Vesturlandabúum reynst erfitt að skilja hugmyndir Rússa um hið óskoraða vald ríkisins, um sameignina og andúð þeirra á vestrænni einstaklings- hyggju, sem ristir svo djúpt í rússneskri menningarsögu. Vesturlandabúar hafa aukinheldur þráfaldlega vænst þess að Rússar tækju upp vestræna háttu. Þríveg- is hefur það gerst í sögu Rússlands að landsmenn hafa kastað af sér oki venju og hefða og leitað til vesturs; í valdatíð Péturs mikla, í umbótunum miklu á sjö- unda áratug 19. aldar er aflétt var ánauð Tándbúnaðarþræla og eftir byltinguna 1917. í tveimur þessara tilfella reyndust þessar vonir ekki á rökum reistar, það var aðeins er landbúnaðarþrælunum var veitt frelsi, sem horfið var til vestrænna þjóðfé- lagshátta auk þess sem innleiða átti vest- ræna siði og tækni. Þessi tilraun mistókst að flestu leyti. I Rússlandi hafa löngum tekist á tvö öfl í samfélaginu; þeir sem horfa vilja til vest- urs og þeir sem leggja mesta áherslu á hina slavnesku menningararfleifð, varð- stöðu Rússa um hina „sönnu trú“, hin „ein- stöku, sannrússnesku gildi" og varnir gagnvart villimannaþjóðum, sem eiga ræt- ur sínar að rekja til innrása og yfirráða mongóla. Hlutskipti Rússa hefur að sönnu löngum verið einstakt. Þar búa nú um 150 milljónir manna og landsvæðið teygir sig yfir 17 milljónir ferkílómetra. Rússland er í senn Evrópuríki og asískt ríki. Þetta hefur í gegnum tíðina kallað fram ákveðna óvissu um stöðu Rússa í heiminum og varð- ar það bæði landafræði, félagslega þróun og andleg efni almennt. Þetta erfiða hlut- skipti hafa rússnesk skáld og listamenn oftlega túlkað. Þannig sagði Alexander Blok í ljóði sínu „Scythiar" er hann ávarp- aði Evrópumenn skömmu eftir októberbylt- inguna: „Við munum snúa að ykkur hinum asísku ásjónum okkar!“ Um þessi andstæðu sjónarmið, þessa tvíklofnu þjóðarsál, hefur stjórnmálabar- áttan oftlega staðið í Rússlandi. Nú virðist ástæða til að ætla að þeir sem leita vilja til vesturs séu að verða ofan á í rússnesk- um stjórnmálum. í þessu samhengi ber að varast að rugla þeim sem telja framtíð Rússlands felast í heilbrigðu samstarfi á jafnræðisgrundvelli við lýðræðisríkin í vestri saman við þá barnalegu draumóra- menn sem réðu ríkjum í Rússlandi fyrstu árin eftir hrun Sovétríkjanna og hrintu í framkvæmd lítt ígrunduðum og byltingar- kenndum áætlunum um fráhvarf frá mið- stýringu til markaðshagkerfis án þess að taka nokkuð tillit til sögu og sérstöðu þess- arar merku þjóðar. Miklu fremur helst þetta í hendur við tvennt sem verið hefur að geijast í Rússlandi á undanförnum árum; umtalsverða flutninga frá sveitum til borga og bæja og breytingar á mið- stjórnarvaldinu í Moskvu, sem sjaldan eða aldrei hefur verið veikara. ORÆFAJOKULL Umbætur í þéttbýli NU ER SVO komið að um 75% rússnesku þjóðar- innar búa í þéttbýli. Ástandið er að sönnu misjafnt í bæjum og borgum Rúss- lands en þar hafa þó almennt gengið lengst þær breytingar sem miða að því að opna landið og færa það í átt til þess sem þekkist í lýðræðis- og markaðsþjóðfélögum Vestur- landa. Breytingarnar, sem orðið hafa í Mið- og Austur-Evrópu og í mörgum fyrrum sovétlýðveldum eru víða eingöngu bundnar við hinar stærri borgir. Á landsbyggðinni hefur víðast lítið sem ekkert breyst og þar hafa þau öfl sem boða afturhvarf til sósíalí- skrar miðstýringar og forsjárhlutverks rík- isvaldsins verið einna sterkust. Mjög skýrt dæmi um þetta er Rúmenía þar sem bænd- ur og verkamenn á landsbyggðinni hafa reynst traustustu kjósendur stjórnarflokks Ion Iliescu forseta sem hvilir á sterkum þjóðernissinnuðum og kommúnískum grunni. Nú eru teikn á lofti um að breyting- ar séu á næsta leiti í Rúmeníu. Hið sama á við víðar í Mið-Evrópu er ríki á borð við Tékkneska lýðveldið, Ungveijaland og Pól- land feta sig í átt til vesturs. Nú kann það sama að vera að gerast i Rússlandi þótt forsendurnar séu all frá- brugðnar. Borgaralegt fijálslyndi hefur náð að skjóta rótum í stærstu borgunum og þar njóta umbótaöflin mun meiri stuðnings en þjóðernissinnar og kommúnistar. í Rúss- landi sem víða annars staðar liggur straum- urinn frá sveitunum til borganna. Moskva mun komast í hóp fjölmennustu borga heims á næstu áratugum. Miðstjórnarvaldið í Moskvu hefur verið veikt verulega í forsetatíð Borís Jeltsíns. Forsetinn hefur notað eftirgjöf á því sviði til að kaupa sér pólitískar vinsældir í þeim 89 lýðveldum og sjálfsstjórnarsvæðum sem mynda sambandsríkið Rússland. Nú er svo komið að víða njóta þessi svæði nánast sjálf- stæðis og dregið hefur úr fjárstreymi frá þeim til miðstjómarinnar í Moskvu. Þannig hafa miklar breytingar orðið í ákveðnum hlutum Síberíu og á austurströndinni hefur átt sér stað víðtæk einkavæðing og efna- hagsleg uppsveifla. Er nú svo komið að mörg svæðin þar, í kringum Vladívostok og víðar, hafa náð markaðstengingu við önnur Kyrrahafssvæði og ríki í Asíu. Þótt vestrænt lýðræði hafi ekki verið innleitt á sjálfsstjórnarsvæðum þessum eru ráða- menn, þar sem lífskjörin hafa tekið stakka- skiptum og völd þeirra aukist að mun, öld- ungis andvígir því að horfið verði á ný til hins sterka miðstjórnarvalds sem einkenndi valdaskeið kommúnista. Það er af þessum sökum sem mikið fylgi Jeltsíns forseta í austurhéruðunum kom ekki á óvart. Þessi þróun getur gjörbreytt Rússlandi. Hernaðar- máttur og stækkun NATO ALGENGT ER I umræðum á Vestur- löndum um Rúss- land og rássneska menningu að fullyrt sé að þessi þjóð muni aldrei fá skilið lýðræði og muni ævinlega leitast við að byggja upp stór- veldi. Margir hafa verið tilbúnir til að spá því að þessari þróun hljóta að ljúka með nýju köldu stríði og skipti þá litlu hvaða forseti haldi um stjórnartaumana. Rússland mun að vísu ávallt teljast stórveldi þó ekki sé nema vegna stærðar landsins og þess auðs sem þar er að finna. Þá ráða Rússar enn yfir þúsundum kjarnaodda. Þetta þýðir þó ekki að Rússar séu fangar eigin stórveld- isdrauma og hyggist láta þá rætast. Hernaðarmáttur stórveldis byggist á end- anum á afli efnahagslífins. Staðan í rúss- neskum efnahagsmálum er nú slík að óhugsandi má teljast að Rússar hyggi á landvinninga á ný í Mið- og Austur-Evr- ópu. Þá gætu menn allt eins óttast að Bret- ar tækju að hugsa sér til hreyfmgs í því augnamiði að endurreisa heimsveldið. Hag- kerfi Rússlands er um 70% af hagkerfí Bretlands og einungis um tíundi hluti af efnahagsmætti Bandaríkjanna. Á tímum Kalda stríðsins miðaðist allur viðbúnaður lýðræðisríkjanna í vestri við stórfellda innrás Sovétmanna inn í Vestur- Evrópu. Engar líkur eru nú á því að Rúss- ar geti fyrirvaralítið blásið til slíkrar stór- sóknar, jafnvel þótt þeir réðu á ný yfir öll- um auðlindum fyrrum Sovétríkja. Þessar staðreyndir ber að hafa í huga þegar rætt er um nauðsyn þess að Atlantshafsbanda- lagið verði stækkað til austurs til að koma til móts við öryggishagsmuni fyrrum lepp- ríkja Sovétmanna, Póllands, Tékkneska lýð- veldisins og Ungveijalands. Jafnframt ber að hafa í huga hagsmuni Eystrasaltsríkj- anna þriggja, sem óttast að verða á ný hluti af rússnesku yfirráðasvæði. Færa má rök fyrir því að sú þróun verði líklegri en ella verði Mið-Evrópuríkjunum þremur hleypt inn í NATO en Eystrasaltsríkin skil- in eftir. Loks má spytja hvort kenningin um stækkun NATO til austurs sé til þess fallin að styrkja umbóta- og lýðræðisöflin í sessi í Rússlandi og tryggja pólitískan stöðugleika eystra. Andstaðan þar er ekki bundin við herforingjana áhrifamiklu og sveitirnar sem þeir stýra. Almenningur í Rússlandi og talsmenn lýðræðisaflanna eiga einnig erfitt með að skilja hvers vegna nauðsynlegt er að færa NATO nær landa- mærum Rússlands. Bandalög eru eðli sínu samkvæmt ýmist um eitthvað eða gegn einhveiju. Sú fullyrðing, sem ráðamenn vestrænir hafa haldið á lofti, að stækkun NATO mótist ekki af stöðu Rússa og hugs- anlegri landvinningaáráttu þeirra í Austur- Evrópu og beinist því ekki sérstaklega gegn þeim, þarfnast í besta falli frekari rökstuðn- ings. Áhyggjur fyrrum leppríkja Sovétmanna eru skiljanlegar í ljósi sögunnar og Eystra- saltsríkin þijú líta svo á að þau hafi verið svikin með Helsinki-samningunum 1975, sem staðfestu landamæri í Evrópu og þar með rássnesk yfírráð þar. Staða þessara ríkja er ekki fyllilega sambærileg. Þannig er eðlilegt að Eystrasaltsríkin leiti eftir sam- starfi við Norðurlandaþjóðimar en Mið-Evr- ópuríkin þijú, Pólland, Tékkland og Ung- veijaland, eftir samnina við Evrópusam- bandið. Þar eiga þau heima og þannig má stuðla að stöðugleika í álfunni austanverðri. Friðurinn verður best tryggður með því að skapa sameiginlega efnahagslega hagsmuni. Hér hefur verið haldið fram ákveðinni sýn til þróunarinnar í Rússlandi. Ástæða til bjart- sýni virðist þrátt fyrir allt umtalsverð, nái Borís Jeltsín forseti að knýja fram sigur í síðari umferð kosninganna. Framþróun þjóð- félagsins er þó ekki bundin við persónu for- setans heldur þau öfl sem færa vilja Rúss- land í hóp lýðræðisríkjanna í vestri. Það verður þrautaganga og Rússar munu eftir sem áður fylgja utanríkis- og vamarstefnu sem hæfir stöðu þeirra og styrk og er í samræmi við hagsmuni þeirra á hveijum líma. Morgnnblaðið/Jón Karl Snorrason Margir hafa verið tilbúnir til að spá því að þessari þró- un hljóta að ljúka með nýju köldu stríði og skipti þá litlu hvaða forseti haldi um stjórnar- taumana. Rúss- land mun að vísu ávallt teljast stór- veldi þótt ekki sé nema vegna stærðar landsins og þess auðs sem þar er að finna. Þá ráða Rússar enn yfir þúsund- um kjarnaodda. Þetta þýðir þó ekki að Rússar séu fangar eigin stórveldisdrauma og hyggist láta þá rætast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.