Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 24
24 laugaRdagur 29. júní 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Bildt setur Bosníu- Létta skuldabyrði Serbum úrslitakosti fátækra þjóða Lyon, Belgrad. Reuter. CARL Bildt, sem stýrir alþjóðlegu uppbyggingarstarfi í Bosníu, sagði í gær að þolinmæði ríkjanna sem að því standa væri á þrotum og að grip- ið yrði til aðgerða gegn Serbum, léti Radovan Karadzie, „forseti" Bosníu- Serba ekki af völdum á næstu dög- i’.m. Bildt lét þessi ummæli falla á l'undi sjö helstu iðnríkja heims, sem haldinn er í Lyon í Frakklandi. Bildt var ómyrkur í máli og sagði það ljóst að ekki yrði lengur þolað að Karadzic væri við völd án þess að gripið yrði til aðgerða. Hann tiitók Jeltsín ofreyndi sig Moskvu. Reuter. RÚSSNESKA sjónvarpið sýndi í 'jær myndir sem sagðar voru teknar fyrr um daginn á fundi Borísar Jeltsín Rússlandsforseta með aðstoðarmönnum hans, til að kveða niður orðróm um al- varleg veikindi Jeltsíns, sem fékk tvisvar hjartaáfall í fyrra. Forsetinn mætti ekki á fund með fulltrú- um bænda í gær- inorgun, sendi Víktor Tsjerno- inýrdín forsætisráðherra í stað- inn. Tsjernomýrdín sagðisttelja að Jeltsín hefði ofreynt sig í kosningabaráttunni og skaðað röddina. Talsmaður forsetans, Sergej Mededev, staðfesti siðar að Jeltsín væri raddlaus. Forsetinn, sem er 65 ára, frest- aði þrem kosningafundum i vik- unni en hann hefur þótt sýna mikið þrek undanfamar vikur og mánuði, m.a. dansað rokk á sviði á fundi með ungu fólki. Kom krafturinn í forsetanum and- stæðingum hans á óvart. Keppinautur hans, hinn 52 ára gamli Gennadí Zjúganov, hefur einnig síðustu daga reynt að sýna fram á æskuþrótt sinn með því að dansa og leika blak fyrir fram sjónvarpsvélarnar. Zjúganov benti í gær á að Jeltsin hefði verið fimm mánuði á sjúkrahúsi í fyrra. „Þið vitið að menn geta einfaldlega ekki verið við góða heilsu á þessum aldri“. þó ekki hveijar þær yrðu. „Ég held að leiðtogarnir [Serba] í Belgrad og Pale viti fullvel hvað við höfum á pijónumum, uppfylli þeir ekki þau skilyrði sem sett voru í Dayton-friðar- samkomulaginu," sagði hann. Sendi- fulltrúar og embættismenn hafa sagt að stórveldin muni ræða möguleikann á því að setja viðskiptabann að nýju á Serba. Mladic við hestaheilsu Talsmenn hers Bosníu-Serba vís- uðu í gær algerlega á bug fréttum Moskvu, Khankala-herstöðinni. Reuter. BROTTFLUTNINGUR rússneska herliðsins frá Tsjetsjníju hófst í gær með mikilli viðhöfn, lúðrasveitir léku og yfirmenn viknuðu. Þess var vand- lega gætt að fjölmiðlar, sem styðja nær allir Borís Jeltsín forseta í kosn- ingabaráttunni, fjölluðu ítarlega um brottförina. Jeltsín hefur á kosninga- fundum viðurkennt að innrásin í héraðið hafí verið mistök en opinber stefna stjórnvalda er sem fyrr að fullt sjálfstæði Tsjetsjena sé útilok- að. „Ég óska ykkur til hamingju með að hafa lokið herför ykkar með sigri,“ sagði hershöfðinginn Vjatsj- eslav Tíkomíróv, yfírmaður rúss- neska herliðsins í héraðinu. Á rauð- um borða stóð „Við höfum tryggt um að yfírmaður herafla þeirra, Ratko Mladic, hefði fengið heilablóð- fall. Sýndi sjónvarp Bosníu-Serba myndir af honum við góða heilsu þar sem hann var viðstaddur hersýningu í gær. Fyrr í gær hafði Befa-fréttastofan í Belgrad eftir bosnísk-serbneskum heimildarmönnum að Mladic hefði fengið heilablóðfall í síðustu viku og væri í iífshættu. Sáralítið hefur sést til hans undanfarna mánuði en hann er eftirlýstur af stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna. einingu Rússlands", herþyrlur ~ sveimuðu yfir borginni í brennandi sumarhitanum. Nokkur hundruð liðsmenn vélaherfylkis troðfylitu lest á brautarstöð í Khankala-herbæki- stöð Rússa í Grosní og ásamt þeim var fjöldi skriðdreka og brynvarinna vagna sendur burt. Alls er talið að Rússar hafí 80.000 manna lið í Tsjetsjníju en opinberlega er sagt að þeir séu 48.000. „Þið gerðuð engin mistök“ Vjatsjeslav Míkhaílov, ráðherra þjóðernisminnihluta, ávarpaði her- mennina. „Ég hef séð þjáningarnar í augum mæðra ykkar, eiginkvenna og systra. Vonandi fýrirgefa þær okkur, mönnunum sem ef til vill LEIÐTOGÁR sjö helstu iðnríkja heims ákváðu á fundi sínum í Lyon í Frakklandi í gær að koma skuldsettum þróunarríkj- um til hjálpar. Hvöttu þeir ríki sem aðild eiga að svonefndum Parísarklúbbi að létta enn frek- ar á greiðslubyrði lánanna. Einnig ákváðu þeir að kanna leiðir til að auka fjárhagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) við fátæku ríkin. Mistókst leið- togunum þó, vegna mikillar andstöðu Þjóðverja, að ná sam- gerðu mistök. En þið gerðuð engin mistök. Þið hafið sýnt Rússlandi tryggð," sagði ráðherrann og var Tíkomírov greinilega hrærður vegna þessara orða, virtist að því að kom- inn að tárfella. Stefnt er að því að liðið verði allt á brott frá Kákasushéraðinu 1. sept- ember en sumir embættismenn í Kreml hafa látið hafa eftir sér að nokkurt lið verði ef til vill áfram á staðnum. Samkvæmt friðarsamn- ingum á að efna til frjálsra kosninga og afvopnunar sem merkir í huga ráðamanna Rússa að uppreisnar- menn afhendi þeim vopn sín. Hermennirnir sögðust ánægðir með vera á heimleið en töldu ólík- legt að átökunum lyki að fullu í bráð. komulagi um tillögu sem fól í sér að IMF seldi hluta gullforða síns til þess að fjármagna fjár- hagsaðstoð af því tagi. Sögðu þeir í yfirlýsingu frá fundinum, að nota mætti eigin varasjóði IMF í þessu skyni og lögðu til að notkun varasjóðanna yrði endurskoðuð. Leiðtogafundin- um lauk í gær en myndin var tekin er þjónar bera þeim einn fjögurra rétta í kvöldverði leið- toganna í garði ráðhússins í Lyon. Reúter Flestir voru harðorðir um stjórn- málamennina sem sent hefðu þá til héraðsins. „Þetta hefur frá upphafi verið fáránlegt stríð", sagði einn hermannanna, Alexei Maslenníkov frá Rjazan. Hann sagðist einvörð- ungu hafa gengið í herinn til að geta séð fyrir konu og börnum en nú þakkaði hann Guði fyrir að geta snúið heim. Allt að tiu manns fórust er spreng- ing tætti í sundur strætisvagn í bænum Naltsík í Kákasushéraðinu Kabardíno-Balkaríu, skammt frá Tsjetsjníju, í gær. Tass-fréttastofan hafði eftir heimildarmönnum á staðnum að um tilræði hefði verið að ræða en ekki var sagt hveijir hefðu verið að verki. Rússar hefja brottfhitn- ing liðs frá Tsjetsjníju Vladímír Zhírínovskí lýsir óbeint yfir stuðningi við Jeltsín í seinni umferðinni Kjörsókn ræður úrslitum Moskvu. The Daily Telegraph, Reuter. KJÓSENDUR í Rússlandi segjast í könnunum flestir ætla að fara á kjörstað í síðari umferð forseta- kosninganna á miðvikudag en sér- fræðingar benda á að margir svari meira af kurteisi en sannfæringu, margir Rússar séu haldnir miklum stjórnmálaleiða. Nánustu sam- starfsmenn Borís Jeltsíns forseta, sem sigraði kommúnistann Gennadí Zjúgánov naumlega ! fyrri umferð- inni, óttast nú fyrst og fremst að dræmari kjörsókn í síðari umferð geti fært Zjúganov sigur. Jeltsín hefur tryggt sér stuðning frambjóðandans sem varð í öðru sæti, Alexanders Lebeds, og um- bótasinninn Grígorí Javlínskí hefur heitið stuðningj en gegn skilyrðum. í gær lýsti þjóðemissinninn Vlad- ímír Zhírínovskí með óbeinum hætti yfír stuðningi við forsetann. Zhír- ínovskí varð fimmti í fyrri umferð, hlaut 5,7% atkvæða. Hann hvatti í gær kjósendur til að styðja ekki Zjúganov en gekk ekki svo langt að biðja þá beinlínis að kjósa Jelts- ín. „Við styðjum ekki stefnu núver- andi forseta en kommúnistaflokk- urinn er enn hættulegri". Kjörsókn undir 60%? Stjómmálaskýrendur eru sam- mála um að kommúnistar eigi sér mun traustari stuðningshóp en for- setinn sem hefur engan stjómmála- flokk á bak við sig. Kjörsókn í fyrri umferðinni var tæp 70% en kosn- ingaleiðinn fer vaxandi enda voru þingkosningar í desember sl. Hátt- settur félagi í baráttunefnd Jeltsíns vegna endurkjörsins, Vjatsjeslav Níkonov, sagði í gær að yrði kjör- sókn undir 60% gæti svo farið að hann tapaði í seinni umferðinni. „Verði kjörsókn 60% virðist sem sigurlíkur [beggja frambjóðenda] séu jafnar," sagði hann. Zjúganov hefur fordæmt mis- notkun Jeltsíns á ríkisfjölmiðlunum sem reyna vart að leyna hlutdrægni sinni, þeir hampa stöðugt Jeltsín og annaðhvort hundsa forsetaefni kommúnista eða gera lítið úr hon- um. í fyrri umferðinni var sama upp á teningnum í kosningabarátt- unni, Jeltsín var eitt sinn samtímis á skjá allra þriggja sjónvarpsstöðv- anna að sögn þreytts kjósanda sem reyndi að skipta um rásir. „Við förum í rúmið með Jeltsín á kvöld- in og vöknum með honum á morgn- ana,“ segir Zjúganov. Hann segir ennfremur að rekinn sé hræðsluáróður gegn sér með sýningum á myndum í sjónvarpi frá Stalínstímanum. Þar eru rifjaðar upp grimmdin og hörmungarnar sem almenningur varð að sætta sig við í tíð kommúnista, fortíð sem þeir vilja sem minnst fjalla um. „Ég er hundleið á öllum smettun- um þeirra á skjánum en ég geri ráð fyrir að við verðum að kjósa Jeltsín aftur,“ sagði 48 ára gömul kona, í Pétursborg, Tamara, sem er búin að fá nóg af áróðrinum. Þar í borg var forsetinn lang-öflugastur í fyrri umferðinni. Annar kjósandi, Alexander Hels- ing, sem rekur brauðgerð, sagði fólk orðið leitt á að kjósa en hann myndi mæta og kjósa forsetann. „Það er ekki margt sem mér líkar í stefnu Jeltsíns en hann er skárri kostur af tveim vondum“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.