Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 35 AÐSENDAR GREINAR í GREIN sem birtist á síðum blaðsins fyrir skemmstu, benti ég lesendum á ýmislegt sem leiddi hugann að því að ef til vill ættu mörg okkar _að huga betur að mataræðinu. Ég fjallaði um hugs- anlegar afleiðingar vegna neyslu á dýrakjöti og að Biblían okkar inni- heldur mörg góð ráð hvað matar- venjur snertir. Hér á eftir mun ég aðallega beina sjónum mínum aðáhrifum kólesteróls en eftirfarandi grein byggist að hluta á grein úr banda- risku háskólatímariti, Dialogue, eftir Heather M. Bowen, en hún er með masterspróf í dýravísind- um. ■ Ekki er allt búið enn. Kólesteról, klingir það einhverri bjöllu? Undanfarin ár hafa augu okkar beinst að þessu efni sem er fitukennt alkóhól í frumum og lík- amsvökvum dýra; mikilvægt í efnaskiptum líkamans. A meðan sumt kólesteról er nauðsynlegt er líka hægt að fá „of mikið af því góða“. Nokkurn veginn helmingur allra dauðsfalla í Bandaríkjunum eru af völdum æðakölkunar. Hér á landi eru tölurnar einnig háar hvað hjarta- og æðasjúkdóma varðar. Á árinu 1994 létust 1717 Islendingar og þar af 799 af völd- um hjarta- og æðasjúkdóma (nýj- ustu tölur). Æðakölkun er sjúkdómur þar sem kólesteról safnast inn á stórar og meðalstórar slagæðar, og myndar fitulag innan á veggjum þeirra. Með tímanum myndast kökkur sem teppir einhveija æðina og veldur það hjartaáfalli eða heila- blóðfalli. Kólesterólið sem veldur þessum æðasjúkdómum á rætur að rekja til örsmárra agna kallaðar lipóprótín (LDL = low density li- poprotein) en lipóprótín er lífræn sameind mynduð'af prótíni og fitu. LDL er í blóðstreyminu og því meira sem er af því, því hraðar skemmast æðarnar og æðakölkun á sér stað. En fyrst kólesteról eða LDL er náttúrulegt, afhverju leyfir líkam- inn því að hækka svo mjög í sum- um einstaklingum? Til þess að út- skýra það þurfum við að skilja hvernig líkaminn stjórnar LDL Réttir úr jurtafæði, seg- ir Alda Baldursdóttir í þessari síðari grein sinni, eru hollir, fljótleg- ir og flestir hræódýrir. kólesteróli. Á yfirborði hverrar ein- ustu frumu í líkamanum eru stað- settir LDL viðtakar. Hlutverk þeirra er að fjarlægja LDL úr blóð- streyminu og flytja það inn í fru- muna, brjóta það niður og endur- vinna í frumuafurð. Venjulega eru margir slíkir viðtakar á hverri frumu. Það hefur hinsvegar komið í ljós að ef kjöt og mjólkurafurðir eru í fæðunni getur það fækkað viðtökunum það mikið að það hrindir af stað keðjuverkandi áhrif- um sem leiða tii þess að LDL hækkar í blóð- inu og æðakölkun byijar. Þótt ótrúlegt sé, hafa viðbrögð vísinda- manna verið frekar hægvirk og stundum óraunsæ. Sumir vís- indamenn, sem vita af þessu með áhrif kjöts- ins, segja að það ætti ekki að ýta undir það að borða jurtafæði einfaldlega vegna fé- ■ lagslegra og ijárhags- legra áhrifa á samfélagið. Einnig tala þeir um að það séu bara fimm- tíu prósent þjóðarinnar [U.S.A.] sem látist vegna fituhrörnunar; hinir eru svo lánsamir að vera erfðafræðilega ónæmir fyrir fækk- un LDL viðtaka. í stað þess að mæla með einfaldri breytingu á mataræði, hafa sumir vísindamenn byggt vonir sínar, á að öðlast góða heilsu, á þróun lyfs sem er fyrir- byggjandi: „Ef það kemur í ljós að þessi lyf munu koma í veg fyr- ir að fæðan valdi fækkun viðtak- anna og að hægt verði að sýna fram á að langtíma notkun verði hættulaus, þá verður það ef til vill mögulegt einhvern tíma fyrir fólk að fá sér steikina sína og lifa til þess að njóta hennar líka.“ Útlista mætti fleiri svið í tengsl- um við neyslu á dýrakjöti s.s. notk- un hormóna og sýklalyfja í ræktun dýra til manneldis og áhrifin sem það hefur á fólk sem neytir kjöts af því tagi. En þó svo kjötið hér á landi teljist með því besta sem fæst ferðast íslendingar víða er- lendis og neyta kjöts þar. Hvað bændur snertir kallar breytt mat- aræði á annars konar ræktunar- hætti svo ekki þyrftu þeir að verða atvinnu- lausir, en breytingar af þessu tagi tækju að sjálfsögðu tíma, en ís- lensk korn- og græn- metisræktun sýnir að það er ýmislegt hægt. Ég vildi einnig geta keypt lífrænt ræktuð egg úti í búð . Ekki er alveg hægt að stöðva hér skrifin án þess að minnast á hættu þess að neyta efna og annarra mengunarvalda í fiski og skelfiski. Þó svo íslendingar búi við þá gæfu að búa almennt í frekar ómenguðu landi erum við ekki al- veg laus við mengun og erlendis er víða pottur brotinn. Hér á landi hafa margar úrbætur átt sér stað en betur má ef duga skal. Það að gerast jurtaæta hvort sem maður gerir það sem kristinn einstaklingur í leit að lífi sem fær- ir mann nær Guði og himninum, en í Jesaja stendur: „Úlfur og lamb munu vera saman á beit, og ljónið mun hey eta sem naut, ...Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn illt fremja eða skaða gjöra - segir Drottinn." Js 65.25. Eða hreinlega af heilsufarsástæðum. Hvort held- ur er fannst mér það skylda mín að deila þessum upplýsingum með þér, lesandi góður. Ég veit að það getur líka verið góð leið til þess að uppræta fordóma og bara kynn- ast öðru fólki að hittast á nám- skeiði og læra að matreiða græn- metisrétti frá ýmsum þjóðum og af ýmsum gerðum. Ég er rétt að byija og mér finnst svo spennandi að fræðast um allt mögulegt tengt heilsusamlegu mataræði en það þarf að lesa sér til og huga að samsetningu fæðisins, það má ekki verða of einhæft og hreyfing og útivera eiga auðvitað sinn þátt í góðri heilsu. Sem betur fer er góð- ar bækur að finna í bókaverslunum svo við ættum að geta haldið okk- ur í toppformi. Margir halda því fram að börn geti ekki lifað ájurta- fæði en það er hin mesta fjar- stæða, en áður en róttækar breyt- ingar eiga sér stað þarf að kynna sér málin vandlega. Ég hef tekið í hendurnar á fullorðnu frísku fólki sem aldrei hefur borðað annað en jurtafæði Hver og einn prófar og finnur út hvað honum og fjölskyld- unni líkar en það besta sem ég hef rekið mig á til þessa, er að það eru til svo margir fljótlegir og góðir réttir og oftast nær hræódýr- ir. _ •*£ Ég get nú eiginlega ekki stillt mig um að láta eina góða upp- skrift fylgja með í lokin sem ég lærði um daginn og hef aðlagað pínulítið að smekk heimilisfólksins. Linsu- og hnetubúðingur 1 bolli linsur (grænar, mjög góðar) 1 bolli hnetur (t.d. Brasilíuhnetur) 2-3 egg ( má sl. 2 rauðum) 1 ‘A bolli mjólk 1-2 msk. olía (ólífu) 1 'A bolli kornflögur '/2 laukur (saxaður smátt) 'A rauð paprika Kryddað að smekk. Linsurnar soðnar þar til þær eru ; mjúkar, u.þ.b. '/2 tíma. Hneturnar malaðar frekar smátt. Öllu blandað saman. Kryddað t.d. með smásalti, kúmendufti, hvítlauksdufti, hvítum pipar og aromati. Sett í eldfast mót. Bakað í ca. 45 mín. við 180 gráður. Borið fram með t.d. hrásal- ati, soðnum eða bökuðum kartöfl- um og ef vill, góðri fitusnauðri sósu t.d. tómat- sveppasósu. Höfundur er grunnskólakennari. Græn grein! Er jurtafæði eitthvað fyrir þig? Alda Baldursdóttir. I AUCiAViCiF I H \\ HE YK IAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.