Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 13 Skóflustunga að nýju björgunarsveitarhúsi í Grindavík Starfsemi Þorbjamar flyst undir eitt þak Komumst undir eitt þak með allt starf Stórglæsilegt 254 fm einbýli I Kvosinni. Húsið er á tveimur hæðum auk góðrar vinnuaðstöðu í kjallara. Húsið hefur verið endurnýjað frá I grunni á mjög smekklegan hátt. Allar innréttingar eru sérsmiðaðar. Húsið \ sem er eitt af elstu húsum borgarinn- ar hlaut viður kenningu fegrunarnefndar Reykjavikur fyrir vandaða endurbyggingu. Verð 15,9 millj. 6314. I____________________ „Þetta verður mikil breyting fyrir okkur að komast undir eitt þak. Við erum núna, fjórar félags- einingar, að kúldrast í 70 fermetr- um og búum við mikil þrengsli. Sambúðin gengur vel þrátt fyrir það, en þetta verður bylting. Við fáum þarna tækjageymslu og fé- lagsaðstöðu sem verður rýmri og betri. Ég á von á því að þetta efli starfsemi sveitarinnar. Við horfum dálítið til unglingastarfsins og þarna getum við boðið upp á miklu meira, hægt er að bjóða upp á opið hús, vera með klifurvegg og jafnvel hjólaskautabrautir á vetr- um. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson TÓMAS Þorvaldsson, einn stofnenda Þorbjörns, tók skóflustungu að nýrri björg- unarstöð félagsins í Grindavík. í mínum huga er engin spurning að stærsta fjárfesting okkar hérna í Grindavík er í unglingastarfinu og við hefðum átt að vera byijað- ir á því fýrir löngu. Ég tel að eft- ir svona 10 ár muni kjarninn í sveitinni koma úr unglingastarf- inu. Þetta mun líka sameina sveit- ina á einum stað og með þessu færist báturinn nær okkur þannig að þetta ætti að stytta_ útkallstím- ann,“ sagði Sigurður Óli Hilmars- son í samtali við Morgunblaðið af þessu tilefni. FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD Austra á Eskifirði var í sumar með fjáröfl- un til þess að taka þátt í sumarhá- tíð UFA. 9 tonna vörubíll var af því tilefni dreginn í gegnum bæinn og var áheitum safnað fyrir hvem kílómetra sem farinn var. Bíllinn var dreginn 4 km og vill frjáls- íþróttadeiidin koma þakklæti til allra sem studdu hana í þessu. ALLT FYRIR BÖRNIN Klapparstíg 27 • sími 552 2522. Morgunblaðið/Hilmar STARFSFÓLK Fræðsluskrifstofu Austurlands, f.v.: Halldóra Bald- ursdóttir, Anna Frímannsdóttir, Steinunn Aðalsteinsdóttir, Guð- mundur Magnússon, Sigurbjörn Marinósson og Kristinn Einarsson. Fræðsluskrifstofa Aust- urlands lögð niður Reyðarfirði - Síðasta starfsári Fræðsluskrifstofu Austurlands á Reyðarfirði lýkur 30. júlí nk. Þá lætur af störfum Guðmundur Magnússon, fræðslustjóri, eftir langt og farsælt starf að skóla- málum. Frá 1977 hefur Fræðsluskrif- stofan verið starfsvettvangur hans og þar hefur hann ásamt samstarfsfólki sínu byggt upp þjónustu við austfirska skóla sem ákveðið er að framhald verði á. Sveitarsljórnir á Austurlandi hafa stofnað Skólaskrifstofu Austurlands sem 1. ágúst tekur við öllum þeim rekstri sem Fræðsluskrifstofan hefur haft á sinni könnu og því verður Her- mes áfram miðstöð skólamála hér austanlands. Forstöðumaður hinnar nýju stofnunar verður Einar Már Sigurðsson, skóla- meistari í Neskaupstað. Grindavík - Tómas Þorvaldsson, einn stofnenda slysavarnadeildar- innar Þorbjörns, tók fyrstu skóflu- stunguna að nýju húsi sveitarinnar sem verður við Seljabót. Þangað mun öll starfsemi sveitarinnar flytjast þegar húsið verður tilbúið, en hún er nú á tveimur stöðum í bænum. Þorbjörn var stofnaður árið 1930 og byggði húsnæði undir björgunartæki sín þremur árum seinna við Múla og er það enn í fullri notkun. Árið 1976 fékk deild- in verbúð að gjöf frá Þorbirni hf. í Grindavík. Henni var breytt þannig að hún nýttist til félags- starfs og lauk verkinu árið 1985. Hún fékk heitið Hrafnabjörg og síðan var Oddsbúð tekin í notkun árið 1987 eftir að björgunarbátur var keyptur til sveitarinnar. Þetta er því í fjórða skipti sem sveitin byggir yfir starfsemi sína. Sigurður Óli Hilmarsson for- maður Þorbjörns sagði m.a. að frá tilkomu kvennadeildarinnar Þór- kötlu árið 1977 og unglingadeild- arinnar Hafbjargar árið 1992 hefði félagsstarf innan sveitarinnar ver- ið í örum vexti og nú væri svo komið að starfsemin væri búin að sprengja af sér allan húsakost. Fyrir ári var því skipuð nefnd með fulltrúum eininga innan sveitar- innar til að kanna möguleika og hönnun á byggingu nýs húsnæðis í stað Hrafnabjarga. Síðan varð til sú hugmynd að kaupa öflugri bát og að öll starfsemi sveitarinn- ar yrði sameinuð í nýju húsi á ein- um stað. Úr varð að ákveðið var áð byggja 470 m! hús með u.þ.b. 200 m! millilofti við Seljabót. Á fundi byggingarnefndar í júní var ákveðið að samið yrði við Grindina í Grindavík um byggingu á upp- steyptu húsi og mun Gísli Sigurðs- son sjá um jarðvinnuna. Tómas Þorvaldsson, einn stofn- enda slysavarnadeildarinnar Þor- björns tók fyrstu skóflustungu að nýja húsinu og riijaði hann upp atvik úr sögu sveitarinnar, en hann var formaður hennar á árum áður. Vörabíll dreg- mn í fjaroii- unarskyni 10-50% afsláttur afýmAimm i mnrni til 31. júli. EIGNAMIDIXJMN ,..r /Vl.vrp |ijómistn í nratugi ' Sími 588 9090 - Fax 588 9095 Slðumúli 21. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasall. Fischersund Morgunblaðið/Benedikt Mývatnssveit Fjölmenn útför Þor- bjargar Gísladóttur ÚTFÖR Þorbjargar Gísladótt- ur, Víkurnesi, var gerð frá Reykjahlíðarkirkju 12. júlí. Að viðstöddum 4-500 manns. í kirkjunni töluðu séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Örn Friðriksson, sóknarprestur. Kór kirkjunnar söng. Organisti var Jón Stefánson. Einsöngvari var Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Að lokinni athöfninni var erfi- drykkja í Hótel Reynihlíð. Þorbjörg var fædd á Hellu- vaði 27.11. 1930. Foreldrar hennar voru Gísli Árnason og Sigríður Sigurgeirsdóttir. Þor- björg og eiginmaður hennar, Jón Arni Sigfússon, reistu íbúð- arhús í landi Voga III árið 1957 og nefndu Víkumes þar sem þau hafa síðan átt heimili. Jón Árni og Þorbjörg eignuðust fjögur börn sem öll eru á lífí. Þorbjörg lést á Akureyri 4. júlí eftii- erfiðan og langvinnan sjúkdóm. Fjölmennur var henn- ar frærida- og vinahópur, svo og fjölskylda. Hennar er því sárt saknað af öllum vinum og vandamönnum. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.