Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Leiðtogar Króata í Mostar hafa góð orð um sættir Mostar, Sarqjevo. Reuter. ALLNOKKUR árangur hefur orðið af viðræðum Johns Kornblums, að- stoðarutanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sem hefur reynt að koma á sáttum á milli Króata og múslima í Bosníu. Forystumenn Króata í borg- inni Mostar útiloka ekki að þeir við- urkenni úrslit kosninganna þar en hins vegar eru uppi efasemdir um að loforð Bosníu-Króata um að leggja niður smáríki sitt í Bosníu, muni standast. Kornblum hélt í gær til Mostar, þar sem hann reyndi að fá leiðtoga Bosníu-Króata til að viðurkenna úr- slit kosninganna sem fram fóru í borginni fyrir rúmum mánuði. í lok nokkurra klukkustunda viðræðna sagði Kornblum þá hafa lýst vilja sínum til þess að leysa deiluna í Mostar, en hún kemur í veg fyrir sameiningu borgarinnar, sem skipst hefur á milli Króata og múslima síð- ustu ár. Kornblum tókst á miðvikudag að fá Bosníu-Króata til að samþykkja að sjálfskipað smáríki þeirra í Bosn- íu, sem þeir kalla Herzeg-Bosna, verði leyst upp og heyri undir bosn- ísk stjórnvöld. Var þetta samkomu- lag Iiður í því að ná fram lausn á deilunni í Mostar. Að sögn Korn- blums lýstu leiðtogar Króata og múslima yfir sáttavilja sínum og lögðu fram sáttatillögur, sem ekki hefur enn verið tekin afstaða til. Að sögn vestrænna sendimanna er það fyrst og fremst valdamikil mafía þjóðernissinnaðra Króata sem er ósátt við úrslit kosninganna og sér til þess að Króatar taka ekki sæti sín í borgarstjórninni. Er maf- ían sögð eiga gríðarlegra hagsmuna að gæta á því að skipting á milli þjóða í Bosníu haldist. Hverfur Herzeg-Bosna af sjónarsviðinu? Óvíst er að samkomulag um upp- lausn smáríkis Bosníu-Króata í Bos- níu, sem tókst á miðvikudag, muni halda, að sögn stjórnmálaskýrenda. Herzeg-Bosna á eigin fána og gjaldmiðil og þrátt fyrir að Herzeg- Bosna sé hvergi viðurkennt ríki, telji Króatar það hluta af Króatíu. Sam- kvæmt samkomulaginu sem Kom- blum fékk múslima og Bosníu-Kró- ata til að undirrita, verða þeir að leggja fram áætlun fyrir 8. ágúst um hvernig þeir muni deila völdum eftir kosningarnar 14. september. Króatískir stjórnmálaskýrendur lýstu í gær efasemdum sínum um að Herzeg-Bosna myndi hverfa af sjónarsviðinu. Sögðu þeir að hvorki Króatar né múslimar hefðu næga trú á því að þjóðirnar gætu starfað saman í sátt innan sambandsríkisins Bosníu. Króatar óttist að verða minnihlutahópur sem múslimar kúgi. Þá hafi Króatar áhyggjur af uppgangi heittrúaðra múslima og yfirlýsingum leiðtoga Bosníustjórnar um vilja til aukins samstarfs við ísl- amskar þjóðir. ' Y*m?*y*. W;y ' M 11 V af M Reuter FBI segir ekki grundvöll fyrirákæru A grænni grein eftir dauðadóm LOUIS Freeh, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, sagði í gær að ekki væri fyrirsjáanlegt að neinn yrði handtekinn vegna sprengjutil- ræðisins í Atlanta sl. laugardag á næstunni. „Margir liggja undir grun,“ sagði Freeh á fundi með þing- nefnd. „Sú staðreynd að nafn ákveð- ins einstaklings hefur tengst rann- sókninni hefur enga þýðingu." Átti Freeh þar greinilega við öryggis- vörðinn Richard Jewell, en lögreglu- menn gerðu umfangsmikla leit í íbúð hans á miðvikudag. Einnig var leitað í afskekktum kofa við ána Chattaho- oche í norðausturhluta Georgíu, sem Jewell leigði áður en hann flutti til Atlanta í maí. Freeh sagði að alls ekki væri hægt að staðhæfa að Jewell væri sekur. „Við hörmum oft við rann- sóknir mála af þessu tagi að nöfn einstaklinga, sem síðan kunna að reynast saklausir, séu dregin inn í umræðuna," sagði hann. Jewell heldur fram sakleysi sínu og sagði lögmaður hans í gær að hann yrði nú að ganga í gegnum „helvíti" vegna umfjöllunar fjölmiðla. Dvínandi áhugi Tveir embættismenn í Washing- ton, sem vildu ekki tala undir nafni, sögðu að áhugi lögreglunnar á Jew- ell hefði dvínað nokkuð. „Hann ligg- ur ekki undir jafnsterkum grun og í upphafí, m.a. vegna þess að fólk hefur komið til okkar og dregið úr fyrri yfirlýsingum um hann sem gefnar voru við skýrslutöku," sagði annar þeirra. Joyce Dean, talsmaður FBI, sagði hins vegar of snemmt að staðhæfa að Jewell lægi ekki lengur undir grun. Jewell starfaði sem öryggisvörður í Ólympíugarðinum og uppgötvaði rörasprengjuna í bakpoka skömmu áður en hún sprakk. Gerði hann lög- reglu viðvart og var hún byijuð að rýma svæðið fyrir sprenginguna. í fyrst var hann hylltur sem hetja í fjölmiðlum en fljótlega kom í Ijós að hann lægi undir sterkum grun um að eiga aðild að tilræðinu. Jewell starfaði áður sem öryggis- vörður við skóla í norðurhluta Georg- íu og hans æðsti draumur mun hafa verið að gerast lögreglumaður. í við- tali við CAW-sjónvarpsstöðina um helgina sagðist hann vona að hetju- dáð hans í Ólympíugarðinum myndi auðvelda honum að fá starf innan lögreglunnar. Skólameistari Piedmont College, þar sem Jewell starfaði áður, sá Jewell í sjónvarpinu eftir tilræðið og grunaði að ekki væri allt sem sýnd- ist. Hafði hann samband við FBI og bað hana um að kanna feril Jewells nánar. Jewell mun hafa tekið starf sitt við skólann einum of hátíðlega og ítrekað farið út fyrir þann ramma sem honum var settur. Þá kom í ljós við rannsóknina að hann hafði áður verið ákærður fyrir að þykjast vera lögregluþjónn og handtaka mann í bæ skammt frá Atlanta. FILIPPEYSK vinnustúlka, sem komst hjá dauðarefsingu í Sam- einuðu arabísku furstadæmun- um, kom til Filippseyja í gær eftir að hafa afplánað níu mán- uði af árs fangelsisdómi. Dóm- stóll í Sameinuðu arabísku fur- stadæmunum dæmdi hana til dauða fyrir morð á arabískum vinnuveitanda hennar, sem hún sagði að hefði nauðgað sér. Mál- ið vakti heimsathygli og forseti landsins sá sig knúinn til að fá fjölskyldu mannsins til að falla MARGIR bandarískir öryggisráð- gjafar hafa gengið skrefí lengra en alríkislögreglan (FBI) og þegar lýst því yfír að sprengja hafi grandað Boeing 747-100 þotu TWA flugfé- lagsins, sem fórst skömmu eftir flug- tak á Kennedy-flugvelli. Nú vantar ráðgjafana ekkert nema sannanir fyrir fullyrðingum sínurn, og þeir bíða þess að starfs- menn FBI dragi þessar sannanir upp af hafsbotni úti fyrir ströndum Long Island, þar sem þotan hvarf í hafíð og með henni 230 manns. Ekki annað en kenning Talsmenn FBI segja að sprengju- kenningin sé líklegust, en ítreka að hún sé ekki annað en kenning, á meðan engar sannanir eru fyrir hendi, og svo sé einnig um þær hugmyndir að þotah hafi orðið fyrir eldflaugaárás eða vélarbilun. En það er til marks um að sprengjukenning- in þýki sennilegust, að FBI hefur frá kröfunni um dauðarefsingu og þiggja í staðinn blóðpeninga. Iðnjöfur á Filippseyjum greiddi manngjöldin og safnað hefur verið miklu fé til að fjár- magna háskólanám stúlkunnar, sem segist vilja verða lögfræð- ingur. Ennfremur er líklegt að hún fái miklar fjárhæðir fyrir réttinn til að kvikmynda sögu hennar. Myndin var tekin þegar fjöl- skylda stúlkunnar tók á móti henni í Manila. fengið til liðs við sig menn sem áður hafa rannsakað flugslys af völdum sprengju; hrap þotu Pan Ameriean flugfélagsins í Lockerbie í Skotlandi 1988, og vélar franska flugfélagsins UTA í Sahara 1989. „Að svo komnu máli held ég, eins og aðrir, að þetta hafi verið sprengja," segir fyrrum lögreglu- stjóri í New York, William Bratton. Hann sagði að einn helstp sérfræð- inganna úr Lockerbie-málinu hafi tjáð sér, að líklega hefði sprengju verið komið fyrir á mikilvægum stað í vélinni. í öllum tilvikunum hafi orðið sprenging í framhluta vélarinn- ar, og flugritar allra vélanna þriggja hafí skráð eðlilegt flug þar til kom hátt hljóð í sekúndubrot og síðan þögn. Bandaríska dagblaðið The New York Times hafði eftir lögreglu- manni að „það kæmi mjög á óvart ef þetta reyndist hafa verið einhvers- konar vélarbilun." Telja sprengju hafa grandað þotu TWA New York. Reuter. Clinton fagnar hagvexti BILL Clinton, forseti Banda- ríkjanna, fagnaði í gær þeim tíðindum, að hagvöxtur í land- inu hefði ver- ið 4,2% á öðr- um fjórðungi ársins. Sagði hann það sýna, að efnahagslífið væri í mikilli uppsveiflu. Þessi hag- vöxtur er sá mesti í tvö ár og Clinton kvað það vera til marks um, að efnahagsstefna stjórn- arinnar gengi upp. Hann taldi þó engar líkur á skattalækkun- um vegna fjárlagahallans en Bob Dole, forsetaefni repúblik- ana, reynir nú að blása lífi í kosningabaráttu sína með því að leggja höfuðáherslu á miklar skattalækkanir nái hann kjöri. Riða úr kú íkálf BRESKIR vísindamenn sögðu í gær, að þeir hefðu vísbending- ar um, að kýr gætu smitað kálfa sína af riðu. Gerðist það líklega fyrir burð. Leiddu rann- sóknir þeirra í ljós, að þetta ætti við í tíunda hvert sinn er riðusjúk kú bæri. Ákall til friðarverð- launahafa LECH Walesa, fyrrverandi for- seti Póllands, hvatti í gær aðra handhafa friðarverðlauna Nó- bels til að beita sér fyrir því að endi yrði bundinn á stríðið í Tsjetsjníju. Hann sagði að stríðið væri ekki að- eins innan- ríkismál Rússlands í bréfi sem hann las upp við setningu ráð- stefnu í Varsjá um átökin í héraðinu. Hvatt til til- raunabanns BANDARÍKJASTJÓRN skor- aði í gær á öll ríki að sam- þykkja bann við tilraunum með kjamorkuvopn og sagði, að frekari samningaumleitanir gætu gert hann að engu. Það eru einkum Indveijar og Kín- veijar, sem eru tregir til að samþykkja bannið, og stjórn- völd í Pakistan eru einnig á báðum áttum vegna þeirrar hættu, sem þau telja sér stafa af indverskum kjarnavopnum. Metmagn af smygli FINNSKA tollþjónustan greindi frá því í gær, að á ár- inu 1995 hefði metmagn áfeng- is verið gert upptækt við landa- mæri landsins. 183.600 lítrar af smygluðu áfengi lenlu í greipum tollvarðanna, um tíu sinnum meira en árið á undan. „Það lítur út fyrir að smyglar- arnir hafí haldið að eftir að Finnland gekk í Evrópusam- bandið sé ekkert landamæra- eftirlit lengur," sagði Henrik Smets, einn af yfirmönnum fínnsku tollþjónustunnar. Walesa Clinton

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.