Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.08.1996, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁSLA UG ÓLAFSDÓTTIR + Áslaug Ólafs- dóttir fæddist á Fossá í Kjós 22. ágúst 1909. Hún andaðist 27. júli síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ásbjörg Tómas- dóttir og Ólafur Matthíasson bóndi. Systkini voru níu og er Halldóra ein á lífi. Eftirlifandi eigin- maður Áslaugar er Stefán Árnason, fyrrverandi garð- yrkjubóndi, fæddur 30. maí 1911. Börn þeirra eru: Ingveld- ur Björg, grunnskólakennari, fædd 1936, eiginmaður Einar Geir Þorsteinsson, starfsmanna- sljóri, fæddur 1930. Börn þeirra eru fjögur, Stefán Ámi verk- fræðingur, Þorsteinn lögfræð- ingur, Guðni Geir stjórnniála- fræðingur og Áslaug nemi. Ólaf- ur, garðyrkjubóndi, fæddur 1937, eigin- kona Barbel Stef- ánsson. Börn þeirra eru fjögur, Matthías afgreiðslumaður, Davíð sagnfræðing- ur, Björg nemi og Stefán nemi. Elín, hjúkrunarfræðing- ur, fædd 1945. Sig- urþóra, bankastarf- maður, fædd 1948. Börn hennar eru fjögur, Áslaug Dóra fjölmiðlafræðingur, Elín nemi, Þóra nemi og Stefán Sigurður nemi. Stefán og Áslaug gengu í for- eldrastað dótturdóttur sinni Ás- laugu Dóru Eyjólfsdóttur, fæddri 1965. Eiginmaður henn- ar er Sigurður Nordal hagfræð- ingur. Að ósk hinnar látnu fór útför hennar fram í kyrrþey frá Garðakirkju 6. ágúst. Sumir bua yfir þeirri náðargjöf að allt þrífst og dafnar í návist þeirra. Nærveran ein virðist gefa lífsvilja og styrk, hvort sem er jurt- um eða mannfólki, ósjálfrátt og án fyrirhafnar. Þessum eiginleika var Áslaug Ólafsdóttir tengdamóðir mín gædd. Þó mér hafi einungis brugðið fyrir í aftanskini ævi hennar, vona ég að ég sé þess umkominn að draga hér saman nokkur brot í mynd af þessari hlédrægu og merku konu. Áslaug Ólafsdóttir fæddist að Fossá í Hvalfirði 22. ágúst 1909 og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Satt að segja veit ég ekki mikið um æsku Áslaugar, enda var henni ekki tamt að tala um sjáifa sig. Hitt veit ég að jafnskjótt og hún hafði aldur til þurfti hún að sjá fyrir sér sjálf við margskyns störf til sjávar og sveita. Leiðir Áslaugar og Stefáns Árna- sonar lágu saman árið 1930 og þremur árum síðar gengu þau í hjónaband. Stefán er í eðli eldhugi og atorkumaður, og hann var vart fyrr búinn að byggja þeim reisuiegt hús við Þorragötu í Skerjafirði en hann ákvað að segja skilið við iðn sína, húsgagnasmíði, og nema nýjar lendur með ræktun við jarðvarma. Jafnvel þótt Áslaugu kunni að hafa staðið beygur af óvissunni sem þessu fylgdi, treysti hún á bónda sínn og fylgdi honum austur fyrir fjall, allt austur í Biskupstungur. Fótgangandi fóru þau síðasta spöl- inn að nýjum heimkynnum að Syðri- Reykjum vorið 1936, Stefán með föggurnar undir örmum og Áslaug með nýfædda dóttur í fanginu. Við þeim blasti jarðskikinn þar sem heimili þeirra skyldi rísa: mýrlægnr blettur undir bullandi hver. Með einstökum dugnaði, stórhug og samstöðu reistu ungu hjónin blómlegt garðyrkjubú að Syðri- Reykjum á undraskömmum tíma. Á meðan bóndinn sá um bústörfm ann- aðist Áslaug rekstur heimilisins og APÓTEK AUSTURBÆJAR Háteigsvegi 1 BREIÐHOLTS APÓTEK Álfabakka 12 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Apótek Austurbæjar aðbúnað vinnufólksins, sem var vel á þriðja tug þegar mest var. Að auki bjó Áslaug að Syðri-Reykjum heimili sem var annálað sakir smekk- vísi og glæsileika, svo jafnvel sumum sveitungum þótti jaðra við íburð. Áslaug og Stefán eignuðust fjög- ur gjörvileg böm, þau Ingveldi, Ölaf, Elínu og Sigurþóru. Eftir að börnin uxu úr grasi og um hægðist tóku þau að sér dótturdóttur sína, Ás- laugu Dóru, og ólu hana upp. Sýndu þau henni slíkt ástríki og umburðar- lyndi að það hefur styrkt mig í þeirri trú að með sextugsaldri hefjist besta æviskeiðið til barnauppeldis. Fyrir það stend ég í ævarandi þakkar- skuld við þau, en ég á því láni að fagna að Áslaug Dóra er nú eigin- kona mín. Það má vera að mörgum þyki það undarlegt fyrir þrítugan mann að eiga tengdamóður á níræðisaldri. En aldursmunurinn angraði hvorki mig né tengdamóður mína. Örlögin höguðu því nefnilega þannig að ellin náði aldrei að hvekkja Áslaugu Ólafsdóttur. Þótt líkaminn hafi um síðir gefist upp eftir ósérhlífni í mannsaldur, þá var andinn ungur allt til hinstu stundar, sjónin góð og heyrnin eins og hjá ungri stúlku. Áslaug fylgdist af athygli með öllu sem gerðist í kringum hana, hvort sem það stóð henni nær eða fjær. Hún hafði einarðar skoðanir á flestu og þótt ég þykist yfirleitt bærilega upplýstur um atburði líðandi stund- ar kom það ósjaldan fyrir að Áslaug skákaði mér með vitneskju sinni. Áslaug var fíngerð kona í sjón og háttum. Á gömlum myndum hef ég séð svipsterkt andlit hennar ungrar, beint brothætt nef og há kinnbein undir framandlegum aug- um og eilítið suðrænu yfirbragði. Ég kynntist henni hins vegar ekki fyrr en hún var orðin hvít fyrir hærum og tíminn hafði rist í andlit- ið rúnir reynslu og þroska. Við það fékk ásjóna hennar tignarlegan blæ, og ekki dró göfugt fas og auðmjúk lund úr þeim hughrifum. Ég get sagt það nú að Alaug Ólafsdóttir var sérlega falleg gömul kona, þó ég hefði aldrei dirfst að segja það við hana sjálfa. Gróður og jurtir voru líf og yndi Áslaugar og var sem blóm spiyttu í hveiju spori hennar. Heimilið að Syðri-Reykjum var aldingarður stofublóma og skrautjurta og garð- urinn við bæjarhúsið rómaður fyrir fegurð og fjölbreytni. En Áslaug ræktaði ekki síður fólkið sitt og engan veit ég með hlýrra faðmlag en hana. Mér er þó minnisstæðast hvernig Áslaug og Stefán hlúðu hvort að öðru. Fegurri fyrirmynd er vart hægt að hugsa sér ungum hjónum sem eru að hefja ævina saman en sú virðing og elska sem þau höfðu ræktað með sér í sextíu og sex ár, þar sem tvær sálir voru sem ein. Sigurður Nordal. En mildi pðs er mannkyn háð að minnast hans er æðsta náð án hans er engin hetja glæst án hans fær engin draumur ræst. (D.St.) Sumri fer senn að halla og gróð- ur að sölna og nóttlausu dagarnir heyra til liðnum tíma. Þetta vor og sumar verður okkur minnistætt fyr- ir einmuna verðursæld og blíðu og mikla grósku. Þannig hefur íslensk náttúra skartað sínu fegursta. Garð- urinn á Syðri-Reykjum í Biskups- tungum hefur ekki farið varhluta þessa fallega sumars, en hann ber þess þó merki að fallegt handbragð tengdamóður minnar, Áslaugar Óiafsdóttur, sem nú er kvödd, hefur ekki notið við, en hún hafði mikinn áhuga á allri ræktun og naut þess að skapa fagurt umhverfí hið næsta sér. Þessir fallegu sumardagar verða okkur fjölskyldu hennar ávallt minnisstæðir því þeir minna okkur á birtuna og heiðríkjuna sem alltaf fylgdi henni. Heilsa Áslaugar var með þeim hætti um nokkurt skeið að líkamlegt þrek hennar var þorr- ið. Það fór ekki milli mála að hveiju stefndi. Þrátt fyrir háan aldur er ávallt sárt að sjá á bak sínum nán- ustu, en það er lausn fyrir þann sem hverfur á braut. Nú að leiðarlokum tel ég mig hafa mikið að þakka Áslaugu þar sem ég var svo gæfu- samur að eignast dóttur hennar fyr- ir eiginkonu, frumburð þeirra hjóna. Hún sýndi mér ávallt einstaka hlýju og mildi og bar mikla umhyggju fyrir heimili okkar og börn'um. Fyr- ir það skal nú þakkað. Áslaug var afar einörð manneskja til orðs og æðis. Hún fylgdist einstaklega vel með því sem var að gerast í þjóðfé- laginu og í kringum hana og sagði okkur fréttir úr fjölmiðlum sem fram hjá öðrum höfðu farið, til hins síð- asta. Hún hafði ákveðnar skoðanir á flestum málum sem voru efst á baugi á hveijum tíma, hvort sem þau lutu að þjóðmálum eða dægur- málum. Hún lá yfirleitt aldrei á skoðunum sínum og lýsti þeim án nokkurra málalenginga. Þessi eig- inleiki hennar helgaðist af því að hún var einstaklega heiðarleg og hreinskiptin manneskja. 14. október 1933 giftist Áslaug eftirlifandi eiginmanni sinum, Stef- áni Árnasyni, syni Árna S. Bjarna- sonar þingvarðar, ættuðum úr Húnaþingi og konu hans Bjargar Stefánsdóttur frá Bakka í Tálkna- firði. Sama ár hófu þau búskap í Reykjavík og bjuggu þar næstu þijú árin. Á unglingsárum sínum hafði Stefán kynnst garðyrkjustörfum hjá Einari Helgasyni í Reykjavík, sem Iengi rak garðyrkjustöð við Laufás- veginn. Á þessum tíma var þessi grein landbúnaðar og ræktunar til- tölulega ný af nálinni í landinu, en við kynni sín af henni, fékk Stefán brennandi áhuga á garðyrkju. Hann hóf því leit að jarðnæði með heitu vatni á Suðurlandi. Sú leit bar þann árangur, að þau fluttu austur að Syðri-Reykjum í Biskupstungum árið 1936, þar sem gnægð var af heitu vatni og áttu þau þar sitt heimili í rúm fimmtíu ár. Aðstæður til reksturs ylræktar á Syðri-Reykj- um, þegar þau hjón settust þar að, voru erfíðar. Svo dæmi sé tekið um það, var 5 km leið á þjóðveg frá heimili þeirra, sem raunar var eng- inn vegur, aðeins troðin slóð sem einungis var fær hestum. Það má því nærri geta að vinnudagur ungu hjónanna hefur verið langur og strangur, en með samhentum dugn- aði og myndarskap komu þau sér vel fyrir á Syðri- Reykjum, svo eft- ir var tekið. Eftir tiltölulega stuttan tíma, var garðyrkjustöð þeirra sú stærsta á landinu. Þessi miklu um- svif kölluðu á það, að fólk varð að fá til starfa við uppbygginguna og reksturinn. Yfir mesta annatíma við uppskeruna voru um 30 manns að störfum á heimilinu. Það gefur auga leið að það hefur reynt á dugnað og útsjónarsemi Áslaugar að sjá svo stórum hópi vinnandi fólks fyrir daglegum viðurgjömingi. Með að- stoð góðra kvenna fórst Áslaugu þetta vel úr hendi. Eftir átta ára búsetu á Syðri-Reykjum reistu þau sérstakt íbúðarhús fyrir starfsfóikið, þar sem öll aðstaða var til þess að vel færi um starfsfólk. Til að veita þessu nýja heimli forystu, réðst Elín Jakobsdóttir, sem vann á heimilinu alla tíð síðan meðan Áslaug og Stef- án ráku garðyrkjustöðina. Aukin ylrækt og framleiðsla grænmetis í landinu kallaði á skipu- lag á dreifingu og sölumálum. Þessa var Stefán vel meðvitandi og því beitti hann sér ásamt hópi garð- yrkjubænda fyrir stofnun Sölufélags Garðyrkjumanna árið 1941 og var hann formaður félagsins í 18 ár. Af þessu leiddi að húsbóndinn þurfti að eyða miklum tíma til þessara starfa í höfuðborginni og mæddi því meira heima fyrir á Áslaugu. Þá komu sér vel eiginleikar hennar að hún átti þægilegt með að ræða við fólk og umgangast það. Þó var hún ekki allra, en þeir sem kynntust henni í önn dagsins heima á Syðri- Reykjum urðu margir hveijir góðir kunningjar hennar og vinir. Þetta segir meira um persónu Áslaugar en margt annað. Eins og áður hefur fram komið, var Áslaug gift miklum athafna- manni. Árið 1966 hóf hann starf- semi í Reykjavík og byggði Gróður- húsið við Sigtún, nú Blómaval, og átti það og rak um 5 ára skeið. Þessi rekstur hafði það í för með sér að hann þurfti að dvelja fjarri heimili sínu meira en áður og reyndi þá enn meira á Áslaugu heima fyrir. Heimili þeirra að Syðri-Reykjum var einstaklega fallegt. Eins og í öllum störfum sínum voru þau sam- hent og höfðu þau góðan smekk til þess að búa fallega í kringum sig. Þar fór smekkvísi þeirra saman. I þeim efnum sem og í mörgu öðru bættu þau hvort annað upp. Áslaug var sérlega myndarleg húsmóðir, kunni að taka á móti gestum og gerði það af alúð. Mér er það minn- isstætt hve fallega hún lagði á borð þegar gesti bar að garði. Mér fannst alltaf hátíð þegar fjölskylda mín kom í heimsókn að Syðri-Reykjum. Haustið 1990 fluttu Áslaug og Stefán í Garðabæ, í eina af íbúðum aldraðra að Kirkjulundi 6. Þar, líkt og á Syðri-Reykjum, bjuggu þau sér fagurt heimili og undu hag sín- um þar vel. Líkt og farfuglarnir koma með vorið á hveiju ári, fluttu þau með vorinu austur að Syðri- Reykjum og dvöldu þar sumarlangt, þar til í ár, að heilsa Áslaugar leyfði það ekki. Það hefur verið fagurt að fylgjast með hversu mikla umhyggju þau báru hvort fyrir öðru þegar þolið dvínaði. Unga fólkið í fjölskyldunni veitti því sérstaka athygli hversu náin þau voru. Nafna hennar, yngsta dóttir okkar hjóna, hafði orð á því einhveiju sinni og sagði „mað- ur gæti haldið að amma og afi væru alltaf ný trúlofuð". Því get ég sagt með sanni að ævikvöld þeirra saman var fallegt. Þrátt fyrir heilsu- leysi Áslaugar bar hún sig alltaf vel, slíkur var dugnaður hennar og skapgerð. Við sem komum til henn- ar síðustu vikurnar gerðum okkur ef til vill ekki fulla grein fyrir hvern- ig heilsu hennar var farið. Lærdómsríkt var að fylgjast með hve Stefán annaðist eiginkonu sína af mikilli nærgætni og mildi síðustu vikurnar. Þá kom enn einu sinni fram, en þó með öðrum hætti en margur þekkir, sá sterki persónu- leiki sem hann hefur til að bera. Um leið og ég harma hversu erfiðar síðustu vikurnar voru Áslaugu er ég þakklátur fyrir að hafa kynnst þeim kærleik sem ég varð vitni að á þessum tíma. Einar Geir Þorsteinsson. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þá degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo bijóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dapr og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (D.S.) Elsku amma mín. Ég þakka þér fyrir yndislegar samverustundir og bið góðan guð að geyma þig. Ég trúi því að nú sért þú í ljósinu og bíðir okkar allra sem elskum þig þegar við tökumst á hendur þá ferð sem þú hefur nú farið. Elsku afi minn. Ég bið þann sem öllu ræður að vaka yfir þér og styrkja þig í sorginni. Áslaug Einarsdóttir. Ég á fallegar og góðar minningar um ömmu mína, sem nú hefur kvatt þennan heim eftir farsæla ævi. Ég minnist úr æsku minni tíðra heimsókna fjölskyldunnar á Syðri- Reyki, sem var sannkallaður töfra- heimur fyrir okkur barnabörnin. Leikir okkar barnanna í gróðurhús- um og leyndardómsfullum skemm- um eru mér mjög minnisstæðir. Þá var garðurinn hennar ömmu ein- stakur og bar vitni góðum smekk hennar og umhyggju. Heimili ömmu og afa á Syðri-Reykjum var einnig leikvöllur fyrir okkur börnin. Ég man leiki okkar og rannsóknarferð- ir á háaloftið og í kjallarann, og ekki minnist ég að amma hafi nokk- urn tíma skammað okkur börnin enda þótt leikir okkar hafi stundum verið nokkuð fjörlegir. Ég man ömmu í eldhúsinu á Syðri-Reykjum. Amma var húsmóðir í þess orðs bestu merkingu og dekraði hún við okkur börnin með góðgæti úr eld- húsinu og fæ ég vatn í munninn þegar ég hugsa um piparkökur ömmu og brúntertur. Amma bar ætíð mikla umhyggju fyrir barnabörnum sínum og fylgd- ist vel með hvemig þeim vegnaði. Mér er minnistætt hversu vel amma fylgdist með námi mínu og störfum. Sá kærleiki sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni er mér mikils virði. Mér er sagt er ég var fjögurra ára gamall og dvaldi um tíma hjá ömmu og afa að ég hafi hræðst mjög hund nokkurn á næsta bæ og því ekki vikið úr eldhúsi ömmu. Þar hafi ég setið að kræsingum ömmu og vafalaust haft mjög gott af samveru minni með ömmu þann tíma. Snemma árs 1994 flutti ég í næsta hús við ömmu og afa í Garðabæ. Urðu þá heimsóknir mín- ar til ömmu og afa tíðari en áður. Það var stór-skemmtilegt að koma á hemili þeirra og að setjast hjá ömmu og ræða málin. Aðdáunarvert var hversu amma fylgdist vel með fréttum og hversu ákveðar skoðanir hún hafði á þjóðfélagsmálum. Skoð- anir ömmu á málefnum líðandi stundar fóru oft saman við skoðanir mínar á þeim málum en fyrir kom að við rökræddum um einstök mál. Fyrir um ári síðan fór líkamlegri heilsu ömmu mjög að hraka og dá- ist ég af því hversu vel afi hugsaði um ömmu síðasta árið, og kunni amma sannarlega að meta þá um- hyggju og talaði alltaf fallega til afa. Enda þótt líkamskraftar ömmu væru á þrotum var hugsun ömmu allt þar til yfir lauk mjög skýr og fyrir það ber að þakka. Amma fékk hægt andlát og sofnaði svefninum langa eftir langan og farsælan ævi- dag. Skömmu áður en amma lést heimsótti ég ömmu og ræddum við saman um heima og geima líkt og við höfðum gert svo oft áður. Það var skemmtilegt samtal sem ég geymi nú í minningunni um elsku ömmu mína. Mér er minnistætt er ég kvaddi ömmu eftir fund okkar að amma strauk mér um vangann og kvaddi mig á sinn blíða og fal- lega hátt. Er sú kveðja góð minning um góða og fallega konu sem ég kveð nú með söknuði. Þorsteinn Einarsson. Nýlega sá ég mynd á þili af ungu gjörvilegu pari. Myndin er mér minnisstæð fyrir margra hluta sak- ir. Hún myndaði ljúfa heild en þó þóttist ég sjá vissar andstæður í henni sem gerðu hana forvitnilega. Stúlkan var dökk yfirlitum og grannleit, pilturinn ljós og breiðleit- ur. Ljósmyndin var af hjónunum Áslaugu Ólafsdóttur og Stefáni Árnasyni þegar þau voru ung og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.