Morgunblaðið - 25.08.1996, Síða 14

Morgunblaðið - 25.08.1996, Síða 14
14 B SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MANNSKAPURINN leggur í bjargið. ELÍN, forsljóri Norðurlandaráðsskrif- stofunnar, tékkar humarinn af grillinu. ALSEY í fullum skrúða. MAV ÞAÐ er glæsilegt við grillið hjá Grími og Halldóri. ÞINGMANNAHÓPURINN og starfsmenn á svölum Álseyjarbólsins. * Uteyjarlíf með færeyskum, græn- lenskum og íslenskum þingmönnum LOKAHNYKKURINN á árs- fundi Vestnorræna þingmanna- sambandsins í Vestmannaeyjum fyrir skömmu var heimsókn í Álsey þar sem grænlensku, fær- eysku og íslensku þingmennirn- ir iögðu í bjargið, nutu nátt- úrufegurðarinnar, skoðuðu fuglalífið og þá sérstaklega lundann sem býr í hundruðum þúsunda í Álsey, nutu veislu- matar Álseyinga, söngva og hljómlistar Eyjamanna og sungu sjálfir einum rómi á ís- iensku, færeysku oggræn- iensku og að sjálfsögðu var stig- inn færeyskur dansur eftir að Færeyingarnir höfðu dregið grindarspik upp úr pússi sínu. Það leist ekki öllum á blikuna þegar björgunarbáturinn Þór renndi upp að Álsey, en það var að duga eða drepast, vera send- ur hreppaflutningi í land eða , njóta dýrðarinnar í Álsey. Heimsóknin í Álsey stóð í átta klukkustundir. Sólin baðaði brekkur, bringi og berg og menn nutui sólarinnar á svölum veiðihúss Álseyinga, spjölluðu saman og slöppuðu af eftir stranga fundadagskrá. Veislukostur Alseyinga var með allri sjávarflórunni og ýmsu fleiru, grillaður lundi, grillaður humar, ávaxtaeftir- réttur og ostasinfónía. Svo var sungið og trallað, margir þingmannanna spila á hljóðfæri og Eyjahljómsveitin Eymenn kom í heimsókn og tók lotu auk þess sem Færeyingam- ir stigu færeyskan dans, Græn- lendingarnir sungu við undir- leik Jónatans Mosfeldt á harm- onikku og íslendingamir létu ekki sinn hlut eftir liggja. Svo var siglt til Heimaeyjar aftur í miðnætursólinni. Texti: Árni Johnsen Ljósmyndir: Sigurgeir Jónosson dansur stiginn í miðnætursólinni í Álsey.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.