Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.11.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1996 37 Varnir o g viðbúnaður gegnjarðskjálftum skjálftaverkfræðinga að nú þegar lægi fyrir umfangsmikil þekking á sviði jarðskjálftafræði og að sú þekk- ing nægði til að hægt væri að hrinda af stað átaki sem hefði að markmiði að draga úr tjóni með skipulegum aðgerðum. SEISMIS, áhættustjórnun og Suðurland 2000 hafa ýmsir aðilar lagt verkefninu lið bæði með beinum og óbeinum hætti. Hér ber sérstaklega að nefna sveit- arfélög á Suðurlandi og Almanna- varnarnefndir. Ýmsar hugmyndir eru uppi um hvernig best megi kynna almenningi niðurstöður verk- efnisins og er nú ráðgert að gera m.a. sjónvarpsefni með hjálp Al- mannavarna o.fl. Á ÞESSU ári er eitt hundrað ára ártíð Suðurlandsskjálftans og lands- menn eru minntir á þá vá sem fylg- ir búsetu í landi okkar. íslendingar hafa alltaf kunnað að búa í erfiðu landi. Með tækniþekkingu nútímans má minnka þá áhættu sem því fylgir. Um þessar mundir er unnið að verkefni um varnir og viðbúnað gegn jarðskjálftum á Suðurlandi. Verk- efnið, sem nefnt hefur verið SEISM- IS, er þróað innan ramma hliðstæðra verkefna sem mótuð hafa verið er- lendis í kjölfar samþykktar Samein- uðu þjóðanna um alþjóðlegan áratug til að draga úr hamförum af völdum jarðskjálfta. Með grein þessari verð- ur SEISMIS verkefnið kynnt nánar. Aratugur helgaður vörnum gegn jarðvá Jarðskjálftar eru sú náttúruvá sem tekið hefur flest mannslíf í ver- öldinni. Þar við bætist að áhrif jarð- skjálfta á efnahag þjóða heims er vaxandi. Margt kemur til: stærri og dýrari mannvirki, flókin tæknikerfi nútíma þjóðfélags og síðast en ekki síst meiri eignir fólks, einkum á Vesturlöndum. Á áttundu heimsráð- stefnu jarðskjálftaverkfræðinga í San Fransisco 1984 var gerð sú samþykkt að síðasta áratug þessarar aldar skyldi helga vörnum og viðbún- aði gegn náttúruvá. í kjöifar þess kom samþykkt Allsheijarþings Sam- einuðu þjóðanna um Álþjóðlegan áratug gegn jarðvá. Hér á landi eru heimildir um tæp- lega 100 menn sem týnt hafa lífi í jarðskjálftum í 11 alda sögu. Á sama tímabili var tjón á mannvirkjum umtalsvert. Þeir skjálftar sem orðið hafa á þessari öld hafa vaidið um- taisverðu tjóni og gefa vísbendingu um það sem vænta má. Einnig er rétt að benda á að þróun byggðar á helstu jarðskjálftasvæðum Islands hefur verið ör á síðustu áratugum. Tii dæmis á Suðurlandi má í dag finna stóra þéttbýliskjarna, sam- göngumannvirki og tæknikerfi sem ekki voru fyrir hendi þegar síðustu Suðurlandsskjálftar gengu yfir. Sitt- hvað er þó hægt að gera til að draga úr áhrifum væntanlegra jarðskjálfta eins og raunar felst í áðurnefndum samþykktum. Þær vísbendingar sýna svo ekki verður um villst að ástæða er til að huga að þessum málum hérlendis. Fyrir um það bil tveimur árum var unnið að stefnumörkun um við- búnað og varnir gegn jarðskjálftum Ragnar Sigbjörnsson Þorsteinn I. Sigfússon Þorvarður Hjaltason Við mótun verkefna er ætíð nauð- synlegt að hafa að leiðarljósi að þeir ijármunir sem eru til ráðstöfunar eru takmarkaðir. Ef það er ekki gert er hætta á að verkefnalistinn verði vart meira en óraunhæfur óskalisti. Því skiptir miklu máli að forgangsraða verkefnum þannig að þau verkefni sem skila mestri arðsemi, í víðustu merkingu þess orðs, komi fremst í forgangsröðina. Þegar ákvarðanir um forgangsröðun eru teknar verður einnig að hafa í huga að mikil óvissa ríkir varðandi eðli og eiginleika jarð- skjálfta og að helstu sérfræðingar heims virðast sammála um að þess- ari óvissu verður ekki eytt á næstu áratugum. Við verðum því að lifa við óvissuna en gera það með þeim Hvað hefur þegar verið gert? Lögð hefur verið áhersla á að skoða ítarlega húsnæði á Suðurlandi og er markmiðið að gefa fólki ráð varðandi frágang innanstokksmuna, notkun bygginga og hvað hægt er að gera til að bæta jarðskjálftaþol bygginga ef talin er hætta á miklum skemmdum eða hruni bygginga. Þegar hafa verið skoðuð um 100 hús á austurhluta svæðisins, aðallega í Rangárvaiiasýslu. Stefnt er að álíka viðbót í vesturhluta svæðisins áður en fyrsta áfanga lýkur. Niðurstöður benda til að sitthvað sé hægt að gera til að bæta ástandið. Ennfrem- ur að kostnaður við aðgerðir sé ekki SEISMIS erþróaðí kjölfar samþykktar Sameinuðu þjóðanna, segja Þorsteinn I. Sig- fússon, Þorvarður Hjaltason og Ragnar Sigbjörnsson, um al- þjóðlegan áratug til að draga úr hamförum af völdum j arðskj álfta. á Verkfræðistofnun Háskóla íslands. Niðurstaðan varð verkefnið SEISM- IS sem mótað var í samráði við jarð- vísindamenn, almannavarnanefndir í héraði, Samtök sunnlenskra sveita- félaga, Verkfræðistofu Suðurlands og Almannavarnir ríkisins. Þá var einnig leitað fanga hjá erlendum sérfræðingum bæði í Japan og Bandaríkjum Norður-Ameríku varð- andi mótun verkefnisins. Jarð- skjálftaverkfræði hefur á síðustu árum þokast æ meir í áttina að hin- um félagslega og fyrirbyggjandi þætti án þess að minna sé gert úr þætti jarðskjálftamælinga. Grundvöllur verkefnisins er sú þekking sem aflast hefur í fjölmörg- um rannsóknarverkefnum sem unn- in hafa verið á Verkfræðistofnun Háskóla íslands á síðustu tveimur áratugum. Enn fremur byggir SEISMIS á niðurstöðum verkefnis um mat á áhættu af náttúruvá á Ari Guðmundsson/Þórður Sigfússon VHÍ 1996 PUNKTARNIR á kortinu sýna hús sem skoðuð hafa verið í SEISMIS verkefninu undanfarna sex mánuði. íslandi, sem unnið var á vegum Við- lagatryggingar af erlendum sér- fræðingum með aðstoð frá íslensk- um aðilum. SEISMIS er eitt framlag okkar til áðurnefnds alþjóðlegs áratugar. Verkefnið byggir á því grundvallar- sjónarmiði heimsráðstefnu jarð- Bara vinna meira, góði! Tryggja verður mann- sæmandi laun, segir Friðbert Traustason, fyrír 40 stunda vinnu. SKÖMMU áður en alþingismenn fengu langþráð sumarleyfi síðastliðið vor lagði Davíð Oddsson forsæt- isráðherra fram mjög áhugaverða skýrslu um „laun og lífskjör á Is- landi, í Danmörku og víðar“. Skýrsla þessi, sem sérfræðingar Þjóð- hagsstofnunar tóku saman, er byggð á tölum frá árinu 1993. Önnur meginniður- staða skýrslunnar og sá þáttur hennar sem forsætisráðherra gerði best grein fyrir í út- Friðbert Traustason skýringum sínum var eftirfarandi: „Hagsæld á íslandi er á svipuðu stigi og í þeim löndum þar sem hún er hvað mest og meðalráðstöfunar- tekjur launþega í Danmörku eru ein- ungis 14,9% hærri en meðalráðstöf- unartekjur launþega á íslandi." Það kemur hins vegar einnig mjög skýrt fram í skýrslunni að íslending- ar hafi miklu meira fyrir því að afla gæðanna en þær þjóðir sem eru á svipuðu hagsældarstigi. Meðalvinnu- vika í Danmörku er 39 stundir en hér á íslandi er meðal- vinnuvikan 50 stundir. Þrátt fyrir að íslending- ar vinni að jafnaði um 30% lengri vinnuviku en Danir, hafa Danir 14,9% mem ráðstöfun- artekjur en Isjendingar. Vinnuár íslendinga er að jafnaði 15,5 mán- uðir á móti eðlilegu 12 mánaða vinnuári Dana og samt hafa Danir 14,9% hærri ráðstöfun- artekjur. Til þess að nálgast þau kjaralegu lífskjör sem Danir njóta verða íslendingar að treysta á mikla yfirvinnu eða að taka að sér aukastarf fyrir utan aðalstarf sitt. Þannig er staðan því miður hjá allt of mörgum íslendingum. Allt sem lífið gefur þeim er vinna, svefn og næring. Strit og aftur strit og eng- inn tími fyrir börnin, uppeldið, leið- sögn, hlýju og aðhald. Að ekki sé minnst á tómstundir. Er þetta virkilega æskileg staða? Er þetta fjölskylduvænt þjóðfélag sem stuðlar að jafnrétti í lífskjörum ailra? Nei, þetta er óviðunandi með öllu. Við verðum að tryggja íslendingum mannsæmandi laun fyrir 40 stunda vinnuviku. Við verðum að tryggja í áföngum að laun hér á landi verði sambærileg við þau laun sem greidd eru annars staðar á Norðurlöndum og almennt í nágrannalöndum okkar öðrum. Upplausn íjölskyldna, virðingar- leysi, ofbeldi og óáran hvers konar á m.a. rætur að rekja til hins langa vinnudags. Tökum höndum saman og stuðl- um að betra þjóðfélagi þar sem ein- staklingurinn og fjölskyldan fær tíma til að njóta hæfilegra frístunda til að efla samheldni, þroska og kærleika. Höfundur er formaður Sambands íslenskra bankamanna. hætti, með hjálp áhættustjórnunar, að sú áhætta sem tekin er sé ásætt- anleg, bæði þjóðhagslega sem og frá sjónarhóli einstaklinganna. Því er litið svo á að SEISMIS sé eðlilegur hluti af byggðar- og atvinnuþróun á íslandi. Það tengist verkefninu Suð- urland 2000, sem miðar að því að skyggnast inn í nýja öld með velferð Suðurlands í huga. Hvað á að gera? Með SEISMIS er stefnt að því að efia viðbúnað gegn jarðskjálftum og er lögð áhersla á Suðurlandsund- irlendið. Úrtak bygginga á svæðinu verður skoðað mjög nákvæmlega að höfðu samráði við eigendur. Upplýs- ingar verða að öðru ieyti trúnaðar- mál. Miðað er við að íbúum svæðis- ins verði veitt ráðgjöf almenns eðlis um viðbúnað og viðbrögð gegn jarð- skjálftum. Húseigendum verði gefin ráð varðandi hluti sem hægt er að bæta auðveldlega og ef verkefnið leiðir í ljós að byggingar á svæðinu eru hættulegar verður eigendum bent á með hvaða hætti þeir gætu bætt ástandið. Sérstök áhersla verður lögð á samgöngukerfi svo og önnur tækni- kerfi sem nauðsynleg eru til að þjóð- félagið geti starfað eðlilega í kjölfar jarðskjálfta. Stefnt er að því að þýð- ingarmiklar byggingar og mannvirki verði skoðuð sérstaklega í samvinnu við hlutaðeigandi aðila. Hvernig er SEISMIS fjármagnað? Fjármögnun SEISMIS rann- sóknaverkefnisins hefur þegar verið tryggð, en verkefnið tekur tvö ár. Fjármagn kemur að verulegu leyti frá Viðlagatryggingu og Tæknisjóði Rannsóknaráðs íslands. Auk þess mikill en árangur geti þó verið um- talsverður. Unnið er að því að kynna þessar niðurstöður og er vonast til að þær komi fyrir sjónir landsmanna^. innan tíðar. Álmennt eru einstaka upplýsingar trúnaðarmál. Upplýs- ingar, sem safnað er, eru einnig mikilvægar til að áætla tjón í jarð- skjálftum og hafa þannig beint hag- nýtt gildi fyrir almannavarnastarf og neyðar- og björgunarstjórn. Hver verður ávinningurinn? Þegar spurt er hver verði árang- urinn af verkefninu SEISMIS er ljóst að svarið fer nokkuð eftir því með hvaða augum verkefnið er skoðað. Það er þó hafið yfir vafa að niður- stöður verkefnisins eru þegar orðnar meiri en aðstandendur bjuggust við. Líklegt er að verkefnið muni bæði<' bjarga mannslífum, draga úr slysum og tjóni á eignum. Árangurinn bygg- ist að sjálfsögðu á þeim jákvæðu viðtökum sem SEISMIS hefur hlotið af stjórnvöldum í héraði og síðast en ekki síst þeim einstaklingum sem þegar hafa tekið þátt í forkönnunum SEISMIS. Við vonum að svo verði áfram. Ef það verður erum við sann- færðir um að SEISMIS muni bæta mannlíf á Suðurlandi. Suðurland er eitt blómlegasta svæði íslands og með þekkingu á fyrirbyggjandi að- gerðum gagnvart jarðskjálftum geta Sunnlendingar horft með bjartsýnf- til nýrrar aldar. Þorsteinn I. Sigfússon er prófessor við HI og framkvæmdastjóri VHÍ, Þorvarður Hjaltason er framkvæmdastjóri SaSS, Ragnar Sigbjömsson er prófessor og stjómarfomaður VHÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.