Morgunblaðið - 13.11.1996, Page 23

Morgunblaðið - 13.11.1996, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 23 ERLENT Reuter WARREN Christopher, utanríkisráðherra Bandarikjanna (t.h.), ræðir við Dick Spring, utanríkisráð- herra írlands, áður en efnahagsráðstefna Miðausturlanda og Norður-Afríku var sett í Kaíró í gær. Warren Christopher á efnahagsráðstefnu í Kaíró Telur samníng um Hebron í sjónmáli iró. Reuter. WARREN Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði á efnahagsráðstefnu í Kaíró í gær að arabar og ísraelar væru stað- ráðnir í að tryggja varanlegan frið í Miðausturlöndum þrátt fyrir „áföll“ síðustu mánaða. Hann kvaðst telja að samkomulag væri í sjónmáli í viðræðum ísraela og Palestínumanna um brottflutning ísraelskra hermanna frá borginni Hebron á Vesturbakkanum. Warren Christopher lét þessi orð falla á fyrsta fundi ráðstefnu um efnahagsmál Miðausturlanda og Norður-Afríku í Kaíró. Hann sagði að ættu friðarviðræður araba og ísraela að bera árangur þyrftu þeir að skilja að enginn gæti staðið uppi sem sigurvegari eða farið halloka í friðarviðræðun- um. Robert Pelletreau, aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að samkomulag væri í nánd um skiptingu svæða í Hebron, þar sem 400 gyðingar búa meðal 100.000 Palestínumanna. „Þeir hafa nú náð svo langt að ef þeir vildu gætu þeir náð samkomulagi innan sólarhrings. Það gæti hins vegar einnig tekið tvær til þijár vikur. Þetta er spurning um að hve miklu leyti menn vilja tengja samninginn um Hebron öðrum málum og því hefur ekki verið svarað.“\ Embættismenn sögðu að Yasser Arafat, leiðtogi sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna, vildi að í samn- ingnum yrði m.a. kveðið á um brottflutning ísraelskra hermanna frá öðrum svæðum, sem átti að hefjast í september. Ennfremur krefðist hann þess að ákveðið yrði hvenær lokaviðræðurnar um fram- tíðarstöðu sjálfstjórnarsvæðanna hæfust og að ísraelar féllu frá áformum um stækkun byggða gyðinga á svæðunum. Stefnt er að því að lokaviðræðunum um stöðu Vesturbakkans, Gaza-svæð- isins og Jerúsalemborgar ljúki árið 1999. Nieholas Burns, talsmaður ut- anríkisráðherrans, sagði við fréttamenn að þeir ættu ekki að búast við samkomulagi í Hebron- viðræðunum á næstu dögum. „Enginn sérstakur árangur“ hefði náðst á 90 mínútna fundi Christophers með Yassers Arafat fyrir efnahagsráðstefnuna. Christopher lætur af störfum í janúar og hann sagði að næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hefur ekki enn verið valinn, myndi leggja mikla áherslu á mál- efni Miðausturlanda næstu fjögur árin. Ávarpi Springs fagnað Arabískir kaupsýslumenn eru í miklum meirihluta á ráðstefnunni og þeir fögnuðu ákaft þegar Dick Spring, utanríkisráðherra írlands og formaður ráðherraráðs Evrópu- sambandsins, sagði að ísraelar yrðu að afsala sér landsvæðum til að geta tryggt varanlegan frið. Hægristjórn Benjamins Net- anyahus, forsætisráðherra ísraels, hefur reitt arabíska nágranna ísraela til reiði með tregðu sinni til að láta fleiri svæði af hendi, t.a.m. Gólan-hæðir sem Sýrlend- ingar krefjast. Innbrots-, öryggls- 00 brunakarfl ELFA-GRIPO ein mest seldu öryggiskerfin í Evrópu. Samþykkt af viðurkenndum prófunarstofnunum og fjarskiptaeftirliti ríkisins. Mjög hagstætt verð. Kapalkerfi frá kr. 11.610. Þráðlaus kerfi frá kr. 22.050. Úrval aukahluta: Reykskynjarar, sírenur, símhringibúnaður, fjarstillingar. Ódýr og örugg heimilisvernd. Tæknileg ráðgjöf - auðvelt í uppsetningu. /;// Einar \MmM Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 • Símar 562 2901 og 562 2900 Söluumboð Akureyri: L/ósgjaftnn Lúxus sportbíll á tilboði! 2.m3X>m kr. BRIMBORG FAXAFENI 8 • SlMI 515 7010 Volvo bílar eru víðfrægir fyrir mikið rými, öryggi og aksturseiginleika sem hefur gert þá að fyrirmynd annarra bílaframleiðenda um áratugaskeið. Þegar við bætist kraftmiklar vélar og mikill staðalbúnaður verður augljóst hvers vegna Volvo 850 er mest seldi bíll á íslandi í sínum flokki. Sem dæmi um staðalbúnað má nefna: • Læsivarðir hemlar • Vökva- velti og aðdráttarstýri • Fullkomin hljómflutningstæki með 8 hátölurum • Rafknúið loftnet • Þokuljós að framan • Upphituð framsæti • Innbyggður barnastóll • Loftpúði í stýri • Loftpúði fyrir farþega • Hliðarloftpúðar (SIPS) • Framdrif með spólvörn • Rafknúnar rúður • Rafknúnir og upphitaðir speglar • Fjarstýring fyrir samlæsingu • Armpúði með glasahaldara og Volvo taumottur • og margt, margt fleira! Við getum nú boðið örfáa bíla af árgerð 1996 með þessum ríkulega búnaði og sjálfskiptingu á:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.