Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AFSLATTARKERFI M J ÓLKURAFURÐ A AFSLÁTTARKERFI vegna magnkaupa er alþekkt í viðskiptum. Á því byggist m.a. annars samkeppni í verzlun. Þannig geta þeir kaupmenn, sem hafa mikla sölu, lækkað vöruverð og smærri kaupmenn hafa bundizt sam- tökum og myndað innkaupasambönd til þess að verða samkeppnisfærir í verði við stóru verzlanirnar. Slíkir við- skiptahættir tíðkazt hvarvetna og þykja góðir, enda lækk- ar slík samkeppni vöruverð til hagsbóta fyrir neytendur. Nýtt afsláttarkerfi á viðskiptum með mjólk og osta átti að taka gildi um áramótin, jafnt á vörum, sem eru ekki háðar verðlagsákvörðun og hinum, þar sem verðlagn- ing er bundin ákvörðun svokallaðrar fimmmannanefndar. Þetta afsláttarkerfi hefur hins vegar ekki tekið gildi enn, vegna ágreinings Alþýðusambands íslands um verðlags- mál landbúnaðarins, sem olli því, að ASÍ sagði sig úr nefndinni. Hugmyndir eru um að koma afsláttarkerfinu í framkvæmd á þann veg, að um leið og 1% til 3,5% magnaf- sláttur er gefinn, verði hið almenna heildsöluverð hækkað um 1%. Þannig ætlar mjólkuriðnaðurinn að láta litla kaup- manninn á horninu greiða afsláttinn til stóru viðskiptavin- anna. Hver skyldi nú vera ástæða slíks háttalags? Ástæðan er auðvitað, að í verðlagningu mjólkurafurða á heildsölu- stigi er engin samkeppni. Þar ríkja forneskjulegir við- skiptahættir og í stað þess, að milliliðirnir í mjólkuriðnað- inum taki á sig afsláttinn og minnki sína álagningu, dett- ur þeim aðeins eitt ráð í hug; að hækka mjólkurverð til neytenda í landinu um upphæð sem nemur afslættinum. Þetta eru úreltir viðskiptahættir, sem furðulegt er að menn geti kinnroðalaust rætt um á opinberum vettvangi. Þetta er einfaldlega ekki hægt og verði af slíkri fram- kvæmd, kallar það einfaldlega á uppstokkun á öllu sölu- kerfi mjólkurvara. KAUPMATTUR OG SAMKEPPNI FÁTT hefur styrkt almennan kaupmátt í landinu betur en hörð og vaxandi samkeppni í smásöluverzlun. Stórar verzlunareiningar, eins og Hagkaup og Bónus, sem og stærri verzlunarsamsteypur, njóta margs konar hag- ræðingar og hagstæðari innkaupa, sem sagt hafa til sín í lægra vöruverði til almennings. Landsbyggðarverzlun, sem að jafnaði er smærri í sniðum, hefur átt í vök að verjast í þessari hörðu samkeppni, enda hefur fólk flykkzt hvaðanæva af landinu til innkaupa þar sem verð er hag- stæðast. Fróðlegt er að sjá, hvernig Kaupfélag Árnesinga hefur snúið vörn í sókn í þessum efnum. Á fyrri hluta liðins árs sameinaðist Kaupfélag Rangæinga KÁ. Áður hafði KÁ tekið yfir rekstur kaupfélaganna í Vík í Mýrdal og í Vest- mannaeyjum. KÁ styrkti enn stöðu sína með kaupum á verzlunum Hafnar-Þríhyrnings á Hellu og Selfossi og kaupum á meirihluta í ferðaþjónustufyrirtækjunum Foss- nesti og Gesthúsum. Samhliða færði fyrirtækið sig úr til- tölulega fjölbreyttum rekstri inn á færri svið og einbeitir sér nú að dagvöruverzlun, ferðaþjónustu og þjónustu við búrekstur á Suðurlandi öllu. Ekki fer á milli mála að með þessum hætti hefur KÁ styrkt mjög samkeppnisstöðu við höfuðborgarsvæðið, einkum í smásöluverzlun. Mikil eftirsjá er af ýmsum smærri verzlunum, sem týnt hafa tölunni í harðri samkeppni síðustu tíu-fimmtán árin, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, einkum verzlunum „kaupmannsins á horninu,“ sem veittu góða og persónulega þjónustu. Sem betur fer halda þó margar þeirra velli. Ljóst er engu að síður að hin harða sölusam- keppni, sem hér er til ^staðar, leiðir til stækkandi verzlunar- eininga. Viðbrögð KÁ, sem ótvírætt styrkja samkeppnis- stöðu þess gagnvart höfuðborgarsvæðinu, kann að varða veg fyrir landsbyggðarverzlunina í baráttunni um við- skipti almennings. Flest bendir hins vegar til að verzlunar- samsteypur á landsbyggðinni, sem á höfuðborgarsvæðinu, stæðu sterkari að vígi sem hlutafélög en samvinnufélög, m.a. með tilliti til fjármögnunar á hlutabréfamarkaði. Kvikmyndaaðsóknin 1996 Djöflaeyjan sló Hollywood-mynd * Ríflega 70.000 manns sáu Djöflaeyjuna á Is- landi á síðasta árí og hún varð vinsælasta mynd ársins. í kjölfarið sigldi Þjóðhátíðardag- ur og aðrar Hollywood-myndir. Amaldur Indriðason hefur tekið saman lista yfir vinsælustu myndir síðasta árs. ALLS SELDUST 70.093 miðar á vinsælustu bíómynd ársins 1996, Djöflaeyjuna eftir L Friðrik Þór Friðriksson, og trónir hún á toppi listans yfir mest sóttu myndir ársins, talsvert fyrir ofan næstu mynd á eftir, metsölumynd heimsins, Þjóðhátíðardag eða „ID4“. Vel má vera að íslendingar hafi einir í heiminum gert bíómynd sem skákaði metsöluskrímslinu frá Hollywood á heimavelli. Velgengni Djöflaeyjunnar hefur verið með ólíkindum og jafnvel komið framleiðendunum á óvart sem töluðu fyrir frumsýningu um að myndin þurfti 40.000 manns til að sleppa fyrir horn. Tekjur af henni nú nema meira en 50 milljónum króna og eins og leikstjórinn lét frá sér fara er ekki ólíklegt að velgengni Djöflaeyjunnar blási nýju lífi í íslenska kvikmyndagerð. Uppreisn íslenskra kvikmynda íslensk bíómynd hefur ekki notið viðlíkra vinsælda síðan á fyrstu árum kvikmyndavorsins. Svo virtist að að- sókn á íslenskar bíómyndir væri dottin niður úr öllu valdi árið 1995. Þá voru frumsýndar nokkar mjög góðar myndir en áhorfendur létu sig vanta. í fyrra var Djöflaeyjan nær ein um hituna og uppskar ríkulega og varð vinsælasta mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar til þessa. Ástæðurnar fyrir velgengni myndarinnar eru margar en þrennt kemur einkum til: Bækur Einars Kára- sonar, sem hún er unnin uppúr og Ein- ar skrifar sjálfur handrit eftir, eru þjóðkunnar og vinsælar fyrir, ekkert var til sparað svo framleiðslan yrði sem glæsi- legust og það sést á tjaldinu að Djöflaeyjan er dýrasta ís- lenska myndin hingað til og loks fjallar hún um athyglis- verðan þátt í íslenskri borgar- menningu sem nú er horfinn þar sem voru braggahverfin. Allt gerði þetta að verkum að fólk taldi sig verða að sjá myndina og dreif sig í bíó. Það flykktist einnig á Þjóð- hátíðardag, sem var meist- aralega markaðssett af sölu- mönnunum í Hollywood svo enginn taldi sig mega missa af henni. Alls sáu hana 66.600 manns svo tekjur af henni námu 36,6 milljónum króna ef margfaldað er með miðaverð- inu, 550 krónum (ekkert sérverð tekið með). Myndin lagði undir sig öll kvik- myndahús borgarinnar nema Sambíó- in svo varla var aðra mynd að hafa þá helgi sem hún var frumsýnd og hún reyndist verulega skemmtilegt sumarbíó en þoldi illa nærskoðun nema Microsoft sé farið að selja óvinveittum geimskrímslum tölvuforrit! Bond enn vinsæll í þriðja sæti er gamall kunningi metsölulistans. James Bond myndin Gullauga byrjaði í lok árs 1995 en alls sáu hana ríflega 50 þúsund manns (27,5 milljónir) í allt sem er metaðsókn á Bondmynd. Njósnarinn hafði fengið andlitslyftingu með Pierce Brosnan og fór sigurför um heiminn. Á eftir hon- um er annar góðkunningi metsölulist- ans: Jim Carrey getur gert heimskustu myndavitleysur og fólk flykkist á þær. Framhaidsmyndin „Ace Ventura 2“ var meira af því sama, rop og prump og fíflalæti í svörtustu Afríku og 41.803 seldir miðar gerðu hana að fjórðu vinsælustu mynd ársins með tekjur upp á tæpar 23 milljónir króna. Flestar myndimar á listanum eru að venju sumar- og jólamyndir og svo er um Klettinn, sem var ein af mest sóttu myndum sumarsins. Handritið byggðist á sérstaklega ósennilegri sögu en Sean Connery og Nicholas Cage ásamt fínum hasaratriðum gerðu myndina mjög álitlega og 38.555 (21,2 milljónir) voru því sammála. Fast á hæla hennar var annar sálarlaus spennutryllir gerður eftir gömlum spennuþáttum í Kanasjónvarpinu, Sér- sveitinni eða „Mission: Impossible“. Alls sáu hana’ 36.961 (20,3 milljónir) og Tom Cruise mátti vel við una. íslendingar brugðust einnig óvenju vel við myrkum og drungalegum fjöldamorðingjatrylli sem gaf meira í skyn en sýndi skeífilega verknaði geð- VINSÆLASTA myndin 1996; úr Djöflaeyju Friðriks Þórs Friðrikssonar. FIMMTA sætið; Connery og Cage í Klettinum. INNRÁS metsölumyndar; Þjóðhátíðardagur varð í öðru sæti. Vinsælusti ar á Isla 1. Djöflaeyjan .............. 2. Þjóðhátíðardagur (ID4)...... 3. Gullauga (Goldeneye)+ ..... 4. AceVentura2 ............... 5. Kletturinn (The Rock) ..... 6. Sérsveitin (Mission: Impossible) 7. Höfuðsyndirnar sjö (Seven) . 8. Klikkaði prófessorinn (The Nutty 9. Leikfangasaga (Toy Stoiy) . 10. Algjör plága (The Cable Guy) .... 11. Eraser ................... 12. Níumánuðir(NineMonths)+ .... 13. Hiti(Heat)................ 14. VaskigrísinnBaddi(Babe) .. 15. Stormur (Twister) ........... 16. Pocahontas+.................. 17. Fuglabúrið (The Birdcage) ... 18. Trufluð tilvera (Trainspotting) .. 19. í hæpnasta svaði (Spy Hard) . 20. Brotin ör (Broken Arrow).. 21. Agnes+ ................... 22. Jumanji .................. 23. Guffagrín ................ 24. Fyrirbærið (Phenomenon)... 25. Dauðasök (Á Time to Kill) ... 26. 12 apar (12 Monkeys)......... 27. Náið þeim stutta (Get Shorty) ... 28. Hættuleg ákvörðun (Executive I 29. Góðkunningjar lögreglunnar (T1 +Byrjaði í lok árs 1995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.