Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR11. JANÚAR 1997 19 ERLENT Ciller veitist að Grikkjum TANSU Ciller, utanríkisráð- herra Tyrklands, sakaði í gær Grikki um að hafa hvatt Kýp- urstjórn til að kaupa rússnesk flugskeyti, sem gætu skotið nið- ur flugvél- ar yfir Tyrklandi ef þeim yrði komið fyrir á Kýpur. Tyrkir hafa hótað að gera loftárásir á gríska hluta Kýpur ef staðið verði við þessi áform. Ciller sagði að Grikkir hefðu notað Kýpurstjórn sem tæki til að framfylgja fjand- samlegri stefnu sinni gagn- vart Tyrkjum. Þjóðirnar eiga báðar aðild að Atlantshafs- bandalaginu og hafa lengi eld- að grátt silfur. Spennan í sam- skiptum þjóðanna magnaðist í fyrra vegna deilu þeirra um eyðisker í Eyjahafi. Reuter EKKJA Hoxha ræðir við fréttamenn eftir að hafa verið sleppt úr fangelsi. Ekkja Hoxha úr fangelsi EKKJA Envers Hoxha, leið- toga kommúnistastjórnarinn- ar í AÍbaníu, var látin laus úr fangelsi í Tirana í gær eftir að hafa afplánað fimm ára fangelsisdóm fyrir að hafa misnotað fé ríkisins til að fjár- magna lúxuslifnað sinn. Hún virtist vel á sig komin eftir fangelsisdvölina og geislaði af gleði þegar hún kyssti tvo syni sína sem tóku á móti henni fyrir utan fangelsið. Nexhmije Hoxha er 76 ára og var handtekin í desember 1991. Hún var dæmd í eilefu ára fangelsi en dómurinn var mildaður þrisvar sinnum fyrir atbeina Salis Berisha forseta. Vináttusátt- málií Mið-Asíu FORSETAR þriggja fyrrver- andi sovétlýðvelda í Mið-Asíu - Kasakstans, Kirgístans og Úsbekístans - undirrituðu í gær sáttmála um „ævarandi vináttu" og aukna samvinnu, meðal annars í varnarmálum. „Fyrir 400 árum voru engir Kasakar, Úsbekar eða Kirgís- ar til,“ sagði íslam Karímov, forseti Úsbekístans, eftir und- irritunina. „Við erum ein þjóð og greinar af sama meiði." Þjóðirnar eru komnar af tyrkneskum ættflokkum, sem settust að á stórum svæðum í Mið-Asíu. Reuter BELGFARARNIR Bertrand Piccard (t.v.) og Wim Verstraeten eru á góðri leið með að verða fyrstir til að fljúga viðstöðulaust umhverfis jörðina. Reyna hnattflug* í loftbelg Genf. Reuter. ^ NY TILRAUN til viðstöðulauss hnattflugs í loftbelg verður gerð í dag eða á morgun er Belgíumaður- inn Wim Verstraeten og Svisslend- ingurinn Bertrand Piccard freista flugtaks í smábænum Chateau- d’Oex. Vonast þeir til að komast á fari sínu upp í skotvinda í 10 kílómetra hæð er bæru þá austur yfir Grikk- land, Kína, Kyrrahaf, Bandaríkin og Atlantshaf áður en belgfarið bærist aftur inn yfir Evrópu. Hnattflugstilraunin hefur verið í undirbúningi í mörg ár og m.a. flugu þeir yfir Atlantshafið 1992. Belgfar þeirra er minna en loftbelg- ur breska auðkýfingsins Richards Bransons, sem gerði misheppnaða hnattflugstilraun í byijun vikunnar. Standa Piccard og Verstraeten vel að vígi að verða fyrstir að fljúga viðstöðulaust umhverfis jörðina. Til að fá viðstöðulaust belgflug umhverfis jörðina viðurkennt þarf að leggja að baki á þriðja tug þús- unda kílómetra og fara að nýju yfir lengdarbaug flugtaksstaðar. Sævarhöfða 2, Reykjavík laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. janúar 1997 Opið frá ki. 10 - 18 laugardag 12 - 18 sunnudag. Allt það nýjasta ð vélsleðamarkaðlnum % ww^w á T — AÐGANGUR OPEYPIS! ymsuni Sýning á vélsleöum, varahlutum, ýmsum aukabúnaði, öryggisbúnaði, leiðsögutækjum, fatnaði í miklu úrvali og mörgu fleiru tengdu vélsleðamennsku og almennri útivist. Glæsileg aðstaða fyrir sýnendur og gesti. Næg bflastæði, góð aðkoma. V. Reykjavík ÁRSHÁTÍÐ Verður haldin í Mánabergi laugardaginn 11. janúar J997. Þríréttaður kvöldverður, skemmtiatríði Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi. Skeljungur hf. Einkaumboð fyrir Shell-vörur á íslandi Ingvar Helgason ehf So’varhÖföa 2 l32 Rcykjavík pósth. 12260 st'mi 567 4000 myndsemlir 587 9577 POLRRIS ski-doo VfMXft YAMAHA ARCTIC CAT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.