Morgunblaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF V íngerð sem tómstundagaman Hátt verð hjá ÁTVR virðist helsta ástæða þess að margir gera léttvín og brugga bjór. Brynja Tomer þefaði uppi nokkra íslenska víngerðarmenn. Þeir sögðu henni m.a. að víngerðarefni væru orðin svo góð að hægt væri að gera eðalvín með litlum tilkostnaði. Henni var líka sagt að nú væru til þrúgur úr vínberjum sem eru sérstaklega ræktuð fyrir víngerð í heimahúsum. SVO virðist sem víngerð í heimahús- um sé að aukast. I það minnsta hafa þijár sérverslanir með víngerð- arefni verið opnaðar á síðustu mán- uðum, I Reykjavík, Kefiavík og á Akureyri og ekki kvarta eigendur undan litlum viðskiptum. Daglegt líf hafði spurnir af allmörgum víngerð- armönnum og ræddi við um 15 þeirra. í ljós kom að flestir hafa gert eigið vín af og til í mörg ár og ber þeim saman um að víngerð- arefni hafi breyst verulega á síðustu árum. Nú séu gæði heimagerðra létt- vína orðin svo mikil að þau standist fyllilega samanburð við ódýrari teg- undir sem fást í verslunum ÁTVR. Ymsar heimildir benda til að ís- lendingar hafi bruggað eigið áfengi frá landnámi, en um síðustu aldamót voru samþykkt lög sem bönnuðu bruggun drykkja með meira alkóhól en 2,25% miðað við rúmmál, nema með sérstakri heimild yfirvalda. Þetta þýðir í raun að ekki má gera sterkari drykki en pilsner, en menn hafa löngum verið flinkir að réttlæta lagabrot, hafi þeim þótt lögin ósann- gjörn. í samtölum við hina íslensku víngerðarmenn kom skýrt fram að þeim þótti hátt útsöluverð áfengis hjá ÁTVR réttlæta víngerð sína og töldu ekki að yfirvöld gætu amast við því að fólk bruggaði bjór eða gerði léttvín til eigin brúks. Athyglis- vert var að í þessum hópi hafði nán- ast enginn áhuga á að eima eða gera sterkt áfengi, heldur eingöngu bjór eða léttvín „til að geta fengið sér vín með matnum eða bjórglas þegar svo ber undir.“ Messuvín vantaði í Iðnsögu íslands, sem Guðmund- ur Finnbogason ritstýrði og Iðnað- armannafélagið í Reykjavík gaf út á 5. áratugnum, segir að víngerð og ölgerð sé eldri en sjálf mannkyns- sagan, þótt ölgerð í þrengsta skiln- ingi okkar daga, sé ekki ýkja göm- ul, sennilega frá 16. öld. Þar er meðal annars sagt frá Oddgeiri Skál- holtsbiskup, sem á 14. öld fór fram á að messum yrði fækkað um helm- ing vegna vínskorts og einnig er greint frá Jóni Grænlandsbiskupi í bókinni, en hann kenndi mönnum að gera vín úr krækibeijum, svo messusöngur legðist ekki af fyrir vínskort. Ölgerð _ var heimilisiðja, segir í Iðnsögu íslands, og eitt af nauð- synjaverkum á heimilum landsins. í samtölum við íslenska víngerðar- menn og bjórbruggara á dögunum kom fram að enn eru margir sömu skoðunar, enda segjast þeir með þessu móti geta fengið prýðilegar veigar á álíka háu verði og út úr búð í S-Evrópu. Fyrr á öldum mun öl- gerð aðallega hafa verið kvenna- verk, en lausleg könnun Daglegs lífs leiddi í ljós að kynjaskipting virðist nokkuð jöfn meðal bruggara og vín- gerðarmanna nútímans, en meðal- aldur þeirra er sennilega milli 30 og 40 _ár. Áhugi á víngerð er talsverður, að sögn þeirra sem selja víngerðarefni, og segja þeir einnig að áhugi á bruggun bjórs sé að aukast. Þeir segja að langflestir viðskiptavinir þeirra líti á víngerð og bjórbrugg sem hagkvæma tómstundaiðju og leggi metnað í að vanda vel til verka. Til dæmis sé ekki óalgengt að fólk láti útbúa persónulega flöskumiða og gefi afurðum sínum nöfn sem fram koma á miðunum. Ráðlegging- ar þeirra, sem best til þekkja, til þeirra sem vilja byija á víngerð, eru: Kaupið nauðsynlegan búnað, m.a. sykurflotvog. Farið nákvæmlega eftir leiðbein- ingum sem fylgja víngerðarefnum. Gætið fyllsta hreiniætis. Sýnið natni og verið þolinmóð. Gætið þess að engin kolsýra verði eftir í víni eftir geijun. Geymið vínið í flöskum á dimm- um, kyrrlátum stað í allt að tíu ár. Skiptið þá um tappa, ef geyma á vínið lengur. Leggið tímanlega í vín og gerið ráð fyrir að nokkrir mánuðir líði þar til það nær fullum þroska. HVAÐ SEGIR ATVR? Lögin afdráttarlaus „BÓKSTAFUR laganna er af- dráttarlaus," segir Höskuldur Jónsson, forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. „Á Is- landi er bann- að að fram- leiða áfengi, sem er sterk- ara en 2,25% miðað við rúmmál, nema með sérstöku leyfi fjármála- ráðuneyt- isins.“ - Þessi heimilisiðja er þó staðreynd og hátt verð á áfengi hvetur víngerðarmenn í heimahúsum til dáða. Hvað finnst þér um þessa samkeppni? „Þótt mér finnist ekki eðlilegt að menn bijóti lög og bruggi eigið vín eða bjór, tel ég að sam- keppni við landaframleiðslu og smyglað sterkt áfengi sé öllu alvarlegri. Þegar menn smygla eða brugga í atvinnuskyni eru auknar líkur á að það hafi telj- andi áhrif á viðskipti við ÁTVR.“ Höskuldur segir athyglisvert, varðandi sölu á Iéttvíni, að á árinu 1996 varð samdráttur í sölu rauðvíns aðeins um 2% frá árinu áður. Þó fluttist talsverður hluti viðskipta við hótel frá ÁTVR til heildsala. Við þessa breytingu hefði mátt gera ráð fyrir 14-15% samdrætti. „Sala á rósavíni jókst hjá okkur um 4% milli áranna 1995 og 1996, og lítill samdráttur varð í sölu hvít- víns. Mér finnst því Ijóst að hags- munir okkar liggja að miklu leyti annars staðar en í samkeppni við þá sem stunda léttvíngerð I heimahúsum." ■ BJORKJALLARIINIIM Bruggað á staðnum í BJÓRKJALLARANUM í Kringl- unni verður brátt seldur bjór, sem bruggaður er á staðnum, en þar er nú til mikið úrval af aðkeyptum bjór. Að sögn Benedikts Ólafssonar fram- kvæmdastjóra er þetta fyrsti veit- ingastaðurinn hér á landi sem fær leyfí til að brugga áfengan bjór. „Víða erlendis, í Evrópu og Bandaríkjunum, bjóða veitingastaðir upp á heimabruggaðan bjór, sem er ekki gerilsneyddur og því ólíkur bjór sem seldur er í flöskum og dósum. Ógerilsneyddur bjór hefur sterkari karakter en annar bjór og ég held að hann sé góð viðbót við úrvalið sem nú er til hér.“ Benedikt segir að keyptur hafi verið fullkominn tækjabúnaður til ölgerðar og hver lögun taki tæplega þijár vikur. „Við fengum öll tilskilin leyfí í nóvember og höfum því verið að þróa bruggun á ýmsum tegundum bjórs. Við höfum ekki viljað selja Morgunblaðið/Golli BENEDIKT Ólafsson í Bjórkjallaranum. neitt, sem við erum ekki fullkomlega sáttir við, en við erum mjög ánægð- ir með Brítish A7e-bjór sem við höf- um verið að þróa og innan skamms byijum við að selja hann. Þetta er millidökkur bjór, sem bruggaður er úr korni og hefur áberandi malt- bragð. Við munum síðan fjölga teg- undum smám saman. Bjórinn hjá okkur verður um 5% að styrkleika, sem er mjög heppilegt áfengishlut- fall í bjór.“ Benedikt segir að ekki hafi verið sérlega erfitt að fá leyfi til ölgerðar- innar. „Lög hér á landi eru ekki strangari en annars staðar í Evrópu og við höfðum aldrei áhyggjur af því að fá ekki leyfi til að brugga eigin bjór. Fulltrúar Hollustuverndar ríkisins og ÁTVR hafa kannað hvort aðbúnaður og tæki séu í lagi, meðal annars með tilliti til hreinlætis, sem er afar mikilvægt í framleiðslu af þessu tagi. Matvælaeftirlit kemur einnig við sögu og mun fylgjast með hreinlæti á staðnum." ■ VERSLUIMIIM AMAIM Mikill metnaður í bjór- og víngerðinni „SALA á víngerðarefnum er árs- tíðabundin og er til dæmis áberandi mikil í kringum sumarleyfí,“ segir Steingrímur Wernersson, einn af eigendum Ámunnar í Reykjavík, sem sennilega er elsta sérverslun landsins með víngerðarefni. Stein- grímur segir að flestir viðskiptavinir sínir séu yfir þrítugt „og þeir kunna yfírleitt að fara með vín,“ bætir hann við. „Hinir nenna ekki að standa í þessu. Raunar eru menn í hópi fastra viðskiptavina okkar sem drekka ekki áfengi, en finnst gaman að brugga og og bjóða gestum sín- um vín- eða bjórglas." Steingrímur segir ekki fara milli mála að fólk njóti þess að gera eig- ið léttvín. „Þetta er skemmtileg tóm- stundaiðja og helmingur ánægjunn- ar felst í að nostra við vínið, hrista úr því kolsýru, smakka veigarnar til, hella þeim á flöskur og hanna jafnvel eigin flöskumiða." Flestir kaupa vínbeijaþrúgur, segir Steingrímur, og vilja frekar gera vín sem tekur tíma að þrosk- ast. „Mér finnst fólk yfirleitt leggja metnað í að gera góð vín og útlitið skiptir Iíka greinilega máli, því margir leggja talsverða vinnu í að setja miða á flöskurnar og annað í þeim dúr.“ - Finnst þér áhugi á bjórgerð líka vera að aukast? „Já, tvímælalaust. Bjórgerðarefni hafa tekið miklum breytingum á síð- ustu árum, eins og efni til víngerð- ar. Áhugi er Iíka að aukast á bragð- miklum bjór og hjá okkur er Coo- pers-bjórgerðarefni vinsælast. Þetta er frekar bragðmikill bjór, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.