Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Vilhjálmur Kristinn Hall- grímsson rafvirkja- meistari var fædd- ur í Miðeyjarhólmi í Landeyjum. Hann lést í Reylqavík 28. janúar síðastliðinn. Vilhjálmur átti 14 systkini og eru þrjú þeirra á lífi: Elísa- bet, f. 4.4. 1905, Jón, f. 21.4. 1910, og Oskar Maríus, f. 18.3. 1922. Foreldr- ar hans voru Hall- grímur Bryi\jólfs- son frá Litluheiði í Mýrdal, bóndi á Felli í Mýrdal, og kona hans Sigurveig Sveinsdóttir, Miðeykjarhólmi, ættuð frá Hlíðarenda í Fljótshlíð. Hann flutti til Reykjavíkur 1929 og lauk prófi í rafvirkjun 1933. Vilhjálmur var rafvirkjameist- ari í Reykjavík frá 1933 til 1960. Hann var rafmagnseft- v irlitsmaður frá 1960 til 1970 Látinn er tengdafaðir minn Vil- hjálmur Kristinn Hallgrímsson tæp- lega 98 ára gamall fv. rafvirkja- meistari og fv. starfsmaður Raf- magnseftirlits ríkisins, síðast til heimilis í Lönguhiíð 3 og áður í Nóatúni 28. Ekki bar á öðru en að hann væri hraustur fram á síðasta ár, en þá var hann farinn að missa bæði sjón og heyrn. Á þessu ári fór '‘heilsu hans hrakandi, sem loks dró hann til dauða. Aldrei kvartaði hann þó á hveiju sem gekk, alltaf leið honum vel. Þó er ljóst að hann bar söknuð í hjarta við andlát konu sinnar frú Huldu Jónsdóttur meira en sjá mátti. Þegar ég kynntist Ragnhildi dótt- ur þeirra tóku þau mér strax vel og sambandið milli foreldra okkar var alltaf mjög gott og var þá oft tekið í spil. Vilhjálmur og Hulda voru bæði fædd og uppalin í Mýrdalnum, en allt fólk þeirra var mikið afburða- fólk og á ég margs góðs að minnast frá ólíkum samkomum bæði heima í Bjarmalandi og annars staðar. Tryggð alls þessa fólks var með ein- ^læmum og að öllum ólöstuðum minnist ég bróður Vilhjálms, Jóns, og konu hans Sigríðar. Vilhjálmur var mjög hagmæltur og söngelskur eins og þeir bræður allir. Vilhjálmur varð enn listfeng- ari, en það kom ekki í ljós fyrr en við vist hans í Lönguhlíð. Þar fór hann að mála með vatnslitum með ótrúlegum árangri ásamt meira föndri. Sjálfsagt hefur þetta blundað í honum lengi. í Lönguhlíð fékk hann uppörvunina og þar hélt hann mjög upp á allt starfsfólkið en vildi þó sem minnst trufla það í dagsins önn. Þessu fólki færum við hinar bestu þakkir. Hulda kona hans var mjög falleg jfc.ona og góð og færi ég þeim báðum innilegar þakkir fyrir mig, börn okk- ar og barnabörn. Far þú í friði, góði vinur, eftir rúmlega 40 ára samveru. Guðmundur Þór Pálsson. Þegar ég sest niður og hugsa til baka um þau rúm 40 ár sem liðin eru síðan ég kynntist Vilhjálmi tengdaföður mínum, verður mér á að hugsa sem aldrei fyrr, hve tíminn er afstæður. Upp í hugann koma minningar um hve gaman var að koma með börnin í heimsókn í Nóa- Aúnið, hve Hulda og Villi voru sam- taka í að taka vel á móti gestum, og hve gott var að vera nálægt þeim. Og ekki fannst börnunum verra ef þau fengu að koma við hjá afa í vinnunni þegar hann gætti banka- hólfa við Samvinnubankann í Bankastræti, og ævinlega leyndist ,gott fyrir litla munna í hólfi ein- "’hvers staðar, og jafnvel fyrir stóra og starfaði við Sam- vinnubankann frá 1970-1981. Kona Vilhjálms var Hulda Ragn- heiður Jónsdóttir, f. 27.6. 1904, d. 1983, dóttir Jóns Jónssonar sjómanns í Reykjavík og konu hans Guðnýjar Guð- mundsdóttur. Dótt- ir Vilhjálms og Huldu er Ragnhild- ur Auður, maki Guðmundur Þór Pálsson. Börn þeirra eru Vilhjálmur, Páll, Ragnheiður Þórunn og Andri Þór. Sonur Vilhjálms er Árni rafvirki á Húsavík, kvæntur Helgu Magnúsdóttur. Þeirra börn eru Ingveldur, Anna Kristín, Guðrún, Björgvin og Hulda Ragnheiður. Útför Vilhjálms fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. munna Iíka ef vel var leitað. Eins var gaman að koma að Brekku, austur í Mýrdal, en þar áttu þau hjón sumarbústað. Eftir að Hulda lést árið 1983 bjó Villi einn í íbúðinni þeirra í Nóa- túni. Það var gaman að sjá hvað hann lagði metnað sinn í að ekki sæi án einu frekar en þegar Hulda sá um húshaldið. Árið sem Villi varð níræður flutti hann í þjónustuíbúð í Lönguhlíð 3. Þar undi hann hag sín- um vel. Þar var eftir sem áður mjög gestkvæmt og veitingar ekki skornar við nögl. Oft var gaman að skoða lausavísur og annan kveðskap ortan fyrir ýmis tækifæri, innanhúss og utan, sem honum var mjög létt um að setja saman. Villi var kominn hátt á níræðisald- ur þegar hann hætti störfum, og þá fór hann að gefa sér meiri tíma til að koma í heimsókn til Húsavíkur og stoppa lengur. Hann var alltaf til í tuskið, hvort sem það var að fara í útsýnisflug í einhverri smá flugvél- arrellu um Þingeyjarsýslur, skjótast til Siglufjarðar, skreppa austur á firði eða fara upp á Gunnólfsvíkur- fjall í söngferð, því alltaf var söngur- inn hans uppáhald. Hann var alltaf sami höfðinginn, hann hélt áfram að bjóða í mat og drykk, og oft var gaman að sjá svipinn á afgreiðslu- fólkinu þegar hann dró Visa kortið upp úr jakkavasanum, eins og það kom fyrir, í engu veski eða svoleiðis óþarfa. Þó ártalið segði að Villi væri að verða 98 ára, varð hann aldrei gam- all, og alla daga jafnt fylgdist hann með fjölskyldum barna sinna og því sem barnabörnin tóku sér fyrir hend- ur. En þó við söknum Villa sárt, megum við þó vera Guði þakklát að hann fékk að deyja með reisn, sáttur við lífið og tilveruna. Ég vil að lokum þakka Rögnu dóttur hans fyrir hve einstaklega vel hún hefur hugsað um hann og gert honum lífið ánægjulegt. Helga Magnúsdóttir. Villi afi, eins og við kölluðum hann alltaf, mun alveg örugglega verða ein af þeim persónum sem við munum ætíð minnast. Þó að við værum fædd og uppalin á Húsavík, en afi byggi í Reykjavík myndaðist samt náið samband milli okkar og hans. Þegar við vorum börn fórum við oft til Reykjavíkur í heimsóknir, og þá var alltaf hlýlegt að koma í Nóa- túnið til ömmu og afa. Eftir því sem árin liðu kynntumst við afa meira og meira, við fórum oftar til Reykja- víkur og hann kom oftar norður eft- ir að hann hætti að vinna. Afi gerði ekki miklar kröfur til okkar, en var þó alltaf mjög þakklát- ur ef honum var rétt hjálparhönd. Það var gaman að segja afa tíð- indin, þegar von var á bami hjá ein- hverju okkar systkinanna, því hann gladdist mjög þegar hann sá hve fjölskyldan stækkaði ört, út frá þeim tveimur börnum sem hann átti. Hann gladdist yfir sérhveiju nýju lífi og hafði gjarnan orð á því hve ríkur hann væri af börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Það er mikils virði að fá að halda heilsunni til síðustu stundar eins og afi gerði, og þó að einhveijir kvillar væru að hijá hann vildi hann sem minnst um það tala, til að valda ekki öðrum óþarfa áhyggjum. Minnið var í fullkomnu lagi til síð- asta dags, og mikið fyrir að þakka þegar svo er. Hann var betur inni í stjórnmálum og heimsmálunum en við unga fólkið því hann sat við sjón- varp og útvarp þegar hann var einn og hlustaði af athygli á það sem í því var hveiju sinni. Það var gaman að segja honum frá því sem gerðist frá degi til dags, því hann hafði gaman af að fylgjast með afkomend- um sínum og heyra sögur úr þeirra daglega lífi. Þetta gerði það að verk- um að aldrei var erfitt að finna umræðuefni í heimsóknunum til hans. Þar sem okkar fjölskylda hefur öll verið fyrir norðan hefur verið gott til þess að vita að afkomendur hans í Reykjavík hugsuðu sérlega hlýlega og vel um hann, og sendum við Rögnu föðursystur okkar bestu þakkir fyrir þá ást og umhyggju sem hún hefur sýnt afa í gegn um tíð- ina. Við þökkum henni og hennar fjölskyldu fyrir þeirra þátt í að gera afa hamingjusaman í ellinni. Ingveldur, Anna Kristín, Björgvin, Guðrún og Hulda Ragnheiður Amabörn. Elskulegur afi okkar er látinn. Þrátt fyrir óvenju háan aldur hvarfl- aði það ekki að okkur að viðskilnað- urinn yrði jafn óvæntur og raunin varð. Hann varð fyrir því óhappi að lærbrotna í ágúst 1996. Hann hristi nú bara höfuðið og hló yfir klaufa- skapnum í sér að detta. Hann var ekki lengi að koma sér á fætur aft- ur. Okkur er efst í huga þakklæti fyrir að kynnast hinni ótrúlegu lífs- gleði sem einkenndi afa Villa allt til dauðadags. Það var oftar en ekki sem mann rak í rogastans yfir ham- ingjunni og æðruleysinu sem ein- kenndi hann þrátt fyrir ýmis skakka- föll á lífsleiðinni og eitt er víst að við erum öll ríkari en áður eftir að hafa fengið að deila ævi okkar með honum. Afi var alltaf svo hress. Þegar hann náði sjötugsaldrinum og aðrir létu af störfum þá fór hann að huga að starfi til frambúðar. Hann hætti ekki að vinna úti fyrr en hann var kominn hátt á níræðis- aldurinn. Það eru ógleymanlegar stundirnar sem við áttum með afa Villa og ömmu Huldu í sumarbú- staðnum Brekkum í Mýrdalnum. Þar vorum við krakkarnir ósjaldan sum- arlangt og fengum að kynnast æsku- slóðum afa og ömmu. Stundum fór- um við á fýlaveiðar og það eru ógleymanlegar persónurnar sem við kynntumst í sveitinni en þar þekkti afi alla. Þrátt fyrir háan aldur og minnk- andi sjón hin síðari ár hætti afi aldr- ei að sjá fallegt kvenfólk. „Ég sé bara útlínurnar og mér er frekar fyr- irgefið þó að ég komi örlítið við þær,“ sagði hann og skellihló. Hann naut lífsins, skemmti sér og miklu fremur öðrum með heilræðum sínum og orð- snilli. Hann var einstakur hagyrðing- ur og leituðum við oft til hans um ráðleggingar, enda kveðskapur hans jafnt hnitmiðaður sem meinfyndinn ef svo vildi hann við hafa. Þær eru einnig ógleymanlegar stundirnar sem við áttum með honum í Lönguhlíð- inni þar sem við spjölluðum um gömlu dagana og urðum margs fróðari um landið okkar. Hann var ern fram á síðasta dag og voru bamabamabörn- in svo lánsöm að fá að njóta sam- vista hans, enda hændust þau mjög að honum. Það er með virðingu og söknuði sem við fylgjum afa okkar til hinstu hvflu í dag. Andri Þór Guðmundsson, Páll Guðmundsson, Ragnheiður Þór. Guðmundsdóttir. Þýski heimspekingurinn, Schop- enhauer, áleit að lífshamingja hvers manns væri fólgin í skapgerð hans. Nærtækt og sláandi dæmi um sann- Ieiksgildi þessarar kenningar var móðurbróðir konunnar minnar, Vil- hjálmur Hallgrímsson, sem nú er nýlátinn, enda hugsa ég að ég hafi aldrei á ævinni kynnst jafn geðprúð- um, skapmildum og lífsglöðum manni. Hann geislaði jafnan af svo innilegri lífsánægju og hjartaþeli að áhyggjur manns og raunir hurfu eins og dögg fyrir sóiu í návist hans. Það er ekki öllum gefið að miðla öðrum slíkan náungakærleika. Flest ef ekki öll spor Vilhjálms á lífsleiðinni voru sannkölluð gæfu- spor, en það stærsta og mesta þeirra var efiaust þegar hann gekk að eiga heimasætuna á Giljum í Mýrdal, Huldu Jónsdóttur, þá öðlingskonu, sem lést fyrir alllöngu. í gamla daga þegar við ungu hjónin vorum á hálf- gerðum hrakhólum hlupu Villi og Hulda undir bagga með okkur og leigðu okkur íbúð sína í Nóatúni 28. Þetta var fyrsti stórgreiðinn sem þau gerðu okkur. Margir fleiri áttu eftir að fylgja á eftir. Konan mín segir að Hulda hafi alla jafna komið fær- andi hendi þegar hún kom í heim- sókn til okkar. Það er ekki ofsagt að greiðasemi hafi verið þeim hjón- um í blóð borin. Vilhjálmi var margt vel gefið. Hann var t.d. ekki aðeins mjög drátt- hagur, heldur líka lipur hagyrðing- ur, enda væri honum illa í ætt skot- ið ef hann hefði ekki kunnað að setja saman stöku, sonur sjálfs Hall- gríms Brynjólfssonar, en hann var skáld gott, sem orti að margra dómi í anda Hjálmars Jónssonar á Bólu, þegar honum tókst best upp. Vilhjálmur eignaðist tvö börn á ævinni og það er áreiðanlega ekki ofmælt að hann hafi átt miklu barna- láni að fagna, enda eru þau Ragn- hildur og Árni hvort öðru ynd- islegra. Barna- og bamabörnin fylla nú hátt á annan tug, ef mig mis- minnir ekki. Ragnhildur er búsett á höfuðborgarsvæðinu, en Árni norður á Húsavík. Af eðlilegum ástæðum kom það meira í hlut Rögnu að hugsa um föður sinn, einkum eftir fráfall móður sinnar. Hún heimsótti hann vanalega tvisvar sinnum á dag, slík var ást hennar og um- hyggja fyrir velferð föður síns. Virð- ing hennar fyrir föður sínum, þess- um aldna öðlingi, var í senn djúp og einlæg, nokkuð sem stingur mjög í stúf við sívaxandi skeytingarleysi æðstu ráðamanna þjóðarinnar gagn- vart öldruðum. í augum velflestra þeirra eru aldraðir eins og hvert annað tros, sem best væri geymt á öskuhaugunum, en sem betur fer eru enn til manneskjur _ eins og Ragna og bróðir hennar, Árni, sem eru víðsfjarri því að vera gjörsneydd- ar mannúð og mannkærleika. Þótt Árni hringdi í föður sinn á hveijum degi og þeir sæktu hvor annan oft og iðulega heim, þá áttu þeir af skiljanlegum ástæðum minna samneyti saman en þau feðginin, Vilhjálmur og Ragna, annar búsett- ur fyrir sunnan en hinn fyrir norð- an. Vilhjálmur yrði seint sakaður um að gera upp á milli barna sinna, enda mat hann ekki son sinn minna en dótturina. Áður en Vilhjálmur var ráðinn sem starfsmaður hjá Rafmagnseft- irliti ríkisins vann hann sjálfstætt sem rafvirkjameistari um árabil. Mér hefur verið tjáð að honum hafi vegn- að svona upp og ofan á þeim vett- vangi, einkum sökum þess að hann var ekki líkt því nógu röggsamur og harður í innheimtunni og olli þannig sjálfum sér mestum skaða. Það mun vera hveiju orði sannara að auðtraðkað sé á svona meinlaus- um gæðamönnum. Nýlega þegar við hjónin vorum í heimsókn hjá Villa í Lönguhlíð barst dauðinn í tal og hann sagðist alls ekki kvíða honum, en hins vegar óttaðist hann að sambandið við Rögnu myndi ef til vill rofna. Nú mun hann væntanlega vera kominn til meistara, sem er okkur öllum æðri og þar af leiðandi þess megn- ugur að leyfa ástvinum að hafa sam- band sín á milli þótt í sitt hvorum heimi séu. Það er aldrei að vita hvað gæti gerst. VILHJÁLMUR KRISTINN HALLGRÍMSSON Nú er lokið löngu og velheppnuðu gestaboði og gestgjafinn glaðlyndi brosir ekki til manns framar. Að endingu er rétt að geta þess að eng- inn fór tómhentur frá Vilhjálmi Hail- grímssyni, þ.e.a.s. í óveraldlegum skilningi Halldór Þorsteinsson. Aðeins tvö ár, og afi hefði orðið 100 ára gamall. Af hveiju gat ég ekki fengið að njóta samvista við hann aðeins lengur? Þessi upphafs- orð í minningunni um ástkæran afa minn bera eflaust vott um eigingirni frá minni hálfu og má það vel vera. Hann var alltaf hress þrátt fyrir háan aldur, fullur áhuga á öllu því sem var að gerast í kringum hann. Að vísu hafði sjóninni hrakað síð- ustu árin og heyrnartæki þurfti hann að nota. Einhvern veginn var ég ekki ekki tilbúinn að kveðja hann og trúði því að hann myndi ná sér af flensunni sem hann hafði fengið skömmu áður en hann lést. Það er ekki laust við að augun vökni í minningunni um afa Villa sem var mér í raun miklu meira en afi. Minningarnar streyma fram um samverustundir okkar og er amma mín sáluga, Hulda Ragnheiður, þá ekki langt undan, en hún lést 23. maí 1983. Þegar maður hugsar, sorgmæddur með vot augun, um minningarnar þá kemur í ljós að maður grætur vegna þeirra gleði- stunda sem við áttum saman. Þess vegna er manni efst í huga þakk- læti fyrir þá gæfu sem ég varð að- njótandi að þekkja hann og fá að vera með honum meðan hann lifði. Ég verð að stilla orðum mínum í hóf þegar ég minnist nafna míns, afa Villa, sem ég hélt svo mikið upp á. Ég man fyrst eftir mér og afa 6 ára gamall þegar ég fluttist heim til íslands með foreldrum mínum frá Svíþjóð. Afi, ásamt öðrum úr fjöl- skyldunni, tók á móti mér og bróður mínum, Páli, á flugvellinum í Kefla- vík, eftir að við höfðum ferðast alein- ir um langan veg. Heimili afa og ömmu í Nóatúni 28 er mér ofarlega í huga og man ég sérstaklega eftir því sem lítill strákur hversu mikið ég sóttist eftir því að vera nótt hjá afa mínum og ömmu. Það var ekki að ástæðulausu, ég fékk þörfina fyrir hlýju og ástúð margfalt upp- fyllta hjá þeim. Ég get aldrei gleymt því að við spiluðum mjög oft „manna“ og notuðum einseyringa sem við lögðum undir. Þau máttu varla koma í heimsókn inn á heimili foreldra minna án þess að ég færi fram á að fara heim með þeim að lokinni heimsókn. Ekki er hægt að minnast afa án þess að nefna sumarbústaðinn að Brekkum í Mýrdal sem þau hjónin áttu í félagi með Brynjólfi Jónssyni. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman þar og lékum okkur. Hann gaf mér mína fyrstu veiðistöng og kenndi mér að veiða silung og meira að segja lax, sem var sjald- gæft að fá á þessum slóðum, en það voru ýmsir veiðistaðir í nágrenni bústaðarins. Ég get aldrei gleymt veiðiferðinni þar sem við veiddum lax í Heiðavatni. Það veiðast nefni- lega mjög fáir laxar í vatninu á hveiju ári og því var ekki nema eðli- legt að við værum stoltir. Það eru reyndar ekki mörg ár síðan að ég fór með mínum börnum á sama veiðistað og veiddi aftur lax á ná- kvæmlega sama stað. Vonandi gleyma börnin mín ekki veiðistaðn- um og endurtaka leikinn _þegar næsta kynslóð vex úr gasi. I einni veiðiferðinni ætluðum við inn í Dyr- hólaósa, en lentum í þvílíkum hrakn- ingum að ég hef aldrei orðið eins hræddur á ævinni. Við festum bílinn í sandinum milli lands og eyja í fjör- unni, þannig að hann sökk upp að gólfi. Mér stóð ekki á sama og hélt að við hefðum lent í kviksyndi og að bíllinn myndi hverfa smá saman í sandinn. Þarna var sett nýtt hlaupamet þegar ég hljóp á næsta bóndabæ til að sækja hjálp. Við fórum alltaf á fýlaveiðar í ágúst þessi ár sem ég var með hon- um á Brekkum. Reyndar fórum við aldrei mikið lengra en nokkur hund- ruð metra frá þjóðveginum. Afi fór hins vegar einn eða í félagi við ann- an á alvöru fýlaveiðar sem þótti víst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.