Morgunblaðið - 02.03.1997, Side 14

Morgunblaðið - 02.03.1997, Side 14
14 SUNNUDAGUR 2. MARZ 1997 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ 35 ár liðin frá því Wilt Chamberlain gerði 100 stig í leik í NBA-deildinni Metsem aldrei verður slegið ÞAÐ að voru aðeins 4.124 áhorfendur í Hershey íþróttahöllinni f Pennsylvaniu i Bandaríkjunum 2. mars 1962, fyrir nákvæmlega 35 árum, þegar Philadelphia Warriors vann New York Knicks 169:147 í einum af 80 leikjum liðsins í NBA-körfuknattleiksdeild- inni bandarísku. Það merkilega við leikinn var að hinn snjalli leikmaður Warriors, Wilt Chamberlain, gerði 100 stig. Glæsilegt met sem stendur enn og mun væntanlega gera um ókomna fram- tíð. Sá sem hefur komist næst honum að stigum í einum leik er hann sjálfur en Chamberlain gerði 78 stig í leik árið áður en þá var þriframlengt. Leiktíðin 1961-62 var um margt merkileg fyrir Chamberlain. Auðvitað verður stigamets hans alltaf minnst enda einstakt afrek, en það er fleira sem Chamberlain getur yljað sér við í ellinni, en kappinn varð sextugur 21. ágúst síðastliðinn. Umrætt tímabil gerði Chamb- erlain 50,4 stig að meðaltali í leik og það hefur enginn leikið eftir honum. Hann varð fyrsti leik- maðurinn til að komast yfir 4.000 stiga múrinn á einum vetri, gerði 4.029 stig, og hann tók 25,7 frá- köst að meðaltali þennan vetur og er það þriðji besti árangur einstakl- ings í sögu NBA. Hann vermir sjálfur fyrsta og annað sætið í frá- köstum, tók 27,2 fráköst að meðal- tali veturinn áður og þar áður, 1959-60, tók hann 27,0 fráköst að meðaltali. Það sem kemur samt einna mest á óvart þegar ferill Cham- berlains er skoðaður er að þetta keppnistímabil lék hann að meðal- tali í 48,5 mínútur en körfuknatt- leiksleikur í NBA stendur í 48 mínútur. Hann lék sem sagt hálfri mínútu lengur að meðaitali en hver leikur stóð. Skýring er að sjálf- sögðu á þessu; þetta tímabil lenti Warriors tíu sinnum í framleng- ingu. Vart þarf að taka það fram að enginn leikmaður hef- ur leikið eins margar mínút- ur með liði sínu á heilu tímabili. Chamberlain afrekaði einnig þennan vetur að leika allan leiktímann í 79 leikjum af 80 sem liðið lék og alls lék hann í 3.882 mínútur af þeim 3.890 sem í boði voru fyrir hann. Hann hvíldist sem sagt í átta mínútur þetta leiktímabil. Chamberiain á fleiri met í NBA-deildinni. Hann tók til dæmis 55 frá- köst í leik Philadelphia og Boston 24. nóvember 1960 og það þrátt fyrir að Bill Russell léki með Boston. Stórleikur Chamberlains dugði þó ekki til sigurs því Russell og fé- lagar höfðu betur, unnu 129:132. Mynd/Presslink Leggjalangur Það voru engir leðurskór þegar Chamberlain var uppá sitt besta, heldur bara gömlu góðu Converse-skórnir. Mynd/Presslink Yfirburðir Chamberlain í kunnuglegri stöðu þar sem hann hefur snúið á varnarmann og treður knettlnum í körfuna. Þegar Chamberlain gerði 100 stig Frammistaða Chamberlains: Wilt Chamberlain er eini leikmaðurinn sem gert hefur 100 stig í leik í NBA-deildinni. Það gerði hann í leik Philadelphia Warriors gegn New York Knicks þann 2. mars 1962. Chamberlain og félagar sigruðu 169:147 og var leikurinn þó ekki framlengdur. Skotnýting Vítahittni Skoruð stig Frák./stoðsend. Skotnýting Vítahittni Skoruð stig Frák./stoðsend. Skotnýting Vítahittni Skoruð stig Frák./stoðsend. Skotnýting Vítahittni Skoruð stig Frák./stoðsend. 7/14 = 50% 9/9 = 100% 10 fráköst 7/12 = 58,3% 9/9 = 100% 4 fráköst /1 stoðsend. 1. leik- hluti 2. leik- hluti 10/16 = 62,5% O 8/8=100% 6 frák. /1 stoðsend. 7/10 = 70% 5 f ráköst leik- hluti = 57,1% ^ leik- hluti Chamberlain var á leikvellinum allar 48 mínútur leiksins Wilt Chamberlain og hinir í liðinu: Þróun leiksins: Skot- nýting Víta- hittni Skoruð Stig | 36/631=57,1% [] 28/32 = 87,5% 100 27/52 = 52% 15/20 = 75% 69 Leik- hlutar Skorað í leikhl. Staða e. leikhl. 1. leikhl. 42-26 42-26 2. leikhl. 37-42 79-68 3. leikhl. 46-38 125-106 4. leikhl. 44-41 169-147 Master- kova ekki meðí París ÓLÍKLEGT líklegt er talið að ólympíumeistarinn í 800 og 1.500 m hlaupi kvenna og heimsmethafi í 1.000 m hlaupi, SvetlanaMasterkova frá Rússlandi verði á meðal keppenda á HM í París um næstu helgi. Hún hefur tekið lífinu með ró eftir átök síð- asta árs og hefur ekkert keppt á þessu ári. Ma- sterkova hyggst á hinn bóg- inn vera í eldlínunni á HM utanhúss í Aþenu í ágúst. Þá er ljóst að silfurhafinn í stangarstökki karla á síðustu Ólympíuleikum, Igor Trand- enkov, keppir heldur ekki í París. Hann var nýlega skor- inn upp á hné vegna með- iðsla og hefur ekki hafið skipuiagðar æfingar á ný. Lev Lobodin sem á síðasta ári var með 13. besta árang- ur heims í tugþraut hefur fengið rússneskt ríkisfang og keppir því í sjöþraut fyrir Rússland á HM en hann er fæddur í Úkrainu. Nýlega gerðist hann rússneskur rík- isborgari og gera landar hans sér vonir um að hann færi þjóð sinni verðlaun að loknu heimsmeistaramótinu, eftir mögur ár í fjölþrautar- keppni ýmissa stórmóta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.