Morgunblaðið - 07.03.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.03.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLA.ÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1997 B 3 fræði, en þjóðfræðingar leita oftast fanga í elstu lögum menningarinn- ar. Frammistaða unga fólksins vakti athygli og verður hér sjónum beint að þeirra efni. En hvað er þjóðfræði? Inga Lára Sigurðardóttir þjóð- fræðinemi stjómaði ráðstefnunni og sagði að þjóðfræðin hefði byijað í Háskólanum 1989 og nú væru 11 útskrifaðir með B.A. próf í greininni en 35 stúdentar leggja stund á hana núna, hinsvegar á hún sér langa og merka sögu á íslandi. En þjóðfræði er þjóðleg fræðigrein og fæst við lífshætti, siði, trúar- og verkmenn- ingu einstaklinga í samfélaginu. Fátœkir förumenn f aðalhlutverki „Förumenn voru fræga fólkið á íslandi ásamt prestum og sýslu- mönnum," sagði Jón Jónsson þjóð- fræðingur, „undir lok 19. aldar flæktust nokkrir þeirra um sveitir með skemmtiatriði og uppákomur í farteskinu. Sumir dönsuðu, sungu og trölluðu til skemmtunar, aðrir hermdu eftir, tónuðu eða stóðu fyrir leikþáttum og fram- kvæmdu prestverk." Jón segir hér stundum leikara á ferð sem klæddust búningum og GUÐMUNDUR Árnason „dúllari" mynd á íslenskum spilastokk (L.G. Bergmann). tóku gjald. Guðmundur dúllari var listamaður sem flutti orðlausan söng og sagði eftir flutninginn: „Þetta geta ekki allir.“ Hann sletti tung- unni í munnvatninu, setti litla fingur í eyrað og hristi rösklega og dúllaði óviðjafnanlega, lög eins og „Yor guð er borg á bjargi traust". Halldór Hómer spilaði og söng, gaf fólk saman á gleðisamkomum í baðstofum sveitanna og jafnvel tvo karlmenn í eina sæng. Þóknun var tekin fyrir giftingar hinsvegar var dýrara að slíta hjónabandinu daginn eftir. Hann og fleiri förumenn klæddust pilsi fyrir prestsskrúða og fluttu brot úr skraparotspredikun að hætti Skálholtspilta. Einar grettir hermdi eftir kálfum á vorin, Gunnar langi tónaði eftir þekktum prestum, Langstaða-Steini lék heila hreppsnefndarfundi. Fá- tækir förumenn voru alls staðar í aðalhlutverki og eru að mati Jóns Jónssonar persónur og leikendur sem eiga skilinn sess íslenskri leik- listarsögu. Er álfatrú umhverflsvernd? Valdimar Tr. Hafstein hefur í tvö ár tekið djúpviðtöl við á fjórða tug fólks sem hefur haft einhvers konar reynslu af álagablettum og álfabú- stöðum. Hann hefur leitað svara við t.d. eftirfarandi spumingum: Hveiju er trúað, hvemig og hvers vegna? Hveijir trúa og hvemig kemur trúin fram? Eða m.ö.o. hveijar eru hug- myndir manna um huldufólk? Valdimar er ekki sammála dr. Árna Bjömssyni þjóðháttafræðingi um að álfatrú nútímans felist í því að vernda tilteknar mishæðir eða steina fyrir vega- og húsagerð, sem svo er auglýst handa ferðamönnum. (Sjá „Hvað er þjóðtrú?" í Skími, vor 1996.) Valdimar sagði frá viðtali við gröfumann sem hafði upplifað „ókennilega tilfinningu" og „smá- hræðslu" er hann hugðist raska landi á tilteknum stað. Hann segir að viðmælendur sínir eigi það sam- merkt að hafa „fundið fyrir ein- hveiju" og enga ástæðu vera til að efast um heilindi þeirra. Náttúmsýn íslendinga er að land- ið sé lifandi og óttinn við röskun er til staðar. „Respekt" fyrir stein- um er ekki fölsk virðing og álfatrú er ekki umhverfisvernd, að mati Valdimars, hún felst í skilyrðislausri virðingu fyrir náttúmnni og að ekki skuli bijóta gegn bannhelgi. Valdimar rifjaði upp að bændur fyrr á tíðum hafi ævinlega skilið eftir spildu, sláttubönd, eftir handa álfum, eða ef til vill vegna ótta- blandinnar virðingar fyrir krafti náttúmnnar og líka til að vernda hann. Álfatrú getur vissulag fallið und- ir umhverfísvernd en alls ekki allt- af. Nýir álagablettir era ekki endi- lega merki um bellibrögð til að vemda mishæðir, sprottnir af lygi og uppgerð, heldur eins og Valdi- mar bendir á, merki um að álfatrú- in sé við góða heilsu og landið lif- andi. ■ eins í afmarkaðan tíma við hug- leiðslu. Hann nefnir gönguferð sem dæmi um leið til að æfa árvekni. „Við getum ímyndað okkur mann sem gengur heim að loknum vinnudegi. Gangstéttin er skítug og meðfram henni em grænir grasbalar. Veður getur verið hvem- ig sem er, rok og rigning eða sól og blíða. Það skiptir ekki máli held- ur hitt, að sá maður sem er vökull hefur það eitt hugfast að hann er að ganga eftir gangstígnum sem liggur heim. Hann á ekki að hugsa þetta vélrænt, því það er andstætt árvekni. Vökull maður er sér með- vitandi um hvert skref sem hann stígur og um hvert skipti sem hann lyftir upp fæti eða stígur honum niður.“ Hann fullyrðir að með þessu móti sé hægt að skerpa mannshug- ann og auka næmi fyrir umhverf- inu. „Það er álitið kraftaverk að ganga á vatni eða svífa í loftinu, en hið raunvemlega kraftaverk er að ganga á jörðinni og vera sér meðvitandi um sjálfan sig og um- hverfið.“ Brosað tll hálfs „Bros er tákn um kyrran huga í jafnvægi,“ segir Thich Nhat Hanh í bréfi til vinar síns. „Þú ættir að brosa oft, því bros er nærandi. Taktu zen-meistara þér til fyrir- myndar og gerðu allt sem þú tekur þér fyrir hendur af yfirvegun og rósemi. Farðu rólega fram úr rúm- inu að morgni, burstaðu tennur og þvoðu þér án þess að flýta þér um of. Brostu til hálfs og njóttu þess að hefja nýjan dag með vökulum huga. Finndu fyrir hveiju augna- bliki dagsins án þess að hafa áhyggjur af morgundeginum eða því sem þú átt eftir að gera. Njóttu hvers andartaks þar til þú leggst aftur til hvílu að kvöldi og sofnar jafn árvökull og þú hefur verið all- an daginn." ■ Brynja Tomer DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Ásdts KERTALJÓSAFUNDUR var haldinn á Hótel Sögu nýlega. Kertaljós til marks um samstöðu KLÚBBUR sem kallast Busi- ness and Professional Women hefur verið starfræktur á ís- landi í hartnær tuttugu ár. Félagsskapurinn er alþjóð- legur en honum tilheyra sam- tals um 250.000 konur í 108 þjóðlöndum víða um heim. Daglegu lífi var boðið að sitja árlegan kertaljósafund kvennanna sem haldin var á Hótel Sögu fyrir skömmu. Fundurinn var ákaflega há- tíðlegur, kveikt var á yfir hundrað kertum, einu fyrir hvert aðild- arland, en kertaloginn er í hugum þeirra tákn um skilning og vináttu meðal kvenna. Á svipuðum tíma og kertin voru tendrað á íslandi vora konur víðs vegar um heim- inn, m.a. á Trinidad og í E1 Salva- dor, að kveikja á sínum kertum fyrir íslensku konurnar. Framtakskynnlng í hverjum fundl íslensku félagskonurnar, sem era um 60 talsins, hittast mán- aðarlega og eftir að hafa snætt saman kvöldverð og hlýtt á fræðsluerindi, fer fram svokölluð framtakskynning. Þá standa þær upp, hver á fætur annarri, kynna sig og segja frá því helsta sem hefur drifið á daga þeirra frá síð- asta fundi. Meðal markmiða BPW- klúbbsins er að stuðla að aukinni ábyrgð kvenna í viðskiptum og á opinberam vettvangi og hvetja þær til að afla sér menntunar eða starfsþjálfunar. „Til að byija með eiga margar konur erfitt með standa upp og tala en það kemur yfirleitt með tímanum,“ segir Bryndís. „Við höfum því kynnst bæði fljótt og vel, auk þess sem þetta er góð þjálfun í því að koma fram opinberlega. Flestar okkar ættu því að vera fullfærar um að halda ræðu við nánast hvaða tæki- færi sem er.“ Félagar í íslenska klúbbnum eru konur á aldrinum 20 til 70 ára, flestar útivinnandi og tilheyra hin- um ýmsu starfsstéttum, s.s. kenn- ari, lögfræðingur, dansari og sjúkraliði. Aðspurð af hveiju klúbburinn beri ekki íslenskt heiti, segir Bryndís ekki hafa náðst sam- BRYNDÍS Kristjánsdóttir, formaður BPW-klúbbsins á íslandi. komulag um nafn á sínum tíma. Félag útivinnandi og faglærðra kvenna hafi komið til greina en ekki hlotið nægar undirtektir. Upphaflð I Bandaríkjunum Upphaf klúbbsins má rekja til ársins 1919 þegar bandarísk kona, dr. Lena Madesin Phillips, stofnaði samtökin. Hún var menntaður lög- fræðingur en fannst hún vera ein- angrað þar sem hún starfaði ein- göngu með körlum. Því ákvað hún að stofna félagsskap sem hefði að markmiði að koma á betri sam- skiptum og tengslum á milli starf- andi kvenna og í því augnamiði stofnaði hún BPW-klúbbinn. Stuttu síðar var klúbbur stofnaður í Kanada og að einu ári liðnu í Evrópu. Alþjóðasamtökum BPW er skipt eftir heimsálfum, til að efla og auðvelda samskipti og tilheyrir ísland Evrópusamtökunum, BPW Europe, en í þeim eru um 35.000 konur. Fjölmenn kvenna- ráðstefna f Reykjavík í sumar verður haldin tveggja daga ráðstefna Evrópusamtak- anna í Reykjavík. Að sögn Bryndísar er búist er við að um 600 konur sitji hana. „Líklega verður þetta fjölmennasta kvenna- ráðstefna sem haldin hefur verið á íslandi en jafnframt erum við sjálfsagt með fámennustu félögum sem tekið hafa að sér að halda svo viðamikla ráðstefnu. Flestum þykir spennandi að koma til íslands. Það kom til dæm- is fram sérstök ósk um að Vígdís Finnbogadóttir fyrram forseti ís- lands yrði verndari ráðstefnunnar og héldi opnunarræðu og hún hef- ur orðið við þeirri bón.“ Ymis mál er varða konur og framtíðina verða krafin til mergjar á ráðstefnunni, sem haldin verður 21.-23. ágúst. Aðalfyrirlesari verður Barbara Helfferic, aðalrit- ari Þrýstisamtaka evrópskra kvenna (European Women’s Lobby). I pallborðsumræðum stendur til að ræða um hvað fram- tíð stúlkubama í Evrópu ber í skauti sér og mun Janis Bancroft frá Bretlandi stýra þeim umræð- um. Á ráðstefnunni verða einnig skipulagðar vinnusmiðjur þar sem tekið verður á ýmsum málefnum, s.s. hvað konur í forystuhlutverk- um þurfa að hafa til brunns að bera á næstu öld, rætt verður um hvemig byggja skuli upp sam- starfsanda í félagsstarfi eða á vinnustað, fjallað verður um konur og umhverfismál og margt fleira. HM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.