Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jón Zophonías Sigríksson fæddist á Vestra- Krossi, Innri-Akra- neshreppi, Borgar- firði 26. okt. 1914. Hann lést á heimili sínu í Hjarðarholti 18 á Akranesi 21. mai siðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríkur Ei- riksson, bóndi og fræðimaður á Krossi, f. 17. júlí 1858 á Krossi, d. 10. júní 1923, og Sum- arlina Sumarliðadóttir, hús- freyja á Krossi og síðar í Hjall- húsi á Akranesi, f. 2. des. 1875 í Reykjavík, d. 22. okt. 1938. Systkini Jóns Zophoníasar voru: 1) Ingibjörg, f. 5. okt. 1897, d. 14. maí 1929, húsfreyja í Reykjavík, gift Gísla Guðjóni Þórðarsyni, sjómanni. 2) Finn- ur, f. 28. mars 1899, d. 2. júní 1920, vinnumaður í Akrakoti. 3) Sigríkur, f. 18. sept. 1900, d. 17. mars 1980, sjómaður og verkamaður á Akranesi, kvænt- ur Elku Guðrúnu Aradóttur. Þau skildu. 4) Sigríður, f. 25. febr. 1904, d. 1. des. 1945, hús- freyja á Akranesi, gift Júlíusi B. Benediktssyni, sjómanni. 5) Páll, f. 21. maí 1905, d. 27. nóv. 1908. 6) Guðrún, f. 30. apríl 1906, d. 8. mars 1943, húsfreyja í Reykjavík, gift Guð- mundi Þórðarsyni, skipstjóra. 7) Soffía, f. 2.6. 1907, d. 27.11. 1908. 8) Eiríkur, f. l.júní 1908, d. 31. jan. 1943, sjómaður á Akranesi, kvæntur Valgerði Siguijónsdóttur. 9) Rikka Emil- ía, f. 14. mars 1910, d. 29. apríl 1972, húsfreyja á Akranesi, gift Jóni Mýrdal Sigurðssyni, skipa- smiði. 10) Jón Sölvi, f. 29. apríl 1911, dó ungur. 11) Bjarnfríð- ur, f. 12. jan. 1913, d. 30. apríl 1978, verkakona á Akranesi, bjó með Árna Magnússyni, verkamanni. Hinn 25. maí 1940 kvæntist Jón Zophonías Kristjönu Vig- dísi Hafliðadóttur, f. 31. jan. 1918 í Bergsholtskoti í Staðar- sveit, Snæf., d. 27. júlí 1992 í Bergsholtskoti. Foreldrar hennar voru: Hafliði Þorsteins- son, bóndi í Bergsholtskoti og á Stóru-Hellu á Hellissandi, f. Jón Zophonías Sigríksson eða Soffi Sigríks eins og hann var ávallt kallaður var yngsta barn foreldra sinna, Sigríks Eiríkssonar og Sum- arlínu Sumarliðadóttur. Sigríkur var svipmikill bóndi með skeggkraga og bjó á föðurleifð sinni, Krossi, fyrst með móður sinni en síðar með Sumarlínu Sumarliða- dóttur. Faðir hans, Eiríkur Pálsson hafði fylgt séra Jakobi Benedikts- syni úr Rangárvallasýslu að Melum 11. nóv. 1877 á Grenjum í Álftanes- hreppi, Mýrarsýslu, d. 21. nóv. 1969 og k.h. Steinunn Kristjánsdóttir, f. 12. okt. 1878 á Ytra- Lágafelli, Mikla- holtshr., Hnapp., d. 17. mars 1924. Börn Jóns Zop- honíasar og Krislj- önu Vigdísar voru: 1) Hrönn, f. 17. sept. 1940 í Reykjavík, handavinnukennari á Akranesi, gift Halldóri Jóhannssyni, banka- fulltrúa. Börn þeirra eru: Berg- Iind, f. 10. júní 1963 á Akra- nesi, kennari í Reykjavík, Þóra, f. 7. apríl 1967 á Akranesi, flug- umferðarstjóri í Reykjavík og Kristjana, f. 31. jan. 1969 á Akranesi, iðnverkakona í Reykjavík. 2) Ester, f. 7. mars 1943 á Akranesi, d. 2. júní sama ár. 3) Börkur, f. 16. des. 1944 á Akranesi, netagerðarmaður og verksljóri á Akranesi, kvæntur Valgerði Sólveigu Sig- urðardóttur, verslunarmanni. Börn þeirra: Freysteinn Bark- ar, f. 26. nóv. 1962 á Akranesi, sjómaður á Akranesi, Friðmey Barkar, f. 5. okt. 1965 á Akra- nesi, húsfreyja á Akranesi, Brynhildur Barkar, f. 13. febr. 1971 á Akranesi, hjúkrunar- fræðinemi á Akranesi, Harpa Barkar, f. 21. nóv. 1973 á Akra- nesi, hárgreiðslusveinn í Reykjavík, og Mjöll Barkar, f. 1. febr. 1975 á Akranesi, hús- freyja í Borgarnesi. Sonur Barkar fyrir hjónaband: Vign- ir, f. 25. jan. 1964 á Akranesi, rafvirki á Akranesi. 4) Þor- steinn, f. 6. júní 1953 á Akra- nesi, ættfræðingur og ritstjóri í Garðabæ, kvæntur Hrefnu Wigelund Steinþórsdóttur, út- stillingahönnuði. Börn þeirra eru: Helga Hrönn, f. 23. júní 1985 í Reykjavík, Krístjana Júl- ía, f. 9. sept. 1989 í Reykjavík og Jón Pétur, f. 5. apríl 1992 í Reykjavík. Fósturdóttir Þor- steins: Theodóra Svala Sigurð- ardóttir, f. 6. mars 1978 í Reykjavík, nemi. Utför Jóns fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í Melasveit og kvænst Sigríði Jóns- dóttur frá Garðaseli undir Akra- fjalli. Sigríkur var ekki mikill bú- maður, en þeim mun afkastameiri við bókaskriftir og fræðagrúsk. Bækur sínar batt hann sjálfur inn í stórum stíl og lánaði sveitungum sinum til lestrar, og má segja að fyrsti vísir að bókasafni á Akranesi hafi verið á Krossi. Stæðu lántak- endur ekki í skilum bar þeim að borga tíu aura fyrir hveija glataða bók. Skagamenn og Innsveitungar vissu jafnan er Sigríkur bóndi á Krossi var á ferðinni, því hlátur hans barst jafnan margar bæjar- leiðir. Eitthvað fékkst Sigríkur við sjóróðra, en framfærsla fjölskyld- unnar brann þó mest á Sumarlínu, sem var forkur duglegur, stundaði fískvinnu á Akranesi og reri einnig til fískjar. Sumarlína fór ung í vinnumennsku til bróðursonar Sig- ríðar á Krossi, Sigurðar Sigurðsson- ar í Akrakoti, næsta bæ við Kross. Hún fæddist í Hlíðarhúsum í Reykjavík, dóttir Sumarliða Gunn- arssonar frá Kiðafelli í Kjós og Diðrikku Hölter. Diðrikka var svip- mikil í bæjarlífínu í Reykjavík og spáði fyrir fólki af æðri og lægri stigum. Hún var dóttir bæjarskálds- ins Wilhelms Hölter, sem m.a. orti hina kunnu vísu: Veröld fláa sýnir sig, sú mér spáir hörðu. Flestöll stráin stinga mig stór og smá á jörðu. Þegar Sigríkur féll frá árið 1923, flutti Sumarlína búferlum með barnahópinn sinn í Hjallhús á bökk- um Halakotssands á Akranesi, sem eins og nafnið gefur til kynna var að hluta endurbyggt úr gömlum fískhjalli. í Hjallhúsinu bjó Sumar- lína til dánardægurs 1938, vann hörðum höndum við fiskverkun og ól þar upp sín börn og nokkur barnaböm. Soffí í Hjallhúsinu þurfti snemma að leggja heimilinu lið. Níu ára gamall var hann farinn að vinna við þurrkun á saltfíski hjá Þórði Ásmundssyni, útgerðar- manni. Bróðir Þórðar, Ólafur, var verkstjórinn og kaupið var fímm aurar á tímann, en fljótlega kom Ólafur til Soffa í Hjallhúsinu og bauð honum kauphækkun. „Ég ætla að hækka við þig kaupið upp í tíu aura, þú ert svo helvíti dugleg- ur. En hinir strákarnir mega ekkert um þetta vita.“ Það skipti ekki máli þó að Ólafur hafi sagt þetta við alla hina strákana. Á Skaganum var æðsta dyggðin „að vera dugleg- ur“, og það varð að hleypa metnaði í strákana. Tíu ára gamall var hann sendur í sveit að Ausu í Andakíl. Húsmóðirin, Steinunn Benedikts- dóttir, sendi hest út á Akranes til að sækja hinn unga sumardreng. Þó svo að hann væri lítt vanur hest- um var honum komið fyrir á baki, gefnar viðeigandi ráðleggingar og blessun og svo var slegið í. Hestur- inn átti að rata og velja leiðina sem hann og gerði með mestu prýði. Þar kynntist hann Andakílsá, sem kveikti í honum mikla veiðibakteríu, sem fylgdi honum æ siðan. Skóla- göngu naut Soffi eins og þá tíðkað- ist á Skaganum, börn lærðu að lesa í heimahúsum, en gengu síðan í barnaskólann frá tíu til fjórtán ára aldurs. Fimmtán ára hóf Soffí sjó- mennsku, fyrst á hálfum hlut á móti öðrum í skipsrúmi hjá Einari Ingjaldssyni á Bakka og síðan á ýmsum línuveiðurum á útilegu, m.a. á Eldborginni. Taldi hann það mikla gæfu er hinn mikli sómamaður, Bjarni Ólafsson, skipstjóri, sem hann leit mjög upp til, bauð honum skipsrúm á aflaskipinu Ólafi Bjarnasyni. Á því skipi var hann nokkur ár fyrir stríð. Hann gekk í Stýrimannaskólann í Reykjavík og fékk skipstjórnarréttindi árið 1939. Þegar togarinn Sindri var keyptur til Akraness réðst Soffi á hann og sigldi með honum næstu árin. I hönd fóru ár styijaldar og ófriður- inn náði víða, ekki síst á siglingar- leiðinni til Englands, þar sem eng- inn var óhultur. ísland missti marga vaska syni og oft bárust sorgar- fréttir af félögum á öðrum togurum. íslenskir sjómenn unnu á þessurn árum miklar hetjudáðir í óvissu starfsumhverfi í návígi við tundur- dufl, kafbáta og sprengjuflugvélar og átti Soffi m.a. því láni að fagna að taka þátt í giftusamlegri björgun á rúmsjó. Eftir stríð tók hann m.a. þátt í síldarævintýrinu i Hvalfirði með Bergþóri Guðjónssyni á Ökr- um. Það þótti honum sá skemmti- legasti veiðiskapur sem hann hafði verið með í. Síðan hóf hann eigin útgerð á Skaganum. Á árunum 1953-56 gerði hann út Ægi AK 73 með Ingimundi Leifssyni, en vann síðan um tveggja ára skeið hjá Bæjarútgerðinni á Akranesi. Frá árinu 1958 og til starfsloka vann hann hjá Sementsverksmiðju ríkis- ins, lengst af sem kranamaður á sandspilinu. Hann vann öll sín störf af stakri trúmennsku, og veganest- ið frá Ólafi Ásmundssyni fylgdi honum ætíð. Hugurinn hefur þó sennilega oft tekið flug að unaðs- semdum útiverunnar við fagrar lax- veiðiár: Munur er á því til fjalla fijáls að fiska í vötnum og straumi eða ráfa inní ofni með rykugan háls í rammefldum slaghamraglaumi. Soffí var mikill gæfumaður í sínu einkalífí. í einni landlegunni á Hellissandi sá hann fyrst unga bros- milda stúlku frá Stóru-Hellu á Hellissandi, Kristjönu Vigdísi Haf- liðadóttur. Það var þó ekki fyrr en hann var kominn í Stýrimannaskól- ann og hún í nám í kjólasaumi í Reykjavík, að með þeim tókust kynni og haustið 1939 stofnuðu þau heimili á Ljósvallagötu 14 í Reykja- vík. Gengu þau síðan í hjónaband 25. maí 1940 og fæddist frumburð- ur þeirra í Reykjavík. í október 1940 fluttust þau á Akranes og bjuggu fyrstu þijú árin á Hóli við Bragagötu (nú Akurgerði 10). Árið 1943 fluttust þau svo í nýbyggt hús sitt að Heiðarbraut 8 (nú Heiðar- gerði 8). Þar bjuggu þau til ársins 1955, að þau fluttust í nýbyggingu sína að Stillholti 11, þar sem þau bjuggu lengst, eða þar til þau minnkuðu við sig húsnæði 1976 og fluttu á neðri hæð hússins í Hjarðar- holti 18, þar sem þau áttu heimili æ síðan. Hjónaband þeirra var eink- ar samstillt og farsælt. Þeim var umhugað um farsæld fjölskyldu sinnar og stór afkomendahópur naut návista þeirra í ríkum mæli. Þau höfðu bæði yndi af tijárækt og þegar fjölskyldan festi kaup á fæðingaijörð Jönu, Brautarholti í Staðarsveit, var lagður grunnur að umtalsverðri tijárækt sem þau nutu bæði að sjá vaxa og dafna. Þangað sóttu þau hjónin miklar ánægju- stundir og var það Soffa mikið áfall er hann missti sinn lífsförunaut í einni slíkri ferð, við tijáræktarstörf í „kotinu", 27. júlí 1992. Það var sem lífskraftur hans bugaðist við sorgina, en baráttuviljinn lifnaði og á aðdáunarverðan hátt lagaði hann sig að nýjum aðstæðum. Samheldni fjölskyldunnar var mikil og var Jana hið sterka samein- ingarafl fjölskyldunnar sem vakti yfir allri vegferð síns fólks. í upp- eldi barnanna stóð Soffí ávallt hlés- megin. Honum voru ljósir hinir miklu manngildiskostir Jönu og ein- stakir hæfileikar hennar til mann- legra samskipta og því var honum mikilvægt að þeir yrðu helgaðir uppbyggingu innan veggja heimilis- ins. Skaplyndi hans framan af ævi var fomt og mótaðist af erfíðum aðstæðum í æsku. Skoðanir hans og afstaða til manna og málefna var mjög afgerandi og hann sat ekki á skoðunum sínum, hver sem í hlut átti. Kröfur hans til samferða- manna sinna voru lengst af miklar. Kröfuharðastur var hann þó í eigin garð og enginn reyndi hann að öðru en að orð skyldu standa. Eftir fimm- tíu ára tryggð við tóbakið lagði hann pipunni. Frændi hans á Hliði sagði þá við hann: „Þú þorir ekki að segjast vera hættur að reykja, því þá veistu að þú verður að standa við það.“ Umburðarlyndi hans óx þó jafnt og þétt eftir því sem árin færðust yfír og Krossskapið var hamið. Honum tókst með árunum að draga fram alla sína miklu og góðu kosti. Soffi var einstaklega tilfinningaríkur og hrifnæmur mað- ur. Hann hafði listrænt auga og þörf fyrir að skapa fallega hluti. Umgjörð um heimili þeirra hjóna á Stillholtinu var eftirtektarverð og hann var einna fyrstur til að hefja ræktun tijáplantna í saltslegnum húsagörðum Skagans. Heilsu- hraustur var hann með eindæmum alla tíð, aðeins einn dag var hann frá vinnu allan sinn langa starfsald- ur. Hann unni gönguferðum og úti- t SÆUNN JÓNSDÓTTIR frá Vesturhlíð, Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, til heimilis í Aspefelli 2, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands að morgni mið- vikudagsins 28. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Eyþór Gíslason, María Eyþórsdóttir, Birna Eyþórsdóttir, Gísli Eyþórsson, Ingibjörg Eyþórsdóttir, Kári Eyþórsson, Jón Eyþórsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. JON ZOPHONIAS SIGRÍKSSON veru, jafnt við iðandi læki og ár sem og í sínu nánasta umhverfí. Á hveij- um morgni er veður leyfði fór hann langar gönguferðir í skógrækt Ak- urnesinga eða á hinum fallega Langasandi. Líkamlegu sem and- legu atgervi hélt hann nær óskertu til hinstu stundar. Honum.fannst hann ekki vera á förum þegar kall- ið kom. Hann var í óða önn að undirbúa Rínarferð, dúntekju í Breiðafjarðareyjum og margar lax- veiðiámar biðu hans á komandi sumri. Allt frá unga aldri var Soffi ástríðufullur laxveiðimaður, einn af frumkvöðlunum á Akranesi, og strax á fyrstu hjónabandsárunum fóru þau hjónin reglulega í veiði- túra, gistu í tjöldum og öfluðu bæði vel. Síðar tók hann þátt í að stofna Veiðifélag Akraness og starfaði þar af eldmóði í áratugi. Hann var sann- ur veiðimaður, gaumgæfði árnar vel, kynnti sér allar aðstæður og öðlaðist yfirburðaþekkingu á þessu sviði, sem hann var síðan ósínkur að miðla til annarra. Þar sem hann var einn af þeim fyrstu sem stund- uðu laxveiðiárnar í Dalasýslu, Fá- skrúð, Flekkudalsá og Haukadalsá, kom það töluvert í hans hlut að merkja veiðistaði og gefa þeim nafn. Skáldagáfa hans naut sín þar vel. Hann átti þess kost að rifja upp gömul kynni við Andakílsá, er hann tók hana á leigu um árabil og hóf þar ræktun með góðum árangri. Þó svo að hann væri kominn á ní- ræðisaldur var þrek hans og kraftur slíkur að ekkert skyldi gefa eftir í veiðiskapnum á komandi veiði- sumri. í eldhúskróknum í Hjarðar- holtinu mátu þeir Árni Braga, Kjarri blikk og fleiri veiðifélagar veiðilíkur í hinni eða þessari ánni næsta veiðitímabil. Þeir ræddu um fengsælar flugur og omuðu sér við sögur af veiðiskap liðinna ára. Vet- urinn er alltaf hægt að þreyja með góðum veiðisögum. Sagnaíþróttin var Soffa í blóð borin og hrein unun var að hlusta á hann segja frá eftir- minnilegum veiðiferðum. Frásagn- arsnilld hans og látbragð allt hreif hlustandann. Draumar voru ráðnir og þeir látnir segja frá næstu veiði- ferðum og svo einkennilegt sem það virtist rættust þeir ávallt. Skáld- skapur var honum mjög hugleikinn og vísur lærði hann eftir að hafa heyrt þær eða lesið einu sinni. Sjálf- ur kastaði hann oft fram haganlega gerðum vísum, en þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir afkomendanna þver- tók hann með öllu fyrir að þær yrðu skráðar, og útskýrði ástæðuna í vísu: íslensku þjóðinni er borið í blóð Bragaslóðir að kanna, en skáldið eitt getur skapað ljóð sem sker inn í hugi manna. Þegar Soffí komst á eftirlaun fet- aði hann í fótspor föður síns og lærði bókband. Áskotnuðust honum góð tæki til bókbands og lærði hann fljótt að binda listilega inn bækur. Hann hafði gott auga fyrir samsetn- ingu bókbandsefna, skinns og klæðningar. Nutu fjölmargir bóka- unnendur og safnarar hans góða handverks og voru margir sem gerð- ust fastir viðskiptavinir hjá honum og afköstin voru mikil og það hent- aði vel hans skaplyndi að geta glað- beittur gengið að verkefni að morgni hvers dags. Ekki sakaði að alltaf bættist eitthvað í veiðisjóðinn, en mestu skipti að vera alltaf skapandi. Fjölskylda Soffa stendur í mikilli þakkarskuld fyrir að hafa notið gæsku hans og trygglyndis á langri vegferð. Þó svo að hið skyndilega fráfall hafi komið sem reiðarslag yfir okkur öll, er það þó huggun harmi gegn að aldrei þurfti hann að verða raunverulega gamall og glíma við erfiðar sjúkdómsþrautir. Minningin um hann og gerðir hans er og verður góð og mun fylgja okkur öllum til jákvæðrar eftir- breytni. Við kveðjum ástkæran föður, tengdaföður og afa með sárum söknuði, og þökkum fyrir alla ást hans og umhyggju, sem mun fylgja okkur öllum og vísa veginn. Blessuð sé minning góðs manns. Þorsteinn, Hrefna og börnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.