Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 C 3 Amar Grétarsson með AEK til Munchen ARNAK Grétarsson, leikmaður Leifturs á Ólafsfirði, er farinn til AEK í Aþenu þar sem hann mun leika næstu þrjú árin. For- ráðamenn Leifturs og gríska félagsins komust að samkomu- lagi um kaup AEK á Arnari en áður hafði Amar gert samning um að leika með félaginu með því fororði að félögin næðu saman. „Mér líst mjög vel á alla aðstöðu hjá félaginu og það er greinilegt að þetta er alvöru félag. Fyrsta æfing var á mánu- daginn, en ég kom ekki hingað fyrr en á mánudagskvöld þann- ig að mín fyrsta æfing var í dag,“ sagði Arnar I gær. Hann fer á föstudaginn með félögum sínum til Miinehen í Þýskalandi þar sem þeir verða við æfingar í tvær vikur. Arnar sagði að nokkuð væri um erlenda leik- menn með AEK; Rúmeni, Júgó- slavi, Makedónímaður og Portúgali sem væri kominn með grískt vegabréf. Flugeldasýn ing í Eyjum 1a 27. mínútu fengu Eyjamenn auka- »^#spymu vinstra megin utan teigs. Sigurvin Ólafsson renndi boltanum til hægri, Tryggvi Guðmundsson lét hann fara í gegnum klofið á Inga Sigurðsson sem þrumaði með snúningi í hornið §ær. 2a^\Á 34. mínútu fengu Eyjamenn horn- ■ ^Jspyrnu hægra megin. Sigui-vin sendi lágan bolta á nærstöng þar sem Sverrir Sverr- isson kom og stangaði boltann í hornið nær. „ÞETTA var mun léttara en ég bjóst við. Mér fannst enginn rosalegur kraftur í okkur í byrj- un, en við fengum þrjú auðveld mörk á stuttum kafla í fyrri hálfieik og þá var eftirleikurinn auðveldur. Ég bjóst við þeim miklu grimmari og það kom mér á óvart að þeir næðu sér ekki betur á strik. Síðan má segja að það hafi nánst allt gengið upp hjá okkur," sagði Hlynur Stefánsson, fyrirliði Eyjamanna, en hann og félagar hans íÍBV-liðinu virðast harðákveðn- ir í að fara alla leið fbikarnumíár. 3:0 |A síðustu mínútu fyrri hálfleiks 'geystust Eyjamenn upp miðjuna. Sigurvin sendi síðan út á Inga Sigurðsson sem kom hægra megin og hamraði boltann í netið af stuttu færi. 4af\Á 56. mínútu braut Atli Knútsson, ■ markvörður Breiðabliks, á Inga Sig- urðssyni innan teigs eftir að Sigurvin hafði sent stungusendingu á Inga. Hlynur Stefáns- son tók vitið, sendi Atla i hægra homið en boltann alveg út við stöng í því vinstra. jK? a J\Sigurvin Ólafsson tók aukaspymu 5#»Wutan af vinstri kanti á 67. mínútu. Þar stukku upp þeir Sverrir Sverrisson, Eyja- maður, og Þórhallur Hinriksson, Bliki, og fór knötturinn í kollinn á Þórhalli og þaðan í netið. 6a^\Á 69. mínútu var komið að Sigur- ■ \jFvin Ólafssyni að skora eftir laglega sókn. Leifur Geir Hafsteinsson sendi út til hægri á Inga Sigurðsson, sem sendi yfir á fjær- stöngina á kollinn á Sigurvin og skilaði hann knettinum í netið af stuttu færi. 7b#\Á 77. mínútu fengu Eyjamenn hom- ■ ^#spymu frá vinstri. Sigurvin renndi boltanum vel út fyrir teig þar sem Bjarnólfur Lárusson lúrði, nýkominn inn á, og hann var ekki að tvínóna við hiutina heldur þrumaði með jörðinni af 25 metra færi neðst i vinstra hornið. 7a 4 Á 81. mínútu var ko ■ I að klóra í bakkann. Ivar Sigurjóns- son fékk sendingu frá Gunnari Ólafssyni inn á vftateig Eyjamanna, Gunnar Sigurðsson, markvöiður ÍBV, kom heldur langt út úr mark- inu og ívar vippaði boltanum í netið framl\já Gunnari. Á 88. mínútu var komið að lnga Sigurðssyni að fullkomna þrennu sina. Hann fékk boltann út til hægri frá Bjam- ólfi Lárussyni, fór illa með hvem Blikann á fætur öðrum, lék að miðjum vítateig, lagði boltann fyrir hægri fótinn og setti hann síðan laglega í hægra homið. 8:1 Það leit ekki út fyrir stórsigur Eyja- Sigfús G. Guömundsson skrifar manna framan af leik. Leikur- inn var í járnum fram undir miðjan fyrri hálfleik þó svo sóknir Eyjamanna virtust öllu hættulegri og það voru þeir sem náðu forystunni með glæsimarki Inga Sig- urðssonar úr auka- spyrnu, sem hafði víst verið vel æfð deginum áður. Sverrir Sverrisson bætti síðan fljótlega við öðru marki og Ingi Sig- urðsson kom Eyjamönn- um í 3:0 rétt fyrir leik- hlé. Það var svo í síðari hálfleik sem allar flóð- gáttir opnuðust og að- eins voru liðnar 42 sek- úndur þegar Eyjamenn fengu dæmda víta- spyrnu. Leifur Geir Haf- steinsson, sem kom inn á í síðari hálfleik fyrir Tryggva Guðmundsson sem meiddist í fyrri hálfleik, stimplaði sig inn með lag- legri sendingu á ívar Bjarklind, sem var felldur innan teigs. Ingi Sigurðs- son fékk tækifæri til að gera þrennu þegar hann tók vítið en Atli Knúts- son varði vel og reyndar aftur frá Inga eftir að Ingi hafði fylgt á eftir. Rútur ekki meira með RÚTUR Snorrason mun ekki leika meira með Eyjamönnum á keppnistímabilinu, þar sem hann meiddist illa á hné á æf- ingu á dögunum - liðbönd slitn- uðu. Guðjón var í Eyjum GUÐJÓN Þórðarson, nýráðinn landsliðsþjálfari, var í Eyjum til að fylgjast með leikmönnum Eyjaliðsins, sem hafa leikið vel. Hann sá Sigurvin Ólafsson, fyrirliða 21 árs landsliðsins, eiga stórleik. Tryggvi meiddist EYJAMAÐURINN Tryggvi Guðmundsson meiddist í miðjum fyrri hálfleik, en lék út hálfleik- inn. Það mun koma í ljós í dag, eftir myndatöku, hve meiðsli hans eru alvarleg. Stuttu síðar áttu Blikar að fá dæmda vítaspyrnu þegar Hermann Hreiðarsson handlék knöttinn innan teigs en hann fór leynt með það og dómarinn, Guðmundur Stefán Mar- íasson, dæmdi ekki víti. Skömmu síðar var hann hins vegar búinn að dæma aðra vítaspyrnu á Blika þegar Atli Knútsson felldi Inga Sigurðsson innan teigs. Nú urðu Eyjamönnum engin mistök á og Hlynur skoraði örugglega. Og enn héldu Eyjamenn áfram að sækja, spiluðu oft laglega og upp úr aukaspyrnu skallaði Þórhallur Hinriksson í eigið mark. Örstuttu síðar kom Sigurvin Ólafsson Eyja- mönnum í 6:0 og veislan hélt áfram. Bjarnólfur Lárusson var aðeins bú- inn að vera inni á vellinum í þijár mínútur þegar hann gerði mark með þrumufleyg. ívar Siguijónsson, sem einnig hafði komið inn á sem varamaður, náði síðan að klóra í bakkann fyrir Blika en hann hafði reyndar fengið gott færi skömmu áður, sem honum tókst ekki að nýta. Það var svo Ingi Sigurðsson, sem fullkomnaði þrennu sína skömmu fyrir leikslok með glæsilegu marki eftir einleik - stað- an 8:1. Eyjamenn þurftu ekki að hafa mikið fyrir þessum sigri á móti Blik- um og var það eingöngu rétt í byij- un sem gestirnir veittu mótspymu. Mikill styrkleikapunur var á liðun- um en Sigurvin Ólafsson var dijúgur í þessum leik og átti stóran þátt í sex mörkum með laglegum sending- um auk þess að gera eitt mark sjálf- ur. Ingi Sigurðsson var einnig í miklu stuði á hægri kantinum og flestir Eyjamenn voru að leika prýðilega og áttu þeir margar glæsisóknir, en Blikar vilja væntanlega gleyma þess- um leik sem fyrst og geta nú snúið sér að því að vinna sig aftur upp í efstu deild. Eyjamenn í undan- úrslKí EYJAMENN komust í undanúrslit bikarkeppni KSÍ í ellefta sinn í gærkvöldi síðan þeir kom- ust fyrst í undanúrslit 1968 - þá gerðu þeir betur og urðu bikarmeistarar með því að leggja B-lið KR að velli á Melavellinum, 2:1. Eyjamenn hafa leikið sjö sinnum til úrslita í bikarkeppninni og orðið bikarmeistarar þrisv- ar, 1968,1972 og 1981. Eyjamenn töpuðu bik- arúrslitaleik fyrir IA í fyrra. Eyjamenn lögðu Blika að velli í gærkvöldi, 8:1, en síðast þegar þeir mættust í bikarkeppninni - 1986 í Eyjum, unnu Blikar 0:2 í 16-liða úrslitum. Áður höfðu Eyjamenn unnið Blikana tvisvar í bikarkeppninni, 1974 og 1980. Blikar hafa ekki komist í undanúrslit síðan 1983. Leiftur komst í undanúrslit í fyrsta skipti í níu ár, er þeir lögðu Þrótt R. 6:3. Þeir hafa aðeins einu sinni áður leikið í undanúrslitum - töpuðu þá, 1988, fyrir Keflavík 0:1. Þróttur R. hefur ekki komist í undanúrslit síðan liðið tapaði 0:2 fyrir Akranesi 1984. Áður hafði Þróttur leikið í undanúrslitum 1966,1979 og 1981. ÍÞRÚfflR FOI_K ■ NORSKI landsliðsmaðurinn Tore Andre Flo, sem leikur með Brann, mun leika sinn síðasta leik með liðinu gegn Strömgodset á sunnudaginn. Hann er á förum til Chelsea. ■ ALLT bendir til að franski landsliðsmaðurinn Christian Ka- rembeu sé á leið til Real Madrid. Karembeu er samningsbundinn ít-.. alska liðinu Sampdoria þar til á næsta ári, en hann hefur óskað eftir að fara eins fljótt og hann getur frá liðinu, þar sem hann er ekki ánægður með lífið á Ítalíu. ■ KAREMBEU var til dæmis kall- aður á teppið sl. vetur, eftir að hann mætti ekki á réttum tíma á æfingu, eftir að hafa leikið með franska landsliðinu. Bareelona vildi kaupa hann fyrir sl. keppnis- tímabil, Sampdoria hafnaði tilboði liðsins. ■ ARSENE Wenger, hinn franski knattspymustjóri Arsenal, fullviss- aði þá leikmenn liðsins, sem komn- ir eru yfir þrítugt, að þeir yrðu ekki seldir fyrir næsta tímabil. — ■ ÞEIR leikmenn, sem um ræðir, em Steve Bould, Lee Dixon, Nig- el Winterburn og Ian Wright. Wenger sagði að salan á Paul Merson til Middlesbrough hefði ekki verið upphafið að endurskipu- lagningu innan liðsins. ■ LIVERPOOL varð á undan Tottenham í kapphlaupi ensku fé- laganna um að semja við unglinga- landsliðsmanninn Danny Murphy sem lék með Crewe. Hann sló í gegn á heimsmeistaramóti ung-i mennaliða með góðum leik. ■ ÞRJÚ ensk knattspyrnufélög hafa nú ákveðið að leika á nýjum völlum á næsta tímabili. Bolton hættir nú að leika á Burnden Park en leikir liðsins fara framvegis fram á Reebok Stadium. ■ NÝR völlur Stoke heitir Britt- ania Stadium, en sá gamli hét Viktoria Ground. Derby County hefur einnig flutt á nýjan leikvang, en hann heitir Pride Park. Liðið hættir því að leika á hinum fræga Baseball Ground. ■ BARCELONA hefur áhuga á að fá í sínar raðir brasilíska sóknar- manninn Sonny Anderson hjá Mónakó. Anderson á að fylla skarð, landa síns, Ronaldos, en fregnir herma að Barcelona sé reiðubúið að greiða rúman 1,5 milljarða króna fyrir Anderson. ■ JIM Smith, knattspyrnustjóri enska liðsins Derby County, bíður nú eftir niðurstöðu aðstoðarmanns síns í för sinni til ítaliu tii að ákveða hvort félagið geti boðið í Roberto Baggio, leikmann AC Milan. ■ JEFF Van Gundy, þjálfari bandaríska körfuknattleiksliðsins New York Knicks, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Van Gundy, sem er 35 ára gam- all, er yngsti þjálfari NBA-deildar- innar. ■ VAiV Gundy stýrði Knicks f undanúrslit austurdeildarinnar á síðasta keppnistímabili en þar beið liðið lægri hlut fyrir Miami Heat. Knicks hefur ekki unnið NBA- meistaratitilinn í 24 ár. ■ DENVER Nuggets hefur sett þá Sarunas Marciulionis, Vincent Askew, Jerome Allen, Jimmy King, Keith Jennings og Kenny Smith á sölulista. Sökum launaþaks NBA-deildarinnar sá félagið sér ekki fært að halda þessum leik- mönnum en greiða þarf nýliðunum Tony Battie, Danny Fortson o Bobby Jackson nokkuð há laun. ■ MIÐHERJINN hávaxni, Bryant Reeves, hefur framlengt samning sinn við Vancouver Grizzlies til sex ára. Reeves, sem er 213 sentímetrar á hæð, skoraði að meðaltali 16,2 stig og tók 8,1 frákast í leik á síðaste keppnistímabili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.