Morgunblaðið - 11.07.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.07.1997, Blaðsíða 1
■ VILLIGARÐUR FYRIR LETINGJA/2 ■ SAFNAÐ FYRIR SÆLUKOTI/3 ■ HVERJIR ERll HAMINGJUSAMIR?/4 ■ HEIMSMEISTARAKEPPNI l' HORNAFJARÐARMANNA/6 ■ KLUKKA FRÁ TÍMUM NAPÓLEONS/7 MÆDA með papriku-topp. Morgunblaðið/Golli MARÍANNA, eða Mæda, með kóbaltbláa lokka. MARGLITT hár og djarft og á fáeinum mfnútum. Skærlitar skyndistrípur fyrír þá sem hjálpa sér sjálfir NÝTT blikefni til lokkalitunar frá Christian Dior, sem greiða má í hárið við spegilinn heima, hefur náð miklum vinsældum í Bandaríkjunum. Áreiðanlegar fregnir herma að konur í sólskinsborginni Los Angeles noti hármaskara Dior í gríð og erg og hið sama gildir um New York búa, ef marka má reynslu greinarhöfundar, sem stundum verður tískunni að bráð, og kom hvað eftir annað að tómum kofanum í snyrtivörudeildum helstu stórverslana á Manhattan-eyju í viku liðinni. Litarefnið er í samskonar umbúðum og augnháralitur, bara stærri, til í sjö afbrigðum sem kennd eru við málmlitunarefnið kóbalt, kastaníu, papriku, sedrus-við, raf, ópal og kampavín og þvæst úr með sápu. Undirtektir hér heima hafa verið mjög góðar, þann rúma mánuð - sem hármaskarinn hefur fengist, að sögn Davíðs Pitt, umboðshafa Dior á Islandi. Segir hann ennfremur að hármaskarinn hafi verið settur á markað til gamans í vor hjá Dior og einungis verið ætlað að hafa skamma viðdvöl. Viðtökurnar hafi hins vegar verið slíkar að til standi að fjölga litum með haustinu. Þá hugsa aðrir snyrtivöruframleiðendur sér gott til glóðarinnar, að Davíðs sögn. Heimalagað er best Litarefnið er greitt í lokka sem síðan eru burstaðir mjúklega eftir þornun til að hárið fái jafna áferð. Viðkomandi greiðir litinn í eftir geðþótta og smekk og ef marka má skrif eriendra tískublaða á hárgreiðslan um þessar mundir ekki að bera þess merki að skipt sé við stofur af dýrustu eða bestu gerð. Hárgreiðslumaðurinn Steven Ward, sem stundum greiðir ofur- fyrirsætum fyrir tískusýningar, segir að hárið eigi að vera stallað og skakkt, líkt og á bami sem læðst hefur afsíðis með skæri heimilisins. Undir það tekur Mummi hjá Animal við Hverfisgötu, sem litaði hár Maríönnu, og segir algengt að fólk stytti hár sitt sjálft eða komi á stofuna og biðji um ójafna klippingu. A Grillað lambakjöt -V Leiktæki fyrir börnin Jr Svalabræður skemmta ■& Steinar Viktomon moð þátt jU'lllai V liilUI 33UII IIKfU pdll sinníboinnifráEddufolliá Jr Þurrkryddaðar qrillsneiðar frá Goða kr. S99,- pr. kq JSr Heimaís frá Kjörís, tveir fyrir einn. ý Brazzi frá Sól, tveir fyrir einn. Tilboð þessi qilda aðeins meðan lukkustund stendur yfir. AÐALSTÖÐIN Hmafs,°°u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.