Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 30
JJO MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 MIIMNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÚLLA HARÐARDÓTTIR + Úlla Harðar- dóttir, hár- greiðslumeistari, fæddist í Reykjavík 15. desember árið 1961. Hún lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur 7. júlí síðast- liðinn eftir heila- blóðfall sama dag á heimili sínu í w Garðabæ. Foreldr- ar hennar eru hjón- in Úlla Sigurðar- dóttir, húsmóðir, f. 29. maí 1928, og Hörður Þórhallsson, skipstjóri og fv. yfirhafnsögumaður hjá Reykjavíkurhöfn, f. 28. mars 1927. Systkini hennar eru: 1) Kristín Bertha, f. 4. maí 1947, starfsmaður hjá Flugleiðum. 2) Sigríður, f. 22. mars 1954, versl- unarmaður í Bodö í Noregi. 3) Magnús, f. 4. nóvember 1955, stýrimaður hjá Eimskipafélagi íslands. 4) Halla, f. 9. október 1956, starfsmaður á Hótel Eddu. 5) Sigurður, f. 7. janúar •j*. 1958, lést af slysförum 3. ágúst 1981, þá nemi í bókbandi. Úlla lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla íslands árið 1980 og stúdents- prófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1982. Hún lauk sveins- prófi í hárgreiðslu frá Iðnskólanum í Reykjavík 1984 og var í fylkingar- brjósti fyrir Félag hárgreiðslu- og hár- skeranema í svipt- ingasamri en árang- ursríkri launabar- áttu árin 1982 til 1983. Með námi og síðan til ársins 1995 starfaði hún á hárgreiðslustof- unni Saloon Ritz og frá 1996 á hársnyrtistofunni Grímu. Úlla giftist Jóhannesi Eiðs- syni, hárskerameistara og söngvara, 11. nóvember 1989. Hann er sonur Eiðs Jóhannes- sonar, skipstjórnarmanns, f. 14. mars 1932, og Ágústu Fanneyj- ar Lúðvíksdóttur, húsmóður, f. 11. febrúar 1933. Úlla og Jó- hannes eignuðust tvær dætur: 1) Brypju, f. 15. júní 1990, og 2) Birtu, f. 2. desember 1995. Útför Úllu fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég átti þig. Nú á ég minnisljóð sem andblæ hausts og mánans rökkurglóð. Á hvítum vængjum svifin ertu sjálf með sól og álf.“ (Úr Vori e. Huldu.) Elsku litla systir. Dáin; sorglegra orð er ekki til. SrÞað er svo sárt að segja það. Þú átt svo yndislegar litlar dætur, sem eru nú skyndilega án mömmu sinnar. Og elsku Jói, án eiginkonu sinnar og besta vinar. Mamma og pabbi hafa misst litlu dóttur sína og helstu stoð þeirra á efri árum. Við munum sakna þín sárlega, en þú munt lifa í dætrum þínum og hjörtum okkar allra. Blessuð sé minning þín. Systkinin. Mágkona mín Úlla Harðardóttir er dáin, langt um aldur fram. Þegar ég fékk þær fréttir að Úlla hefði verið flutt á sjúkrahús um miðjan _^iag á mánudegi, trúði ég því að um einhver minniháttar veikindi væri að ræða, því að ég hafði jú hitt hana fyrir stuttu og var búinn að frétta af henni heima hjá mér og Guðríði með Jóa bróður og stelpunum, bara tveimur dögum áður og þá var allt í lagi. Þess vegna hélt ég áfram vinnu og það var ekki fyrr en ég kom heim um kvöldið og heyrði af því að Jói hefði hringt heim og spurt eftir mér, sem mig fór að gruna að eitthvað væri að. Eg tók þá ákvörð- un að fara upp á sjúkrahús og líta til með þeim, en þegar ég kom þang- að var Úlla mágkona að deyja. Veik- indi hennar voru þá þess eðlis að færustu læknar megnuðu ekki að hjálpa henni. Á stundum sem þess- *ari getur maður ekki annað en velt fyrir sér spurningunni um lífið og tilgang þess: Hvers vegna fara hlut- irnir svona? Ég kynntist Úllu fyrst fyrir um 18 árum, þegar hún og Jói voru að byija að skjóta sig saman. Þá strax varð maður var við að Úlla var föst fyrir og fylgin sér og hafði ákveðna skoðun á lífínu og tilverunni. Það var gaman að fylgjast með þroska þeirra saman, Jóa og Úllu, og hvern- ig þau undirbjuggu jarðveginn fyrir sameiginlega framtíð sína. Þegar *þau fluttu inn __ á Fjölnisveginn, bernskuheimili Úllu, þegar þau keyptu fyrsta bílinn, og Jói kom með hann til að sýna stóra bróður og ég lagði blessun mína yfir vagninn. Þegar þau keyptu íbúðina í Garða- bænum og þegar þau ákváðu loksins að fjölga mannkyninu og eignuðust fyrsta barnið, dótturina, Brynju, sem í dag er sjö ára. Hvað þau voru hreykin þá og ánægð. Frá þessum árum eru margar góðar og skemmti- legar minningar og mörg atvik sem riflast upp þegar hugsað er til baka. Einna skondnast er frægasta sam- eiginlega útilega okkar, þegar við hittumst öll við Hítarvatn og rétt náðum að heilsast og grilla, áður en allt fauk ofan af okkur öllum í miklu roki og hver flúði til síns heima um miðja nótt. í lífi okkar allra eru bæði bjartar og dökkar hliðar og var það eins hjá Úllu minni og Jóa bróður, en með staðfestu ÚIlu og stöðuglyndi og sameiginlegu átaki þeirra beggja, leystu þau ávallt öll sín mál og stóðu samhent að öllu sem þau gerðu, og var það svo þegar þau ákváðu að eignast yngri dótturina, Birtu, sem í dag er tveggja ára. Síðastliðin ár hafa þau verið stór- huga í framtíðaráætlunum sínum, keypt sig inn í fyrirtæki á sínu sér- sviði, íhugað breytingar á eigin hög- um og húsnæði, þegar Úlla er hrifín svo snöggt frá eiginmanni sínum og börnum og henni falin störf á öðru tilverustigi, sem við hin sem eftir stöndum höfum engin afskipti af, þar koma aðrir til. Ég set mig í spor bróður míns, Jóa, og dætranna beggja, Brynju og Birtu, þegar ég tek mér í munn orð skáldsins og kveð ástkæra eiginkonu og móður: Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjama hver, sem lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um margar gleðistundir frá liðnum árum, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt vera mín - í söng og tárum. (Davíð Stef.) Úlla mín, þú átt alla mína virð- ingu og elsku. Ég dáist að stað- festu þinni og stöðuglyndi og ég óska þér velfarnaðar á þeirri leið sem þú hefur nú hefur lagt út á, þú lést að þér kveða hér og ég veit að þú lætur að þér kveða þar. Þú skilur eftir margar góðar minningar og mikla arfleifð, sem við hin ætlum að hlúa að. Ég veit að þú lítur til með stráknum og dætrunum og vakir yfir þeim. Þó sértu af gulli og gersemum snauð og gistir ei konungaborgir, þá áttu hinn dýrasta drottningarauð og drauma og gleði og sorgir, og kvæðið um þig er um konu, sem ann, um konu, sem þráir og nýtur, en ekki um stjömu, sem slokknaði og brann, né storminn, sem æðir og þýtur. (Davíð Stef.) Að lokum kveð ég þig, Úlla min, með hlýhug og söknuði. Guðríður og Sóley biðja að heilsa. Þinn mágur Lúðvík Eiðsson. í dag kveð ég elskulega mágkonu mína og traustan vin, sem skyndi- lega hefur verið tekin frá okkur, frá tveimur dætrum sínum og elskuleg- um eiginmanni 7. júlí sl. Þegar mér barst fréttin varð ég máttvana og trúði því ekki að dauðinn hrifsaði aftun úr barnahópi tengdaforeldra minna. Úlla hét í höfuðið á móður sinni og var því í daglegu tali kölluð Úlla „systir“ til aðgreiningar. Ég tengdist fjölskyldunni fyrir 34 árum og var Úlla þá ekki orðin tveggja ára. Ég hef því fylgst með Úllu vaxa úr grasi, fermast,_ menntast, giftast og verða móðir. Úlla starfaði einnig á ungl- ingsárum sínum í nokkur sumur hjá Kristínu systur sinni sem hennar hægri hönd í veitingarekstrinum í Þrastarlundi. Hún var framtaks- og samviskusamur starfsmaður og þeg- ar hún hóf störf sem hárgreiðslu- kona eignaðist hún fljótt stóran og tryggan viðskiptahóp. Úlla var góð húsmóðir og höfðu þau Jói, maðurinn hennar, eignast íbúð í Garðabænum og búið fjölskyldunni fallegt heimili. Dæturnar og Jói voru henni allt en þau voru búin að vera saman í 18 ár. Mikil og kær vinátta var á milli barna okkar Kristínar og þeirra Úllu og Jóa og leituðu systurdætur henn- ar oft ráða hjá henni. Hún var vinur vina sinna og brást aldrei trausti þeirra. Þau frændsystkinin fóru allt- af saman á barnaskemmtanir hjá Oddfellowum, bæði þegar þær voru litlar og svo síðar með sín eigin börn. Á sjötugsafmæli Harðar, pabba, tengdapabba, afa og langafa, í mars sl. kom fjölskyldan saman til að heiðra afmælisbarnið. Þegar systk- inin og makar byrjuðu að undirbúa veisluna þótti Úlla systir kjörinn veislustjóri. Þar fór hún líka á kost- um, og skemmtu sér allir vel og áttu yndislega samverustund. Þegar við bogmennirnir dönsuðum saman vals í veislunni var hún svo glæsileg og ég man hversu stoltur ég var að eiga hana að mágkonu. Á sínum yngri árum fóru þau Jói oft í ferðalög um landið okkar fal- lega og varð Snæfellsnesið og ná- lægðin við Snæfellsjökulinn oft fyrir valinu. Þar var kraftur í rómantík- inni, silungur veiddur og matreiddur af „yfirkokkinum“ Jóa sjálfum að hætti tjaldbúans. Einnig var Kirkju- bæjarklaustur í miklu uppáhaldi hjá Úllu og Jóa. Þangað var gott að koma og heimsækja Höllu systur og fjölskyldu hennar, ekki síst þegar öll fjölskyldan var saman komin því að þá var oft glatt á hjalla. Heima í Garðabæ var líka oft grillað á pall- inum enda höfðu þau mikla ánægju af því að taka á móti gestum. Kvöldið 7. júlí var sólarlagið við Snæfellsjökulinn fagurt. Eins verður minningin um Úllu mágkonu. Sólin mun koma aftur upp í austri og senda geisla sína til okkar þó að nú um stund hafi dregið ský fyrir sólu. Litlu sólargeislarnir hennar mömmu sinnar, Brynja og Birta, munu verða minnisvarðinn um hana við hlið föð- ur síns um ókomin ár. Trausti Víglundsson. Hálft í gamni töluðum við með kvíða um að gamlast. Hún bað mann sinn Jóa um að hnippa í sig, þegar þar að kæmi að henni færi að förl- ast fyrir aldurs sakir. Börnin léku sér á stofugólfinu heima hjá þeim í Löngumýri, synir okkar Ragnheiðar og dætur þeirra, það var komið langt fram yfir háttatíma en það var laug- ardagskvöld og allt lífið framundan. - Á mánudeginum var Úlla öll. Andlát hennar var hastarlegt og laust samhenta og óvenjulega ná- tengda fjölskyldu eins og reiðarslag. í þeirri fjölskyldu er varla unnt að greina bil milli kynslóða og frændur og frænkur eru eins og bræður og systur. Úlla var yngsta systir tengdamóð- ur minnar, en aðeins ijórum árum eldri en eiginkona mín, Ragnheiður Traustadóttir. Tókust góð kynni með okkur Úllu og Jóa, þegar ég var leiddur inn í hópinn, og náin vinátta eftir að atvik höguðu því þannig, að við urðum nágrannar í Garðabæ eftir námsdvöl okkar í Svíþjóð. Enn varð það til að treysta fjölskyldu- böndin að litla systir Ragnheiðar, Bertha, stofnaði heimili steinsnar frá með æskuvini mínum, Ágústi Arn- björnssyni. Má segja að verið hafi daglegur samgangur milli þessara heimila og týndust börnin var þeirra oftast að leita hjá einhveiju hinna. Jakob Sindri, sex ára gamall sonur minn, hugsaði fyrst til Brynju litlu, frænku sinnar og leikfélaga, þegar hann frétti andlát móður hennar. Sagði næst að við mættum aldrei gleyma Úllu, svo að hún dæi ekki frá okkur. Og Brynja tók utan um hann og sagði að nú yrðu þau að vera sterk. Er litia fólkið okkur hinum, sem þykj- umst til vits og ára komin og syrgjum kæran vin, best fordæmi við þessar þungbæru aðstæður og áminning um að lífið er sterkara en dauðinn, and- inn meira en efnið. Nú sækja á hugann ýmsar minn- ingar frá hversdagslegu amstri sem tengjast Úllu, svo sem frá innkaup- um, grilli, þvotti og tiltekt, en líka frá meiriháttar viðburðum í fjöl- skyldunni, til dæmis frá nýlegu stór- afmæli föður hennar Harðar Þór- hallssonar. Hún lagði hönd á plóg í stóru og smáu, ávallt greiðvikin og leysti af hjálpfýsi vanda annarra, án þess að hafa um það stór orð. Það var helst þegar hún beitti sér gegn rangindum, sem til hennar heyrðist, - og þá stundum svo að um munaði. Hún var hreinskilin og blátt áfram og slíku fólki fylgir ferskur andvari. Þó að við hefðum látið sem við kviðum ellinni, töluðum við af meiri alvöru um ýmisleg framtíðaráform og tilhlökkunarefni. Hún var vinsæl hárgreiðslukona en ætlaði að minnka við sig vinnu til að geta sinnt börnunum betur. Það hvarflaði ekki að okkur að við myndum ekki hitt- ast framar. Við kveðjum Úllu með trega. En við þessar aðstæður hefði hún sjálf af óbilandi bjartsýni sinni hvatt fólk til að halda áfram veg lífsins með fullu hugrekki og láta ekki söknuð- inn_ buga sig. Ég og fjölskylda mín vottum öllum aðstandendum samúð okkar. Þór Jónsson. Ég man fyrst eftir Úllu frænku minni, þegar hún vann hjá pabba og mömmu, elstu systur sinni, aust- ur í Þrastalundi við Sog, en ég var í fóstri hjá afa og ömmu á Fjölnis- vegi. Þegar hún kom heim eftir lang- ar vaktir í veitingastofunni tóku við önnur skyldustörf, þau að passa litlu frænku sína, og ekki minnist ég þess að hún léti mig nokkurn tíma finna að henni væri það á móti skapi, þótt ég væri níu árum yngri. Ósjald- an fórum við þá í Brauðbæ og keypt- um roast-beef samloku og kók. Mér hefur þótt mikið til þess koma, úr því að ég man það svona vel. Miklu seinna, - og raunar hafði hún orð á því bara um daginn -, játaði hún að hafa oft orðið þreytt á að hafa þennan óþolandi grisling í eftirdragi. Satt að segja losnaði hún aldrei við hann. Seinna tengdumst við mjög sterk- um böndum, urðum nánar vinkonur. Hún kom í heimsókn til mín, þegar ég var við nám í förðun í París, námsbraut sem ég valdi fyrir bein og óbein áhrif frá henni, sem var hárgreiðslukona. Ég bar allar meiri- háttar ákvarðanir undir hana. Manni sinum, Jóa, kynntist hún sautján ára og mér finnst eins og hann hafi allt- af verið í fjölskyldunni. Eftir að ég fluttist til unnusta míns, Ágústs Arnbjörnssonar, í næsta hverfí við heimili þeirra í Garðabæ, vorum við næstum í daglegu sambandi, ekki síst eftir að við eignuðumst dætur okkar, Birtu og Kristínu, með fjög- urra mánaða millibili. Eldri dóttur Úllu og Jóa, Brynju, passaði ég oft, þegar hún var lítil. Og aldrei leituð- um við konurnar eða börnin í fjöl- skyldunni annað en til Úllu þegar þurfti að klippa eða laga hárið - oft á elleftu stundu. Allt var í föstum skorðum. Aldrei datt mér í hug að lífið gæti breyst svo snögglega og fyrirvaralaust. Lái mér hver sem vill, þótt ég sé ráðvillt núna og vilji ekki trúa því að Úlla sé horfin úr þessum heimi. Ég sat hjá henni um morguninn, daginn sem hún var hrifin brott, og fer nú yfir það í huganum hvað eft- ir annað hvort við hefðum ekki átt að sjá og skilja, að ekki væri allt með felldu. Ég sakna samtala okkar, brosins ' hennar og glettninnar, þolinmæðinn- ar, en líka hvassrar og óvæginnar hreinskilni hennar, því að hún hætti aldrei að ala litlu frænku sína upp og segja henni til. Mestur er þó söknuður Jóa og litlu stúlknanna, Brynju og Birtu. Á þess- ari erfiðu stund er hugur minn hjá þeim og hjá afa og ömmu. Guð veri með þeim. Bertha Traustadóttir. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klðkkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. (Tómas Guðmundsson) Þriðjudaginn 8. júlí barst mér sú harmafregn að hún Úlla, konan hans Jóa mágs míns, væri dáin. Mig setti hljóðan og ég trúði vart mínum eigin skiiningarvitum. Þessi síunga og hressa, bráðfallega og greinda kona sem allt vildi fyrir alla gera; að hún væri dáin. Það var ekki laust við að ég efað- ist um þennan gerning alvaldsins, ég efast reyndar enn og mun eflaust gera lengi. En það er svo margt sem við mennirnir skiljum ekki og nokk- uð víst að við skiljum seint eða aldr- ei af hveiju einmitt þeir sem manni líkar best og elskar mest skuli vera burtkallaðir úr jarðlífinu þegar við þörfnust þeirra meir en nokkru sinni fyrr. Úlla var góður vinur sem alltaf ljáði eyra ef þörf var á og átti jafn- an góð ráð til lausnar ótrúlegustu vandamálum. Hún sá alltaf björtu hliðar lífsins þegar aðrir sáu allt svart. Fyrir mér var þessi yndislega stúlka staðgengill lífsgleðinnar. Hún var góð heim að sækja og sannur sólargeisli þegar hún kom í heim- sókn á Sigluíjörð. Það hefur veitt mér vissa lífsfyll- ingu að fá að kynnast Úllu og þekkja hana sem vin og tómið sem eftir hana verður í lífi mínu og minnar ljölskyldu verður seint eða aldrei uppfyllt. Jóa mági mínum, litlu dætrunum hans tveimur, þeim Brynju og Birtu, öllu tengdafólki og vinum hinnar látnu votta ég mína dýpstu samúð. Kristján Elíasson. Madame de Stael mælti: „Þá fyrst skiljum vér dauðann er hann leggur hönd sína á einhvern sem vér unn- um.“ Að hún Úlla skyldi hrifin á brott er okkur sem eftir sitjum gjör- samlega óskiljanlegt. Þegar mamma hringdi í mig að kveldi mánudagsins 7. júlí sl. og sagði mér að Úlla hefði verið flutt í skyndi á sjúkrahús var mér að sjálfsögðu brugðið en hugs- unin náði ekki lengra. Það var svo þegar fregnin um andlát hennar barst mér síðar um kvöldið að mig setti hljóða. Hvernig getur það verið að ung kona í blóma lífsins fellur skyndilega í valinn og hvorki læknar né bænir ástvina koma að neinu gagni? Ég var sjö ára gömul þegar LJIla og Jói föðurbróðir minn fóru að vera saman. Hún varð í mínum huga strax ein af fjölskyldunni, ég kallaði hana frænku mína og unni henni sem slíkri. Leiðir þeirra Jóa lágu ekki einungis saman í leik held- ur líka starfi og naut ég þess alltaf að fara í klippingu til Úllu. Hún var natin í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, róleg og yfirveguð en alltaf stutt í brosið og glettnina. Mér er það minnisstætt að þrátt fyrir tíu ára aldursmun okkar Úllu tók hún mér alltaf sem jafnöldru sinni, þegar tilfinningarót unglingsáranna lagð- ist þungt á mig var gott að geta „pústað" í stólnum hjá Úllu - hún skildi mann svo mætavel. Það varð mikil gleði hjá fjölskyldunni þegar Brynja frænka mín leit dagsins ljós fyrir sjö árum og ekki síðri þegar yngsta ljósið, hún Birta fæddist fyr- ir tæpum tveimur árum. Fjölskyldan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.