Morgunblaðið - 18.07.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.07.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1997 B 7 GAUTISIGÞÓRSSON Menningin rannsökuð á breiðum grundvelli til dæmis í Bandaríkjunum, lendir í því að þui-fa að leita undii’ hinum ólíklegustu nöfnum. Mín deild heitir til dæmis „Comparative_ Studies in Discourse and Society". Áherslurnar í náminu geta verið mjög mismun- andi milli háskóla, sumstaðar er til dæmis lögð megináhersla á tengsl við heimspeki og annarstaðar á bók- menntafræði. Deildin mín er frekar heimspeki- lega sinnuð, en áherslurnar fai’a þó líka mikið eftir kennurum. Við höf- um mikið sótt í Frankfurtarskólann, en forsprakkar hans rannsökuðu menninguna á mjög breiðum grund- velli, á forsendum mai-xisma, og fundu meðal annars upp hugtakið „menningariðnaður“. Mikil áhersla er lögð á megin- landsheim- speki og sér- staklega á Morgunblaðið/Jim Smart ' franska heimspekinginn Michel Foucault. Einnig er töluverð söguleg áhersla í kennslunni og Marx, Ni- etzche og Freud eru mikið lesnir. Prófessoramir koma úr ýmsum áttum, sumir hafa félagsvísindalega menntun og aðrir hugvísindalega, og umsjónarkennari minn er til dæmis tónlistarfræðingur. Slík fjölbreytni er bæði upplífgandi og spennandi, en getur þó skapað hættu á því að menningarfræðin breytist í hálfgerð- an hrærigraut, þar sem fólk veit lítið um mjög margt. Pað hefur ekki gerst ennþá, en það er þó nauðsyn- legt að maður fari með töluvert ákveðnai- hugmyndir út í þetta nám og móti sér stefnu mjög snemma." Mars og Venus Gauti segist vera spenntastur fyi’- ir nútímanum og sérstaklega rann- sóknum á alþýðumenningu, eða „popular culture". „Ég hef mikinn áhuga á rannsóknum á þvi sem fólk gerir í sínu daglega lífí og felur í sér einhverja merkingu og jafnvel póli- tískt gildi, en er ekki endilega skilið sem slíkt. Ég skrifaði ritgerð í vor sem endurspeglar vel mitt áhuga- svið. Hún fjallai’ um þá mikið seldu bók, Karlar eru frá Mars og konur eru frá Venus, sem er í raun kjörvið- fangsefni menningarfræðings, því að í henni eru viðtekn- ar hugmyndir settar fram eins og þær væru staðreyndir með því að nota orðræðu sálar- „ÉG hef mikinn áhuga á rannsókn- um á því sem fólk gerir í sínu dag- lega lífi og felur í sér einhvetja merkingu og jafn- vel pólitískt gildi.“ fræðinnar. Bókin fjallar eiginlega um það hvaða sögur fólk vill segja sjálfu sér um samskipti kynjanna. Höfundurinn hefur í fjölmörg ár haldið námskeið um hvemig eigi að hegða sér i hjónabandi og hann hreinlega spyr fólk hverju það sé til- búið að trúa um karla og konur. Síð- an er því pakkað saman í mjög auð- læsilega bók og markaðssett sem niðurstöður „hlutlægra“ rannsókna. Þessi bók er glæsilegt dæmi um vel heppnaða markaðsfræði og það sem verið er að selja fólki eru við- teknar goðsagnir um hlutverk og „eðli“ kynjanna. Þær hafa ákveðinn sögulegan bakgrunn, eru mótaðar af fortíðarþrá til eftirstríðsáranna, sem er mjög ríkjandi hjá Bandaríkja- mönnum. Alveg síðan Ronald Reag- an komst til valda og áhrif tníaðra afturhaldsafla jukust, hafa þeir þráð hinn áhyggjulausa tíma fyrir tíð femínisma, Víetnamstríðsins, efna- hagski’eppunnar, pillunnar og kyn- lífsbyltingarinnar, réttindabaráttu blökkumanna og samkynhneigðra og svo framvegis. Aðalatriðið hérna er að alþýðumenning er rammpólitísk í því hvernig hún mótar hugsunarhátt okkar, og í þessu tilviki er það íhaldssöm poppsálarfræði sem endar uppi í hjónarúmi hjá fólki eins og mér og þér. Þessi eftirstríðsáraþrá lúrir reyndar kannski líka í okkur íslend- ingum, því á þeim tíma var hér mikill efnahagslegur uppgangur. Við get- um í þessu sambandi bent á kvik- myndina Bíódaga og margar bækur Einars Kárasonar og Einars Más Guðmundssonar.“ Óttast ekki atvinnuleysi Gauti lauk BA prófi í al- mennri bókmenntafræði frá Háskóla íslands. Hann segist hafa farið í framhaldsnám í menningarfræði með það fyrir aug- um að stunda háskólakennslu. „En það er líka nóg að gera fyrir menn- ingarfræðinga úti í atvinnulífínu. Margir hafa fai-ið að stai’fa við fjöl- miðla og alls kyns útgáfustarfsemi og ég veit til dæmis um einn mann sem býr nú til gagnasöfn fyrir alnet- ið. Námið gagnast líka fólki sem stundai’ markaðsfræði, þó það hljómi þversagnakennt. Allir sem hafa út- skrifast úr minni deild hafa fengið vinnu innan árs og ég óttast allavega ekki atvinnuleysi!“ MEÐ AUGUM LANDANS I vinnunni w H-J Arna Garðarsdóttir býr ásamt eigin- manni sínum, Jónasi Tryggvasyni og ungri dóttur í Seattle. Hún segir Bandaríkjamönnum þykja það goðsögn líkast að Evrópubúar fái árlega 4-6 vikna sumarfrí. <HVER hefur ekki sagt að íslendingar vinni mikið, þræli sér út f ^ myrkranna á milli. Að 1 vísu vinnur fólk mikið á íslandi og á skilið að fá f fjögurra til sex vikna C M 2 sumarfrí> nokkra daga ^ yfír jól og páska auk annaira tyllidaga sem eru ljós í myrkri vanans. Bandaríkjamönnum þykir það líkjast goðsögn að fólk í Evrópu fái fjögurra til sex vikna sumarfrí og alla þessa frídaga inn á milli. Vinnudagur Bandaríkjamanna er langur og vinnuárið langt í frá að vera nokkuð í líkingu við það sem Islendingar þekkja. Það er ekki til bóta að hér tekur það fólk ólíkt lengri tíma að koma sér í og úr vinnu. Vegalengdir eru almennt mun lengri en íslending- ar eiga að venjast og umferðará- lagið algerlega óþolandi. Fólk þai-f virkilega velta því fyrir sér hvenær það leggur af stað í vinnu til að komast hjá verstu umferðar- hútunum. Reyndar er Seattle talin vera fjórða versta borgin i Banda- ríkjunum hvað varðar umferðar- öngþveiti. Þar kenna menn um jnikilli fólksfjölgun á svæðinu og litlum betrumbótum á gatnakerfi. Síðast heyrði ég þau rök að marg- sinnis væri búið að gera tillögur að úrbótum en þeim ávallt skotið á frest vegna fjárskorts og þess hve ört bílaflotinn stækkaði, það væri sama hvað gert væri það myndað- ist bara nýr umferðarhnútur. Annars þykir fólki hér ekkert tiltökumál að eyða tveimur tímum í ferðalög til og frá vinnu. Menn vakna snemma og halda til vinnu. Venjulegur vinnudagur er frá klukkan átta til fímm en margir vinna vel framyfír þann tíma. Hér er yfirvinna yfirleitt ekki greidd sérstaklega. Samið er um árslaun sem skiptast niður á 12 mánuði og algengt er að útborgað sé á tveggja vikna fresti. A þessu svæði þykir ágætt að vera með árslaun frá 60.000 dollurum eða um 4,2 milljónum króna og uppúr. Ef við- komandi er með sex stafa tölu á launaseðlinum eða „six fígure number" eins og þeir segja hér, þá sér maður dollaramerki í augum fólks af lotningu fyrir viðkomandi. Það er ekki nóg með að vinnu- dagurinn sé langur hér, fólk er farið að heiman á bilinu hálf sjö til hálf átta á morgnana og komið aft- ur svona um hálf sjö á kvöldin, heldur eru sumarfríin engin! Það þykir okkur að minnsta kosti sem komum frá Islandi. Hér fá flestir um tvær vikur í sumarfrí, og er það jafnvel með því skilyrði að ekki megi taka vikurnar tvær sam- an. Stundum eru þessar tvær vik- iu’ launáðar, stundum ekki. Þeir sem eru heppnir fá þriggja vikna sumarfrí. Ég er reyndar ekki að tala hér pm sjálfstæða atvinnurek- endur. Ég þekki dæmi um tann- lækni sem vinnur þrjá daga í viku frá klukkan tíu að morgni til átta að kvöldi en nýtir svo tíma sinn á annan hátt hina fjóra dagana og tekur sér almennileg sumarfrí. Aðrh’ frídagar eru fáir hér. Mesta ferðamannahelgi ársins hér er í kringum þakkargjörðarðhátíð- ina. Þá viku eru fimmtudagur og föstudagur frídagar hjá flestum. Fólk þarf að ákveða sig með löng- um fyrirvara ef ætlunin er að fara eitthvert með flugi. Ef fólk ætlar að aka er eins gott að skipuleggja leiðina með fyrirvara og fara tím- anlega af stað, annars eyðir það meginhluta dagsins í að mjakast áfram fet fyrir fet út úr borginni. Við þessar aðstæður; langa vinnudaga, fáa frídaga og hlægi- 'lega stutt sumarfrí, verður fólk óskaplega skipulagt og ætlar að komast yfír marga hluti um hverja helgi. því vakna „Kanamir“ fyrir allar aldir, fara út og trimma í svitagallanum og drífa sig svo í morgunverð á einhverjum morg- unverðarstað. Síðan er haldið í búðarráp sem getur auðveldlega tekið heilan dag hér eða þá í garð- vinnu og jafnvel á „baseballleik" sem tekur marga klukkutíma. Ekki má gleyma að með öllu þessu fylgir stutt stans til að gleypa í sig mat stöku sinnum. Eiginlega finnst mér þeir aldrei gefa sér tíma í neitt almennilega, eru einhvemveginn alltaf að keyra á milli staða. Ef fjölskyldan ákveður að fara í sumaríri til Hawaii eða Mexíkó, eins og algengt er, em pakkaferðir hér miðaðar við fjórar, fímm eða sjö nætur. Ég stend mig að því að hugsa með mér að það taki því varla að leggja af stað, maður er ekki fyrr kominn en halda þarf heim aftur. Það er kannski ekki skrítið að flestir vilji vera sinn eiginn hema. Launþegar em ekki í sameiginleg- um samtökum þar sem þess er gætt að ekki sé hreinlega gengið yfir þá varðandi vinnutíma, laun og almenn frí. Hver er svo að tala um að ís- lendingar vinni mikið? Notaðu aðeins það besta, notaðu TREND snyrtivörur Með TREND nærðu árangri. TREND naglanæringin styrkir neglur. Þú getur gert þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar. TREND handáburður með Duo- liposomes, ný tækni sem vinnur inní húðinni. Einstök gæðavara. Snyrtivörumar frá TREND eru fáanlegar í apótekum og snyrtivöruverslunum um land allt. lilEND" COSMETICS Einkaumboð og heildsala S. Cunnbjörnsson £ CO, Iðnbúð 8,210 Carðabæ. Símar 565 6317 og 897 33'7- Fax 565 8217. > i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.