Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA NÝ sýndarveruleikatækni þykir renna stoðum undir að markið sem Hurst gerði í úrslitaleik HM 1966 hafi verið gilt. Mark Geoffs Hursts varlöglegt BRESKA sjónvarpsstöðin Sky hyggst styðjast við svokallaðan sýndarveruleika við lýsingar á knattspyrnuleikjum á Englandi í vetur, en þessi tækni gerir kleift að skoða ýmis atvik í þrívídd, frá hvaða sjónarhorni sem er, eftir að þau eiga sér stað. Með þessu má útkljá mörg deilumál sem upp koma í kjöl- far vafasamra dóma, t.d. hvort leikmaður er rangstæður eður ei, hvort varnarveggur stendur níu metra frá knettinum í auka- spyrnum eða hvort leikmaður er í rauninni felldur ef dæmd er vítaspyrna. Það sem mörgum þykir þó jafnvel enn tilkomumeira er að með sýndarveruleikanum má færa sum af umdeildustu atvik- um knattspyrnusögunnar í nýj- an búning og með mun meiri nákvæmni en nokkurn tímann áður segja til um hvað gerðist í raun og veru. Sem dæmi má nefna að sýnd- arveruleikinn rennir sterkum stoðum undir að markið um- deilda sem Geoff Hurst skoraði fyrir Englendinga á móti Þjóð- veijum í úrslitaleik heimsmeist- aramótsins árið 1966 hafi í raun verið gott og gilt. Rússneski línuvörðurinn, sem skar úr um að knötturinn hefði farið yfir marklínuna, hefur því líklega haft rétt fyrir sér allan timann og ætti nú loks, eftir 31 ár, að geta fengið uppreisn æru. Enn sem komið er verður þó ekki hægt að miðla upplýsingum sýndarveruleikans til dómara og aðstoðardómara um leið og hin ýmsu atvik eiga sér stað og má því búast við að enn um sinn haldi þeir svartklæddu áfram að gera mistök sem sett geta stórt strik í reikning leikja. Birkir á förum frá Brann BiRKIR Kristinsson, mark- vörður Brann, er á förum frá norska félaginu. Hann hefur ekki leikið með aðalliði Brann síðan hann lék á móti PSV Eindhoven í Evrópukeppninni 31. október ífyrra. „Það er Ijóst að ég verð ekki hjá Brann nema fram á haustið, eða þangað til samningur minn við félagið rennur út. Eg sé ekki neina framtíð fyrir mig hér. Eftir að ég náði mér af meiðsl- unum í vor hef ég aðeins leik- ið með varaliðinu en annars setið á varamannabekknum hjá aðalliðinu," sagði Birkir. Kjell Tennford, þjálfari Brann, segir í viðtali við Bergens Tidende í liðinni viku að hann þurfi að kaupa minnst fjóra nýja leik- menn fyrir næstu leiktíð, þar á meðal markvörð. Hann hefur þegar sýnt áhuga á að fá Rohnny Wesdad markvörð Bodö/Glimt. Þannig að Birkir er ekki inni í myndinni fyrir næstu leiktíð. Ekkert tækifæri Birkir fór til Brann í Bergen frá Fram í desember 1995. Hann var þá aðalmarkvörður liðsins, en nú í sumar hefur hann ekki feng- ið tækifæri þrátt fyrir að liðinu hafi ekki gengið sem skyldi. „Við erum á leið út úr Evrópukeppn- inni, erum úr leik í bikarkeppninni og í fimmta sæti í deildinni þegar sjö leikir eru eftir. Þetta er árang- ur sem menn sætta sig illa við. Ég er ekki að segja með þessu að það sé við markvörðinn að sak- ast, hann hefur staðið sig vel. Ég er búinn að fá nóg hér hjá Brann og tel nú dagana þar til ég verð laus allra mála eftir tvo rnánuði," sagði Birkir. Helst áfram erlendis Það er ný reynsla fyrir gamla landsliðsmarkvörðinn að vera varamaður. „Þessi tími hefur verið mér mikil og góð reynsla. Það er erfitt að sætta sig við að vera vara- maður og það tekur á taugamar. Nú fer ég á fullu í það skoða mín mál varðandi framtíðina. Ég hef áhuga á að vera i knattspyrnunni einhver ár í viðbót og þá helst er- lendis. Ef það tekst ekki þá er bara að fara heim til íslands og spila þar,“ sagði markvörðurinn. Birkir segist sakna landsliðsins, en skildi vel að til hans væri ekki leitað meðan hann fengi ekki tæki- færi með aðalliði Brann. Hann sagði að Guðjón Þórðarson lands- liðsþjálfari hefði haft samband við sig þegar hann tók yið landsliðinu til að fá fréttir. „Ég skil vel að Guðjón sé ekki að púkka upp á leikmenn sem komast ekki liðin hjá sínum félögum. Ég hefði auð- vitað viljað spila í Liechtenstein en hugsa hlýtt til liðsins og vona að það standi sig vel.“ Ágúst Gylfason er einnig í her- búðum Brann og er með samning út næsta tímabil. Hann hefur ekki verið fastamaður í byrjunarliðinu í sumar, en hefur komið inn á sem varamaður í flestum þeirra. Morgunblaðið/Valur BIRKIR Kristinsson, markvörður Brann, á æfingu fyrir lands- leik á liðnu ári en hann hefur ekki leikfð með Brann í tæpt ár. ítíémR FOLK ■ PETER Benrdsley leikur að öll- um líkindum sinn fyrsta leik fyrir Bolton á laugardaginn þegar liðið mætir Coventry í ensku úrvalsdeild- inni. Annar nýliði, varnarmaðurinn Mark Fish frá S-Afríku, gæti einnig orðið í leikmannahópi Bolton í fyrsta sinn. ■ HOWARD Kendall, knatt- spyrnustjóri Everton, er á höttunum eftir hinum 33 ára gamla Dean Saunders hjá Nottingham Forest. Fregnir frá Englandi herma að Kendall sé reiðubúinn að greiða 500.000 pund (um 58 milljónir ís- lenskra króna) fyrir Saunders. ■ TONY Dorigo, vamarmaðurinn leikreyndi hjá Leeds, er að öllum lík- indum á leið til Tórínó á Ítalíu fyrir 350.000 pund (rúmar 40 milljónir íslenskra króna). ■ RÉTTARHÓLD yfir 14 stuðn- ingsmönnum hollenska knattspymu- félagsins Feyenoord, ákærðum fyrir að hafa barið stuðningsmann Ajax til bana í mars síðastliðnum, hófust í Haarlem í Hollandi í gær. Búist er við að réttarhöldin standi yfír í a.m.k. eina viku. ■ SPARTA Prag í Tékklandi hef- ur augastað á þýska miðvallarleik- manninum Lothar Matthaus hjá Bayern Miinchen. Forráðamenn Spörtu hafa haft samband við þýska félagið og segjast vongóðir um að samningar náist. ■ UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur tilnefnt Braga Berg- mann til þess að dæma í riðlakeppni EM 16 ára landsliða. Bragi dæmir í riðli sem haldinn verður í Hollandi í október, en í honum leika Holland, Færeyjar og Finnland. ■ ANNAR íslenskur dómari, Krist- inn Jakobsson, hefur einnig verið tilnefndur til þess að dæma í EM 16 ára landsliða, en hann dæmir í riðli í Þýskalandi í nóvember. í þeim riðli leika Þýskaland, Sviss, ísrael og Moldavía. ■ ÞÁ hefur knattspymusambandið tilnefnt Eyjólf Ólafsson til þess að dæma leik Lettlands og Eistlands í EM 21 árs landsliða í byijun septem- ber. Aðstoðardómarar hans í þeim leik verða Gísli Björgvinsson og Kári Gunnlaugsson, en fjórði dóm- ari verður Guðmundur Stefán Mar- íasson. ■ UJPEST í Ungveijalandi hefur sagt þjálfara sínum, Laszlo Nagy, upp störfum. Ástæða uppsagnarinnar er ósætti Nagys og eins helsta stuðn- ingsaðila félagsins. ■ JUAN Luis Hemandez frá Spáni hefur verið ráðinn landsliðs- þjálfari Kosta Ríka í knattspyrnu. Hernandez er þriðji iandsliðsþjálf- arinn á einu ári, en síðastliðinn fímmtudag var Argentínumannin- um Horacio Cordero sagt upp störf- um í kjölfar 0:0 jafnteflis á móti E1 Salvador í undanriðli HM. ■ IRSKA sunddrottningin Michelle Smith, sem vann til þrennra gullverð- launa á ÓL í Atlanta í fyrra, hefur nú gengið í það heilaga og tekið upp ættamafn eiginmanns síns, De Bruin. Hún sigraði í 400 metra fjórsundi á Evrópumeistaramótinu í Sevilla í gær. ■ DE Bruin á hins vegar á hættu að verða svipt gullverðlaununum og meinuð frekari þátttaka á mótinu því hún mætti ekki á fréttamannafund eftir sigurinn. Öllum keppendum er skylt að svara spurningum frétta- manna eftir að þeir ljúka keppni, en ekki hefur enn verið ákveðið hver refsing De Bruins verður. ■ JON Sævar Þórðarson fyrrum landsliðsmaður í fijálsíþróttum og einn reyndasti fijálsíþróttaþjálfari landsins hefur verið ráðinn til IR. Jón mun sjá um þjálfun spretthlaupara og stökkvara auk þess að hafa um- sjón með meistaraflokki félagsins. Jón hefur að undanförnu starfað að þjálfun norðan heiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.