Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.09.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 21 undanskildu er borgaraflokkarnir tóku við völdum skamma hríð. Leið- togi hans, Thorbjörn Jagland, er ekki á því að komin sé þreyta í stjórnarflokkinn þrátt fyrir þetta en segir atlögu mið- og borgaraflokk- anna að Verkamannaflokknum hafa orðið til þess að hann hafi kallað á endurnýjað umboð kjósenda til að halda áfram. Það gerði Jagland með því að segjast myndu fara frá, fengi flokkurinn minna fylgi en fyrir íjór- um árum. Þögn um Norska húsið Jagland segir stóru málin vera heilbrigðis- og öldrunarmál, nokkuð sem stjórn hans hefur verið sökuð um að hafa vanrækt. Hafa þessi mál raunar orðið stærstu kosninga- málin og nú segir Jagland kominn tíma til að takast á við þau. Hann telur núverandi ástand með löngum biðlistum ekki skammarlegt eins og margir hafa haldið fram, segir Norðmenn eiga við sama vandamál að stríða og fjölmargar aðrar þjóðir, og kennir nútímatækni um hina löngu biðlista án þess útskýra það nánar. Þá kveðst forsætisráðherr- ann fylgjandi því að ýmsir þeir hópar sem minna megi sín í þjóðfélaginu, innflytjendur, fatlaðir o.s.frv. njóti sérréttinda. Af öðrum málum má nefna umhverfismál og stuðning við iðnfyrirtæki en forsætisráðherrann kvartar yfir því að enginn áhugi sé á að ræða utanríkismál í kosninga- baráttunni og er ekki einn um það, af lesendabréfum dagblaðanna að dæma. Hins vegar hefur hann aðeins einu sinni, og þá mjög stuttlega, minnst á aðalhugsjónamál sitt frá því að hann tók við völdum, Norska húsið. Háleita framtíðarsýn um hús með fjórum veggjum: utanríkis- og varnarmálavegginn, velferðarvegg- inn, viðskipta- og atvinnulífsvegginn og rannsókna-, menntunar- og menningarvegginn. Norska húsið átti greinilega ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. Jagland þvertekur fyrir það að Verkamannaflokk- urinn hafi útilokað sam- starf við aðra, það séu hin- ir flokkarnir sem segist vilja nýja stjórn. „Við höf- um aukinheldur slæma reynslu af samsteypustjórn, okkur hefur tekist býsna vel upp og við viljum fá að stjórna áfram. Við höf- um árangurinn _af hægristjórn fyrir augunum hér í Ósló, þeir eru á góðri leið með að einkavæða velferðar- kerfið." Þrátt fyrir slæma byijun á kosn- ingabaráttunni hafa Jagland og flokkur hans sótt í sig veðrið á loka- sprettinum og fylgið er á hægri en að því er virðist öruggri uppleið. Hægriflokkurinn mótmælir stjórn miðjuflokka Jan Petersen ber sig vel þrátt fyrir að kosningaspárnar séu dapur- legar fyrir flokk hans, Hægriflokk- inn. „Við stefnum að því að halda okkar hefðbundna hlutverki sem næststærsti flokkurinn og við stefn- um að því að mynda stjórn með Kristilega þjóðarflokknum og Vens- tre, þar sem baráttumál okkar eru svipuð. Þátttaka Hægriflokksins í miðjuflokkastjórn er útilokuð, svo og samvinna við Framfaraflokkinn," segir Petersen. Ástæða þess síðastnefnda er, að sögn Petersens, skortur þeirra á umburðarlyndi, of mikil harka gagn- vart t.d. flóttamönnum, skortur á pólitískum gildum, óstöðugleiki og lítill skilningur á mikilvægi öflugrar menningarstefnu. Þá greinir of margt að hægrimenn og Miðflokkinn og segir Petersen miðflokksmenn sammála sér um það. Miðflokkurinn standi ennfremur svo höllum fæti að vilji Venstre og Kristilegir kom- ast í stjórn, geti þeir ekki horft fram hjá Hægriflokknum, stærðar hans vegna. Petersen vill hins vegar ekki ræða líkleg forsætisráðherraefni, segir það ekki tímabært en tekur það fram að hann útiloki ekkert. Sama dag er fullyrt í blöðunum að Petersen hafi boðið Bondevik stól forsætisráðherra ef hann snúi baki við Miðflokknum og snúi sér að Hægriflokknum í staðinn en Bonde- vik er sagður hafa tekið því fálega. Stefnumál Hægriflokksins eru kunnugleg, einkavæðing, fjölskyldu- vænni stefna, aðstoð við iítið fyrir- tæki. „Við gagnrýnum stefnu stjórn- arinnar í heilbrigðismálum, varnar- málum, skólamálum og í baráttunni gegn glæpum en hún hefur alls ekki staðið sig nógu vel í þeim. Þá viljum við draga úr þróunarhjálp, við teljum ekki að hún sé rétta leiðin til að aðstoða þriðjaheimsríki, og við vilj- um skera niður í sjúkratrygginga- kerfinu og færa peningana yfir til sjúkrahúsa, elliheimila og skóla.“ Hagen segist þora þegar aðrir þegi Á því leikur enginn vafi að Carl I. Hagen er sá maður sem mesta athygli vekur í norskum stjórnmál- um. Umdeildur en þrautþjálfaður stjórnmálamaður sem á sér mörg andlit. Stefnuskráin rennur upp úr honum, snyrtilega innpökkuð í frasa sem hljóma vel, enda viðurkennir einn andstæðingur hans að ein að- alástæða góðs gengis Hagens sé sú að honum hafi tekist það sem öllum öðrum flokkum hefur mis- tekist, sem sé að útskýra stefnu sína fyrir fólki. Ekki þar fyrir, stefna Hagens er alls ekki öllum ljós enda hefur hann iðulega verið sakaður um tækifærismennsku. Stefnumál Framfaraflokksins eru að útvíkka velferðarkerfið svo að það nái betur til eldra fólks og að færa aðhlynningu aldraðra frá sveitarfé- lögunum til ríkisins. Að berjast gegn glæpum og þyngja refsingar, að styrkja íjölskylduna með breytingum á skattkerfinu, lækka gjöld hins opinbera á olíu, hækka ellilífeyri, auka framlög til sjúkrahúsa og skóla og að herða löggjöf um innflytjendur og flóttamenn. Gerðar verði kröfur um að þeir kunni norsku og að eng- inn verði norskur ríkisborgari sem ekki kunni málið. Þá hefur Hagen hvað eftir annað lýst því yfir að kennsla á samísku máli og menningu eigi ekki að vera á nám- skrá skóla, hún eigi að fara fram utan hefðbund- innar kennslu. „Fólk er búið að fá nóg að því að heyra að við séum svo rík, þegar ástandið er eins og það er. Við þurf- um ekki að hegða okkur eins og við séum fátækasta þjóðin í Evrópu þeg- ar kemur að hinum þurfandi. Það er alltaf verið að tala um að safna verði í sjóð fyrir lífeyrisþega framtíð- arinnar en ég spyr, hvað með þá sem eru orðnir gamlir nú? Tillögur okkar um að nota olíuauðinn í þeirra þágu ganga alls ekki nærri ríkiskassan- um,“ þrumar Hagen. Hann hefur að því er virðist litlar áhyggjur af því að enginn hinna flokkanna vilji samstarf við Fram- faraflokkinn. „En þeir munu vilja stuðning okkar og sumir, t.d. Hægri- flokkurinn, þora ekki að úthrópa mig af ótta við að missa kjósendur," segir Hagen. Hlutverk Framfara- flokksins er að hans sögn að koma með nýjar hugmyndir sem fyrst sé hæðst að en þær síðan teknar upp'. „Við höfum óbein áhrif, knýjum fram breytingar, t.d. í innflytjenda- málum en stjórnin hefur tekið upp strangari löggjöf í þeim málum. Hún þorir ekki að opinbera áætlanir sínar um að auka innflytjendastrauminn aftur, af ótta við reiði kjósenda. Við erum eini flokkurinn sem þorir að mótmæla flölda innflytjenda." Hagen mótmælir því að honum sé líkt við hægriöfgamenn í Evrópu, svo sem Jean Marie Le Pen í Frakk- landi, og aftekur að Framfaraflokk- urinn hafi tengsl við erlenda stjórn- málaflokka, utan lauslegra sam- skipta við Framfaraflokkinn danska. Framfaraflokkurinn sé norskur flokkur sem endurspegli þá skoðun að Norðmenn beri aðalábyrgðina heimafyrir, ekki á alþjóðavettvangi. Og hann segist ekki leggja höfuðá- herslu á að komast í stjórn, flokkur sinn hafi áhrif og sækist ekki eftir völdum valdanna vegna. „Eg mun sætta mig við 10% fylgi, verða ánægður með 13% en draumur minn er 15% atkvæða." Það bendir ýmis- legt til að honum verði að ósk sinni. Miðflokkur vill draga úr olíufram- leiðslu Verkamanna- flokkur í hægri upp- sveiflu Viðskiptakort BYKO er einföld leiö til aö koma þeim lagfæringum og breytingum á kortiö sem þú hefur verið aö hugsa um. Hvort sem þú vilt staðgreiðsluafslátt eða komast í reikning þá er þetta kortið sem kemur þér af staö. Og ef þú hyggur á stærri framkvæmdir ættir þú aö hafa samband við Viðskiptaráðgjöf BYKO ísíma 515 4000 □334000 Þar er alltaf svigrúm til samninga. Sláðu til því allt sem þú þarft aö gera er að fylla út umsókn hjá okkur eða hringja og Viðskiptakortið er þitt. habitat KRINGIUNNI I KRINGLUNNI Viöskiptakort BYKO gildir I öllum BYKO verslunum, I Byggt og Búiö og I Habitat. WEBffl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.