Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 23 _______LISTIR_____ Kennari gengur af göflunum KVIKMYNDIR Laugarásbíó 187 ★ Leikstjóri: Kevin Reynolds. Handritshöfundur: Scott Yagerman. Kvikniyndatökustjóri: Ericson Core. Aðalleikendur: Samuel L. Jackson, John Heard, Tony Plana, Clifton Gonzáles, Kelly Rowan. 119 mín. Bandarisk. Wamer Bros 1997. ÞAÐ kveður við nýjan tón í skólastofu- dramanu 187 (sem táknar morð í kokkabókum lögreglunnar vestan hafs) og þó hann marki engin þáttaskil þá gerir hann þessa þunglynd- islegu mynd mun áhugaverðari en aðrar slík- ar sem komið hafa frá Hollywood seinni árin. Við erum t.d. blessunarlega laus við glóru- laust gerviraunsæi fantasía á borð við Dangerous Minds. Það er enginn alvitur spámaður hér. Tre- vor Garfield (Samuel L. Jackson) er aftur á móti vonsvikinn maður eftir að hafa orðið fyrir lífshættulegri líkamsárás frá hendi nem- anda síns í Brooklyn. Ári síðar er hann ráð- inn forfallakennari i bekk vandræðaunglinga í sorahverfi í Los Angeles. Þar á hann ekki aðeins í höggi við óþjóðalýðinn í kennslustof- unni heldur einnig dáðlaus skólayfirvöld sem líta á nemendurna sem fjárfestingu og þora ekkert að aðhafast gegn þeim af ótta við skaðabótakröfur. Garfield er breyttur maður. Þessi fyrrum snjalli kennari finnur að árásin hefur skaðað hann, segir eitthvað á þá leið að hún hafi rænt hann neistanum og ástríð- unni og óttaleysinu í einu lykilatriði myndar- innar. Þó reynir hann sitt besta um sinn en kemst ekkert áleiðis og tekur til örþrifaráða. Ef sú mynd er rétt sem dregin er upp af ófremdarástandinu i skólamálum í stórborg- um Bandaríkjanna í 187 og öðrum slíkum, þá líkjast þessar stofnanir meira útibúum frá víti en menntasetrum. Hér fer meira að segja fram vopnaleit á nemendum en það kemur ekki í veg fyrir að skríllinn stjórni skólunum og kennararnir mæta í vinnuna til þess helst að fá launin sín. Hrottarnir hafa heilu skóla- stofurnar á valdi sínu og þeir fáu nemendur sem sýna áhuga hljóta bágt fyrir. Góði kenn- arinn Garfield kemst ekkert áleiðis, tilraunir hans til að bæta mannlífið og kennsluna í viti mislukkast hver á fætur annarri. Fram að þessu hefur myndin verið trúverð- ug og forvitnileg þrátt fyrir ömurleikann og vonleysið. Þegar Travis grípur til sinna ráða missir hún marks, blóðidrifið og háfleygt lokauppgjörið ber það sem á undan er geng- ið ofurliði. Niðurstaðan er kunnugleg; í frum- skóginum eiga lögmál hans að ráða. Það sem uppúr stendur er leikur Jacksons sem lætur jafn vel að leika vonlausan eitur- lyfjaþræl (Jungle Fever), manndrápara (Pulp Fictiorí) og velmenntaðan hugsjónamann. Handritið á einnig góða spretti en myndin er rótlaus, heykist úr áhugaverðu drama í lokakafla sem veldur vonbrigðum með marg- tuggðum, ofbeldisfullum svörum. Sæbjörn Valdimarsson KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ: Elfar Logi Hannesson og Róbert Snorrason. Kómedíu- leikhúsið á Vestfjörðum KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ, nýstofnað leikstúdíó, frumsýnir gamansýning- una Kómedíu ópus eitt á morgun, föstudag, kl. 21, í Baldurshaga á Bíldudal. Kómedían samanstendur af nokkrum sögum, þar á meðal Bósa sögu. Sögurnar eru settar upp á nýstárlegan hátt og eru látbragðs- leikur, spuni, frásögn og ýmsir trúðatilburðir notaðir. Kómedía ópus eitt var frumsýnt í Kaupmannahöfn síðastliðið vor. Önnur sýning verður laugardag í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði kl. 21, og þriðja sýning verður sunnu- daginn 12. október kl. 21 í Dunhaga á Tálknafirði. Einnig stendur Kómedíuleikhúsið fyrir tveggja daga leiklistarnámskeiði á Bíldudal um sömu helgi. Þar verður tekið fyrir látbragðsleikur, spuni, sögumennska og trúðalist. Einnig verður sýnt á Akranesi, Selfossi og verða þær sýningar aug- lýstar síðar. í lok október verður sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm. Kómedíuleikhúsið skipa þeir Elfar Logi Hannesson og Róbert Snorra- son, sem eru báðir fyrrverandi nem- endur við The Comedia School í Kaupmannahöfn. Skólinn sérhæfir sig í hinu svokallaða „physical“-leik- húsi, þar sem látbragð og notkun líkamans sem verkfæri er í hávegum höfð. /WRIEL-JO ugavegi 4, ú 551 4473 Glæsilegí úrval af sófum, gjafavöru, horðbúnaði og fleiru og fleiru. —Sjón er sögu ríhari. Sófar frá 106.000 kr. Tryggðu Jyér estu sætin Heimsljósi Heimsljós býÓur nú hina heimsjyekktu spœnsku Granfort sófa. MynstraÓir sófar á 25% afsláttur Fimmtudag, föstudag og laugardag veitum við 25% afslátt af öllum glösum. sérstöku tilhoÖsverÓi. Við erum í hláu húsunum við Suðurlandsbrautina við hliðina á McDonalds. Opið: 10 til 18 virha daga og 10 til 16 laugardaga. Suðuriandsbraut 54 (Bláu húsin) Sími 568 9511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.