Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÁKVARÐANIR wm nýja stór- iðju á íslandi biða niður- stöðw ráð- stefnunnar i Kyoto. ÞAÐ GETUR reynzt íslandi þæði erfitt og dýrt að standa við þau markmið um minnkun losunar gróð- urhúsalofttegunda, sem að öllum lík- indum verða sett í bindandi alþjóð- legan samning á ráðstefnu í japönsku borginni Kyoto í desember næstkomandi. Þrátt fyrir viðleitni til að halda losun koltvísýrings og ann- arra gróðurhúsalofttegunda í skefj- um stefnir allt 1 að útblásturinn frá íslandi aukist verulega á þessum áratug. Þetta á reyndar við um öll iðnríki, en sérstaða íslands er nokk- ur vegna þess að nú þegar eru notað- ir endurnýjanlegir orkugjafar í all- miklum mæli hér á landi. Það mun skipta ísland miklu, ekki sízt varð- andi framtíðaruppbyggingu stóriðju, hvort það verður ofan á í Kyoto að taka tillit til sérstöðu einstakra ríkja, svo og hvort leyft verður að verzla með losunai’kvóta. Umræðan um gróðurhúsaáhrifin svokölluðu er flestum kunn. Nokkrar lofttegundii- í andrúmsloftinu, koltví- sýringur, vatnsgufa, óson, metan, tvíköfnunarefnisoxíð og ýmis flúr- kolefnissambönd, valda því að loft- hjúpur jarðarinnar er eins og gler í gróðurhúsi og gleypir í sig hluta af varmanum, sem ella myndi geisla út frá yfirborði jarðar. Þessi áhrif eru eðlileg og nauðsynleg til þess að jörðin sé byggileg pláneta en öllu má ofgera og vísindamenn telja að að magn koltvísýrings sé nú 30% meira í andrúmsloftinu en það var árið 1800. Fátt er vitað með vissu um áhrif uppsöfnunar gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum. Vísindamenn telja sig þó geta spáð því að uppsöfnun gróð- urhúsalofttegunda valdi því að lofts- lag á jörðinni hlýni um eina til þrjár og hálfa gráðu fram til ársins 2.100. Þetta yrði meiri breyting en orðið hefur á hitastigi og loftslagi síðastlið- in 10.000 ár. Talið er að fyrstu áhrif- in verði vaxandi tíðni afbrigðilegrar veðráttu, ofsaveðurs og úrkomu og hafa margir tengt veðurfyrirbærið E1 Nino við gróðurhúsaáhrifin. Jafn- framt er talið að yfirborð sjávar muni hækka og ógna byggð í mörg- um ríkjum. Helzta áhyggjuefni Is- lands í þessu sambandi er hugsan- legar breytingar á Golfstraumnum, sem stuðlar að því að gera landið byggilegt. Ríó-samningurinn dugar ekki Til að bregðast við þessari þróun var rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar undirritaður á margfrægri ráðstefnu í Rio de Janeiro árið 1992. Sam- kvæmt samningnum skuldbinda iðn- vædd ríki sem heild sig til að grípa til aðgerða, sem miða að því að reyna að auka ekki útblástur gróðurhúsa- lofttegunda, þannig að hann verði ekki meiri árið 2000 en 1990. Iðn- vædd ríki eru talin upp í viðauka I Niðurstaða samningaviðræðng um takmörkun á losun gróð- urhúsalofttegunda í Kyoto í desember hefur meðal annars mikla þýðingu fyrir framtíðaráform um stóriðju hér á landi, skrifar Olofur Þ. Stephensen. Það getur orðið erfitt og dýrt fyrir Island eins og önnur iðnríki að standa við þær skuldbindingar, sem Kyoto-bokunin mun fela í sér. Áætlun og spá um útstreymi gróðurhúsalofttegunda á íslandi til 2020 4,0 -i Milljónlr tonna _ Gróöurhúsalofttegundir 3,5 j f C0,- ígildum H ,l! II O II I' 1990 1995 við samninginn og ganga gjarnan undir heitinu „viðauka I-ríki“ í um- ræðum um loftslagsbreytingar. Þetta eru ríki OECD, þar á meðal ísland, ríki Austur-Eyrópu og ríki Sovétríkjanna sálugu. Ríó-samningurinn er ekki bind- andi fyrir aðildarríkin og tilgreinir ekki ákveðin losunarmörk fyrir ein- stök ríki. Fljótlega eftir að hann tók gildi varð ljóst að ákvæði hans nægðu ekki til að ná raunverulegum árangri í baráttunni við gróðurhúsa- áhrifin. Á fyrsta sameiginlega fundi aðildarríkja samningsins í Berlín fyrir tveimur árum var ákveðið að stefna skyldi að því að setja í bókun við rammasamninginn ákveðin tölu- leg markmið um að draga úr út- streymi gróðurhúsalofttegunda í iðn- ríkjunum fyrir árin 2005, 2010 og 2020. Ekki var hins vegar stefnt að því að setja þróunarríkjunum nein mörk í bili. Síðastliðin tvö ár hefur verið unnið samkvæmt þessu svo- kallaða Berlínarumboði, en þar er að auki kveðið á um að taka skuli mið af mismunandi upphafsstöðu aðila, tækni sem tiltæk er og öðrum kring- umstæðum, svo og þörfinni á sann- gjörnu og viðeigandi framlagi frá hverju og einu aðildarríki. Lokasennan að hefjast í Berlín var sett á fót sérstök samninganefnd, sem haldið hefur sjö samningafundi. Síðasti fundur henn- ar fyrir Kyoto-ráðstefnuna verður haldinn síðar í þessari viku í Bonn. Niðurstöður samningaviðræðnanna verða síðan lagðar fyrir ráðstefnuna í Kyoto í desember. Lokaniðurstaðan nálgast því og spennan í viðræðunum fer vaxandi. Ymsar tillögur eru komnar fram. Sú, sem hefur hlotið einna mesta um- ræðu, er tillaga Evrópusambandsins, sem leggur til að iðnríkin stefni að því að árið 2005 sé útblástur þeirra 7,5% minni en árið 1990 og árið 2010 verði hann 15% minni. Eina iðnríkið utan ESB, sem lagt hefur fram áþreifanlega tillögu um niðurskurðarmarkmið, er Japan, sem leggur til að iðnríkin stefni að því að árið 2012 verði útblástur þeirra að meðaltali 5% minni en árið 1990. Japanir vilja hins vegar að tek- ið verði tillit til mismunandi að- stæðna í iðnríkjunum og sum taki á sig meiri niðurskurð en önnur minni. Japanir vilja að tekið verði tillit til hlutfalls útblásturs og þjóðarfram- leiðslu árið 1990, útblásturs á hvern íbúa sama ár og þess hvort fólks- fjölgun hafi verið meiri en í öðrum iðnríkjum á árunum 1990 til 1995. Með því að beita þessari formúlu fá Japanir út að þeir sjálfir þurfi ekki að draga saman útblástur gróður- húsalofttegunda nema um 2,5% frá árinu 1990, enda hafi þeir minnkað mengunina meira en önnur iðnríki á níunda áratugnum. Samtök smáeyjaríkja hafa lagt til enn meiri samdrátt í losun gróður- húsalofttegunda en ESB, eða 20% á árunum 1990 til 2005. Mörg þessi ríki óttast mjög hækkandi sjávar- stöðu vegna hærri lofthita. Beðið eftir Bandaríkjunum Flestir bíða nú spenntir eftir til- lögu Bandaríkjanna, sem bera ábyrgð á fimmtungi alls útblásturs gróðurhúsalofttegunda í heiminum og munu hafa mikil áhrif á niður- stöðu samningaviðræðnanna. Banda- ríkjastjórn hefur látið í ljós vilja til að losunarmörkin, sem um verður samið í Kyoto, verði lagalega bind- andi, en ljóst er að Bandaríkjamenn telja tillögur ESB ganga alltof langt. Bill Clinton forseti lýsti því yfir á blaðamannafundi í Brazilíu í síðustu viku að hann vildi að í Kyoto næðust samningar „sem draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið á næstu öld“ en nefndi enga tölu. Að sögn New York Times hafa ráðgjafar Clintons ráðlagt honum að draga samdrátt í útblæstri á langinn eins og hægt sé til að forðast nei- kvæð áhrif á bandarískt efnahagslíf. Blaðið vitnar í sérfræðing, sem segir þrjá meginkosti til skoðunar í Hvíta húsinu; í fyrsta lagi að árið 2010 verði útblástur jafnmikill og hann var 1990, í öðru lagi að því markmiði verði ekki náð fyrr en 2015 eða 2020 og í þriðja lagi að draga smátt og smátt úr aukningu útblásturs og fastsetja hámark hans einhvern tím- ann í framtíðinni. Þótt í Berlínarumboðinu sé gert ráð fyrir að það verði áfram ein- göngu iðnríkin, sem takist á hendur skuldbindingar um að draga úr út- blæstri, telja Bandaríkjamenn að þróunarlöndin eigi ekki að sleppa við slíkt. Bandaríkjaþing hefur gert það að skilyrði fyrir samþykkt bókunar- innar, sem á að undirrita í Kyoto, að þróunarlöndin axli sinn hluta af byrðinni, hugsanlega með þvi að gerður verði sérstakur samningur um losunarmörk fyrir þróunarríkin. ísland eykur losun á þesswm áratug ísland er aðildarríki Ríó-samn- ingsins og hefur tekið þátt í samn- ingaviðræðum samkvæmt Berlínar- umboðinu. Islenzk stjórnvöld hafa hins vegar verulegar áhyggjur af því að niðurstaðan í Kyoto verði flatur niðurskurður á öll iðnríkin, þar sem ekki verði tekið tillit til sérstöðu ríkja á borð við Island, sem nýta endumýjanlega orkugjafa í miklum mæli. En þrátt fyrir að hús séu hituð með jarðvarma ellegar rafmagni og raf- magn til iðnaðarframleiðslu á Islandi sé framleitt með vatnsorku en ekki brennslu eldsneytis var losun koltví- sýrings á hvem íbúa svipuð hér á landi árið 1990 og að meðaltali í ríkj- um Evrópusambandsins, eða 8,6 tonn. Þetta er þó mun lægra hlutfall en í Bandaríkjunum, þar sem útblást> urinn var nærri 20 tonn af koltvísýr- ingi á hvem íbúa, og í sumum ríkjum ESB, til dæmis Lúxemborg, þar sem útblástur á mann var mestur, eða tæplega 29 tonn. Hins vegar var út- blástur á mann meiri á íslandi en t.d. í Svíþjóð, þar sem hann var 6,4 tonn, og í suðlægari ríkjum Evrópusam- bandsins á borð við Spán, Portúgal og Ítalíu. Ef miðað er við aðildarríki OECD í heild var útblástur 12 tonn á mann árið 1990. Þessar tölur koma fram í nýrrí skýrslu umhverfisráð- herra um ísland og loftslagsbreyting- ar af manna völdum. Árið 1990 var heildarútblástur gróðurhúsalofttegunda á íslandi jafngildi 2.730 þúsund tonna af koltvísýringi. Árið 1996 er áætlað að útstreymið hafi verið 2.694 þúsund tonn, sem er 36 þúsund tonnum eða um 1,3% minna en árið 1990. Þetta er einkum að þakka minni losun flú- orkolefna frá álverinu í Straumsvík, en hún hefur minnkað um sem svar- ar 240.000 tonnum af koltvísýi'ingi á þessu tímabili. Þessi samdráttur hjá ISAL hefur því vegið upp rúmlega 200.000 tonna aukningu í útstreymi annai-ra gróðurhúsalofttegunda og 36 þúsund tonnum betur. Aukning útblásturs annarra lofttegunda er einkum frá fiskiskipum, ökutækjum og stóriðju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.