Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.11.1997, Blaðsíða 28
 VUI erutn vetiiulegar Linda Pétursdóttir er ein þeirra kvenna hér á landi sem hefur fengið hressilegt sýnishorn af lífínu á stuttum tíma. Hún skrapp ásamt Súsönnu Svavarsdóttur austur í Hveragerði til að bragða á krásunum í Listaskálanum þar og spjallaði um Baðhúsið, Mána og framtíðina. AÐ HEFUR verið fremur hljótt um hana Lindu „okk- ar“ eins og við stelpumar í Baðhúsinu köllum hana. Við stelp- urnar erum ansi margar á besta aldri, þetta einhvers staðar í kring- um hann miðjan, eram flestar vinnuþjarkar og dugnaðarforkar sem höfum látið allt og alla ganga fyrir því að rækta okkur sjálfar - alveg þangað til að við sáum fram á að geta ekki haldið áfram að vera í þrælalitunum nema við gerðum átak í að styrkja boddýið á okkur. Auðvitað gerir maður ekkert fyrr en hylkið er að hruni komið. Fæst- ar okkar eru í megrun - maður þarf jú að borða til að halda sér gangandi í frosthörkum lífsins. Og þegar maður vill styrkjast en ekkert endilega grennast, er mað- ur fljótur að hrökklast út af stöðum sem eru fyrir skvísur og vöðvatröll og vill frekar vera á stað þar sem er ekkert verið að glápa í forandr- an á það hvað maður hefur látið á sjá í storminum. Svo leiðin liggur í Baðhúsið - sem er eingöngu fyrir konur. Og því húsi stýrir Linda af ljúfmennsku og hlýju sem er ekki alls staðar að finna og eftir smá- tíma er maður orðinr, háður þessu andrúmslofti. Það er þessi sama Linda sem var skotið í hæðir á fegurðarrakettu og við vorum hrikalega montin af og svo leið árið og þá kom hún okkur ekki lengur við, nema í slúðri um gleðilífið. Þegar ég spyr hana hvað hefði orðið um gleðilífið, hlær hún og segir: „Æ, ég gaf því frí. Það var ekkert gaman.“ Og nú býr hún ein með hundin- um sínum Mána, springer spaniel, sem um daginn vann fyrstu verð- laun í sínum flokki á hundasýn- ingu. Sigraði karl föður sinn sem lengj vel hefur haldið titlinum. „Ég var svo montin af honum að ég var að springa," segir Linda, þegar við fáum okkur sæti í veit- ingasalnum í hinum glæsilega Listaskála í Hveragerði. I sýning- arsalnum sýna þeir Gunnar Om og Haukur Dór sín verk. Matseðillinn er býsna fjölbreytt- ur og enginn skortur á grænmetis- réttum og skal játast að þeir era býsna góðir. En sem einstaklingur sem er ofurseldur smámunasemi, altor kanur játa ég fyrir Lindu að pastaréttirn- ir hér halda mér ekki andvaka. Við skoðum matseðilinn og gámurinn ég er alæta á jurta- og dýraríkið og því stendur allur seðillinn mér op- inn. Linda, hins vegar, heldur sig við jurtaríkið og ég get með góðri samvisku mælt með grænmetissal- ati með þurrkuðum tómötum og osti. Mikið lostæti. Sjálf fæ ég mér sinnepsboma kalkúnabringu með grænmeti í sósu sem er nánast „dulræn." Minnir mig á sósu sem ég var svo hrifin af í Ameríku að ég drakk hana næstum af stút - og heitir einfaldlega „Gourmet Sauce,“ eða Sælkerasósa. En á undan fáum við okkur fiskisúpu - sem er bragðmikil og góð með sér- kennilegum karríkeimi og nokkuð rækilegan kvóta af sjávarfangi. Já, eitt af því sem ég gleymdi að vara Lindu við: Skammtarnir í Listaskálanum era rosalega stórir. Og þegar við tökum til við súpuna, er ég viss um að hún hljóðar þegar hún fær salatið. Karlarnir fá aldrei aðgang Talið berst að KK, eða klúbbn- um Klárar konur sem er ódýrari, þægilegri og einfaldari leið til að stunda líkamsrækt. Síðan Linda stofnaði þennan klúbb, hafa við- skiptin blómstrað í Baðhúsinu og fyrir utan að rækta á sér hylkið, hafa mannlegu samskiptin aukist veralega hjá manni við að lyfta lóð- um. Stundum er traffíkin svo mikil að manni þykir næstum nóg um. „Ég er að leita að stærra hús- næði,“ segir Linda, „því þetta hús- næði er orðið allt of h'tið. Það er ljóst." Er eitthvað til í því að þú ætlir að opna Baðhúsið fyrir karlmönnum? „Nei, það verður aldrei. Það er mikil samkeppni á þessum markaði og það er mín sérstaða að vera með líkamsræktar- og næringarstöð fyrir konur eingöngu. Mér er líka löngu orðið ljóst að þær konur sem koma í Baðhúsið, koma þangað vegna þess að þær vilja ekki vera á stöðum fyi’ir bæði kynin.“ Varstu með einhvem markhóp í huga þegar þú hleyptir Baðhúsinu af stokkunum? „Nei, í raun og vera vissi ég ósköp lítið hvað ég var að gera. Ég hafði aldrei verið í neinum rekstri og þekkti alls ekkert til svona reksturs þótt ég hefði skipt við svona stöðvar erlendis. Það eina sem ég vissi var að ég vildi hafa stað fyrir konur... Og ég hef lært töluvert á þeim áram sem ég hef rekið þetta fyrirtæki. Ég átti mér fyrirmynd. Það er líkamsræktarstöð fyrir konur í London en þetta húsnæði hér í Ár- múlanum hentar ekki til að láta I anda draumsins DRAUMSTAFIR KRISTJÁNS FRÍMANNS ÞEGAR við missum meðvitund og föram inn í svefninn til drauma- landsins, verðum við vamarlaus fyrir áreitum annarra vídda og þeirra íbúa sem þær geyma. Þá opnast heimur annarra búskapar- forma en vakan sýnir og við komumst á annað stig skynjunar. Þessar breytingar era líkar því að skipta um gír á bíl, þar sem fyrsti gír er vakan, annar gír svefn- inn, þriðji gír draumalandið, fjórði sálfarir og svo framvegis. I heimi draumsins fá verar andans líf, loftið verður sýnilegt, jafnvel áþreifan- legt og við getum auðveldlega tekið á móti skilaboðum sem draumurinn færir okkur frá hugveram; loftönd- um, sagnaröndum, Animu (anda/sál) og Animus (sál/andi) ásamt framliðnum og forgengnum andans verum á ýmsum tíðnisvið- um. Þarna finnast góðir andar (englar) og slæmir (árar, Maran), Skuggi draumsins (sem er fylgivera dreymenda, eínskonar sýningar- stjóri draumsins) er þarna og aðrir loftkenndir eiginleikar sem túlka innviði tilverannar, vitundar mann- legra eiginleika og guðlegs sjálfs. Loftið, þetta lifandi efni sem veit- ir okkur h'f og fyllir anda okkar kraftinum til að dreyma, kemur á vængjum tímans gegnum svefninn inn í land draumsins. í efni þess er lýsing á ástandi draumsins, tilgangi og tilurð; það kemur í seigu, nánast fljótandi formi sem þú samlagast svo innra líf þitt opnast þér sem bók, það líður endurnærandi um þig eins og vatn í sturtu og hvíslar boðskap sínum í gegnum taugaenda þína eða það þýtur um hugann í myndforms blossum sem téngi til meðvitundar um gerð og eðli ANDRÚM draumsins allt um kring. draumsins. Vindur draumsins er þinn innri andardráttur sem blæs anda í líf þitt til skilnings á sér og efninu sem skóp þig. Hann er fram- kraftur lífsins og ef til vill er hann efnið sem vitundin er gerð úr. And- rúm draumsins fyllir anda þinn vit- neskju með formgerðum sínum svo Mynd/Kristján Kristjánsson þú opnast til andlegs lífs og skiln- ings á eigin anda. Draumar „Dídíar“ 1. Mér fannst ég vera uppi í sveit í Dölunum og standa úti á túni. Ég sá litla flugvél fijúga yfir og aftur úr henni komu þrír reykjarstrókar í íslensku fánalitunum. Ég hugsaði „nei, vá, íslenski fáninn“ og stuttú seinna lenti vélin farsællega. 2. Ég var inni í verslun að skoða kristalla, þeir voru allir eins þessp’ kristallar, droplaga með gylltri stjörnu í botninum. Þessh’ kristals- dropar vora af öllum stærðum og það átti að hengja þá upp. Ég ákvað að velja mér einn og var að borga þegar ég sé á borðinu við „kassann" mikið af kínversku postulíni, ég ákveð að kaupa eina skeið þegar bamsfaðir minn og fyrrverandi sam- býlismaður kemur og bannar mér áð kaupa þetta svo ég fer tómhent. rí Ráðning i Fyrri draumurinn lýsir því að fétð þín (flugvélin) úr þeim ógönguin (úpp í sveit - langt í burtu frá sjálf- inu) sem þú virðist komin í veúði farin í heimahögum (reykurinnl í fánalitum) með fólki sem þú treyát- ir (vélin lenti farsællega), vinufn. Seinni draumurinn er viðvöran. Þú ert komin á greiða leið í lífmu (kristalsdroparnir með stjörnunni) þegar bakslag (kínverska postulín- ið) kemur í hamingjuleið þína og þú ert á því að hverfa til fyrri iðju (postulínsskeiðin - postulín táknar veikleika) en ef þú hlustar á ráð vina þinna (fyrrverandi sambýlis- maður) og hlustar á þinn inriri (Animus sem bamsfaðir) mann verður hamingjan þín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.