Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ J MINNINGAR t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, AGNES KRAGH, Seljahlíð, verður jarðsungin frá Seljakirkju mánudaginn 10. nóvember kl. 13.30. Hanna Fríða Kragh, Sveinn Jónsson, Páll Júlíusson, Mai Wongphoothon, Hans Kragh Júlíusson, Guðrún Alfonsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÁSBJÖRN BJÖRNSSON, Klapparbergi 9, Reykjavík, lést að heimili sínu sunnudaginn 2. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju þriðju- daginn 11. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Kolbrún Harðardóttir, Ásbjörn Ólafur Ásbjörnsson, Árdís Árnadóttir, Heiða Björk Ásbjörnsdóttir, Arnar Þór Hafþórsson, Hörður Ásbjörnsson og barnabörn. t Móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, HANSÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Hlévangi, áður Suðurgötu 35, Keflavík, lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 5. nóvember sl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðviku- daginn 12. nóvemberog hefst kl. 14.00. Ellert Eiríksson, Eirfkur Guðnason, Steinunn Guðnadóttir, Arnheiður Guðnadóttir, Vignir Guðnason, Birgir Guðnason, Guðbjörg Sigurðardóttir, Þorgerður Guðfinnsdóttir, Neville Young, Jónas H. Jónsson, Guðríður Árnadóttir, Harpa Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. * + Innilegar þakkir sendum við öllum sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns og föður okkar, SVERRIS BJÖRNSSONAR, Sólvallagötu 39, Reykjavík. Laufey Helgadóttir, Matthías Sverrisson, Þráinn Sverrisson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS JÓNSSONAR, Brúarlandi, Hellu. Svavar Kristinsson, Jóna Helgadóttir, Einar Kristinsson, Anna Helga Kristinsdóttir, Knútur Scheving, barnabörn og barnabarnabörn. AGNES KRAGH + Agnes Helga Margrét Kragh fæddist í Reykjavík 7. apríl 1907. Hún lést í Reykjavík 2. nóv- ember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Hans Madsen Kragh símaverksljóri, f. 1.5. 1862, d. 31.7. 1934, og Kristó- lína Guðmunds- dóttir Kragh, hárgreiðslumeist- ari, f. 27.6. 1883, d. júlí 1973. Bræður Agnesar, sem allir eru látnir, voru: Hans Kragh, f. 1908, d. 1978, Sveinn G.A. Kragh, f. 1910, d. 1996, og Jón Gunnar Kragh, f. 1919, d. 1996. Elsku amma mín Agnes Kragh er látin. Það er alltaf sárt að missa ástvin, en við getum ekki annað en glaðst yfír langri ævi sem amma hefur átt. Það er ekki hægt að segja annað en 90 árin sem hún lifði fóru vel með hana. Alltaf var amma jafn falleg og fín frá því ég man eftir henni á Birkimelnum. Og allt það sem hún vissi, það voru ófáar sög- urnar sem hún sagði og þeir staðir hérlendis og erlendis sem hún hafði komið á eru orðnir ansi margir. Þótt amma sé dáin mun hún ávallt lifa í huga mér, því hjá henni fékk ég mína fyrstu ijúpu og „ris á l’a- mande“ á jólunum og meðan Guð og gæfan leyfir verður hennar upp- skrift notuð um aldur og ævi. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín mikið og ég veit að þú hefðir átt það skilið að ég kæmi oftar í heimsókn, en þú skildir það manna best hversu upptekin nútíma fjöl- skyldan er. Elsku amma, ég hef alltaf borið nafn þitt með stolti og það mun ég ávallt gera. Agnes Kragh. Þá er hún elsku amma mín farin yfir móðuna miklu og mun hún hitta afa Júlíus. Þar held ág að verði nú miklir fagnaðarfundir. Alltaf var gott að koma í heimsókn til ömmu, fyrst á Birkimelinn og síðan seinni árin upp í Seljahlíð. Hún var alltaf jafn sæt og fín og alltaf passaði hún upp á að eiga eitthvað til að maula handa börnunum. Ég man eftir því á Birkimelnum hvað var gaman að fylgjast með henni. Hún eldaði svo góðan mat og það var alltaf svo fallegt heimilið hennar. Á jólunum eldaði hún bestu ijúpur í heimi og svo „rísalamande". Það Agnes giftist Júl- íusi Pálssyni sím- virkja, f. 3.10. 1903, d. 15.8. 1982. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Hanna Fríða Kragh, f. 5.4. 1933, í sambúð með Sveini Jónssyni. 2) Páll Júlíusson, f. 20.9. 1936, í sambúð með Mai Wongpho- othon. 3) Hans Kragh Júlíusson, f. 13.1. 1938, kvæntur Guðrúnu Alfonsdótt- ur. Barnabörn Agnesar eru níu og barna- barnabörn 15. Útför Agnesar fer fram frá Seljakirkju á morgun, mánu- daginn 10. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. verða áfram eldaðar ijúpur og „rísalamande" að hætti ömmu. Eftir að amma fluttist upp í Selja- hlíð hélt hún áfram að vera myndar- leg. Hún vann mikið í höndunum og það eru ófáir púðarnir, dúkarnir og myndirnar sem hún er búin að mála og sauma út og alltaf fengum við að njóta þeirra. Það var alltaf svo gott að spyija þig um alla skapaða hluti, því þú mundir alltaf svo vel eftir öllu og varst svo vel að þér í tungumálum. Þú hlýddir mér yfir fyrir dönsku- próf og fórst létt með það. Elsku amma mín, ég veit að ég á eftir að sakna þín mikið en á kveð- justund er gott að eiga minningar um þig og þær eru margar. Ég veit að þú ert komin á góðan stað og það huggar mig. Guð geymi þig. Sigríður Kragh. Ég minnist þín, er morgunsólin bjarta af mari skín. Sem morgunljós í mínu breyska hjarta reis minning þín. (Matthías Jochumsson.) Elsku besta langamma mín hún Agnes Kragh hefur nú yfírgefíð okkar heim og komin í nýjan og betri. Ég var búin að lofa mér því að þegar ég fengi bílprófið myndi ég bæta upp fýrir þann langa tíma sem ég hafði ekki heimsótt hana og fara sem oftast til hennar og láta hana segja mér ferðasögurnar sínar af atvikum sem hún hafði lent í. Það voru nokkrir dagar í að ég fengi bílprófið þegar ég frétti að hún væri farin að eilífu. Öll áform mín hrundu niður og samviskan hellti sér yfir mig. KJARTAN ÞOR KJARTANSSON + Kjartan Þór Kjartansson var fæddur 6. mars 1967. Hann lést af slysförum 31. októ- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Odda á Rangár- völlum 8. nóvember. Kallið kom. Kallið kom og þú Kjartan varst allur, á svipstundu varstu farinn og ástvinir og vinnu- félagar urðu harmi slegnir og eru harmi slegnir. Vinnufélagar í vegagerð verða nánir - hópurinn þéttist, menn eru langtímum saman að heiman á meðan „vertíðin“ stendur yfir. Þetta eru sterkir strákar, dugmiklir, glað- værir og bara hafa það sem þarf til að þrauka. Þetta hefst allt að lokum og menn geta svo farið heim. En hvern hefði órað fyrir því að þú kæist ekki aftur heim - þú átt- ir aðeins klukkutíma vinnu eftir - af allri vertíðinni, varst búinn að fá aðra vinnu. Þvílíkt kall, Kjartan, þú varst alltaf svo snöggur til ef einhveiju þurfti að kippa í liðinn, þú gerðir það brosandi, þú svaraðir kallinu og ég veit að þú hefur mætt almætt- inu snöggur og brosandi, sennilega hefur þú ekki áttað þig strax á hvaðan kallið kom. Þegar félagar þínir urðu þess varir að ekki var allt með felldu gerðu þeir allt sem í þeirra valdi stóð til að koma þér til hjálpar en það var um seinan, eins hörmulegt og það er að geta ekki bjargað vini sínum. Vegir guðs eru órannsakan- legir, þarna varst þú kallaður frá þínum vegi, örugglega er þér ætlað annað verk á öðrum stað. Það voru þung spor félaga þinna frá slysstaðnum í Keflavík til konu þinnar og barna á Hellu - guð styrki þau og aðra ástvini þína á þessum erfiðu tímum. Honum verð- ur ekki lýst hér þeim fundi að öðru leyti en því að þar þurftu menn að í hvert einasta skipti sem ég kom í heimsókn til hennar gladdist hún svo mikið og var svo hress. Ástvin- ir hennar skiptu mestu máli í lífí hennar og sýndi hún það á fallegan og góðan hátt sem allir kunnu að meta. Minning hennar mun alltaf lifa í hjarta mínu eins lengi og ég lifí og sem elsta barnabarnabarn henn- ar vil ég þakka hversu lánsöm ég var að geta verið þáttur í lífí henn- ar í heil 17 ár og hefði ég óskað þess að þau hefðu orðið fleiri, en eins og í söngtextanum segir: „Eitt sinn verða allir menn að deyja, eft- ir bjartan daginn kemur nótt..." og verðum við að sætta okkur við það og halda bara í góðu minning- arnar um hana. _ Guðrún Iris Pálsdóttir. Elsku langamma. Þegar ég frétti að þú værir dáin táraðist ég og alltaf þegar ég hugsa um þig tárast ég. En mamma segir að nú sért þú komin til afa Júlla og nú líði þér vel. Anna Margrét. Elsku langamma. Nú ætla ég að segja í stuttu máli sem gæti orðið langt hve yndis- leg þú varst og hversu vænt þér þótti um mig og hvernig þú sýndir það. Þegar ég frétti að þú værir dáin táraðist ég og bað þakkarbæn fyrir það hve yndisleg þú varst. Alltaf þegar við krakkarnir komum í heimsókn gafst þú okkur eitthvert góðgæti. Þú varst vön að kalla mig ömmustrák. Elsku amma, ég vildi að ég hefði komið oftar í heimsókn því það var alltaf svo gaman að tala við þig, þú vissir svo margt. En ég veit að þú hefur það gott núna með afa Júlla. Hans Kragh. Elsku langamma, ég vildi að þú værir ekki dáin. Þú varst alltaf svo góð og blíð, gafst okkur alltaf eitt- hvað fallegt. Mikið væri nú gaman ef þú gætir komið aftur til okkar, en ég veit að þú getur það ekki svo ég ætla að varðveita vel minning- una um þig. Hvíl þú í friði, elsku langamma mín. Katrín Björk Slgurðardóttir. Elsku langamma mín, ég vildi að þú værir ekki dáin. Þú varst alltaf svo góð við mig. Mér fannst alltaf svo gaman að koma í heim- sókn til þín. Ég fékk alltaf að lita í litabókina og leika mér með stóra hundinn þinn. Þú áttir svo fallegt heimili. Það var svo gaman að horfa út um gluggann á tjörnina. Elsku amma mín, nú ert þú komin til Guðs og hann _passar þig. Ragnhildur Osk Sigurðardóttir. sýna allan sinn styrk, við vegagerð- arkonurnar fáum ekki allar menn- ina okkar heim, ekki þetta haustið. Kjartan, þú fyrirgefur mér von- andi hvað ég er þung í tali, þú sem varst alltaf svo léttur og kátur, ég kynntist þér ekki öðruvísi. Þú varst af og til næturgestur hjá okkur Gesti ef unnið var hér í grendinni, það þurfti ekki mikið fyrir þér að hafa en glettnin og kátínan sem fylgdi þér bræddi allan ís. Börnin okkar Gests voru ekki lengi að sjá það út að þú varst til í leik og eins og börn eru þá nýttu þau sér það og þú varst hrókur alls fagnaðar. Nú hefur sá hlátur þagnað. Ég þakka þér, Kjartan, fyrir þessa stuttu samfylgd. Kæra Hrafnhildur, Elín Huld og Einar Aron, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Foreldrar, systkini, tengdaforeldrar, ættingjar og vinir, guð veri með ykkur og styrki. Ég vildi óska að ég ætti græðandi huggunarorð fyrir ykkur öll, minn- ingin um Kjartan verður alltaf hug- hreystandi og hlý. Blessuð sé minn- ing hans. Linda Guðlaugsdóttir, Slitlagi ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.