Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Ferdinand ME 5AIPTHI5I5A5 FAR A5 10E CAN 60 BECAU5E TH6 EARTH 15 FLAT,AND IF U)E 60 ANY FARTHER, UlE'LL FALL OVER THE EP6E.. THERE'5 ONLV ONE WAV TO FIND OUT! Hvað er hann Hann segir að við kom- Skyldi hann Það er aðeins ein LUBBI! að segja? umst ekki lengra vegna hafa rétt fyrir leið til að komast þess að jörðin sé flöt, og sér? að því! ef við förum nokkuð lengra munum við falla út af brúninni... WHAT'5 5AVIN6? I WONPERl IF HE'5 RI6HT.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Tollar á farartæki Frá Njáli Gunnlaugssyni: í FRÉTTUM nýlega bar það á góma að viðræður ættu sér stað milli ráðuneyta um lækkun tolla á farartæki sem væru á einhvem hátt umhverfisvæn, eins og raf- magnsbíla. Það á líklega að ýta undir sölu á slíkum tækjum, enda hið besta mál mitt í allri umræðu um umhverfísvemd. Þá hlýtur það að skjóta skökku við að á sama tíma skuli hæstu tollar á farartæki hér á Fróni vera á tækjum eins og mótorhjólum sem eins og allir vita em mjög unhverfisvæn. Til þess að bæta gráu ofan á svart em þau öryggistæki sem lögboðin em við notkun þeirra tolluð sér- staklega eins og til dæmis hlífðar- hjálmar. Hvemig ríkisvaldið rétt- lætir þessa ofurtolla veit ég ekki en það er líklega á sama hátt og það réttlætir toll á íhluti í bíla eins og ABS hemla og loftpúða. Árið er 1974. Honda umboðið selur um það bil 500 mótorhjól á árinu, eða 2 hjól hvern virkan dag ársins. Árið 1997 fyllir salan ekki tuginn. Hvað hefur breyst? Tollar á mótorhjól og skyld tæki em 70%. Þau em þar í hópi með vélsleðum, fjórhjólum og þess hátt- ar farartækjum sem einhverra hluta vegna flokkast sem leiktæki í tollareglugerðum. Sú flokkun hlýtur að koma til vegna notkunar tækisins, eða öllu heldur misskiln- ings um notkun þess. Bóndinn sem hefur ekkert annað farartæki yfír veturinn en vélsleðann, er hann aðeins leiktæki fyrir hann? Ungl- ingurinn sem aldurs síns vegna má ekki eiga og nota annað fara- tæki en skellinöðmna, aðeins leik- tæki líka? Áður fyrr gat duglegur unglingur nurlað saman fyrir nýrri skellinöðm með vinnu eitt sumar. Þegar meðalverð á skellinöðra í dag fer yfír 300.000 kr. þyrfti unglingurinn helst að vera á hærra kaupi en kennari til að hafa efni á henni. Ljóst er að ríkisvaldið væri ekki að missa af miklum tekjum þótt tollar á mótorhjólum og búnaði þeim tengdum lækkaði. Hitt er lík- legra að það yrði ríkisvaldinu tekjuauki með aukinni sölu og minnkandi slysum. Skynsamlegast yrði til einföldun- ar að tollar á mótorhjól og skyld tæki fylgdu reglum um tolla á bfla og að tollar á öryggistækjum yrðu afnumdir fyrir öll farartæki. Þannig yrðu miðað við núverandi kerfi til þrír tollflokkar mótorhjóla sem skiptust eftir kúbikstærð. Það mun svo aftur leiða til þess að minni hjól verða ódýrari og vinsælli sem svo fækkar slysum. Ríkisvaldið er nýbúið að sýna að það styður stig- skiptingu á mótorhjólum með reglu- gerð um ökuskírteini og því þá ekki að stíga skrefið til fulls. NJÁLL GUNNLAUGSSON, Miklubraut 13, Reykjavík. Hvað g'etum við gert? Frá Ingveldi B. Thoroddsen: NÚ ER rúmlega ár liðið, frá því að tíu geðveikir sjúklingar urðu að yfírgefa deild 35 í Amarholti. Þeir voru yngsta fólkið þar og höfðu aðsetur í litlu húsi við hlið aðalhússins. Þarna höfðu þessir sjúklingar sín eigin herbergi með snyrtingu; þetta var þeirra heim- ili. Án fyrirvara var deildinni lokað. Tveir af sjúklingunum hafa síðan dvalið allan þennan tíma, rúmt ár, á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Rúmin þar eru dýr. Hver er sparnaðurinn? Arnarholt á Kjalamesi er vistheim- ili fyrir 60-70 manns. Ekki er mér kunnugt um að- stæður þessa fólks eða aðdrag- anda þess, að það er þangað kom- ið, en nú er högum þess og heilsu þannig háttað, að það þarf að vera undir verndarvæng hins opin- bera. Flest þetta fólk er nokkuð við aldur. Að því virðist vera vel búið, eftir því sem aðstæður leyfa. Ég hefi aldrei skilið, hvers vegna þetta blessað fólk er sett upp á Kjalarnes. Það hlýtur þó flest að eiga sína nánustu hér í borginni, öllum er nauðsynlegt að vera í tengslum við þá, sem næst standa. Leiðin upp á Kjalames getur stundum verið mjög erfíð yfír vetr- armánuðina. Heilsutap er sorglegt, í hvað mynd sem er. Geðsjúkir hafa um tíðina átt sér fáa málsvara. Að mínu áliti þyrfti Sjúkrahús Reykja- víkur að hafa til umráða litla deild fyrir „króníska" sjúklinga, þar sem þeir hefðu hver sitt hverbergi og þeim gæti fundist, að þeir ættu sitt heimili. Á síðasta sumri var margt vel gert. Hvalfjarðargöngin urðu að vemleika og á Miklubrautinni var tekin í notkun göngubrú og er fátt eitt nefnt. En í öllu góðærinu og góðu tíðindunum verð ég að játa, að í mínu hjarta er depurð vegna þess, að dóttir mín, sem á við „krón- íska“ geðfötlun að stríða, hefur mátt sætta sig við að vera á fímm manna stofu á Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Hún hefur verið veik í fjórtán ár, en samt sem áður er útkoman þessi: Hún hefur rúmið, sem hún sefur í og náttborð inni á deild sem ætluð er fyrir bráðainnlagnir. Ég spyr: Hvað getum við gert til hjálpar þeim, sem hafa misst heilsuna og eiga tæplega aftur- kvæmt út í lífið? INGVELDUR B. THORODDSEN, Hátúni 6b, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtinear teliast sambvkkia þetta. ef ekki fvleir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.