Morgunblaðið - 03.01.1998, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.01.1998, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell STUTT athöfn var á skrifstofu biskups í gærmorgun er Karl Sigurbjörnsson tók þar við lyklavöldum. Eitt af fyrstu verkum Karls á nýrri skrifstofu sinni á Biskupsstofu var að svara símtali sem reyndist vera til fráfarandi biskups, Ólafs Skúlasonar. Morgunblaðið/Árni Sæberg BISKUPI Islands, Karli Sigtirbjörnssyni, var vísað til sérstaks biskupssætis í Dómkirkjunni á nýársdag. Athöfnin er nýmæli og var tekin upp í kjölfar þess að biskupsvígsla fór fram í Hallgrímskirkju. Á myndinni eru einnig Hjalti Guðmundsson og Jakob Hjálmarsson, dóm- kirkjuprestar, og Guðmundur Þorsteinsson prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Karl Sigurbjörnsson tekur við lyklavöldum biskupsembættisins Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÓLAFUR Skúlason, fráfarandi biskup, kemur til aftansöngs í Bústaðakirkju á gamlárskvöld, þar sem hann messaði ásamt sr. Pálma Matthíassyni og sr. Skúla Sigurði Ólafssyni, syni sínum. Ebbu Sigurðardóttur, eig- inkonu Ólafs, ber við hann á myndinni. S Askorun að taka við nýju starfí KARL Sigurbjörnsson tók við lyklavöldum á Biskupsstofu við at- höfn þar í gærmorgun. Ólafur Skúlason afhenti Karli þá lykla að kirkjuhúsinu við Laugaveg og embættiskirkju biskupsins, Dóm- kirkjunni, að viðstöddum eiginkon- um þeirra og nokkrum starfs- mönnum embættisins. Að því loknu heilsaði Karl upp á nýtt samstarfsfólk sitt á Biskupsstofu. Karl Sigurbjörnsson sagðist, í viðtali við Morgunblaðið, vera eft- irvæntingarfullur við upphaf nýs árs. Þótt það fylgdi því ákveðinn söknuður að skilja við preststarfið, sem hefði verið sér mjög ánægju- legt, hlakkaði hann til að takast á við ný verkefni. Hann væri að vissu leyti kunnugur biskupsemb- ættinu en það væri alltaf ákveðin áskorun að takast á við nýtt starf og hann fyndi óneitanlega fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgdi. Sem yfirmaður þjóðkirkjunnar sagðist hann hafa í hyggju að leggja áherslu á endurnýjun innra lífs kirkjunnar, bæði í bæna- og trúariðkunum, sem sé ákaflega brýnt, sérstaklega á þessum miklu geijunartímum. Einnig hygðist hann leggja mikla áherslu á að kirkjan efidi líknarþjónustu sína og hjálpaði þeim sem minna mega sín. Aðspurður hvernig hann hygðist standa að þessum breytingum, sagði Karl að það þyrfti að laða fólk til samstarfs, það gengi ekki að skipa fyrir til slíkra starfa. Ólafur Skúlason sagði við sama tækifæri að nýja árið legðist ágætlega í sig. Áramótin hefðu verið þeim hjónum afskaplega ánægjuleg. Hann hefði messað ásamt sr. Skúla Sigurði Ólafssyni, syni sínum, og sr. Pálma Matthfas- syni í Bústaðakirkju á gamlársdag. Athöfnin hefði verið svo vel sótt að það hefði þurft að opna á milli sala og það hefði glatt sig að sjá þar mörg kunnugleg andlit. Á nýársdag hefði hann sfðan verið f biskupamessu í Dómkirkj- unni og eftir það á Bessastöðum. Þá hefði fjöldi góðra vina sótt þau hjónin heim að kveldi nýársdags. Gott fólk hefði þvf borið þau á örmum sér. Ólafur sagðist líta björtum aug- um fram á veginn þótt hann vissi ekki enn hvað tæki við. Fyrir lægi að fóta sig og finna sér farveg. Hann væri við góða heilsu og vildi nýta starfskrafta sína þótt hann gerði sér grein fyrir nauðsyn þess að stíga til hliðar nú þegar nýr biskup hefði tekið við embætti. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæði Verð- | lækkun undir lok ársins VERÐ á íbúðarhúsnæði á höf- uðborgarsvæðinu virðist hafa lækkað nokkuð í lok síðasta árs, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins en annars var fasteignaverð nokkuð stöðugt á síðasta ári á höfuðborgarsvæðinu. í nýjum hagvísum Þjóð- hagsstofnunar kemur fram að vísitala raunverðs íbúðarhús- næðis á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað töluvert milli október og nóvember. Að sögn Snorra Gunnarssonar hjá Fasteignamati ríkisins var þarna um að ræða bráða- birgðatölur sem byggðust á fáum kaupsamningum og eftir því sem fleiri samningar komu inn hafi meðalverðið hækkað. Hins vegar virðist sem fasteignaverðið hafi lækkað eitthvað milli þessara mánaða. Fermetraverð að jafnaði tæplega 72 þúsund krónur í nóvembermánuði Að sögn Snorra var meðal- ) verð á fermetra í fjöbýlishús- um á höfuðborgarsvæðinu um 72.600 krónur í september, 74 þúsund krónur í október, en samkvæmt þeim bráðabirgða- tölum sem hagvísamir byggð- ust á var verðið 70.388 í nóv- ember. Snorri sagði að þær upplýs- ingar sem nú lægju fyrir um fasteignakaup í nóvember bentu til þess að fermetra- verðið hafi verið tæplega 72 þúsund krónur að jafnaði í þeim mánuði þannig að verðið virtist hafa lækkað eitthvað milli mánaða en ekki eins mik- ið og fyrstu tölur bentu til. Snorri sagði að af þeim kaupsamningum, sem gerðir hefðu verið í desember og lægju nú fyrir, mætti ráða að fermetraverðið hafi verið rúmar 72 þúsund krónur en þær tölur væru alls ekki end- anlegar. Tollgæslan í Keflavík lagði hald á meira magn af e-töflum og LSD í fyrra en nokkru sinni Talið að fjöldi „burðar- dýra“ sleppi í gegn með efni LAGT var hald á mun meira af e-töflum, LSD, marijuana, kókaíni og ýmsum lyfjum, svo sem sterum og megrunarlyfjum, á Keflavíkurflugvelli á síðasta ári en fyrri ár. Alls voru 24 handteknir og/eða kærðir vegna ólöglegra efna, þar sem þeir voru með áhöld til neyslu eða af öðrum orsökum. Fjórir erlendir ríkisborgarar voru með stóran hluta þeirra efna sem lagt var hald á. í frétt frá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli segir að ætla megi að fjöldi burðardýra sleppi í gegn með efni inn í landið. í yfirliti Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli fyrir síðasta ár kemur fram að lagt var hald á 2.026 e-töflur en aðeins tvær árið 1996 og 305 ár- ið 1995. Teknir voru 296 áætlaðir skammtar af LSD en ekkert tvö næstu ár á undan, 174 grömm af kóka- íni og 338 grömm af marijuana en ekkert árið 1996. Þá voru teknar af mönnum nærri 78 þús- und pillur, þ.e. sterar eða megrunarlyf, en aðeins tæp 11 þúsund stykki árið 1996. Um var að ræða lyf sem háð eru samþykki Lyfjaeftirlits ríkisins þar sem þau eru lyfseðilsskyld eða jafnvel bönn- uð hérlendis. ítarleg skoðun og röntgen- myndatökur íslendingar eru fjölmennastir þeirra sem teknir voru eða 20, tveir eru Bretar og síðan einn Hollendingur og einn Svíi. Þessi hópur er í ýms- um starfsgreinum: tveir eru framkvæmdastjórar, einn á eftirlaunum, einn námsmaður, einn iðnað- armaður, þrír sjómenn, tveir veitingamenn og síðan má finna verslunarmenn, verkamenn og fatafellu. í frétt Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli kemur fram að hún haldi uppi virku eftirliti, talsvert sé um að farþegar séu færðir til ítar- legrar skoðunar í leitarklefum tollgæslunnar og nokkur brögð séu að því að farþegar séu sendir til röntgenmyndatöku vegna gruns um að þeir hafi fíkniefni innvortis. Þá segir að svokölluð burðardýr séu drjúg í innflutningi ólöglegra efna og að fjórir erlendir smyglarar hafi verið stöðvaðir á síðasta ári með stóran hluta þeirra efna sem tekinn var. „Ætla má að fjöldi burðardýra sleppi í gegn með efnin inn í landið. Betur má ef duga skal. Herða verður eftirlitið til muna ef betri árangur á að nást í því að hafa hendur í hári þeirra sem standa að innflutningnum (höfuðpaurunum), smyglurunum og því ógæfulega ferli sem fylgir í slóð fíkniefnanna," segir í yfirliti Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.