Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ 3N*tgtiii(Iafrife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÚRBÆTUR í SKATTAMÁLUM FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Friðrik Sophusson, hefur boðað ýmsar breytingar í skattamálum, m.a. á samskiptum skatt- yfirvalda og skattborgara, og er vinna þegar hafin að undir- búningi. Líta verður á þessi viðbrögð fjármálaráðherra sem svör við gagnrýni á framkvæmd skattamála, sem fram hafa komið síðustu mánuði. Er það lofsvert, að hann hafi brugðizt þannig við. Mikilvægt er, að breytingarnar verði sniðnar að nútímakröfum um jafnstöðu borgaranna og yfirvalda og þau geti ekki einhliða gripið til íþyngjandi aðgerða gagnvart þeim. Á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í fyrradag var lagt fram minnisblað um verkefni nefndar, sem á að gera til- lögur um úrbætur. Þar kemur fram, að tafir á úrskurðum yfir- skattanefndar eru allsendis óviðunandi og bent er á ýmsar leiðir til að flýta málsmeðferð og fækka kærum. Þar er bent á nýja leið fyrir skattgreiðendur í samskiptum við skattyfirvöld, svonefnda forúrskurði ríkisskattstjóra um skattalegar afieið- ingar tiltekinna ráðstafana. Þetta fyrirkomulag mun vafalaust verða til hagræðis fyrir skattgreiðendur, ekki sízt fyrirtæki, þegar álitamál koma upp. A minnisblaðinu kemur fram, að ástæða er til að endurskoða reglur um kærufrest, sem er 30 dagar. Sé ekki unnt að upp- fylla hann af einhverjum ástæðum er kærunni vísað frá. Skatt- yfirvöld taka sér hins vegar allan þann frest, sem þau telja sig þurfa. Geta liðið 2-3 ár þar til endanlegur úrskurður fellur. All- an þann tíma safnast dráttarvextir og kostnaður á hendur skattgreiðandanum. Vonbrigðum veldur, að fjármálaráðuneytið vísar því á bug, að skattkröfur gjaldfalli ekki og komi ekki til innheimtu fyrr en að loknum úrskurði yfirskattanefndar. Er þar vísað til meg- inreglu úrelts stjórnsýsluréttar þess efnis, að kæra til æðra stjórnvalds fresti ekki réttaráhrifum. Með kæru á úrskurði skattstjóra er ekki „ósennilegt, að í einhverjum tilvikum yrði gripið til þess ráðs í þeim tilgangi einum að fresta greiðslu," að því er segir í minnisblaðinu. Þessi rök duga ekki til þess að halda óbreyttu kerfi að þessu leyti. Langflestir skattgreiðend- ur borga sína skatta reglulega. Komi af einhverjum ástæðum til ágreinings á milli þeirra og skattyfirvalda á ekki að vera hægt að krefjast greiðslu og beita íjárnámi áður en mál þeirra hefur fengið lögbundna afgreiðslu, af þeirri ástæðu einni að lít- ill hluti skattgreiðenda mundi misnota slíka aðstöðu. Fjármálaráðherra segir fulla þörf á að athuga stöðu skatt- greiðenda og finna leiðir til úrbóta. Fjármálaráðuneytið hefur m.a. litið á hugmyndir um embætti umboðsmanns skattgreið- enda. En það embætti getur með engu móti verið á forsjá þess eða skattyfirvalda. Hlutverk umboðsmanns snertir fyrst og fremst réttarstöðu skattborgara gagnvart skattkerfínu og hann á að sinna umkvörtunum þeirra. Eðlilegt er, að þetta nýja embætti heyri beint undir Alþingi. FYRIRVARA Á TIMS S-KÖNNUN NIÐURSTAÐAN úr hinni alþjóðlegu TIMSS-könnun þar sem kunnátta framhaldsskólanema í stærðfræði og nátt- úrufræði var rannsökuð er ánægjuleg fyrir okkur Islendinga, sérstaklega í ljósi þess að íslensk grunnskólabörn komu ekki vel út úr hliðstæðri könnun fyrir nokkru. Samkvæmt nýju könnuninni eru íslenskir framhaldsskólanemendur í þriðja sæti af 21 þátttökuþjóð. Þegar árangur 25% af bestu nemend- um allra landa er skoðaður falla íslensku nemendurnir þó nið- ur í tíunda sæti. Vissulega eru þetta ánægjulegar niðurstöður en eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær gætu nokkrir þættir í framkvæmd rannsóknarinnar skekkt niðurstöður hennar. í fyrsta lagi verður að hafa í huga að margar af þeim þjóðum sem urðu meðal þeirra efstu er sambærileg könnun var gerð í grunn- skóla tóku ekki þátt að þessu sinni, svo sem Asíuþjóðir og nokkrar Evrópuþjóðir. Einnig hefur það áhrif til bætingar á heildarframmistöðu íslensku nemendanna að hér á landi er brottfall úr framhaldsskólum hvað mest. Um 45% árgangs ís- lenskra nemenda ljúka ekki eða hefja ekki nám í framhalds- skóla á íslandi, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Ennfremur hlýtur gildi rannsóknarinnar að rýrna við það að nemendum var frjálst hvort þeir tóku þátt í prófinu sem lagt var fyrir; úrtakið valdi sig með öðrum orðum sjálft. Má búast við því að þeir nemendur sem telja sig standa vel að vígi í til- teknum greinum hafi haft meiri áhuga á að þreyta prófið, sem stóð í fjórar klukkustundir, en hinir og því sé niðurstaðan betri en ella. Rétt er að hafa þessa fyrirvara á niðurstöðum rannsóknar- innar — að minnsta kosti þangað til annað kemur í ljós — og draga ekki of einhlítar ályktanir af þeim. Hæstiréttur vill ekki lúta agavaldi stjórnsýslu- nefndar ✓ I umsögn Hæstaréttar um frumvarp dóms- málaráðherra til dómstólalaga eru gerðar al- varlegar athugasemdir við að dómarar við réttinn skuli heyra undir starfssvið nýrrar nefndar um dómarastörf. Allsherjarnefnd Alþingis hefur fjallað um frumvarpið en sér að sögn Páls Þórhallssonar ekki ástæðu til að koma til móts við gagnrýni Hæstaréttar. Allsherjarnefnd Al- þingis lauk umfjöll- un um frumvarp dómsmálaráðherra í síðustu viku. Frum- varpið gerir ráð íyr- ir að komið verði á fót nefnd um dómarastörf sem mun fjalla um störf héraðsdómara og hæstaréttar- dómara og kvartanir sem berast vegna þeirra og setja almennar reglur um hvers konar aukastörf og eignaraðild að fyrirtækjum geti samrýmst embættisstörfum dóm- ara. Aminning nefndarinnar getur orðið grundvöllur þess að dómara sé vikið úr starfi ef hann bætir ekki ráð sitt. I umsögn Hæstaréttar um frum- varpið, undirritaðri af Haraldi Henryssyni forseta réttarins og Pétri Kr. Hafstein varaforseta, eiu gerðar alvarlegar athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Að umsögninni standa fimm dómarar af níu. Tveir dómarar, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson, tóku þátt i að semja frumvarpið og standa því eðlilega ekki að umsögn um það. Arnljótur Björnsson og Hrafn Bragason kusu að taka ekki þátt í að veita umsögn um frumvarpið. I umsögninni segir: „Nefnd um dómararstörf er ætlað það vand- meðfarna hlutverk samkvæmt 27. gr. og 28. gr. frumvarpsins að veita dómara áminningu, ef nauðsyn þyk- ir bera til, en bera má gildi hennar undir dómstóla. Ohjákvæmilegt er að gera hér athugasemdir og minna á grundvallarviðhorf um sjálfstæði dómsvaldsins, en reglur í gildandi löggjöf um þetta efni eru mótaðar af þeim viðhorfum. Að svo stöddu verður ekki tekin afstaða til þess, hvemig agavaldi gagnvart héraðs- dómurum verði best fyrir komið. Á hinn bóginn er ástæða til að árétta, að Hæstiréttur fer með æðsta dómsvald í landinu og er að því leyti hliðsettur ríkisstjórn og AJþingi í stjórnskipuninni. Það er því óeðli- legt, að stjómsýslunefnd geti veitt hæstaréttardómara áminningu. Það hlýtur að réttu lagi að vera verkefni forseta Hæstaréttar að vanda um fyrir dómurum réttarins, ef þess gerist þörf. Engar forsendur em svo til þess, að forseta Hæstaréttar verði veitt áminning, ekki fremur en slíkum agaviðurlögum verður við komið gagnvart oddvitum hinna þátta ríkisvaldsins, forsætisráð- herra, og forseta AIþingis...Forsæt- isráðherra og forseti Alþingis bera að vísu pólitíska ábyrgð og víkja fyrir vantrausti. Þótt forseti Hæsta- réttar beri ekki slíka ábyrgð er vafalaust, að honum beri að víkja úr forsæti réttarins fyrir vantrausti annarra dómenda. Hér er um grundvallaratriði að ræða, þegar lit- ið er til þrígreiningar ríkisvaldsins í stjórnarskránni og stöðu hvers þátt- ar þess gagnvart hinum.“ Talað fyrir daufum eyrum Allsherjarnefnd kýs að horfa fram hjá þessum athugasemdum Hæstaréttar án þess að það sé rök- stutt sérstaklega í nefndarálitinu. Það vekur óneitanlega nokkra furðu því ekki verður sagt að um neitt smáatriði sé að ræða eins og þegar Hæstiréttur finnur að því (án þess að hafa erindi sem erfiði) að emb- ætti hæstaréttarritara er breytt í skrifstofustjóra Hæstaréttar og dómstóllinn er kallaður æðsti dóm- stóll ríkisins í fmmvarpinu en ekki lýðveldisins eins og í gildandi lög- um. Það verður ekki annað sagt en Hæstiréttur hafi nokkuð til síns máls út frá almennu sjónarmiði. Á móti hafa menn, sem koma nærri frumvarpssmíðinni, sagt sem svo að áfengiskaupamálið fyrir tíu áram sýni að rétturinn sé ekki í stakk bú- inn til að koma auga á, hvað þá leysa sjálfur vandamál sem koma upp inn- an hans. Þá hafi það verið utanað- komandi stjórnvald sem leysti málið en ekki rétturinn sjálfur. Einnig megi benda á að séu menn á annað borð vammlausir þá muni ekki reyna á þetta agavald nefndar um dómarastörf gagnvart hæstaréttardómuram. Rétt er þó að geta þess að allsherjamefnd kemur til móts við þá gagnrýni Hæstaréttar og fleiri aðila á fram- varpið að dómsmálaráðherra skipi meirihluta nefndarmanna án til- nefningar. Leggur nefndin til að einn sé tilnefndur af Dómarafélagi íslands, einn af lagadeild HÍ og ráð- herra skipi einn án tilnefningar. Dómstólaráð í athugasemdum með framvarp- inu segir að það hafi mikið verið rætt hvort samrýmanlegt sé megin- reglunni um sjálfstæða og óháða dómstóla að ákvörðunarvald um svokölluð innri málefni dómstóla, í UMSÖGN Hæstaréttar um frumvai þar á meðal beiðnir um fjárveitingar til þeirra, sé að meira eða minna leyti í höndum ráðherra, en hér á landi gæti þess í nokkrum mæli að dómsmálaráðherra hafi með hendi slíkt vald. Samkvæmt frumvarpinu verður komið á fót svokölluðu dóm- stólaráði sem meðal annars annast fjárreiður héraðsdómstólanna, ákveður fjölda dómara og annarra starfsmanna við hvern héraðsdóm- stól, skipuleggur endurmenntun dómara, safnar upplýsingum um störf héraðsdómstóla og kemur fram gagnvart stjórnvöldum og öðr- um í þágu héraðsdómstólanna sam- eiginlega. Þessar tillögur hafa al- mennt mælst vel fyrir og þykja miða að því að auka sjálfstæði dóm- stólanna. Þó hafa komið fram at- hugasemdir frá héraðsdómurum við að Hæstiréttur skuli undanskilinn starfsemi ráðsins og segjast menn ekki sjá rök til þess. Það má velta því fyrir sér hvort í framtíðinni verði einungis einn hér- aðsdómstóll fyrir landið allt í stað átta. Svo langt er þó ekki gengið í framvarpinu en vissulega stefna mörg ákvæði þess í þá átt með því að samræma starfsemi héraðsdóm- stólanna, setja þá undh- eina stjóm og gera ráð fyrir hreyfanleika starfsmanna á milli embætta. Hafa komið hörð mótmæli frá starfandi héraðsdómurum gegn hinu síðast- nefnda og hafa þeir líkt þessu við nauðungar- flutninga. Einnig sætir það tíðindum að staða dómarafulltrúa verður lögð niður með fram- varpinu og í staðinn koma löglærðir aðstoðarmenn með mun takmarkaðra verksvið. Aukastörf dómara Undanfarin ár hefur það verið nokk- uð til umræðu hvort það sé óæski- legt að dómarar sinni í ríkum mæli aukastörfum. Sem dæmi má nefna að það er ekki óalgengt að dómarar sitji í gerðardómum, úrskurðar- nefndum í stjórnsýslunni og að þeir taki þátt í að semja lagafrumvörp. Sú spurning vaknar hvort viðkom- andi dómarar hafi þá nægan tíma fyrii' sinn aðalstarfa og hvort þarna geti ekki verið óheppileg tengsl milli Dómarar Ijúki störfum með því að biðja um að vera reknir?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.