Morgunblaðið - 18.04.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.04.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 B 3 ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Golli 3LEG Titov, Rússinn í liði Fram, hefur leikið mjög vel í vetur, bæði á línunni og ekki síður í vörninni. Hér skorar hann án þess að þeir Sigfús Sigurðsson og Ingi R. Jónsson komi við vörnum. JÚDÓ / OPNA HOLLENSKA Þoryaldur náði lengst íslendinganna ISLENSKIR júdómenn náðu at- hyglisverðum árangi'i á Opna hol- lenska meistaramótinu sem fram fór á dögunum. Mótið er ásamt Opna tékkneska og Opna þýska mótinu það mót sem kemur næst Opna franska meistaramótinu að styrkleika, en alls eru haldin 10 til 12 svokölluð A-mót árlega auk Evr- ópumeistaramótsins. Alls voru keppendui- um 400 frá 33 þjóðum á mótinu að þessu sinni, þar af voru íslensku keppendumir fimm. Þorvaldur Blöndal hafnaði í 7. sæti í -90 kg flokki, en alls voru 28 sem reyndu með sér í þessum flokki. Þorvaldur vann Belga og Frakka á ippon, fullnaðarsigur, í fyrstu tveimur viðureignum sínum. Var viðureign hans við Frakkann jöfn og spennandi og hafði Þorvald- ur ekki sigur fyrr en 40 sekúndur voru eftir. Frakkinn var fyrirfram talinn sigurstranglegi’i, en Þorvald- ur lét það ekki á sig fá. í þriðju viðureigninni beið hann lægri hlut fyrir Pólverjanum Matyjazek. Þor- valdm- kom ekki ákveðinn til leiks og gerði snemma mistök sem kost- uðu hann sigurinn. Þar með var möguleikinn á gullverðlaunum úr sögunni en Þorvaldur fékk uppreisn- arglímu þar sem Pólverjinn vann þennan þyngdai-flokk. Því átti Þor- valdur tækifæri á að krækja í brons- verðlaun sigraði hann Rússann Ignatiev. Þorvaldm- fór vel af stað og hafði frumkvæðið framan af og skoraði m.a. koka og fékk þrjú stig. Þegar um tvær mínútur voru eftir náði Rússinn fallegu bragði og vann fullnaðarsigur og hlaut bronsverð- laun en Þorvaldur hafnaði í 7. sæti. í -81 kg flokki keppti Bjarni Skúlason ásamt 27 öðrum köppum og náði Bjami 13. sæti. Hann lagði Mcclifty frá Austurríki með fullnað- arsigi-i í fyrstu umferð, en mætti því næst Spánverjanum Dominguez. Ur varð hörkuviðureign þar sem Bjami sýndi góð tilþrif. Náði hann nokkmm sinnum að kasta andstæð- ingi sínum, sem ævinlega tókst að bjarga sér frá tapi á elleftu stundu. Er rúmar jnjár mínútur vom eftir missti Bjarni einbeitinguna um stund og Spánverjinn nýtti sér það til sigurs. Spánverjinn féll síðan úr leik og því fékk Bjami ekki upp- reisnarglímu. Gísli Magnússon tapaði í fyrstu umferð í +100 kg flokki fyrir Ung- verjanum Csizimadia. Gísli hafði fmmkvæðið framan af viðureign- inni og skoraði snemma Wazaari, 7 stig, og náði andstæðingi sínum tví- vegis í gólfið en tókst ekki að halda honum nógu lengi til að fá stig. í harðri baráttu um tökin náði Ung- verjinn góðu taki og í framhaldinu að vinna fullnaðarsigur. Andstæð- ingur Gísla heltist úr lestinni í næstu umferð og því fékk Gísli ekki uppreisnarglímu. Jónas Jónasson og Sævar Sigur- steinsson kepptu í -73 kg flokki og náðu báðir að komast í aðra umferð. Þai' með lauk þátttöku þeirra. Einar þjálfar Stjörnuna EINAR Einarsson, sem lék með Aftureldingu í vetur jafn- framt því sem liann var að- stoðarþjálfari Skúla Gunn- steinssonar hjá liðinu, hefur gengið frá þriggja ára samn- ingi við Stjörnuna f Garðabæ. Einar mun þjálfa liðið og vætnalega leika eitthvað með enda lék hann vei með Aftur- eldingu í vetur. Einar er öllum hnútum kunnugur hjá Stjörn- unni þar sem liann lék um ára- bil áður en hann flutti sig um set í Mosfellsbæinn. ■ JULÍUS Jónasson og samherjar hjá St.Otmar eru úr leik í undanúr- slitum í keppninni um svissneska meistaratitlinn í handknattleik. I fyrrakvöld tapaði St. Otmar 30:28 fyrir Pfadi Winterthur á heimavelli í öðrum leika liðanna, en Winterth- ur vann einnig fyrri leikinn. Júlíus gerði 3 mörk í síðari leiknum. ■ BJARKI Sigurðsson gerði 11 mörk er Drammen lagði Stavang- ur, 29:28, á útivelli í úrslitakeppni fjögurra liða í norsku deildinni um keppnirétt í Borgakeppni Evrópu næsta haust. FRJÁLSÍÞRÓTTIR Áformað að leggja „gullvöll“ Owens niður Hugmyndir eru uppi á meðal borgaryfirvalda í Berlín um að breyta Olympíuleikvanginum þar í borg þannig að hann rúmi 90.000 áhorfendur í sæti, 25.000 fleiri en nú er. Er þetta gert til þess að styðja við umsókn Þýskalands um að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu árið 2006. Á þessum breytingum er einn hængur að mati frjálsíþróttamanna, hann er sá að um leið verður að fjarlægja hlaupabrautir og annað sem teng- ist keppni í frjálsíþróttum á vellin- um. Mun þá keppni í frjálsíþrótt- um þar heyra sögunni til. Þessu hefur m.a. Primo Nebiolo, formað- ur Alþjóða frjálsíþróttasambands- ins, mótmælt og hefur m.a. bent á hversu miklu hlutverki frjáls- íþróttavöllurinn gegni í sögu gi'einarinnar. Þar hafi bandaríski þlökkumaðurinn Jesse Owens unn- ið fern gullverðlaun á Olympíuleik- unum 1936, nasistum, sem þá voru við völd í landinu, til mikillar gremju. Auk þess sé völlurinn einn þesti alhliða íþróttavöllur heims að mati Nebiolos. Gert er ráð fyrir að ef ráðist verður í þessar breytingar muni þær kosta rúma 13 milljarða króna, en verði byggður nýr völlur við hlið hins gamla, eingöngu fyrir knattspyrnu, er áætlaður kostnað- ur tæpir 20 milljarðar króna. Þar sem ládeyða ríkir í þýsku efna- hagslífi um þessar mundir renna yfirvöld í Berlín hýru auga til ódýrari lausnarinnar. Rekstur og viðhald grasvalla Föstudaginn 24. apríl Mannvirkjanefnd KSI heldur nómskeið um REKSUR OG VIÐHALD GRASVALLA föstudaginn 24. apríl 1998 kl. 10-17 d Sporthóteli ÍSÍ í Laugardal. Skróning er hafin ó skrifstofu KSI sem veitir allar nónari upplýsingar í síma 510 2900. Góðir vellir — betri knattspyrna tÚRSLITAKEPPNI ÍSLANDSMÓTSINS í HANDKNATTLEIK AÐ HLÍÐARENDA í DAG KL. 16.00 VALUR-FRAM Forsala aðgöngumiöa hefst kl. 12.00 í Valsheimilinu. Valsmenn eru hvattir til að fjölmenna og mæta tímaniega, allir í rauðu. Uppselt var á síðasta leik þessara liða í Valsheimilinu. Handhafar HSÍ skírteina þurfa að sækja miða sína í Valsheimilið í dag milli kl. 9.00 og 12.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.