Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 37
36 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 3% STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÐGERÐA ER ÞÖRF STRAX VANDI afbrotaunglinga er mikill og skelfilegur. Um 30 unglingar bíða nú vistunar á meðferðarheimilum hjá Barnaverndarstofu og var biðtími eftir vistun að meðaltali innan við tveir mánuðir allt síðasta ár. Nú stefnir hins vegar í 5 til 6 mánaða biðtíma. Þetta sýnir að um vaxandi vanda er að ræða, sem nauðsyn er að taka föstum tökum áður en hann verður óviðráðanlegur. Um síðustu helgi birtist í Morgunblaðinu samtal við unglingaráðgjafa hjá Félagsmálastofnun, Davíð Berg- mann, um vandamál afbrotaunglinga. Hann sendi þing- mönnum dreifibréf, því að honum ofbauð, að Islending- ar skuli búa við þann veruleika að horfa upp á aðra og þriðju kynslóð afbrotamanna án þess að brugðizt sé nægjanlega við. Ungur síbrotamaður skilur oft ekki af- leiðingar afbrota sinna og því þýðir ekki að birta honum skilorðsbundinn dóm. Það er skoðun unglingaráð- gjafans, að afbrotaunglingurinn þurfi á sérstöku með- ferðarúrræði að halda. Davíð Bergmann hefur í samvinnu við lögreglu, slökkvilið, Fangelsismálastofnun og fleiri verið með for- varnastarf fyrir unglinga, sem taldir eru í áhættuhópi um afbrotahegðun. Hann telur að starfið hafi skilað verulegum árangri og þriðjungur drengjanna hafi ekki komizt í kast við lögin eftir hópstarfið, en lögreglan eða félagsmálayfirvöld hafi haft afskipti af flestum þeirra áður. Hins vegar telur hann forvarnastarf meðal ung- linga, sem eru komnir lengra á afbrotaferlinum, erfið- ara viðureignar, meðan síðbrotamenn gangi inn og út úr yfirheyrslum á milli þess sem þeir halda áfram að fremja afbrot. Páll Pétursson félagsmálaráðherra tekur undir með Davíð Bergmann að úrræði skorti til að taka á vanda af- brotaungmenna, en hann segir að verið sé að vinna að lausn vandans. Taka eigi í notkun meðferðarheimili í Skjaldarvík í Eyjafirði og byggingu lokaðs meðferðar- heimilis í Skagafirði ljúki síðari hluta ársins. Hvað sem þessu líður, er nauðsynlegt að yfirvöld bregðist af festu og öryggi við þessum mikla vanda. Kostnaður við aðstoð við þetta unga fólk og meðferð til þess að koma því á hina beinu vandrötuðu braut er ekki mikill í samanburði við það tjón, sem vandræðaungling- ar geta valdið á skömmum tíma. Því ber að bregðast skjótt við og nýta starf þess fólks sem af áhuga og skyldurækni við þjóðfélagið hefur unnið að velferðar- málum unglinganna og sýnt nokkurn árangur. Stjórn- völd verða að sinna þessum alvarlega vanda betur en gert er. LOFSVERÐ AFSTAÐA FORMANNS ALÞÝÐUBANDALAGS Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubanda- lagsins, hefur tekið ákvörðun um að láta vinna greinargerð um hvernig staðið hafi verið að skuldamál- um Þjóðviljans á sínum tíma í Landsbanka Islands. Er þessi ákvörðun tekin í framhaldi af umræðum um mál- efni Landsbankans en í þeim umræðum hefur m.a. verið vikið að skuldum Þjóðviljans, en útgáfu blaðsins var hætt fyrir nokkrum árum. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Margrét Frímannsdóttir m.a.: „Það er rétt að skuldir Þjóðviljans í Landsbankanum voru töluverðar. Það sem hefur kannski fyrst og fremst verið dregið inn í þessa umræðu er klausa, sem finnst á skuldabréfi, þar sem er einhvers konar yfirlýsing um að greitt verði af skuldabréfinu á meðan Þjóðviljinn komi út. Ég veit ekki hvernig þessir samningar eru til komnir en auðvitað eru það stjórn- endur Landsbankans, sem samið er við.“ Sú ákvörðun Margrétar Frímannsdóttur að gera hreint fyrir dyrum Alþýðubandalagsins í máli þessu og skýra frá niðurstöðum opinberlega er lofsverð og til fyr- irmyndar. S Sjötíu ára afmæli Slysavarnafélags Islands fagnað með ýmsu móti Aukið öryggi sjómanna með nj^u til- kynningakerfi s Slysavarnafélag Islands fagnar á þessu ári 70 ára afmæli. í tilefni af því verður starf- semin efld og ýmsum nýjum verkefnum hleypt af stokkunum. Meðal annars verður nýtt sjálfvirkt tilkynningakerfí skipa tekið í notkun að hluta í haust og að fullu um næstu áramót. Gréta Ingþórsdóttir kynnti sér starfíð og dagskrá afmælisársins. Morgunblaðið/Ásdís HILMAR Snorrason, skólastjóri Björgnnarskóla sjómanna, sýnir hvernig nota á björgunarvesti á réttan hátt með aðstoð Valgerðar Sigurðardóttur, kynningar- og fræðslufulltrúa SVFÍ. Sigurður Sigurðsson, deildarsljóri slysa- varnadeildar, og Esther Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri fylgjast með. Að sögn Hilmars er mikilvægt að fara í klofólar, reima allar reimar og herða ólar og belti vel. Almenningi gefst kostur á að láta yfírfara björgunarvesti á opnu húsi Slysavarnafélagsins um allt land á morgun. SLYSAVARNAFÉLAG ís- lands var stofnað 29. janúar 1928 og verður sjötíu ára af- mælisins minnst með ýmsu móti á þessu ári og tækifærið notað til að móta stefnu þess til framtíðar. Þeg- ar á morgun verða slysavarnadeildir um allt land með opið hús og í dag er haldið málþing í Borgamesi um frí- stundaslys. Opna húsið verður einnig í höfuðstöðvum SVFÍ við Grandagarð, Sæbjörg, skip Slysavarnaskóla sjó- manna, verður almenningi til sýnis og slysavarnadeild kvenna í Reykjavík verður með opið hús í húsakynnum sínum í Sigtúni. Dagurinn verður einnig notaður til fjáröflunar með sölu afmælismerkis og rennur ágóði af sölu þess til uppbyggingar björgunar- og slysavarnastarfs á hverjum stað. Almenningi gefst á morgun kostur á að koma með björgunarvesti á opnu húsin, fræðast um notkun þeirra og láta yfirfara þau. Sérstök kynning verður á sundjökkum fyrir börn og verða slíkir jakkar afhentir endur- gjaldslaust á sumum stöðum. Hægl að fylgjast með skipum á mínútufresti Nýja sjálfvirka tilkynningakerfið boðar, að mati forsvarsmanna SVFI, byltingu í öryggi sjómanna. Kerfið tekur við upplýsingum frá minni bát- um á 15 mínútna fresti, frá stærri skipum á klukkustundarfresti og frá þeim skipum sem eru í gervihnatta- sambandi tvisvar á sólarhring. Með kerfinu er hægt að sjá staðsetningu skipa, stefnu þeirra og siglingarhraða og ef ástæða þykir til er hægt að fá merki á allt niður í einnar mínútu fresti og fylgjast þannig mjög náið með skipum. Þá er með kerfinu hægt að senda öllum skipum samræmd boð með öruggum hætti en í dag verð- ur að treysta á útvarpið og talstöðvar. I kerfinu er hægt að lesa upplýsing- ar úr skipaskrám og fá m.a. mynd af hverju skipi sem getur verið gagnlegt, t.d. ef síga þarf í skip úr þyrlu, til að átta sig á aðstæðum, fjölda mastra, loftneta o.þ.h. Allar tilkynning-ar um nýja kerfíð frá áramótum Að sögn Bergs Þórissonar, starfs- manns hugbúnaðarfyrirtækisins Stefju ehf. sem hannað hefur kerfið, er fjarskiptatæknin sem kerfið notar tví- þætt. Annars vegar eru landstöðvar sem nota metra-bylgjur, hins vegar er Inmarsat-gervihnattakerfið sem tekur til alls heimsins. í hverju skipi er GPS-staðsetningartæki sem staðsetur skipið og sendir upplýsingar um fjar- skiptatæki eða talstöð til tölvu í landi, sem aftur sendir upplýsingar til Landssímans þaðan sem samræming- armiðstöð sendir upplýsingarnar til höfuðstöðva Slysavamafélagsins. Fyrsta útgáfa kerfísins verður tekin í notkun í október en fyrst um sinn verða gamla handvirka kerfið og nýja sjálfvirka kerfið notuð samhliða og starfsmenn geta farið yfir í gamla kerfið ef á þarf að halda á meðan byggð verður upp trú á nýja kerfið. Bergur segist telja að störf manna hjá Tilkynningaskyldunni breytist tals- vert og þeir verði aðallega í því að greina falsviðvaranir frá raunveruleg- um neyðartilkynningum. Tilkynningar frá skipum fara alfarið um nýja kerfið frá og með næstu áramótum. Slysavarnir á nýrri öld I lok þessa mánaðar verður haldið landsþing félagsins í Sandgerði. í tengslum við það verður opnað söguminjasafn og sögusýning í Garð- inum í húsnæði sem björgunarsveit SVFÍ fékk að gjöf á síðasta ári. Að sögn Gunnars Tómassonar, formanns SVFÍ, hefur muna á safnið verið safn- að um land allt. Landsþingið sjálft hefur yfirskriftina slysavarnir á nýrri öld og þar verður stefna félagsins mótuð til framtíðar. Gunnar segir að mikil vinna hafi verið lögð í þá stefnumótun í vetur og vonast hann til að hún verði samþykkt á lands- þinginu. Málþing verða haldin víðs veg- ar um landið í tilefni aímælisársins undfr sömu yfirskrift og landsþingið. Þegar hefur verið haldið málþing á Isa- firði um sjóslys og í dag verður fjallað um tómstundaslys í Borgarnesi. Umferðaröryggisfulltrúar í öll kjördæmi Félagið ætlar að ráða umferðarör- yggisfulltrúa í öll kjördæmi í sumar í samvinnu við Umferðarráð. A síðasta ári starfaði einn fulltrúi á Suðurlandi með góðum árangri og nú verður sú starfsemi færð út um allt landið. Gunnar segir að þótt flest slysin verði á Stór-Reykjavíkursvæðinu verði flest alvarlegu slysin úti á landi og verði mikil áhersla lögð á að taka á umferð- aröryggismálunum í sumar. A næstu þremur árum verður byggt upp öryggiskerfi fyrir sjómenn og er sú vinna þegar hafin. Hugmyndin hef- ur verið kynnt fyrir samtökum sjó- manna og útvegsmanna og fyrir þing- mönnum sem fjalla um öryggismál sjómanna. Starfsmaður verður ráðinn á næstu dögum til að vinna að þessu verkefni í sumar. Árbókin komin út Meðan á fundinum stóð barst árbók Slysavamafélagsins úr prentun en hún hefur verið gefin út á hverju ári óslitið frá stofnun félagsins. Þar er að finna skýrslur um starfsemi félagsins, árs- reikninga, sagt frá afmælum félagsein- inga og birtar upplýsingar um björg- unarstörf og ýmis slys. Gunnar Tóm- asson sagði að í bókinni væru nú í fyrsta skipti teknar saman upplýsing- ar frá björgunarmiðstöð SVFI, Land- helgisgæslunni og fjarskiptastöðinni í Gufunesi um atvik þar sem Slysa- vamafélagið kom að málum í sam- vinnu við hina aðilana. Meðal annarra verkefna á afmælis- árinu má nefna samkeppni um hönnun á líflínu, skólaskip Slysavamaskóla sjómanna verður endurnýjað, væntan- lega með Akraborginni, húsnæði á Gufuskálum verður afhent Lands- björgu og SVFÍ á árinu og er fyrir- hugað að setja þar á laggimar þróun- ar- og fræðslumiðstöð, ritgerðasam- keppni verður haldin fyrir grunnskóla- nema í 8.-10. bekk og gert verður átak í að fjölga félagsmönnum. Nýjar kenningar um þróun físka Nýjar hugmyndir um þróun fiska hafa vakið athygli, en íslenskur prófessor í Svíþjóð hefur leitt hóp vísindamanna sem sett hefur fram nýjar kenningar. Eru hugmyndirnar taldar varpa nýju ljósi á gömul vandamál í þróunarfræðum. Sigrún Davíðsdóttir, fréttaritari í Kaupmannahöfn, ræddi við Ulf Arnason, prófessor í Lundi, og Ein- ar Arnason, prófessor í þróunarfræði við Háskóla Islands. ULFUR Árnason, prófessor í sameindaþróunarfræði við Háskólann í Lundi, og starfshópur undir stjórn hans hafa sett fram kenningar um þró- un fiska, sem kollvarpa fyrri kenning- um um þessi efni. Hin viðtekna hugmynd hefur verið að uppruna ferfætlinga væri að leita meðal lungnafiska, en þeir Ulfur og félagar sýna fram á það í grein í tímaritinu Journal of Molecular Evolution að svo er ekki. Forfeður ferfætlinga er ekki að finna meðal núlifandi fiska, svo leita þarf aftur í steingervinga til að finna skyldustu tegundir. Að sögn Einars Árnasonar, prófessors í þróunarfræði við Há- skóla Islands, varpa hugmyndir Ulfs nýju ljósi á mörg gömul vandamál í þróunarfræðum. „Við uppgötvuðum að þróunartré fiskanna sneri öfugt,“ segir Úlfur létt- ur í bragði, þegar kemur að því að skýra efnið fyrir leikmanni. Efnið er þó flóknai’a en svo, en í megindráttum snúast niðurstöðurnar um að teikna upp nýtt þróunartré. „Hingað til hefur verið haldið að ferfætlingar væru komnir frá lungnafiskum, þannig að forfeður fugla og spendýra væri að fínna meðal núlifandi beinfíska. Við sýnum hins vegar fram á að þróunar- greinin til fugla og spendýi-a er neðan greinar lungnafískanna.“ Um áhrif þessara hugmynda segir Úlfur að þar með sé útséð um að leita forfeðra fugla og spendýra í hópi núlif- andi beinfiska eins og lungnafisks og þorsks, því engir núlifandi fiskar eru skyldari spendýrum en hinir. ,Alhr núlifandi fiskar eru á sinni sérstöku grein, sem er aðskilin frá þróunar- greininni, sem liggur til fugla og spen- dýra.“ Hvað rannsóknir varðar gjör- breytir þetta afstöðunni, því út frá hugmynd Úlfs og félaga þýðir ekki lengur að bera saman kjarnasýrur, DNA, fugla og spendýra annars vegar og fiska hins vegar til að átta sig á Úlfur Árnason Einar Árnason þróun þessara tegunda, heldur verður að leita til steingervingafræðinnar til að finna forverurnar. Tilviljun leiddi til nýrrar kenningar Það var þó ekki þessi niðurstaða, sem verið var að leita að. Ann-Sofie Rasmussen, doktorsnemi hjá Úlfi, hafði það verkefni að ákvarða kjarna- sýru í slímál til þess að rannsaka skyldleika svokallaðra hringmunna. RANNSÓKNIR á hvölum hafa verið útfærðar yfir á skyldleika spendýra almennt. Þegar kom að því að bera niðurstöð- umar saman við þróunartréð kom í ljós að þær féllu ekki inn í fyrri hug- myndir um skyldleika fiska og fer- fætlinga. Þá dugði ekkert annað en að snúa þróunartrénu á hvolf og þar með var ný kenning fædd. Um áhrif hinnar nýju kenningar segir Úlfur að nú verði að skilgreina þróun landhryggdýra öðruvísi en áður. „Sameindasamanburður við núlifandi fiska leysir ekki það mál. Um leið þarf að færa þróunarbreytingar fiska og spendýra aftur í tímann og það breytir sjálfkrafa tímasetningu þróunarsög- unnar. Því þarf að fara aftar en áður var talið til að finna uppruna núlifandi hryggdýra og spendýra." Fersk og fijó skoðun „Þetta er fersk skoðun, sem Úlfur og samstarfsfólk hans í Lundi koma þai-na með,“ segh’ Einar Árnason, prófessor í þróunarfræði við Háskóla íslands. Hann segir rannsóknarstofuna, sem Úlfur veitir forstöðu, hafa raðgreint fleiri hvatbera DNA en allai- aðrar rannsóknarstofur samanlagt, byggi því á yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á sviði sameindaþróunarfræði og hafi oft áður komið fram með nýjar og frjóar hugmyndir. Úlfur byrjaði fyrir mörg- um árum á rannsóknum á hvölum og hefur síðan útfært þær frekai’ og tekið fyiir skyldleika spendýra almennt. „Þessar hugmyndir eru mjög spenn- andi og dæmi um hvemig sameinda- þróunaiiræði kemur með nýja sýn inn í gamlar deilur. Auðvitað eru ekki allir sammála um túlkun niðurstaðnanna, en það er erfitt að standa gegn niðurstöð- um sameindaþróunarfræðinnar, þar sem þær era mjög sterkar.“ Einar segir að niðurstöður Úlfs og félaga hans leiði til endurskoðunar fyrri hugmynda, meðal annars um uppruna ferfætlinga. Ýmislegt, sem áður virtist ekki standast, gangi nú upp, en um leið séu aðrir hlutir, sem þaifinist skýringar. „Með niðurstöðum sínum gerir Úlf- ur einn hóp úr öllum fiskum, sem áður voru álitnir dulstofna. Niðurstöður Úlfs benda til þess að fiskar séu ein- stofna, en einmitt deilur um hvort ein- staka hópar séu einstofna (að hópur- inn innihaldi alla afkomendur sameig- inlegs forföður), dulstofna (að hópur- inn undanskilji suma afkomendur sameiginlegs forföður) eða fjölstofna (að meðlimir hópsins hafa þróað sama svipfar án þess að eiga sér sameigin- legan forföður) eru stórt viðfangsefni í þróunarfræði. Úlfur kemui’ því með nýja sýn á gömul vandamál og um leið með visbendingar hvar eigi að leita svara við þeim.“ Umræður um kjaramál, skipulag og menntun á þingi Samiðnar í gær Varað alvar- lega við verð- bólgumerkjum Varað var alvarlega við verðbólgumerkjum sem fram hefðu komið að undanförnu, m.a. * með 5,2% hækkun innlendra matvæla á einu ári, við umræður sem fram fóru á þingi Sam- iðnar í gær. Omar Friðriksson kynnti sér umræður á þinginu, en þar var einnig rætt um starfsmenntun og skipulag samtakanna. FRÁ 1990 höfum við búið við litla verðbólgu og byggðar hafa verið upp forsendur í fyrirtækjunum fyrir stöðugt vaxandi kaupmætti. Staðan er sú í dag að við höfum náð fram þeim kaup- máttarauka sem við stefndum að. Við sjáum hins vegar ýmis verðbólgu- merki sem uppi era og það er athygl- isvert að það eru innlendu vörarnar sem eru að hækka, en innfluttu vör- urnar að lækka,“ segir Örn Friðriks- son, fráfarandi formaður Samiðnar. Örn hafði framsögu um kjaramálaá- lyktun á öðram degi þings Samiðnar í gær. Örn sagði í samtali við Morgunblað- ið að ef þess yrði ekki gætt að halda verðbólgunni niðri færi hún vaxandi á nýjan leik og þá væri ljóst að forsend- ur fyrir langtímakjarasamningum og atvinnuöryggi væru brostnar. Kaupmáttur dagvinnulauna hefur aukist verulega Á þinginu var kynnt yfirlit hagfræð- ings ASÍ yfir verðlagsþróunina frá mars í fyrra þegar kjarasamningar á almenna vinnumarkaðinum voru gerð- ir, til mars í ár. Á þessu tímabili hefur ríkt 2,4% verðbólga en séu einstakir liðir vísitölu neysluverðs hins vegar skoðaðir á þessu tímabili, kemur í ljós að innlendar vörur hafa hækkað um 5,2% á þessu tímabili, húsnæðisliður- inn um 5,3% en innfluttar vörur hafa lækkað á sama tíma um 0,5%. í drögum að ályktun þingsins um kjaramál segir að nú þegar þriðjung- ur gildistíma kjarasamninga sé liðinn hafi kaupmáttur dagvinnulauna Sa- miðnarmanna aukist verulega, ráð- stöfunartekjur dagvinnulauna hækk- að meira en þekkst hafi um langt ára- bil að teknu tilliti til skatta, atvinna aukist og vextir farið lækkandi. í drögunum er aftur á móti varað alvar- lega við verðbólgumerkjum sem fram hafi komið að undanförnu m.a. í hækkun innlendra matvæla og kostn- aðarhækkunum í heilbrigðiskerfinu. „...framhald langtímasamninga er m.a. undir því komið að verðbólga haldist innan áætlaðra marka,“ segii’ í ályktunardrögunum. VMSÍ gagnrýnir reglur um löggildingu í gær fór mikil umræða fram um starfsmenntamál á þinginu en meðal þeiiTa sem ávörpuðu þingið voru Björn Bjarnason menntamálaráð- herra, Ingibjörg Guð- ------------- mundsdóttir, frá Menning- ar- og fræðslusambandi al- þýðu, og Björn Grétar Sveinsson, formaður _______ Verkamannasambandsins. Bjöm Grétar sagði ljóst að VMSÍ ætti nokkuð í land með að skapa sam- bærileg skilyrði fyrir félagsmenn sína varðandi starfsmenntun og endur- menntun en iðnaðarmannafélögunum hefði tekist að skapa fyrir sína félags- menn. „Fram til þessa dags hefur að- koma verkafólks verið sama og engin að menntakerfinu, en nú horfir til betri vegar. Breiðari aðkoma atvinnu- lífsins að skipulagningu, stefnumótun og stjórnun menntakerfisins mun með Orsök 2,4% verðbólgu frá mars 1997 tíl mars 1998 Innlendar vörur -19% 5,2% Innfluttar vörur alls - 34% | -0,5% Húsnæði -12% 5,3% I Opinber þjónusta -12% c=C>2,4% Önnur þjónusta 3,2% 12% Innlend vara hækkar en er- lend lækkar tíð og tíma skila sér í fjölbreyttara og betra starfsnámi, bæði styttri og lengri námsbrautum, þar sem tekið er mið af raunverulegum þörfum vinnu- markaðarins á hverjum tíma,“ sagði Björn Grétar. Fram kom í máli hans að rætt verð- ur um löggildingu starfa á sambands- stjórnarfundi VMSÍ eftir viku. Benti hann á að VMSÍ og Landssamban+- iðnverkafólks hefðu mótmælt harð- lega breytingum sem gerðar voru á iðnaðarlöggjöfinni í kjölfar úrskurðar Eftirlitsstofnunar EFTA vegna stað- festingar íslendinga á reglum ESB um gagnkvæma viðurkenningu próf- skírteina og starfsréttinda. Erlendii’ ríkisborgarar gætu komið hingað og starfað við löggiltar iðngreinar á grundvelli 6-8 ára starfsreynslu á sama tíma og íslenskir launamenn yrðu að lúta þeim ákvæðum iðnaðar- laga að mega það ekki. Þannig mætti verkamaðm- frá Portúgal með langa starfsreynslu í bifreiðaviðgerðum starfa á Islandi sem bifvélavirki en ís- lenskt launafólk mætti ekki vinna sama starf nema hafa sveinspróf í bif« ■ vélavirkjun. Meirihluti andvígur sameiningu aðildarfélaga Á þinginu fer einnig fram mikil um- ræða um skipulagsmál verkalýðs- hreyfingarinnar. Kynnt var niðurstaða úr við- horfskönnun um skipulags- mál sem fram fór meðal fé- _________ lagsmanna Samiðnar. Sam- kvæmt henni telja nær átta af hverjum tíu að félög eigi að samein- ast um þjónustu. Hins vegar meirihluti aðspurðra mótfallinn því að7 sambandið gerði tillögu um samein- ingu aðildarfélaganna. 43% vilja að starfsmenn geti valið um félag án til- lits til búsetu eða vinnustaðar en 12% vora því mótfallnir. Um 70% töldu að byggja ætti á skipulagi líku fyrir- komulagi Samiðnar í dag en með skýrari verkaskiptingu milli aðildarfc- laga, Samiðnar og ASÍ. va£-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.