Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framkvæmdum við Laugaveginn miðar vel áfram og hafa verklok verið áætluð hinn 15. júlí nk. SONJA Dögg Pálsdóttir, Margrét Erla Björnsdóttir og Ari Páll Karlsson. „Mað- ur verður alltaf bjartsýnni eftir að sólin fer að skína,“ sagði Sonja. GUNNAR Hilmarsson annar tveggja verslunareigandanna í GK var hinn ánægðasti með framkvæmdirnar við Laugaveg og sagði vel að þeim staðið. „ÞAÐ er ótrúlegt hvað fólk lætur þetta hafa lítil áhrif á sig,“ sögðu María Maríus- dóttir og Guðbrandur Jónsson eigendur verslunarinnar Drangeyjar við Laugaveg. KATRÍN Magnúsdóttir og Agnar Hin- riksson játuðu því að sandhrúgurnar og skurðirnir hefðu fælt sig frá því að labba Laugaveginn. FRAMKVÆMDUNUM við Laugaveg mun senn ljúka, og hafa verklok verið áætluð hinn 15. júlí nk. Ásgeir Loftsson staðar- verkfræðingur hjá Istaki segir að verkið hafi gengið nokkuð vel, en umfang þess hafí aukist og því væru áætluð verklok í athugun. „Við erum nokkurn veginn á áætlun, en það kom okkur ýmislegt á óvart þegar við komum niður á klöppina, þannig að það urðu nokkrar magnbreytingar á verkinu. Við gerum það sem við getum til þess að þetta verðri búið sem fyrst og hvort það verði hinn 15. júlí er í athugun," sagði Ás- geir þegar Morgunblaðið hitti hann að máli. Morgunblaðið innti nokkra kaupmenn við Laugaveg eftir viðhorfi þeiiTa til fram- kvæmdanna og voru þeir jákvæðir í garð breytinganna og tímans sem þær hafa farið fram. Laugavegurinn líflegur þrátt fyrir framkvæmdirnar Gunnar Hilmarsson annar tveggja eig- enda verslunarinnar GK við Laugaveg sagði breytingarnar h'tið trufla sína versl- un og viðskipti við Laugaveg. „Við erum fullkomlega sáttir við það sem gert hefur verið hér á Laugaveginum. Það hefur ver- ið nóg að gera hjá okkur, en það er minna um aukatraffík, lítið af fólki með barna- vagna og börnum að borða ís og þannig. En þeir sem ætla að versla láta fram- kvæmdirnar ekki á sig fá. Það kemur okk- ur í rauninni á óvart hvað Laugavegurinn er sterkur og líflegur þrátt fyrir svona framkvæmdir," sagði Gunnar og lét það sig litlu skipta þó grafa og vörubíll stæðu beint fyrir utan verslun hans. Vel staðið að framkvæmdunum Eigendur verslunarinnar Drangeyjar við Laugaveg sögðu langþráða stund óð- um nálgast, því nú væru þau farin að sjá fyrir endann á verkinu. „Það hefur ýmislegt gengið hér á und- anfarna mánuði, það hrundi til dæmis dót niður úr hillum á meðan verið var að kom- Kaupmenn jafnt sem viðskiptavinir jákvæðir Morgunblaðið/Golli TÓMAS Júlíusson, sem vinnur við að helluleggja Laugaveginn, sagði að góða veðrið væri óveður í sinum augum því þá væri umferð um götuna mikil, en það gerði honum og starfs- bræðrum sínum erfiðara um vik. „Við erum alltaf fyrir öllum og getum ekki unnið þetta alveg eins og við hefðum kosið því við getum bara tekið litla búta í einu. En það verður bara að hafa sinn gang,“ sagði Tómas og hélt áfram að vinna. ast niður úr klöpp, en samt sem áður hef- ur þetta verið mjög jákvæður tími því maður hefur séð endurnýjunina á götunni, og sumar lagnir voru víst orðnar þannig að það mátti ekki hnerra á þær þá duttu þær í sundur,“ sagði María Maríusdóttir. Hún bætti við að varla hefði verið hægt að standa betur að framkvæmdunum en Istak hefði gert, þeir hefðu alltaf látið vita um hvað væri á döfinni og við hverju kaup- menn mættu búast. „Það er ótrúlegt hvað fólk lætur þetta hafa lítil áhrif á sig því það hefur verið góður straumur af gang- andi vegfarendum á Laugaveginum, en auðvitað kemur þetta eitthvað niður á versluninni, þó samdrátturinn sé reyndar minni en við áttum von á,“ sagði María. „Á meðan ástandið var hvað verst þá fylgdumst við með hvernig hjálpsemin kom fram hjá fólki. Strákarnir hjá fstaki voru að hjálpa gömlum konum út í Hag- kaup, leiða þær milli skurðanna og lyfta undir kerrur og vagna. Það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með hvað fólk hefur verið jákvætt,“ sagði Guðbrandur Jónsson annar eigandi Drangeyjar. Sólskin eykur bjartsýni Sonja Dögg Pálsdóttir var á gangi ásamt frænku sinni Margréti Erlu Björnsdóttur með son sinn Ara Pál Karlsson í kerru á Laugaveginum. Hún sagði að sér þætti það fremur óþægilegt að fara um Laugaveginn í þessu ástandi þar sem hún væri ýmist með barnavagn eða kerru, en hún léti sig þó hafa það. „Ég lenti í því um daginn að ég þurfti að fara í eina verslun hér á Lauga- veginum og var með barnið í bamavagni. Það var rigning og hér var mikil drulla, þetta var áður en byijað var að leggja stétt- ina. Ég skildi srákinn eftir í vagninum, en hann vaknaði alltaf við hávaðann frá vélun- um á meðan ég skaust í bui-tu. Svo þetta var hálf ómögulegt allt saman," sagði Sonja en bætti við að nú væri þetta allt að batna, „að- gengið er betra núna og maður verður alltaf bjartsýnni eftir að sólin fer að skína, og lætur hlutina fara minna í taugamar á sér.“ Hæstiréttur hafnar kröfu um ógildingu reiknistuðuls skaðabótalaganna frá 1993 Hækkun stuðuls sýndi breytt mat löggjafans HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað kröfum manns sem slasaðist í um- ferðarslysi um að við ákvörðun ör- orkutjóns hans verði miðað við leiðréttan reiknistuðul skaðabóta- reglna en ekki þann stuðul sem ákveðinn var með gildistöku upp- haflegu skaðabótalaganna árið 1993. Það ár lenti maðurinn í slysi sem olli honum varanlegri 7,5% örorku. Ekki var ágreiningur um bóta- skyldu tryggingafélags ökumanns- ins sem slysinu olli þótt deilt væri þar um fjárhæð bóta. Maðurinn gerði jafnframt kröfu um að ríkið yrði dæmt bótaskylt. Sú krafa byggðist á því að hann vildi að sér yrðu reiknaðar bætur á grundvelli þeirrar reiknireglu skaðabótalag- anna sem lögfest var 1996 þegar margfeldisstuðull þeirra var hækkaður í 10 úr 7,5 eins og verið hafði samkvæmt þeim lögum sem giltu þegar slysið varð. Skerðing á stjórnarskrárvörðum réttindum Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hélt því fram fyrir hönd mannsins að með reikni- reglu 6. greinar upphaflegu skaða- bótalaganna hafi verið fólgin skerðing á fullum bótum, sem ekki fengi staðist gagnvart eignan-étt- arákvæði stjórnarskrárinnar, en aflahæfí mannsins njóti vemdar þess. Löggjafínn hafí sjálfur viður- kennt að um slíka skerðingu væri að ræða þegar margfeldisstuðullinn var hækkaður. Þessari kröfu hafnaði Hæstirétt- ur. í dómi réttarins segir að á það sé fallist með manninum að í afla- hæfi manna séu fólgin eignarrétt- indi, sem njóti vemdar eignarrétt; arákvæðis stjórnarskrárinnar. „Á hinn bóginn sé ótvírætt og raunar óumdeilt í málinu, að löggjafínn hafí heimild til að setja reglur um það hvernig ákvarða skuli bætur þegar aflahæfi manna er skert, enda sé það markmið slíkra reglna að fullar bætur komi fyrir. Með skaða- bótalögunum nr. 50/1993 var bætt úr brýnni þörf fyrir lögfestar reglur á þessu sviði. Með lögunum var að- ferðum við útreikning tjóns vegna varanlegrar örorku breytt í veru- legum atriðum. Leitast var við að setja skýrari og einfaldari reglur um ákvörðun bótafjárhæða, sem til þess væru fallnar að draga úr vafa og leiða til skjótari og ódýrari máls- meðferðar. Hins vegar er ljóst að eftir sem áð- ur verða bætur ekki ætíð ákveðnar þannig að óyggjandi sé. Þó verður að telja að hinar stöðluðu reglur laganna leiði til frekara samræmis í bótaákvörðunum og stuðli að jafn- ræði. Samanburður milli hins nýja bótakerfís og þess, sem áður gilti, er örðugur og getur ekki gefíð ein- hlít svör um það, hvort hin nýju lög fullnægi því markmiði að tryggja tjónþolum fullar bætur fyrir fjár- tjón. Slíkt mat er torvetlt og verður að ætla löggjafanum nokkurt svigrúm í þessum efnum, enda er það hlutverk hans að setja almenn- ar reglur um forsendur bótaákvarðana, þegar þess er þörf,“ segir rétturinn og að ekki verði annað séð en þau ákvæði skaðabóta- laganna, sem um var deilt í málinu, hafí stuðst við málefnaleg sjónarmið og ekki falið í sér mismunun. „Að öllu athuguðu verður að telja að ekki hafí verið sýnt fram á það í málinu, að lögin hafi ekki getað þjónað ofangreindu markmiði og verði því ekki beitt um tjón áfrýj- anda. I þeim fólst skýrt og ótvírætt mat löggjafans, sem við svo búið verður ekki haggað af dómstólum. Líta verður svo á að með nýjum margfeldisstuðli 6. gr. skaðabóta- laga, sem ákveðinn var með lögum nr. 42/1996, hafí komið fram breytt mat löggjafans á þeim tíma. Lög þessi öðluðust gildi 1. júlí 1996, og er þar ekki gert ráð fyrir því að hinu nýja ákvæði verði beitt um mál, sem eiga rætur að rekja til fyrri tíma. Er því ekki grundvöllur til þess, að dómstólar beiti ákvæðinu með þeim hætti.“ Sératkvæði Dómur meirihluta Hæstaréttar, dómaranna Péturs Kr. Hafstein, Garðars Gíslasonar, Guðrúnar Er- lendsdóttur og Haralds Henrysson- ar, var því á þá leið að bætur til mannsins yrðu ákveðnar samkvæmt lögunum eins og þau voru þegar hann slasaðist og var honum sam- kvæmt því dæmd tæplega 1 milljón króna auk vaxta og 500 þúsund króna í málskostnað. Einn dóm- enda, Hjörtur Torfason, vildi koma til móts við sjónarmið mannsins í sératkvæði á þeim forsendum að maðurinn eigi að njóta þess að löggjafinn hefur endurskoðað mat sitt á stuðlinum og komist að niður- stöðu sem leiði til hærri bóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.