Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÞETTA er heimskulegasta spuming sem ég hef á ævi minni heyrt!“ hvæs- ir Robert Duvall á vinalega miðaldra franska blaðakonu. „Ég hélt að Frakkar væru upplýstari en þetta!“ Hann hristir höfuðið í vanþóknun til annarra blaðamanna við borðið og er greinilega ofboðslega misboðið. Eða eitthvað illa upplagður. Ekki heyrist bofs frá frönsku blaðakonunni það sem eftir lifír fundarins. Hún hefði kannski átt að skvetta aðeins yfir hann úr koppi franskra blótsyrða. En lætur sér sjálfsagt nægja að hella úr skál- um reiði sinnar yfír grunlausan eiginmann sinn þegar heim kemur. Ef ske kynni... En hvað angrar Duvall? Ef til vill lætur hann áganginn fara í skapið á sér. En þá hef- ur hann lítið að gera til Cannes. Þar eru fjöl- miðlamenn frá öllum heimshornum sem margir hverjir svífast einskis þegar frétt er annars vegar. Að ógleymdum forvitnum ferðalöngum sem koma hvaðanæva til þess eins að sjá stjörnu bregða fyrir. Tugum sam- an bíða þeir fyrir utan hvert hótel eftir endi- langri strandlengjunni og mæna vonaraug- um á anddyrið - ef ske kynni... Blaðamaður ákveður að minnsta kosti að vanda spurningu sína til Duvall þegar röðin kemur að honum og byrjar á einhverju óskaplega gáfulegu. Þá heyrist hávær hring- ing úr handtöskunni. Einhvers staðar í allri tækjaflækjunni öskrar síminn og það tekur blaðamann óratíma að gramsa í töskunni til þess eins að slökkva. Þegar hann lítur upp aftur er sama vonleysið í svip leikarans og ekki von á góðu. Eins og að versla eiturlyf Stærstu kvikmyndahátíð í heimi svipar svolítið til Júragarðs Spielbergs nema hvað við fyrstu sýn eru risaeðlurnar í Cannes öllu frýnilegri ásýndum. Miðaldra blaðamanni frá Toronto finnst hátíðin þó minna meira á Dýragarðsbömin. „Þetta er eins og að versla sér eiturlyf," segir hann og hristir höfuðið raunamæddur. Þá er hann búinn að bíða í hálftíma eftir við- tali við Robert Duvall og þrjátíu mínútur em langur tími í Cannes. „I hvert skipti sem ég sækist eftir viðtali er sagt: „Bíddu hérna, ég skal sjá hvort ég get útvegað þér eitthvað." Svo bíð ég og bíð og löngu síðar kemur maðurinn aftur og seg- ir: „Heyrðu, farðu þriðju götu héðan til vinstri og fínndu úlfgrátt hús. Þar hittirðu konu sem heitir Moníka. Hún hefur sambönd og getur ef til vill hjálpað þér.“ Blaðamaður- inn dæsir þungan. Áreiðanlega er eitthvað til í þessu hjá hon- um en risaeðlurnar íylgja þá dýragarðsbörn- unum eftir eins og skugginn. Og það eru gagnrýnendurnir með sína óseðjandi matar- lyst. Þeir em ófeimnir við að rífa myndir í sig, jafnvel strax á frumsýningu. Ef óánægju gætir meðal áhorfenda í Cannes er nefnilega til siðs að gera hróp að leikarahópi myndar- innar, hlæja á hádramatískum eða ofur- væmnum augnablikum eða einfaldlega láta sig hverfa úr salnum. Á rauða dreglinum Það var því óneitanlega stemmning á framsýningu dönsku myndarinnar Fávitun- um sem leikstýrt er af Lars von Trier. Eftir að hafa gengið í smókingfótum upp rauða dregilinn, snúið sér rétt aðeins við í tröppun- um og veifað mannþrönginni eins og stór- stjarna og hálfdottað yfír danska talmálinu með franska textanum þá var eins og rifíð væri í augnlok blaðamanns um miðbik mynd- arinnar. Á hvíta tjaldinu gat að líta svæsið kynlífs- atriði þar sem bókstaflega ekkert var falið og fór óneitanlega kliður um salinn með mörg- um af helstu fyrirmönnum Frakklands. Var þetta liður í dogma-reglum dönsku leikstjór- anna að fela ekkert fyrir upptökuvélinni. Það reyndi á þolrif áhorfenda sem margir hveijir bauluðu vonbrigði sín áður en þeir klofuðu yfír mann og annan til að flýja myndina og „klámið“. En hvílík stemmning það er á þessum há- tíðarsýningum á kvöldin þegar hundruð safn- ast saman í ljósaskiptunum á strætum, torg- um, uppi í ljósastauram og bíða þess að frægu stjörnumar baði sig í stjörnuljóman- um á rauða dreglinum sem liggur upp tröpp- urnar að sýningarhöllinni. Fjöll af sykursnúðum „Ertu íslendingur?" spyr Derek Malcolm nýkominn úr viðtali við breska sjónvarps- stöð. „Og ekki fullur!?“ Við eram í kokkteil- veislu í tilefni af afhendingu gagnrýnenda- verðlauna í Cannes og þessi virti blaðamaður The Guardian sem situr í dómnefndinni í Un 'vCertain Regard virðist hafa átt eitthvað sam- HORFT yfir strandlengjuna um eftir- miðdaginn þegar aðeins var farið að hægjast um og farið að glitta í gang- stéttarhellurnar. KYNJAVERURNAR í veislu sem hald- in var af Sony og MTV og þúsundir manna sóttu voru ekki eins ógnvekj- andi og tilefnið - Godzilla. KLÁMMYNDASTJÖRNUR létu sig ekki vanta í Cannes og var þeirra keppni haldin til hliðar við hátíðina og vakti að venju gríðarleaga athygli. SPAUGARAR bregða á leik á La Croi- sette og engu líkara en sjálfur Sylv- ester Stallone sé að hita upp fyrir næstu mynd um Rambo. ÆTLAR enginn að bjóða mér upp? ÞESSI skrautlegi harmóníkuleikari á sér tvo aðdáendur sem láta sig aldrei vanta þegar hann er að spila. HUGH Grant var undir nálarauga fjöl- miðlamanna eins og endranær þegar hann gaf færi á sér ásamt mót- leikkonu sinni Jeanne Tripplehorn. kvikmyndaþorpi heims sem rís í tíu daga ár hvert? Pétur Blöndal lýsir mannlífi á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. an við Islendinga að sælda á undanfórnum hátíðum. Þegar við tökum spjall saman segir hann frá því að honum hafi staðið til boða að koma á Kvik- myndahátíð íslands en ekki haft kjark í sér til þess að taka boðinu. „Mér skilst að mönnum sé haldið vak- andi fram á morgun við drykkju og ég hreinlega „SVONA smelltu nú af!“ gæti Brooke treysti mér ekki í það,“ út- Shields verið að hugsa en Deborah skýrirhann. Kara Unger virðist annars hugar. En það eru ekki síður freistingar í Cannes. Þar standa kvikmyndafyrirtækin fyrir veislu á hverju kvöldi þar sem boðið er upp á gnótt áfengis og kræsingar og eru stærstu veisl- urnar metnar á tugi og jafnvel hundruð millj- ónir króna. Allt er gert til að skera sig úr enda margar veislur í gangi á sama tíma. í einni veislunni leika Blúsbræður með B.B. King í fararbroddi, Channel 4 innréttar veisluhúsnæði sitt eins og flugstöð þar sem áfangastaðurinn er Reykjavík, Simon Le Bon tekur lagið í veislu vegna myndarinnar Love Kills og þegar blaðamaður ætlar að seðja sárasta hungrið í einni veislunni era aðeins heilu fjöllin af sykursnúðum á boðstólum. Piltarnir sparka í hana sandi 09 halda áfram að hrækja á hana 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.