Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1998 B 13 MANNLÍFSSTRAUMAR TÆKNI / vísindaheiminum koma stöðugt upp mál sem varða fólsun niðurstaðna Fúsk og prett- ir í vísindum HEIMUR vísindanna er ekki alltaf hinn fagri garður ofurinnsæ- is, snilli og hugsjóna sem halda mætti tilsyndar séð. í vísinda- heiminum koma stöðugt upp mál sem varða fólsun niðurstaðna, þjðfnað á þeim, og þá gjaman frá lægra settum vísindamönnum eða stúdentum. Olafur Jóhann Ólafsson ritaði smásögu um hug- myndasnauðan vísindamann sem gat náð hugmynd frá öðrum yngri og sér snjallari. Svindlið er ekki alltaf meðvitað, því að oft veldur eldmóður vísindamannanna því að þeir gleyma árvekni sinni og greina ekki á milli ímyndunar og gagnrýninnar hugsun- ar. Tvö af þekktari dæmum síðari ára eru sennilega þessarar gerðar, annð úr raunvísindum en hitt úr hugvísindum. Frægasta dæmi um fúsk frá seinni árum er það er Bandaríkjamennimir Martin Fleischmann og Stanley Pons „fundu upp“ kalda kjama- samrunann árið 1989 og „björguðu“ orku- og umhverfismálum mannkynsins með einni bílrafhlöðu og palladínplötu. PILTONHAUSKÚPAN, tákn vísinda- prettanna. Svipaðs eðlis vom rannsóknir hins afar virta enska sálfræð- ings, Cyrils Bui-ts, er „sann- aði“ með tvíburarannsóknum sínum að greind ákvæðist af erfðum frem- ur en umhverfi. Blaðamaður nokkur kom auga á að í öllum rannsóknum hans var fylgni- stuðull upp á 0,72, sem var of ósenni- legt til að geta verið tilviljun. F r æ g u s t u prettir allra tíma vom þeir er ókunnur maður kom fyrir hluta úr gamalli hauskúpu úti á akri í Englandi og hjá lagði hann kjálka- bein úr mannapa, litað brúnt til að það syndist gamalt. Þarna var fund- inn þýðingarmikill hlekkur í þróun- arkeðju mannkyns og áratugir liðu uns upp komst hvers kyns var. Vitaskuld vinnur meirihluti vís- indamanna af samviskusemi, heiðar- leika og snilli. En til hefur komið nýr þáttur á seinni áram, þar sem em afar miklir efnhagaslegir hags- munir í lyfjaiðnaði, líffræði og lækn- isfræði. Ný hætta felst vitaskuld í því að þeir sem eiga hagsmuna að gæta geti pantað „vísindalegar" nið- urstöður sér í hag. Lyfjafýrirtæki gætu (og hafa) ráðið vísindamenn til sín til að sanna fyrirfram gefnar nið- urstöður um ágæti einhverrar fram- leiðslu sinnar. Allt þetta mál er þeim mun erfiðara viðureignar þar sem hefð er fyrir því að ekkert vísinda- legt réttarkerfi eða dómstólar séu til á sviðinu, nema hinn óbeini dómstóll sem felst í að valið er eða hafnað vís- indagreinum til birtingar í tímarit- um. En sífelld endurtekning svona mála, þar sem einna algengast er að yfirmenn steli eða a.m.k. eigni sér niðurstöður manna sem em háðir þeim um vinnuaðstöðu, hefur orðið til þess að rannsóknamefndir hafa verið skipaðar til úttektar á vísinda- fúski. í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Noregi og Danmörku er viðurkennt að svindlið eigi sér stað. Ekki skal fullyrt um ástand þessara mála hér á landi. En höfum við reynst betri eða verri hingað til en nágrannar okkar hingað til í þeim efnum sem betur mættu fara? Einna helst ber á fuski innan líf- fræði og læknisfræði þessi árin. Það kann að byggjast á því að einmitt þessar greinar fléttast hvað mest saman við fjármálahagsmuni, eink- um í lyfjaiðnaðinum. Einna frægast þeirra mála sem hafa komið upp á seinni áram er kennt við nóbelsverð- launahafann D. Baltimore í Banda- ríkjunum. Hann var flæktur í málið, þótt hann bæri ekki meginábyrgðina. Undirmaður hans skáldaði vísinda- niðurstöður lútandi að því að veirur gætu kallað fram krabbamein. Baltomore féll í áliti vegna þessa máls og var m.a. sakaður um að hafa reynt að stöðva rannsókn málsins. Hann varð að segja af sér stöðu yfir- manns Rockefeller-háskólans. Æ meir ber á því þessi árin að vísindamenn freistist til að skálda niðurstöður sér í hag. Mjög hefur kveðið að því að þeir sem reyna að koma réttlætinu fram, sem em oft undirmenn þeirra sem í hlut eiga, verði fyrir ofsóknum eða fái að blæða fyrir framtak sitt með at- vinnumissi. Þess vegna er uppi í mörgum löndum krafa um að upp sé komið einkvers konar réttarkerfi eða a.m.k. eftirliti, þannig að þeir sem telja sig hlunnfarna geti leitað til ákveðins aðila, og ekki síður til að gæta hagsmuna almennings. eftir Egil Egilsson ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/ Má ekki stytta biðlista eftir aðgerðum í góðœrinu? Svelt heilbrigðiskerfi ÞAÐ hefur ekki verið spaug að vera veikur á íslandi að undanförnu. Það er vissulega aldrei spaug að vera veikur, en þó kámar enn gamanið þegar fyr- irsjáanlegt sýnist að verulega dregur úr læknisþjónustu. Þetta slapp þó fyiár horn en biðlistamir em eftir sem áður staðreynd. Þegar svo er komið að fólk missir útlimi og jafnvel lífið af því að það kemst ekki í nauðsynlegar aðgerðir þá sýnist mál að linni. Það er einkennilegt að þetta skuli vera vemleikinn á sama tíma og mikið góðæri ríkir sem ekki sér fyrir endann á. Væri ekki réttara að nota peningana til þess að stytta biðlista sjúklinga eftir lífsnauðsynlegum aðgerðum í stað þess að þeir lengist dag frá degi? Það væri ábyggilega hægt að fjölga aðgerðum, t.d. á hjartasjúklingum og fleimm, með tímabundnum fjárveitingum sem miðuðu að því að ljúka hið fyrsta aðgerðum á þeim sem bíða. Þannig mætti með sameinuðu átaki koma því svo fyrir að biðlistar sjúklinga eftir aðgerðum heyrðu sögunni til. Það er öðru nær en þetta virðist á döfinni. Þvert á móti er nú eins og áður deildum lokað yfir sumarið og í kjölfar undangenginna deilna hefur fólk úr heilbrigðisstéttum verið að flytja af landi burt með þekk- ingu sína og sér- hæfingu. Þótt hægt sé að fá fólk í þeirra störf þá tekur lang- an tíma að þjálfa það upp, ekki sfytt- ast biðlistarnir við þær aðstæður. n eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Það heíur mikið verið rætt um að ís- land sé láglaunaland og sú sýnist raunin þegar skoðuð em launakjör ýmissa stétta og borin saman við kjör fólks í sumum nágrannalöndum. Við Islendingar vomm á sínum tíma hvattir til þess að sýna samstöðu og taka á okkur byrðamar þegar illa áraði og við gerðum það. Nú árar hins vegar betur, væri þá ekki eðlilegt að fólkinu í landinu yrði umbunað, þó ekki væri nema með því að eiga eðli- legan aðgang að lífsnauðsynlegri læknisþjónustu? Það er hryggilegt til þess að vita að úti um allan bæ og raunar allt land sitja í stofum sínum og herbergjum einstaklingar sem þjást og bíða, hræddir og einmana í sjúkleika sínum, og fá ekki aðrar fréttir en þær að þeir þurfi að bíða enn lengur en áður var búið að segja. Þetta er því undarlegra þegar vitað er að hægt er að hafa þetta öðmvísi og betra. Fyrir nokkram ámm var ís- lenska heilbrigðiskerfið svo gott að við vomm öll stolt af því, þegar talið barst að því að við byggjum við lág laun sagði fólk gjaman: „Ekla vildi ég samt skipta, hér geta allir sem em veikir fengið eins góða þjónustu og unnt er og það er mikið gefandi fyrir slíkt öryggi þegai' á móti blæs.“ Nú er þetta öryggi ekki lengur fyrir hendi og allir vita að ef þeir verða veikir er hi-eint ekki víst hvenær þeir fá læknis- aðstoð og komast í nauðsynlega að- gerð. Eg heyrði til dæmis af tveimur konum sem báðar þurftu að komast í aðgerð, önnur vegna legsigs en hin vegna ristilsaðgerðar. Þeim var sagt að þær yrðu að bíða aðgerðar þar tíi röðin kæmi að þeim og að um töluvert langa bið gætí verið að ræða. Báðar þjáðust þær mikið og vom ekki ról- færar. Loks bmgðu þær á það ráð, hvattar af heilbrigðisfólki sem þær þekktu, að fara upp á bráðavakt þegar þeim leið sérlega illa og þannig komust þær í aðgerð, í raun á bak við biðlistakerfið, en það hefur svo aftur orðið til þess að einhverjir aðrir hafa orðið að bíða enn lengur. Er þetta eðlilegt ástand? Og er það sæmilegt fyrir upplýsta og ágætlega stæða þjóð að hafa heilbrigðismál sín í þessum farvegi? Einu sinni var bara einn læknir á íslandi og hann hefur væntanlega haft talsvert að gera þótt ekkert væri sjúkrahúsið þá. Við emm aldeil- is betur stödd núna, höfum í landinu mikil og glæsileg sjúkrahús, alls konar tæki tii aðgerða og fólk sem býr yfir staðgóðri þekkingu í heil- brigðismálum, en hvað stoðar það okkur ef ekki er fyrir hendi vilji til þess að nýta þetta á eðlilegan hátt? Ef svo heldur fram sem horfir þá miðar okkur aftur á bak en ekki áfram í heilbrigðisþjónustu. Það er eðlilegt að það kosti peninga að hafa góða heilbrigðisþjónustu en það er ekki vafi á að fólk vill heldur nota skattpeninga sína til þess arna en ýmissa annarra hluta, svo sem hinna frægu laxveiða, utanferða eða ann- arrar risnu sem ýmsum sýnist að mætti vera hóflegri. Þessu hefur undið fram meðan heilbrigðiskerfið okkar hefur verið svelt svo það virð- ist nú nánast vera í andarslitrunum, mitt í öllu góðærinu. Auglýsendnr Pantanatími auglýsinga er fyrir kl. 16.00 á þriðjudögum. PmpnHaM) AUGLYSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréíasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is V'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.