Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ________AKUREYRI_________ Útgerðarfélag Akureyringa og Fiskiðjusamlag Húsavíkur Kaupa hlut hrepps- ins í Laugafíski UTGERÐARFELAG Akureyr- inga og Fiskiðjusamlag Húsavíkur hafa keypt 20% hlut Reykdæla- hrepps í Laugafiski. Fyrir átti ÚA 60% í fyrirtækinu en FH og Reykdælahreppur 20% hlut hvort. Eftir söluna á ÚA 75% hlut en FH 25%. Kaupverð hlutar- ins var 16,8 milljónir króna sem svarar til gengisins 2,0. Laugafiskur byggir starfsemi sína á þurrkun fiskafurða og er að- alafurð félagsins hertir þorskhaus- ar fyrir Nígeríumarkað. Lauga- fiskur er 10 ára gamalt fyrirtæki, var stofnað 1988 á Laugum í Reyk- dælahreppi þai- sem fyrirtækið hefur byggt upp rekstur sinn. A síðasta ári færði félagið út kvíarnar með því að stofna dótturfyrirtæki, Laugaþurrkun hf. í Reykjanesbæ. Heildarvelta félaganna á síðasta ári var 163 milljónir króna, lítils- háttar tap varð af rekstrinum, 365 þúsund krónur. Aætlað er að velta ársins verði um 250 milljónir króna og að hagnaður verði af starfsem- inni. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason N ámsmannalína Búnaðarbankans Tjónlaus akstur ELLA Vala Ármannsdóttir á Akureyri hlaut viðurkenningu fyrir tjónlausan akstur úr bíl- prófsstyrkjapotti Námsmanna- línu Búnaðarbankans. Þeir fé- lagar í Námsmannalínunni sem eru að taka bflpróf geta sótt um bflprófsstyrki og eru veittir 15 styrkir ársfjórðungslega eða alls 60 styrkir á ári, hver að upphæð 10 þúsund krónur. Næst verða veittir styrkir til þeirra sem tóku bflpróf í aprfl, maí eða júní á þessu ári og er umsóknarfrestur til 15. júlí næstkomandi. Á myndinni afhendir Ásgrím- ur Hilmisson útibússtjóri Bún- aðarbankans á Akureyri Ellu Völu viðurkenninguna, 25 þús- und krónur. Skólastjóri Brekkuskóla Tveir sækja um TVÆR umsóknir hafa borist um starf skólastjóra Brekkuskóla á Akureyri, en frestur til að sækja um stöðuna rann út á mánudag. Þeir sem sóttu um voru Björn Þórleifsson, deildarstjóri búsetu- og öldrunardeildar Akureyrar, en hann var áður skólastjóri Húsa- bakkaskóla í Svarfaðardal og Sig- mar Ólafsson sem áður var skóla- stjóri við Hafralækjarskóla í Aðal- dal. Skólanefnd mun fjalla um um- sóknirnar á fundi á morgun, fimmtudag. Staðan var auglýst fyrr í vor og barst þá ein umsókn, frá Sveinbimi M. Njálssyni sem gegndi stöðu skólastjóra síðastlið- inn vetur en hann dró umsókn sína til baka og var staðan því auglýst að nýju. Fyrirlestrar um íslenska hestinn SUMARHÁSKÓLINN á Akureyri gengst fyrir fyrirlestrahaldi í tengslum við Landsmót hesta- manna sem hefst á Melgerðismel- um í Eyjafjarðarsveit á morgun, miðvikudaginn 8. júlí. Alls verða haldnir þrír fyrirlestrar sem tengj- ast íslenska hestinum. Erlingur Sigurðarson forstöðu- maður Sigurhæða - Húss skáldsins heldur fyrirlestur á morgun, 8. júlí kl. 17 sem nefnist Islándische Lyrik in neunzehnten und zwanz- igsten Jahrhundert - Beispiele von einigen Texten. Á fimmtudag flyt- ur Ingimar Sveinsson B.sc.hons fyrirlestur sem nefnist The Icelandic horse - Special charact- eristics and traits og hefst hann kl. 17. Á sama tíma flytur Sigurður A. Magnússon rithöfundur fyrirlestur sem nefnist The horse in Icelandic culture. Fyrirlestrai-nir verða fluttir í stofu 16 í húsnæði Háskólans á Akureyri, við Þingvallastræti og er aðgangseyrir 1.200 krónur. Sóknarprestur Tálknfírðinga gengur í hjónaband Buðu öllu plássinu í veisluna Tálknafirði. Morgunblaðið. SÓKNARPRESTURINN á Tálknafirði, sr. Sveinn Valgeirs- son, gekk á laugardaginn að eiga unnustu sína, Asdísi Ehnu Auð- unsdóttur þroskaþjálfa og fór at- höfnin fram í Stóra-Laugardals- kirkju í Tálknafirði. Brúðhjónin lágu ekki lengi yfír því hveijum ætti að bjóða úr plássinu; öllum Tálknfirðingum var boðið til brúðkaupsveislunnar auk fjöl- skyldna brúðhjónanna og vina annars staðar að. „Sveinn gat ekki hugsað sér að gera upp á milli sóknarbarna sinna og þess vegna ákváðum við einfaldlega að bjóða öllum; við stóðum bara hér úti í garði og hrópuðum að allir væru vel- komnir,“ sagði brúðurin í samtali viðMorgunblaðiö. Á Tálknafirði búa um 320 manns og í veislunni voru 140. „Þetta var mikið fjör og gaman og ekta tálknfirsk veisla, því að allt, sem á borðum var, er héðan úr firðinum, ýmist upp úr sjónum eða átti leið um loftið og var skotið niður,“ sagði Ásdís. Brúð- kaupsveislan var haldin í félags- heimilinu Dunhaga á Tálknafirði Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson FYRIR kirkjudyrum í Stóra-Laugardal að athöfn lokinni. Brúðhjónin Ásdís Elín Auðunsdóttir og sr. Sveinn Valgarðsson með svaramennina, feður sína, hvorn við sína hlið, en að baki þeim standa Ragnar Sveins- son, sonur þeirra, og sr. Guðjón Skarphéðinsson sem gaf þau saman. og annaðist Kvenfélagið Harpa veitingarnar. Af skiljanlegum ástæðum þurfti að þessu sinni að kveðja annan prest til verks í Stóra- Laugardal. Það var sr. Guðjón Skarphéðinsson, sóknarprestur á Staðastað á Snæfellsnesi, en þau Ásdís Elín eru systkinabörn. Svaramenn voru feður brúð- hjónanna þeir Auðun Guðjónsson og Valgeir Sigurðsson. Örnefnaskífa á Stokkseyri Stokkseyri - Sunnudaginn 6. júlí sl. komu félagar í Stokkseyringafélag- inu í Reykjavík til Stokkseyrar í þeim tilgangi að halda upp á 55 ára afmæli félagsins og færðu Stokks- eyringum af því tilefni örnefnaskífu að gjöf. Skífunni var fundinn staður á sjóvarnargarðinum við höfnina þar sem sést vel yfir fjöruna en á skíf- unni koma meðai annars fram öll helstu örnefni sem í fjörunni er að finna. Einnig hefur verið komið fyrir á þessum stað leguakkeri sem náðist upp úr höfninni en þau höfðu verið notuð til að geyma við bátana hér fyrr á öldinni. Félagar í Stokkseyringafélaginu byrjuðu á því að fara í kirkju og að guðsþjónustu lokinni lögðu þeir Ein- ar Jósteinsson, formaður Stokkseyr- ingafélagsins, og séra Úlfar Guð- mundsson sóknarprestur blómvönd að minnismerki um drukknaða sjó- menn á Stokkseyri. Þaðan var hald- ið að útsýnisskífunni þar sem Sig: urður Ingimundarson flutti ræðu. í máli hans kom meðal annars fram að Stokkseyringafélagið hefði verið stofnað 21. nóvember 1943 og á þessum 55 árum hafa aðeins fimm félagar gegnt formennsku í félaginu. Einnig kom fram að margt hefur verið gert til þess að styrkja og efla tengslin við Stokkseyri meðal ann- ars með útgáfu Stokkseyringasögu, fyrsta og annars bindis, sem Guðni Jónsson samdi, og ekki síður Ból- staðir og búendur í Stokkseyrar- hreppi sem Guðni samdi einnig, sem þykir hreint þrekvirki, enda hlaut hann doktorsnafnbót fyrir. Þessi rit eru fyrir löngu orðin ófáanleg. Einnig má nefna byggingu Isólfs- skála sem gefinn var af einum fremsta listamanni þjóðarinnar, Páli Isólfssyni, en hann fæddist á Stokkseyri. Auk þess lét félagið byggja eftirlíkingu af sjóbúð sem heitir Þuríðarbúð, kennd við Þuríði Einarsdóttur formann. I ræðunni kom fram að ástæða þess að Stokkseyringum var færð örnefnaskífa yfir fjöruna og næsta nágrenni að gjöf er sú hversu miklar breytingar hafa orðið á atvinnulífinu síðustu árin með þeim afleiðingum að æ færri koma í fjöruna og tengsl- in rofna við iðandi fugla- og dýralíf. Börn heyra æ sjaldnar nöfn eins og Baðstofuklettar, Danapollur, Skæl- ur o.fl. Það kemur af sjálfu sér að nöfnin gleymast og landsvæðið hættir að heita eitthvað, verður eins og Tómas Guðmundsson segir í einu kvæða sinna: „... landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt“. Að ræðu lokinni afhjúpaði Sigríður Þórarinsdóttir frá Sandprýði ömefnaskífuna. Að þessu loknu var haldið í íþróttahúsið þar sem yfir 200 manns þáðu kaffiveit- ingar í boði Stokkseyringafélagsins. Vestmannaeyjabær gefur Rauða krossinum húsnæði Vestmannaeyjum - Vestmannaeyja- bær afhenti á laugardaginn Rauða- krossdeildinni í Vestmannaeyjum húsið Arnardrang að gjöf. Gjöfin var afhent í tilefni af 25 ára goslokaaf- mælinu og er þakkarvottur Eyja- manna til Rauða krossins fyrir þátt- töku hans í björgunarstörfum í eld- gosinu í Eyjum og uppbyggingu Eyja að því loknu. Árnardrangur á sér talsverða sögu og húsið tengist mikið Rauða- krossdeildinni í Eyjum. Ólafur Lár- usson, fyrsti formaður deildarinnar, byggði húsið og stofnfundur Rauða- krossdeildarinnar í Eyjum var hald- inn í Arnardrangi. Rauðakrossdeildin í Eyjum hefur ákveðið að auk þess að hýsa starf- semi deildarinnar verði Arnar- drangur notaður undir ýmiss konar menningarstarfsemi og munu m.a. Listvinafélag Vestmannaeyja og Sögufélagið fá þar aðstöðu. Þá hefur verið ákveðið að Lionsklúbbur Vest- mannaeyja verði með aðstöðu fyrir starfsemi sína í húsinu en fyrsti Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson GUÐJÓN Hjörleifsson bæjarstjóri afhendir Hermanni Einarssyni, for- manni Rauðakrossdeildarinnar í Vestmannaeyjum, gjafabréf fyrir hús- inu Arnardrangi. fundur Lionsklúbbs Vestmannaeyja var einmitt haldinn í Arnardrangi. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri afhenti Rauðakrossdeildinni í Eyj- um Arnardrang formlega á 25 ára afmælishátíð gosloka í Eyjum og tók Hermann Einarsson, formaður deildarinnar, við því. I i t i i i I i i \ i i i i \ i i \ i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.