Morgunblaðið - 19.09.1998, Page 38

Morgunblaðið - 19.09.1998, Page 38
38 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 39 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BOKMENNTA- ÞÝÐINGAR f \ TJAN ÞYÐENDUR íslenskra bókmennta komu jLJLsaman á þýðendaþingi í Skálholti dagana 9.-14. sept- ember sem Stofnun Sigurðar Nordals og Bókmennta- kynningarsjóður stóðu fyrir. Tilgangur slíks þings er að gefa þýðendum íslenskra bókmennta tækifæri til að hitt- ast og fá upplýsingar um hvað er að gerast í íslensku bókmennta- og menningarlífi, eins og fram kom í samtali við Úlfar Bragason, forstöðumann Stofnunar Sigurðar Nordals í Morgunblaðinu í gær. A þinginu hlýddu þátt- takendur á fyrirlestra um íslenskar samtímabókmenntir, þýðingarvandann sjálfan og fleira en auk þess tóku þýð- endurnir þátt í svokölluðum þýðingarsmiðjum með ís- lenskum rithöfundum þar sem rætt var um afmarkaðri vandamál í þýðingum. Augljóst er að slíkt kynningarstarf er mjög mikilvægt. Markmiðið er ekki síst að styrkja tengslin við þýðend- urna og auka áhuga þeirra en um leið hlýtur starf sem þetta að stuðla að betri þýðingum. Allt er þetta mjög brýnt vegna þess að hver þýðandi er eins og kynningar- miðstöð fyrir íslenskar bókmenntir í sínu heimalandi. Þótt þetta framlag þýðendanna sé ómetanlegt fyrir bók- menntir okkar væri æskilegt að efla kynningu á íslensk- um bókmenntum erlendis. Við höfum tvær fyrrnefndar stofnanir en umsvif þeirra eru takmörkuð, Bókmennta- kynningarsjóður hefur þannig aðeins þrjár milljónir til ráðstöfunar á ári. Rætt hefur verið um að stofna bók- menntakynningarstofu að finnskri fyrirmynd en þá þyrfti líka að auka fjárveitingar. Finnska stofan hefur verið starfrækt frá árinu 1977 með miklum árangri. Meg- inverkefni hennar er, eins og núverandi sjóðs hér, að út- hluta styrkjum til þýðenda en þeir fá einnig styrki til að heimsækja Finnland og dvelja þar við störf sín. Kynning- arstofan sér einnig um að skipuleggja þátttöku finnskra rithöfunda á bókmenntahátíðum, bókamessum og bóka- sýningum erlendis. Hlutverk hennar er þó ekki aðeins að selja bækur heldur einnig að veita upplýsingar. Bæði þýðendur, blaðamenn og gagnrýnendur geta leitað til stofunnar en hún býður einnig erlendum blaðamönnum og gagnrýnendum til Finnlands að kynna sér þarlendar bókmenntir. Ljóst má vera að stofnun slíkrar bókmenntakynning- arstofu myndi skila sér í meiri útbreiðslu íslenskra bók- mennta og varla þarf að efast um að það myndi leiða til gróskumeira bókmenntalífs hérlendis. Og hafa verður í huga að þetta er ekki aðeins spurning um að selja sem flestar bækur heldur erum við beinlínis skyldug til að koma á framfæri okkar sjónarhorni á heiminn, að taka þátt í alþjóðlegri bókmennta- og menningarsamræðu. GRÆNN BÆR TIL FYRIRMYNDAR EGILSSTAÐABÆR hefur á undanförnum árum markað sér stefnu í umhverfismálum og raunar gert gott betur, því að bæjarbúar hafa sjálfir verið virkjaðir í umhverfisbyltingu, sem aðrir landsmenn geta tekið sér til fyrirmyndar. Ætla má að við sameiningu sveitarfélaga á Austur-Héraði taki nýja sveitarfélagið upp sömu stefnu. Á meðal þess, sem Egilsstaðabúar hafa verið hvattir til að gera í þágu umhverfisins, er að henda minna sorpi, -flokka rusl, nota lífrænan úrgang til jarðvegsgerðar, endurnýta gamla hluti og draga úr notkun plastpoka við innkaupin. Safnast þegar saman kemur og ef allir Islend- ingar breyttu daglegum lífsháttum sínum til samræmis við það, sem Egilsstaðabúar hafa gert, mætti ná veruleg- um árangri í umhverfismálum. Fleiri sveitarfélög ættu að sjá sér hag í að móta sér skýra og framsækna umhverfisstefnu og gerast „grænir“ bæir eða hreppar. Áherzla á umhverfismál eykur ekki einasta lífsgæði íbúanna, heldur er hún einnig líkleg til að laða að ferðafólk og skila sveitarfélaginu tekjum, jafn- framt því sem ávinningurinn fyrir móður jörð er ótvíræð- ur. Morgunblaðið/Ágúst Ásgeirsson FLUGSYNINGIN í Farnborough var sú mjesta að umfangi sem haldin hefur verið í heiminum og þar var samið um viðskipti sem svara 12-földum íjárlögum Islands. Sýningarskálar undir þaki voru 70.000 fermetrar, eða sem svar- ar 10 knattspyrnuvöllum, og í þeim sýndu tæplega 1200 fyrirtæki frá 31 landi. Utanhúss voru 169 þyrlur og flug- vélar af öllum gerðum sýndar. Engín kreppumerki í Farnborough Engin merki alþjóðlegrar efnahags- og fjár- málakreppu sáust á flugsýningunni í Farn- borough á Englandi, að því er Agúst As- geirsson komst að í heimsókn sinni þangað. SAMNINGAR um viðskipti upp á tæpa 24 milljarða doll- ara, jafnvirði 1.700 milljarða króna eða sem svarar 12-fold- um fjárlögum ríkissjóðs, voru gerðir á flugsýningunni í Farnborough. Hef- ur meira fé ekki skipt um hendur á nokkurri flugsýningu. Þar af hrepptu Airbus- flugvélaverksmiðjurnar helminginn eða 12 milljarða dollai'a, Boeing var aðeins hálfdrættingur þeirra með 6 milljarða dollara, brasil- ísku flugvélaverksmiðjurnar Embra- er seldu vélar fyrir 2,5 milljarða doll- ara, Lucas seldi flugtæknibúnað fyrir milljarð og kanadísku þotusmiðjurnar Bombardier flugvélar fyrir 700 millj- ónir doliara. Þannig mætti áfram telja, en svo háar eru þessar tölur að ytra þótti mönnum vart taka því að nefna samn- inga um viðskipti fyrir 100 milljónir dollara eða minna, undir 7 milljörðum króna. Rússíbanaáhrifin á markaði víða um heim af völdum kreppunnar í As- íu, efnahags- og fjármálakreppan í Rússlandi í kjölfarið og óvissa um framtíðarhorfur í rómönsku Ameríku hafa vakið ótta um að yfirvofandi sé heimskreppa. En hvað flugvélaiðnað- inn áhrærir virðist hann af gangi mála í Farnborough gera ráð fyrir að tiltölulega hraust efnahagsumhverfí í Evrópu og þróttmikið hagkerfi Bandaríkjanna geti stemmt stigu við henni. Sýning sem þessi snýst um stolt fyrirtækja og upphefð og stórmál að vinna það áróðursstríð sem fram fer í tengslum við þær, ekki síst meðal framleiðenda farþegaflugvéla. Eng- um blöðum er um að fletta hver var sigurvegari sýningarinnar. Evrópsku flugvélaverksmiðjurnar Airbus Industrie báru höfuð og herðar yfir aðra, fyrst og síðast á kostnað Boeing. Airbus vann stríðið um viðskipta- vinina, samdi um flugvélakaup fyrir 12 milljarða dollara, 850 milljarða króna, en Boeing fyrir 6 milljarða dollara. Munaði þar miklu um kaup Emirates-flugfélagsins á sex lang- drægum A340-500 risaþotum og óstaðfesta pöntun þeirra á 10 til við- bótar. Er það eina þotan sem flogið getur án viðkomu frá frá Dubai við Persaflóa til austur- eða vestur- strandar Bandaríkja óháð lofthita við flóann. Þá pantaði ILFC-fjárleigu- fyrirtækið í Los Angeles 16 Airbus- vélar og aukinheldur höfðu evrópsku verksmiðjurnar nýverið lokið samn- ingum við British Airways um kaup á allt að 188 A320-þotum sem leysa eiga Boeing-737 af á Evrópuleiðum félagsins. Boeing og Airbus hafa fyrst og fremst bitist um markað sem B-737 og A320 hefur verið ætlað að sinna. Ekkert vopnahlé er í því og nú eru evrópsku verksmiðjumar komnar út í harðvítugt stríð við bandaríska ris- ann um smíði risaflugvéla næstu ald- ar. Og hafa jafnvel náð yfirhöndinni. Þá hafa þær skorað Boeing á hólm í smíði 100 sæta véla með A318-þot- unni sem ætlað er að fljúga fýrsta sinni árið 2002. En sviðsljósið var ekki einungis á Boeing og Airbus því mikla athygli vakti sú ákvörðun Bombardier í Kanada að smíða 90 sæta farþega- þotu, BRJ-X, til að mæta ákveðinni markaðsþörf fyrir vélastærð sem enginn framleiðandi hefur ennþá smíðað. Rannsóknir bæði Airbus og Boeing sýna að aukinnar eftirspumar sé að vænta eftir stóram farþegaþotum og því áætlar Bombardier, að afkasta- kröfur, sem gerðar verði til svo- nefndra safnflugvéla, sem safna far- þegum inn á stærri flugvelli, muni aukast jafnframt og þörf myndast fyrir 80-110 sæta flugvélar. Spáir fé- lagið því að markaður verði fyrir 2.500 þotur af þessari stærðargráðu á næstu 20 áram. Næsta árið verður notað til að ljúka hönnun þotunnar og hreyfiavali en síðan hefst smíði henn- ar og flugprófanir. Er ætlunin að fyrsta þotan verði afhent til kaup- enda árið 2003. Ákvörðunin mun væntanlega ýta við Fairchild Dornier sem hefur haft áform um smíði flugvélar af þessari stærð og stendur nú frammi fyrir samkeppni við stærri framleiðanda. Jafnvel Boeing-verksmiðjurnar halda opnum þeim möguleika að laga B-717 þotuna að þessum markaði. Sigurjón kynnir bylt- ingarkennda flugvél Flugvélaiðnaðurinn er gríðarlega stór og fer vaxandi, ekki bara flugreksturinn heldur smiðin líka. Þess vegna er það timanna tákn að Islendingar skuli nú taka þátt í þessari sýningu. Framtaki Air Atl- anta í þeim efnum eru gerð skil hér til hliðar en félagið var þó ekki eini íslenski sýningaraðilinn því einn af sýnendum á flugsýn- ingunni í Farnborough var ís- lenska fyrirtækið Icecraft, sem tók þátt undir merkjum Bell-þyrlufyr- iriækisins, og tók þátt í kynningu á nýrri byltingarkenndri vendiþyr- ilsflugvél, Bell 609 Tilt-Rotor. Icecraft er einn af umboðsaðil- um Bell Helicopter Textron Inc. og er framkvæmdastjóri þess Sig- urjón Ásbjörnsson. Er Siguijón svæðisumboðsaðili Bell fyrir Norð- ur-Atlantshaf en umdæmi hans nær yfir Grænland, Island, Fær- eyjar og Danmörku og eru Bell- þyrlur notaðar í öllum þessum fjórum löndum. Bell-þyrlufyrirtækið er einn stærsti þyrluframleiðandi heims. Fyrirtækið hefur frá upphafi framleitt yfir 34 þúsund þyrlur af ýmsum gerðum og stærðum, en samanlögð markaðshlutdeild fyrir- tækisins á heimsvísu er nú á við samanlagða hlutdeild allra ann- arra framleiðenda, eða 50%, að sögn Siguijóns. Hafa þyrlur fyrir- tækisins ætíð notið sérstakrar við- urkenningar á markaðnum fyrir trausta hönnun og rekstraröryggi. Búin kostum þyrlu og skrúfuþotu Bell Helicopter hefur á undan- förnum árum í samvinnu við Boeing-flugvélaverksmiðjurnar staðið að þróun nýrrrar gerðar flugvélar sem hefur bæði eigin- leika þyrlu og flugvélar. Frum- gerð þessarar nýju vélar, Bell 609 Tilt Rotor, var kynnt á flugsýning- unni í Farnborough, en stefnt er að því að hún komi á markaðinn innan næstu þriggja ára. Að sögn Sigurjóns mun vélin til muna auðvelda allt flug sem hing- að til hefur einungis verið hægt að framkvæma með hefðbundnum þyrlum, svo sem ýmiss konar þjón- ustufllug og Ieitar- og björgunar- flug. Bell 609 vendiþyrilflugvélin verður 11 manna og hönnuð til að fljúga ofar veðrum í 25.000 feta hæð, inun geta náð 275 hnúta hraða (508 km/klst), verður búin fullkomnum afísingarbúnaði og hafa flugdrægi allt allt að 1.000 sjómílur. Sigurjón segir að hin nýja vél Morgunblaðið/Ágúst Ásgeirsson SIGURJON Ásbjörnsson, framkvæmdasljóri Icecraft, ásamt Don Barbour frá hönnunardeild Bell-þyrlufyrirtækisins við hina nýju Bell 609 Tilt- Rotor flugvél í Farnborough. muni, m.a. sökum nýrrar tækni, verða mun ódýrari í rekstri en hefðbundin þyrla, en reiknað er með að söluverð Bell 609 flugvél- arinnar verði um 10 milljónir doll- ara, jafnvirði röskra 700 milljóna króna. Sem dæmi um mikinn áhuga þyrlurekstraraðila á þessari nýju vél upplýsti Siguijón, að 75 fyrstu vélarnar af þessari gerð væru þeg- ar seldar. Kaupendur væru alls um 40 fyrirtæki í 20 löndum. Á meðal aðila sem sem ýmist hefðu þegar fest kaup eða hugleiddu kaup á Bell 609 væru flestir þyrlurekstr- araðilar sem nú stunduðu flug- þjónustu til olíuborpallanna í Norðursjó. Þá hefði bandaríska strandgæslan sýnt henni sérstakan áhuga og hefði í hyggju að láta hana leysa núverandi þyrluflota sinn af hólmi. Þetta er í þriðja sinn sem Icecraft tekur þátt í kynningum Bell Helicopter á Farnborough- flugsýningunni. Sigurjón sagðist mjög ánægður með áhugann sem komið hefur fram í sambandi við nýju Bell 609 veltiþyrilsflugvélina. ,Þetta er flugvél framtíðarinnar," sagði Sigurjón Ásbjörnsson, sem sagðist jafnframt vera ánægður með að sjá fleiri íslensk fyrirtæki kynna þjónustu sína á þessari virtu flugsýningu. STÖÐUGUR straumur var í bás Air Atlanta fyrstu íjóra sýningardagana, sem einkum fulltrúar fyrirtækja í flugrekstri sækja. Þar var og mann- margt um síðustu helgi, eftir að sýningin opnaði fyrir almenning, en myndin var tekin er íslenskir flugáhugamenn í hópferð til Englands litu við á básnum og þáðu veitingar sem flugfreyjurnar Unnur Gunnarsdóttir og Auður Þorgeirsdóttir skenktu. GESTIR í bás Air Atlanta stungu nafnspjöldum sínum í krús og í lok livers sýningardags var dregið úr þeim. Sá heppni hlaut að launum flug- ferð á leiðum Atlanta-flugfélagsins. Að þessu sinni dregur Þóra Guð- mundsdóttir út vinningshafann en Auður Þorgeirsdóttir flugfreyja held- ur á krúsinni. Vinningarnir fóru flestir til Bandaríkjanna eða Bretlands. Segir þátttökuna í flug- sýningunni margborga sig Morgunblaðið/Ágúst Ásgeirsson HJÓNIN Þóra Guðmundsdóttir og Arngrímur Jóhannsson flugsljóri, eigendur flugfélagsins Air Atlanta, sáu til þess með þátttöku félagsins í Farnborough-flugsýningunni að íslenski fáninn blakti þar í fyrsta sinn. VIÐ höfum aldrei auglýst starfsemi okkar. Hér bregð- um við út af því og þetta er skemmtilegasta aðferðin til að auglýsa sig, á flugsýningu sem þessari," sagði Amgrímur Jóhanns- son, forstjóri Atlanta-flugfélagsins í samtali við Morgunblaðið á flugsýn- ingunni í Farnborough á Englandi. Fyrirtæki hans var, í samstarfi með Tæknivali, með bás á sýningunni, sem er sögð sú umfangsmesta sem haldin hefm- verið í heiminum til þessa. Þar sýndu á annað þúsund fyrirtæki í flugrekstri frá 50 þjóðum og í fyrsta sinn var þar íslenskur sýningarbás. Af því tilefni blakti íslenski fáninn í fyrsta sinn í Farnborough. Á útisvæð- um vora sýndar um 170 flugvélar af öllum stærðum og gerðum, frá minnstu einkavélum til stærstu far- þegaþotna og fullkomnustu orrastu- þotna. ,Það hefur verið stríður straumur flugrekenda í básinn okkar og undir- tektir verið góðar. Þátttaka í sýningu sem þessari krefst mikils og góðs undirbúnings en það hefur verið þess virði. Mikill kostnaður við þetta ævin- týri hefur skilað sér og gott betur. St- arf okkar er að leigja út flugvélar til verkefna fyrir aðra flugrekendur. Þeir koma hingað og hvergi er betra að ná sambandi við þá. Þá hafa skap- ast persónuleg sambönd við fólk sem við sjáum nú allt í einu augliti til auglits en höfum til þessa aðeins rætt við í síma og hingað til okkar hafa einnig komið nýir flugrekendur," sagði Arngrímur. ,Það kannast mjög margir aðilar í flugrekstri við fyrirtæki okkar, þekkja nafnið en þegar þeir hafa sest hér niður og kynnt sér starfsemina hafa þeir margir gapað af undrun, bæði yfir stærð flugvélaflotans og út- breiðslu og umfangi starfseminnar. Þess vegna hefur verið mjög gaman að koma Islandi á kortið hér í Farn- borough,“ sagði Arngrím- ur ennfremur. Veg of vanda af undir- búningi og uppsetningu Atlanta-bássins höfðu Atli Bjöm Bragason og Guðrún Hjartardóttir starfsmenn í höfuð- stöðvum Atlanta og kynntu þau starf- semi félagsins þar frá morgni til kvölds ásamt flugfreyjunum Unni Gunnarsdóttur og Auði Þorgeirsdótt- ur. Höfðu þau í mörgu að snúast sýn- ingardagana við að kynna Atlanta og koma á nýjum viðskiptasamböndum. Kynntu flugrekstrarforrit sem talið var að ekki væri hægt að búa til Á bás Atlanta var og kynnt flug- rekstrarkerfið Albatross sem fyrir- tækið hefur þróað um margra ára skeið í samvinnu við Tæknival og stendur nú öðrum flugrekendum til kaups. Er þar um að ræða tölvu- prógram sem heldur utan um vinnu- ferli áhafna og áætlanagerð í því sam- bandi sem miðar að því að skila sem mestri skilvirkni. Til dæmis reiknai- það út hvaða áhafnir sé hagkvæmast að brúka hverju sinni eftir því hvar þurfi að nota þær og hvaða samsetning þeirra sé skilvirkust. Markmiðið með forritinu er að gefa stjómendum gott heildaryfirlit yfir reksturinn, m.a. stað- setningu flugvéla og áhafna hverju sinni svo stýra megi rekstrinum og nýt- ingu flugvéla og mannafla með sem mestri sldlvirkni. Einnig heldur Albatross-fonitið utan um t.d. flugtíma flugmanna og annan-a flugverja og ýmsa þætti er varða rétt- indi þehra og gildistíma. Á hvaða tíma þeim ber t.d. að fara í hvers kyns hæfh- isþjálfun, læknisskoðun o.fl. Einnig fylgist forritið með flugtíma einstakra flugvéla og hvenær kemur að skoðun á þeim eða einstökum kerfum þeirra. Forritið er uppbyggt með þeim hætti að skýrslugjöf sem innbyggð er í því og gögn eru tekin góð og gild af flugmálayfirvöldum varðandi réttindi og skyld- ur flugáhafna. ,Það var viðtekin skoðun að ekki væri hægt að búa til svona flug- rekstrarforrit vegna hinna margvís- legu breytilegu þátta sem einkenna svona rekstur. En það er öðra nær, hér höfum við fengið góða lausn sem gengur alla vega fyrir lítil og meðal- stór flugfélög,“ sagði Arngrimur. Fjöldi flugrekstraraðila lagði leið sína í bás Atlanta og sýndu forritinu áhuga og m.a. fengu tveir forritarar Tæknivals, Lee Roy Tipton og Þor- kell Máni Gunnarsson, sem kynntu forritið, fyrirspurn þess efnis hvort til væri útgáfa af því fyrir flugheri. ,Við fengum miklu betri viðbrögð en við þorðum að vona og virðist for- ritið því eiga fullt erindi á sýningu af þessu tagi. Við fengum fjölda fyrir- spurna og margir sýndu því mikinn áhuga, m.a. flugfélag í Zimbabwe. Þegar hefur eitt breskt flugfélag boðað komu sína hingað á allra næstu vikum til að skoða forritið og kosti þess betur og virðist það hafa fullan hug á að taka það í notkun. Einnig munum við á næstunni verða við óskum nokkurra flugi’ekenda í Englandi og fara út og sýna þeim forritið betur. Þá hafa þrjú félög í Þýskalandi óskað eftir því að fá að kynnast því betur og verður vænt- anlega af því á næstu vikum og mánuð- um einnig," sagði Lee Roy. Hann sagði að fyrirspumir um Albatross hefðu fyi-st og fremst borist frá evrópskum flugrekendum og væri ætlunin fyrst um sinn að einbeita sér að selja það hjá flugrekendum með að- setur á Bretlandseyjum. Forritun Albatross hefur að miklu leyti mætt á honum á und- anfömum áram en nú hef- ur hann fengið Þorkel Mána til liðs við sig en upp- haflega sá Ragnar Óskars- son, deildarstjóri hjá Tæknivali, um forritunina. Ungt fyrirtæki með hraðan vöxt Flugfélagið Atlanta er ungt fyrir- tæki sem vaxið hefur hratt. Það var stofnað 1986 og hóf starfsemi með leiguflugi einnar farþegaþotu á milli Englands og Barbados. Núna 12 ár- um seinna er Atlanta með 17 þotur í rekstri um víða veröld. Má segja að það sé alþjóðlegt fyrirtæki með rætur á íslandi en um leið hefur það haldið á lofti merki frumherjanna í íslenskri flugsögu og m.a. nefnt vélar sínar eft- ir mörgum þeirra. Var það í fyrra tekið inn í hóp 500 framsæknustu fyr- irtækja Evrópu fyrir tímabilið 1991- 96 og komst í 20. sætið, eða ofar en nokkurt annað flugfélag. Atlanta og þróun þess er lýsandi dæmi um nýja tíma og breytingar í alþjóðlegum flugrekstri í seinni tíð. Það sjálft sel- ur ekki farþegum sínum farseðla og, hefur aldrei gert. Er öllu heldur í raun heildsali í ferðaþjónustu. Þannig seldu íslenskar ferðaskrifstofur til dæmis 90 þúsund Islendingum far mep þotum Atlanta árið 1997. Ásamt því að vera stjórnað frá höf- uðstöðvunum í Mosfellsbæ er starf- semi Atlanta rekin frá starfsmið- stöðvum í London og Manchester á Englandi, Köln í Þýskalandi, Madríd á Spáni og Jeddah í Saudi-Arabíu. Stefnan enn mótuð við eldhúsborðið Það gefur mynd af umfangi rekstr- ar Atlanta að velta félagsins á síðast- liðnu ári nam 7,6 milljörð- um króna og er áætluð, velta á áinnu 1998 á níunda milljarð króna. Þegar mest lætur munu starfsmenn þess vera á áttunda hundraðið. Flutti félagið 1,4 milljónir farþega árið 1997 og hafði þeim fjölg- að um 21% frá árinu áður. Umsvifm hafa vaxið ár frá ári en að sögn Arn- gríms Jóhannssonar og Þóru Guð- mundsdóttur konu hans er markmið félagsins að stækka ekki, heldur að auka gæði þjónustunnar og skilvirkni í rekstri. I bernsku Atlanta stýrðu þau hjónin rekstrinum úr eldhúsinu á heimili þeirra í Mosfellsbæ. Þar í bæ' hafa sérstakar höfuðstöðvar risið í millitíðinni, en aðspurð svöruðu þau hjónin, að stefnan væri eftir sem áður mótuð við eldhúsborðið en aðferðirn- ar til að hrinda henni í framkvæmd væru ekki lengur þróaðar þar, heldur af ungu og áhugaki-öftugu starfsfólki félagsins, eins og þau Þóra og Arn-. grímur komust að orði. Flugrekstrar- forrit vekur athygli Gapa af undr- un yfir svifum Atlanta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.