Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Fjarskipta- safn í gömlu loftskeyta- stöðinni FJ ARSKIPTASAFN Laudssíma Islands verður opnað í Reykja- vík í dag og í gær voru þeir Snorri Björnsson og Hreinn Kristjánsson að festa merki á gömlu Loftskeytastöðina á Mel- unum þar sem safnið verður til húsa. Liðin eru 80 ár frá því Loftskeytastöðin tók til starfa en Póstur og sími samdi við Há- skólann um kaup á húsinu árið 1996. A safninu verða myndir og gripir úr sögu og þróun fjar- skipta á íslandi. Jón Ármann Jakobsson verður yfírmaður safnsins. FRÉTTIR Stjórnsýsluskoðun Ríkisendurskoðunar á jarðadeild landbúnaðarráðuneytis Annmarkar á meðferð við sölu ríkisjarða j JARÐADEILD landbúnaðarráðu- neytisins, sem sýslar með jarðir í ríkiseign, er gagnrýnd í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluendurskoðun, en könnuð voru leiga, kaup og sölur jarða svo og ábúendaskipti sem deildin sá um árin 1993-1997. Ríkisendurskoðun telur skráningu vegna jarðakaupa ófullnægjandi, segir ekki allar jarð- ir sem losna úr ábúð auglýstar og telur annmarka vera á málsmeðferð jarðadeildar við sölu ríkisjarða. Þá telur Ríkisendurskoðun að ríkið greiði almennt með jörðum sem það hefur keypt og leigir út. „Af því leiðir að þeir bændur og ábúendur sem leigja jarðir af ríkinu njóta að meðaltali ákveðins fjár- hagslegs ávinnings umfram þá sem eiga þær jarðir, sem þeir byggja," segir í skýi-slunni. „Að mati Ríkis- endurskoðunar njóta leigutakar rík- isins samkvæmt þessu fyrirkomu- lagi ígildi styrkja með hinni lágu leigu sem greidd er fyrir ríkisjarð- ir,“ segh' einnig og telur stofnunin augljóst að töluvert skorti á að rekstur jarðanna standi undir sér. Telur hún mikilvægt að leiga verði hækkuð þar sem skilyrði eru fyrir hendi. Um sölu á ríkisjörðum segir að jarðir sem heimilt var að selja sam- kvæmt fjárlögum hafi ekki verið auglýstar eins og rétt hefði verið að gera samkvæmt jafnræðisreglu stjómsýslulaga. Ekki verði fallist á það sjónarmið ráðuneytisins að jarðir sem bundnar séu samningum eða afnotum séu ekki markaðsvara, á það reyni ekki nema jörð sé aug- lýst opinberlega. Þá segir að athug- un á stöðu áhvílandi skulda sé ekki | fullnægjandi og ekki séu nægilega skýr ákvæði í kaupsamningum eða afsölum um hvernig fara eigi með I áhvílandi skuldir. • • Morgunblaðið/Árni Sæberg Hætt við lend- ingu á Akureyri vegna bilunar FOKKER 50 vél Flugfélags ís- lands, í áætlunarflugi frá Reykja- vík til Akureyrar, þurfti að hætta við lendingu á Akureyrarflugvelli vegna bilunar í aðvörunarbúnaði vængbarða vélarinnar í gærmorg- un. Bilunin kom upp í aðflugi að Akureyrarflugvelli og orsakaði að ekki var hægt að nota vængbörðin, sem gegna því hlutverki að minnka lendingarhraðann. Án vængbarð- anna þurfa flugvélar lengri flug- braut en ella. Við þau hemlunar- skilyrði sem voru á Akureyrarflug- velli í gærmorgun var flugbrautin of stutt fyrir slíka lendingu. Tók flugstjórinn því þá ákvörðun að fljúga til Keflavíkur, þar sem flug- brautir eru nægilega langar. Fjörutíu farþegar voru um borð í vélinni auk þriggja manna áhafnar. Lendingin á Keflavíkurflugvelli tókst vel og sakaði engan. Lögregl- an og slökkviliðið á Keflavíkurflug- velli voru samt í viðbragðsstöðu uns vélin lenti heilu og höldnu kl. 9.20. Farþegarnir voru fluttir með annarri Fokker 50 flugvél skömmu eftir komuna til Keflavíkur. Við- gerðum á biluðu vélinni er lokið og er hún komin í notkun aftur. 011 viðskipti með fasteignir gætu lagst af um áramót Fáir eignaskipta- samningar afgreiddir ÖLL viðskipti með fasteignir munu leggjast af um áramótin ef frestur til að þinglýsa eignaskiptasamningi verður ekki framlengdur. Að sögn Magnúsar Sædal, byggingafullti-úa Reykjavíkurborgar, er búið að fara yfir um 700 fasteignir hjá embætt- inu en það er lítið brot af þeim samningum sem þarf að yfirfara og þinglýsa. Alagið hjá embættinu hefur verið mikið og er nú verið að afgreiða samninga sem bárust í júní í sumar. Magnús sagði að afgreiðslutími samninganna hjá embættinu væri alltof langur en borgarráð hefur nýlega samþykkt að veita aukafjár- veitingu til að ráða fleira fólk til að- stoðar. Sagði hann að verið væri að afgreiða samninga frá því í júní sl. en mjög seinlegt er að fara yfir þá. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í gildandi lögum hefur verið heimilt að fresta þinglýsingu á eigna- skiptasamningi fyrir eignayfir- færslu en frá og með næstu ára- mótum er það skilyrt að þinglýsa verður samningnum. „Þetta skil- yrði er í lögunum en embætti byggingafulltrúa, sýslumanns- embættið, Félag fasteignasala og Húsnæðisstofnun ríkisins fengu félagsmálaráðherra til að fram- lengja bráðabirgðaákvæðið frá 1. jan. 1997 til 1. jan. 1999,“ sagði Magnús. „Nú rennur þetta út um næstu áramót og þá er búist við algeru öngþveiti í þessum mál- um.“ Búið að afgreiða 700 fasteignir Sagði hann að búið væri að af- greiða 700 fasteignir en sumar fasteignh' væru stór fjölbýlishús með allt að 200 eignaskiptasamn- ingum. „Þetta er brot af þeim samningum sem þarf að gera,“ sagði hann. „Við vitum ekki hvað þarf að gera marga samninga en þessir samningar sem gerðir eru núna eru mjög ítarlegir og miklu rækilegar fjallað um öll mál sem snerta sameignina miðað við það sem áður var gert.“ Magnús sagði að ákvæði nýju laganna væru mjög þörf og ættu að koma í veg fyrir deilur. Sagði hann að stefnt væri að því að taka upp viðræður við félagsmálaráð- herra um að veita lengri frest til þinglýsingar. Benti hann á að í raun væru lögin farin að virka og þess vegna væri ástæðulaust að setja á mikla pressu með tíma- mörk. „I sjálfu sér er engum um að kenna,“ sagði hann. „Menn átt- uðu sig bara ekki á því hvað það tekur langan tíma að vinna sig út úr löngu slugsi í þessum mála- flokki." Morgunblaðið/Ingvar SJÚKRABÍLAR, ásamt lögreglu og slökkvibílum, voru í viðbragðs- stöðu uns Fokker 50 vélin lenti heilu og höldnu með 40 farþega. Fundur hjá meinatæknum Rætt um starfsmat FULLTRÚAR meinatækna á blóð- og meinefnafræðideild Landspítalans og starfsmanna- skrifstofu Ríkisspítala hittust á fundi í gær en uppsagnir 47 af 60 meinatæknum á deildinni taka gildi um mánaðamót náist ekki samningar í deilunni. Að sögn Önnu Svanhildar Sigurðardóttur, talsmanns meinatæknanna, var þeim kynnt á fundinum hugmynd að nýju dönsku starfsmatskerfi, sem starfsmenn Hagvangs kynntu og til skoðunar var hvort komið gæti að gagni við lausn á deilunni. Anna Svanhildur sagði ljóst að nokkra mánuði tæki að koma kerfinu í gagnið og laga það að aðstæðum á Landspítal- anum og sagði hún að fyrstu viðbrögð fulltrúa meinatækna hefðu verið þau að rétt væri að skoða þetta kerfi í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga. Undirmönnuð deild Annar fundur verður hald- inn í deilunni klukkan 15 í dag og sagði Anna Svanhildur að þá yrðu kröfur meinatækna ræddai', en ágreiningurinn snýst, auk starfsmats, um framkvæmd aðlögunarnefnd- arsamnings fyrir meinatækn- ana og um greiðslu óunnar yf- irvinnu. Eins og fyrr sagði munu uppsagnir 47 meinatækna af 60 taka gildi um mánaðamót að óbreyttu. Anna Svanhildur sagði að nú þegar væri blóð- og meinefnafræðideildin undir- mönnuð og næðu meinatæknar þar nú þegar ekki að sinna um- beðinni þjónustu. Þá hefðu starfsmenn ekki tekið fullt sumarleyfi lengi og ættu flestir eða allir langt frí inni. í : i L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.