Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.11.1998, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Arnfríður Jóns- dóttir (Arna) fæddist á Dalvík 15. ágúst 1921. Hún Iést á Landspítalan- um 3. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Arngrímsson, útgerðarmaður og fískmatsmaður á Dalvík, f. 4.7.1893 á Grund í Svarfaðar- dalshreppi í Eyja- t firði, d. 15.12. 1967 á Dalvík, og Sigur- björg Ágústsdóttir, húsfreyja á Dalvík, f. 21.8. 1898 á Sauðanesi í Svarfaðardals- hreppi, d. 1.10. 1970 á Dalvík. Þau eignuðust átta börn og var Arnfríður þriðja elst. Arnfríður giftist 9.10. 1942 Björgvini Friðrikssyni klæð- skerameistara, f. í Fremri- Breiðdal í Flateyrarhreppi í V- ísafjarðarsýslu 3. júní 1920, d. 9. júlí 1978. Þau hófu búskap á Akureyri og bjuggu þar til árs- ins 1955, en þá fluttust þau til Reykjavíkur og bjuggu þar til æviloka. Börn Arnfríðar og Björgvins eru: 1) Arnar, f. 11.4. 1943. Börn hans eru Björgvin, f. 3.11. 1963, Kristbjörg, f. 18.6. 1965, Sigrún, f. 4.8. 1966. Arnar Elsku mamma mín. Nú ert þú búin að fá hvfldina. Ég veit að þú barðist og vildir vera leng- ur með okkur, vernda okkur og passa eins og þú ávallt gerðir, en þessi sjúkdómur var illviðráðanlegur í þínu tilfelli og fór hratt. Vegna þessara staðreynda má ég ekki vera . >. eigingjöm, og ég þakka Guði að þú þurftir ekki að þjást meira. Eins og ég talaði til þín, og ég veit að þú heyrðir til mín, þínar síðustu stundir með okkur sem vomm hjá þér, þá fengum við allir þínir ástvinir að kveðja þig svo vel, og orðin sem þú gast sagt við allan hópinn þinn, börn, bamaböm, systur þínar og frænku em svo góð minning fyrir okkur öll. Þú varst mér og drengjunum mínum meira en bara móðir og amma. Þú varst okkur allt, uppvaxtarár sín áttu Gústi og Diddi sitt annað heimili hjá þér og pabba þar til hann féll frá fyrir tuttugu áram, en þá hélst þú áfram, enda fannst þér alltaf að þú ættir jafn mikið í þeim og við for- Aj eldramir. Og þó sérstaklega þegar ég var orðin ein með þá, þá tókst þú þátt í öllu með okkur. Við vöndumst því börnin þín að þú varst sívinnandi, samt kom það ekki niður á heimilinu, þú sinntir okkur eins og besta móðii'. Við höfð- um föður okkar meira heima vegna veikinda hans. Þú varst matráðs- kona á Fæðingarheimili Reykjavík- ur í meira en tuttugu ár og barst fram kaffí og aðrar veitingar í Iðnó í þrjátíu ár. Þú eignaðist á þessum báðum stöðum marga og góða vini sem þú varst alltaf tilbúin að breiða út faðm þinn fyrir í gleði og ekki síður í erfíðleikum. Þótt þú bærir ekki tilfinningar þínar á torg var _ hjarta þitt stórt. Eftir að þú hættir að vinna vegna aldurs gastu ekki setið aðgerðalaus. Fyrst hugsaðir þú um heimilið fyrir Gústa bróður og Dóru þegar þau voru að vinna og sást um að taka á móti ömmustelp- unum þínum þegar þær komu úr skólanum. Á þessu ári sem er að líða hefur hefur þú passað dætur hennar Kristínar vinkonu minnar og þótti þeim öllum mjög vænt um þig, enda voru þær fljótar að kalla þig ömmu. Þegar ég veiktist fyrir tíu áram varst þú kletturinn íyrir mig og strákana mína og í hvert sinn sem ég þurfti að leggjast inn á spítala varstu ávallt mætt við rúmið hjá mér og tókst nánast stjórnina í þín- ar hendur. Þú varst ekki róleg nema heyra í mér á hverju kvöldi til að vera viss um að allt væri í lagi. Þú hafðir alla tíð mat fyrir okkur öll . á sunnudögum. Þú vildir halda kvæntist 11.9. 1966 Ásu Jóhannsdóttur, f.24.6. 1943 (skildu). Börn þeirra eru Arnar Jóhann, f. 4.1. 1967, og Jón, f. 5.9. 1970. 2) Jón El- var, f. 11.6. 1948, kvæntur Kolbrúnu Steinsdóttur, f. 23.7. 1956. Börn þeirra eru Trausti Elvar, f. 13.5. 1977, Davíð Arnar, f. 18.12. 1982, Arn- fríður Ósk, f. 8.3. 1993. 3) Guðbjörg, f. 12.9. 1951, giftist Guðmundi Erni Sigurþórssyni (skildu). Börn þeirra eru Ágúst Örn, f. 4.10. 1971, Sigurþór Örn, f. 27.3. 1973. 4) Ágúst, f. 22.3. 1954, kvæntur Guðríði Dóru Halldórsdóttur, f. 9.9. 1954. Börn þeirra eru Helga, f. 1.7. 1975, Arna Björg, f. 27.4. 1982, og Halldóra f. 8.4. 1984. Barna- barnabörn Arnfríðar eru ellefu. Arnfríður var mestan hluta starfsævi sinnar matráðskona á Fæðingarheimili Reykjavíkur og samhliða því vann hún við framreiðslustörf í Iðnó í 30 ár. títför Arnfríðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. hópnum þínum saman. Eins var um jólin, ég og drengirnir mínir þekkj- um ekki aðfangadag og aðfanga- dagskvöld nema á þínu heimiii í möndlugraut, gæs og heimalöguð- um ís og svo allur hópurinn þinn á jóladag í hangikjöti og laufabrauði. Þessi jól verða okkur erfíð en við megum vita það að þú verður hjá okkur. Ég veit að nærvera þín verð- ur líka sterk í laufabrauðsgerðinni sem þú ávallt stýrðir. Mamma mín, stundirnar mínar með þér í sumar frá því að þú veiktist og þar til yfir lauk verða mér ávallt dýrmætai', loksins gat ég stutt þig og hjálpað. Við áttum margar ljúfar stundir tvær saman og þú varst að rifja upp gömlu árin og fara yfir gamlar ljós- myndir, þetta var þér mikils virði. Ég vil sérstaklega þakka systrum þínum, Habbý og Köllu, fyrir mik- inn og góðan stuðning við þig og ekki síður mig, og starfsfólki á deild 11G á Landspítalanum, ekki síst Auði, sem dekraði við þig og þú fékkst miklar mætur á. Mamma mín, ég kveð þig nú með miklum söknuði en ég veit að nú líð- ur þér vel í faðmi pabba, sem þú sagðir að væri kominn til þín, uppá- klæddur og fínn. Megi ljósið ávallt lýsa yfír ykkur. Þín dóttir Guðbjörg. Til ömmu minnar. „Lífíð er aðeins fordyrið að veisl- unni“ las ég einhvers staðar. Ég sé þig fyrir mér á smáum ballskóm, með þykkt dökkt hárið uppsett ganga loksins eftir hetjulega bar- áttu inn í veisluna, stoltið uppmálað. Ég stend langt fyrir utan, heyri tón- listina óma og reyni að kalla á þig, ég á eftir að segja þér svo margt, þú átt eftir að upplifa svo margt með mér en hver hefði vitað að kveðju- stundin þar sem þú lást í rúminu mínu í Grasarimanum væri okkar síðasta? Af hverju finnst manni að alltaf sé nægur tími? Af hverju hugsar ung manneskja að allt sé ei- líft? Ég kveikti á kerti, kertinu þínu og skuggar þess varpa öllum þeim minningum sem ég á um þig á ber- an vegginn. Skrýtið hvað eitt kerti getur varpað stekum skuggum. Skrýtið hvað maður tekur lífið sem sjálfsögðum hlut, eitthvað sem mað- ur, lítil manneskja, telur sig hafa stjórn á. Ég horfi á kertið og stærsti skugginn sem það varpar sýnir mig sem litla stúlku sem hám- ar í sig kókópöffs og drekkur iitla kók úr gleri. Skuggarnir sýna líka laufabrauðsbakstur rétt fyrir jól, þar sem þú stendur við pottana og stefldr handa okkur krökkunum af- rifur. Það voru engin jól án laufa- brauðanna þinna. Ég rýni áfram í skuggana og sé þig taka á móti stórfjölskyldunni á jóladag með rjúkandi heitu súkkulaði og jólakortin íylla íbúðina. Svo minnka skuggarnir, ég verð eldri, tek allt sem sjálfsagðan hlut, kaupi mér sjálf kók í gleri og þykist eiga heiminn. Fer utan, eignast kærasta og hætti að borða kókópöffs. Alltaf ertu samt þama, elsku amma mín, fæturnir jafn smáir og styrkurinn sterkaii sem aldrei fyiT. Og íyrh' mér alltaf nægm- tími, þú ert eilíf. Kertið logar enn, sannar allt það sem þú hefur upplifað, allt sem mér fínnst vera fjarlægt , fyrir mér, litlu stúlkunni, býrðu enn í Grýtubakkanum, kaupir Andi'és blöð og sussar á okkur æskuna og gefur okkm- hundraðkalla í fylgdarskyni. En einhvern tímann varstu ung, uppfull af draumum eins og ég og hélst að allt væri eilíft og kertin sem þú kveiktir á voru full af loforðum um framtíð og uppfyllingu drauma þinna. Þú hélst þínu striki, varst stolt og barst höfuðið hátt. Á háum hælum, glæsileg og ábyrgðarfuil. Svoleiðis vil ég muna þig, þú styrkt- ir mig í mínum draumum og minni dirfsku og þú sagðir mér að gefa ekkert eftir og vera trú minni sann- færingu. Elsku amma, ég hef kvatt þig svo oft á leiðinni í mín ferðalög, faðmað þig fast, borðað með þér kleinur í fylgdarskyni og alltaf séð þig aftur. Én nú varpar kertið þitt skuggum veislunnar þinnar þar sem þú dansar þinn fýrsta dans við afa eftir langan tíma og við sitjum eftir og minnumst þín eins og sterkum skugga af okkai- kertum sem loga enn. Þín Helga. Hinn 3. nóvember lést amma mín og Iangamma Jóhanns míns úr krabbameini. Sonur minn varð fjög- urra ára hinn 2. nóvember og hún sagði að hún ætlaði að lifa þann dag. Þegar hún átti heima á Grýtubakka og við mamma og bróðir minn á Hjaltabakka var Grýtubakki mitt annað heimili. Ég kom alltaf þangað eftir skóla og þar beið mín heitur matur og flatkökur með smjöri og sykri, nýbakaðar kleinur sem var mitt uppáhald, og ekki má gleyma föstum liðum á mánudögum, að kaupa ný dönsk Andrésar andar- blöð úti í bókabúð. Á þessum tíma þegar maður var veikur heima, fót- brotinn eða handleggsbrotinn, kom hún alltaf í heimsókn og gaf mér malt og eitthvert leikfang og svo auðvitað nýbakaðar kleinur. Svo vora það aðfangadagar sem era svo eftirminnilegir, sérstaklega á Grýtubakkanum, þá komum við mamma og bróðir minn þangað oft- ast um fjögurleytið og lögðum á borð mávastellið, sem var eingöngu notað á þeim dögum, og svo kom amma úr vinnu (sem var Fæðingarheimilið) um sexleytið með appelsín-kassa í annarri hendinni og malt í hinni. Svo flýtti hún sér í sloppinn og þá var hún tilbúin. Þannig leið henni alltaf best. Þá var sest við borðið og byi'jað á forréttinum, sem var rjómagrjóna- grautur með möndlu í (sá sem fékk hana vann marsipangrís og ég fékk oftast konfektkassa í sárabætur), og svo var það aðalrétturinn, sem var fastur liður að hafa gæs. Eftir mat- inn var komið að tilgangi jólanna, pökkunum eða jólabókaflóðinu henn- ar ömmu. Svo var það ömmudagur (sem var sunnudagur). Þá komu öll börnin, barnabörn og barnabarnabörn í heimsókn og borðuðu góðan mat og svo náttúrlega nýbakaðar kleinur. Þar léku þau amma og Jóhann sér í dótakassanum sem ég lék mér að með henni þegar ég var á hans aldri. Elsku Arnfríður amma og langamma, við söknum þín og varð- veitum minningar okkar um þig í hjarta okkar. Þitt dóttursonarbarn og dóttur- sonarbarnabarn. Sigurþór Örn Guðmundsson og Jöhann Arnar Sigurþórsson. Elsku amma mín. Við áttum svo margar góðar stundir saman. Ég man að það voru jól á Grýtubakk- anum, ég fimm ára gamall og fékk fyrstu skíðin mín. Það var lítill snjór úti, þú hafðir gefíð mér úlpu, húfu og vettlinga og þú hvattir mig til að fara út og prófa skíðin. Við bræðurnir fórum af stað, ég á skíð- unum og hann á snjóþotu og vorum við úti fram á kvöld. Ég man það svo vel þegar þú fórst með mig í flugvél til Akureyrar, ég hljóp um alla vél, meðan þú reyndir að stoppa mig en án árangurs. I vél- inni voru strákar í keppnisferða- lagi, létu þeir mig fá bolta og fékk hann að fljúga um alla vél, síðan hef ég hent bolta og alltaf fylgdist þú með leikjunum minum. Nú fara jólin að koma, en um jól- in vorum við alltaf hjá þér í gæs og öðru góðgæti, og mun það ávallt lifa í minningu minni, þar til við hittumst á ný. Svo voru það sunnu- dagarnir þegar við hittumst, fjöl- skyldan og ættingjarnir, það voru einu stundirnar sem við hittumst öll. Það á enginn eftir að feta í fót- spor þín með það. Þú varst svo ákveðin með allt, hreinskilin og góð við okkur. Þú varst ávallt vakin og sofin yfir mér frá fæðingu. Fyrsta árið bjuggu foreldrar mínir heima hjá þér og afa. Þegar þú komst úr Iðnó á kvöldin varstu vön að ná í mig og lauma að mér nammimola, svona varst þú alltaf, þar til þú þurftir að láta undan þessum hræðilega sjúk- dómi. Þegar við bræðurnir sátum við dánarbeð þinn og héldum í sinn í hvora hönd þína leið mér vel, því að ég fann að þjáningum þínum var að ljúka. Allt sem ég man um þig voru yndislegar stundir og vfl ég, amma mín, þakka þér fyrir þær. Að lokum vil ég minnast þín með sálmi sem mér finnst eiga vel við þessa kveðjustund: Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Pú Iifðir góðum Guði, í Guði sofnar þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Pétursson.) Pinn dóttursonur, Ágúst Örn. Með nokkrum orðum langar mig að minnast Örnu systur pinnar, sem ég mat afar mikils. Ég ætla ekki að rekja ættir hennar eða ævi- feril, það gerir vonandi einhver ann- ar. Hún var og verður alveg sérstök í mínum huga, nánast engum sem ég þekki lík. Hún kom ekki aftan að fólki, eins og sagt er. Fór sem sagt ekki í neitt manngreinarálit, heldur talaði sama tungumálið við alla, sagði aðeins það sem henni fannst, við hvern sem í hlut átti hverju sinni. En ég veit að það líkaði ekki öllum og urðu sumir sárir og jafnvel reiðir. Mér líkaði þetta vel. Þetta m.a. gerði hana að því, sem hún var, er og verður í huga mínum. Hún var í lifanda lífi dugnaðar- forkur og vann mikið utan heimilis. Sporin hennar og handtökin eru orðin mörg t.d. í Iðnó, Breiðfirð- ingabúð og Fæðingarheimili Reykjavíkur. Ég heyrði hana aldrei kvarta eða barma sér, þó oft hefði hún ástæðu til. Ef eitthvað vai' að, eða eitthvað miður gott kom fyrir, sagði hún alltaf: „Þetta gæti verið verra,“ eða: „Það gæti hafa farið verr.“ Ég hef oft óskað þess að ég og bara allir gætu hugsað svona. Vertu svo sæl að sinni, Arna mín, og þakka þér samveruna hér á Hótel Jörð. Arnari, Jóni, Guggu og Gústa, mökum þeirra, börnum og barna- börnum, votta ég samúð mína. Hrafnhildur Jónsdóttir. ARNFRIÐUR JÓNSDÓTTIR Elsku Arna. Hvernig gastu gert mér þetta, að fara án þess að við ættum saman þó ekki væri nema eina kvöldstund, til að rifja upp góðar minningar og til þess að ég gæti þakkað þér öll elskulegheitin við mig, við Söndru, við vini mína og við móður mína, sem þú fagnað- ir ávallt þegar hún kom í heimsókn á Fæðingarheimilið eins og hún væri hluti af þér. Þegar ekki náðist til mín, til að láta mig vita um veik- indi þín, þá sagðir þú á þinn sér- staka hátt: „O, hún er áreiðanlega að flækjast í útlöndum.“ Fyrir þig skiptu útlönd litlu máli. Þinn stað- ur var Dalvík og Norðurlandið. En þú áttir kollgátuna. Tveim dögum eftir heimkomuna hringdi systir þín og tilkynnti mér lát þitt. Það var hræðilegt augnablik að halda á símtólinu í hendi sér og horfast í augu við þá staðreynd að ég átti aldrei eftir að sitja og rabba við þig eða fá þig í heimsókn með uppáhaldskökurnar frá Fæðingar- heimilistímanum. Arnfríður Jónsdóttir starfaði í mörg ár við Fæðingarheimili Reykjavíkur sem matráðskona. Arna, eins og við kölluðum hana, var einstaklega glæsileg kona. Hún var einnig kvenskörungur sem sóp- aði af og hún var hamhleypa til verka, og verk sín vann hún með þessum sömu séreinkennum. Hún dró aldrei af, sparaði sjálfa sig í engu. Hún átti ekki aðeins fallegt útlit heldur og fallegt og hlýtt hjarta, sem fann til og þjáðist með þeim sem bágt áttu, þeim sýndi hún ómælda hlýju og ást. Vinir mínir nutu þessarar hlýju. Vinátta hennar var bjarg sem bifaðist ekki. Barnið mitt naut þessa einnig. Löngum sat hún á eldhúsborðinu hjá Örnu og þær rökræddu lífsins gang og borðuðu saman í þykjustu og í alvöru kökudeig á bökunardög- um. Síðan var kökum og kleinum pakkað inn í bréf, því Arna sagði Söndru að hún yrði búðarkona og þess vegna þyrfti hún að læra að pakka inn. Hvort sem sá spádómur rætist eða ekki voru þetta dýrðar- stundir fyrir litla, fallega barnssál. Löngu eftir að við hættum að vera í mat hjá Örnu, pantaði Sandra ákveðinn rétt úr kokkabókum hennar, minnst einu sinni í mánuði. Þannig held ég að það hafí verið með okkur öll, sem störfuðum með Örnu. Við söknuðum kjarngóða matarins hennar, sem var svo rammíslenskur og aldrei skildi hún grænmetisglundrið mitt, sem hún taldi, að gæti orðið mér að fjör- tjóni. Við hlógum oft að þessu sam- an, sem og því, hvað hún reyndi að kenna mér að drekka hnausþykka kaffið sitt. Sumir lærðu það og halda enn þeim sið, ég lærði það aldrei. Já, minningarnar hrannast upp og einnig þakklætið. Það sama veit ég að gerist hjá sameiginlegum starfsfélögum okkar. Fyrir hönd okkar allra þakka ég samfylgd mætrar konu og bið börnum henn- ar, barnabörnum, fjölskyldu og vinum öllum, að þeir á erfiðri stundu finni alltumvefjandi kær- Ieiksnærveru guðdómsins. Hulda Jensdóttir. Arnfríður Jónsdóttir, sú elsku- lega kona, er farin yfir móðuna miklu. Ég veit að heimkoma henn- ar verður björt og fögur. Ég þakka Guði fyrir að hafa kynnst henni. Arna á sérstakan sess í hjarta mer. Á erfiðum stundum í lífi mínu sýndi hún mér kærleik, sem ekki er hægt að lýsa sem skyldi. Þegar mér leið sem verst, tók hún mig í stóran og hlýjan faðm sinn. Stóru, brúnu augun hennar flutu þá oft í tárum og sögðu mér miklu meira en orð. Ég fann að hún stóð með mér og skildi, jafnvel betur en ég sjálf. Allt þetta verður aldrei full- þakkað. Ég vildi ég hefði getað sagt henni allt þetta áður en hún kvaddi og einnig það að erfiðleikar mínir hafa nú snúist upp í blessun, einmitt vegna þrautseigju ástvina minna og vina en Arna hún var ein af þeim. Guð styrki börn hennar og aðra aðstandendur á stund sorgar. Marín Sjöfn Geirsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.