Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 68
r KOSTA með vaxta þrepum {$) IHINADMiHANKINN á fltattmtöiifeife MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sjávarútvegsnefnd Alþingis hefur frestað afgreiðslu kvótafrumvarpa LS mótmælir breyting'ar- tillögum nefndarinnar Einar Oddur Kristjánsson hafnar gagnrýni smábátaeigenda IS eykur rækjufram- leiðslu HLUTDEILD íslenskra sjáv- arafurða hf. í rækjuútflutningi frá íslandi óx nokkuð á síðasta ári. Framleiðsla ÍS á rækjusmá- sölupakkningum varð tvöfalt meiri á árinu 1998 en árið 1997. Heildarframleiðsla ÍS á pillaðri rækju jókst um 27%, úr 5.395 tonnum í 6.853 tonn á síðasta ári. Hlutdeild smásölupakkninga í landfrystri rækju jókst í verð- mæti úr 22% árið 1997 í 33% á síðasta ári. Hlutdeild ÍS í rækju- útflutningi frá Islandi jókst úr 24% árið 1997 í 32% miðað við fyrstu 10 mánuði síðasta árs. Aftur á móti varð samdráttur í framleiðslu ÍS á sjófrystri rækju á síðasta ári. ■ Framleiðsla/20 ARTHUR Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, telur að breytingartillögur sjávarút- vegsnefndar Alþingis á kvótafrum- vörpum sjávarútvegsráðherra, sem lögð voru fram í kjölfar á dómi Hæstaréttar, leysi engan vanda. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verða sóknardagar 23 á ári, en Arthur segir að miðað við fyrri reynslu muni þeim fijótt fækka þeg- ar veiði verður umfram það hámark sem tiltekið er, og verði orðnir 9-10 á fáum árum. Hann gagnrýnir einnig að veiðar séu bundnar við stutt tímabil. Einar Oddur Krist- jánsson þingmaður Sjálfstæðis- flokks, sem sæti á í nefndinni, vísaði þessari gagnrýni á bug í gærkvöldi. Ekki tókst að ljúka afgreiðslu frumvarpsins úr sjávarútvegsnefnd í gær, eins og stefnt var að. Einar Oddur segir að fullyrðingar LS séu ósannindi og bull. Hann segir að af- staða sambandsins komi sér mjög á óvart. „Með þessari u-beygju þeirra, þessum skoðanaskiptum á einni nóttu, koma þeir í bakið á okkur og segja að þeir vilji þetta ekki. Eg ætla ekki að reyna að skilja þetta. Það er bara þeirra mál.“ Einar Oddur bendir á að engar líkur séu á að veiði á grunnslóð verði áfram eins mikil og verið hef- ur á síðustu ánim, og Ijóst hafí verið í samkomulagi sem gert var við smábátaeigendur 1996, að sóknar- dögum myndi fækka ef veiðin yrði mikil. „Við stóðum að því með þeim árið 1996 að knýja fram samkomulag sem hefur gengið mjög vel. Mér fannst rétt, þegar taka þurfti þetta mál upp vegna dóms Hæstaréttar að það yrði tryggt að allir hefðu sem likust réttindi til veiða fyrir og eftir dóminn, hvort um væri að ræða lítil skip eða stór.“ Einar segist enga trú hafa á þvi að veiði smábáta muni halda áfram að vera svo mikil sem verið hafi, en fari svo, eigi þeir kost á að kaupa til sín fleiri daga. Einnig hafí þeir þann möguleika að skipta dögunum út iyrir kvóta, sem sé þeim hagstætt, því miðað sé við síðustu ár, sem hafi verið góð aflaár. ■ Komið til móts/6 Ófremdarástand í Hagaskóla vegna tíðra sprenginga Þjórsárveranefnd Lón ekki viðunandi ÞJÓRSÁRVERANEFND er sam- mála um að miðlunarlón með yfír- borði við 581 m yfir sjávarmáli við Norðlingaöldu sunnan Hofsjökuls rýri óhæfilega náttúruverndargildi Þjórsárvera. Landsvirkjun hefur hafið athuganir á öðrum möguleik- um, sem geta talist viðunandi, að sögn Helga Bjarnasonar, fulltrúa Landsvirkjunar í nefndinni. Felast þeir m.a. í að lækka yfirborð Norð- lingaöldulóns eða að hverfa frá hug- myndum um Norðlingaölduveitu og virkja ána í farvegi sínum, nokkru ofan við Sultartangalón. Þjórsárveranefnd hefur starfað frá því Þjórsárver voru friðlýst árið 1981 og var ætlað að meta hvort Norðlingaöldulón raskaði óhæfilega náttúruverndargildi Þjórsárvera. Nefndin hefur ekki skilað áliti en tel- ur lón með yfirborð í þessari hæð óraunhæfan kost, að sögn formanns hennar, Gísla Más Gíslasonar. ■ Landsvirkjun/34 Morgunblaðið/Guðjón Eldar í jólatrjám um alla borg STARFSMENN gatnamálastjór- ans í Reykjavfk hófu að safna sam- an jólatrjám í borginni í gær, en söfnun jólatijáa fer fram á höfuð- borgarsvæðinu næstu daga. Trén fara í endurvinnslu og eru þau mulin niður og meðal annars not- _^uð við gerð gangstíga. Ekki kom- ast þó öll tré þangað, því mikið annríki var hjá lögreglu í Reykja- vík og slökkviliði í gærkvöldi vegna elda sem höfðu verið kveiktir í jólatijám víðsvegar um borgina. Um klukkan 14 í gær tóku fyrstu tilkynningar um að kveikt ^Hiefði verið í jólatrjám að berast lögreglu og eftir klukkan 18 sinnti lögregla varla öðru en slíkum út- köllum. Á tólfta tímanum voru út- köllin orðin um 20. Reykvískir pörupiltar og -stúlkur sáu sér greinilega leik á borði og drógu þessi tré afsíðis, meðal annars inn á leikvelli barna og skólasvæði, þar sem kveikt var í þeim. Vandræðaástand skapaðist af þessum sökum hjá lögreglu og slökkviliði í gærkvöldi, enda eldar margir og dreifðir um borgina. Mest bar þó á slíkum brunum í Grafarvogi og vesturbænum sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu. Hætta skapast af slíkum eldum og varð in.a. bifreið í Skerjafirði fyrir miklum skemmdum af þeim sök- um að tré hafði verið dregið að henni og eldur borinn að. Óskað eftir gæslu lögreglu í skólanum ALVARLEGT ástand hefur skap- ast í Hagaskóla á undanfórnum dögum vegna ítrekaðra sprenginga á skoteldum innan veggja skólans. Hefur skólahald raskast dag hvern frá áramótum vegna þessa. Skóla- stjóri Hagaskóla hefur óskað eftir nærveru lögreglu í dag til að tryggja eðlilegt skólastarf í skólan- um. Einnig hafa foreldrar verið fengnir til að vera á vakt í skólan- um. Stjómendur Hagaskóla líta á þessi atvik alvarlegum augum og segja sprengingarnar alvarlegt til- ræði við öryggi nemenda og starfs- manna. Skólastjómendur brugðust m.a. við sprengingunum fyrr í vikunni með því að gera sprengjuleit í tösk- um allra nemenda og fundust ýmsar tegundir skotelda í fórum sex nem- enda. Einar Magnússon skólastjóri greip til þess ráðs að víkja þeim úr skóla í viku. Tilkynnti hann það heimilum viðkomandi. Foreldrar mótmæltu brottvísun „Því var tekið í þremur tilvikum, mótmælt í þremur, þar af í tveimur mjög ákveðið. Svo ákveðið að það var kvartað undan þessari aðgerð minni við Fræðslumiðstöð Reykja- víkur. Og þá kemur í ljós, að þó að grunnskólalög heimili brottvikningu nemanda úr skóla í allt að viku þá eru stjórnsýslulögin æðri grunn- skólalögum. í hita leiksins hafði mér yfirsést það atriði, að ef ætlun- in er að víkja nemanda í burtu leng- ur en í einn dag, verður að gera það með rökstuddri skriflegri greinar- gerð og geta þess jafnframt í bréfi að foreldri hafi svokallaðan and- mælarétt. Þessi andmælaréttur get- ur verið allt að 15-30 dagar, að mér skilst, og náttúrlega alveg ófært að mínu viti að vinna við þessar að- stæður. Ég tel það alveg gagns- laust, en lagabókstafurinn blífur og ég varð að gjöra svo vel og taka krakkana til baka þótt mér þætti það súrt í broti,“ sagði Einar. ■ Alvarlegt/6 Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.