Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 5 5 i i : I |f : i :! þú fórst loksins að slappa örlítið af, enda leið þér miklu betur, og mikið fannst mér þú falleg um jólin með bumbuna út í loftið. I þessi átta ár sem við höfum þekkst höfum við brallað ýmislegt. Orðið „manstu“ kemur nú upp í huga mér, því þú mundir alltaf allt. Ég þurfti varla að halda dagbók, ég spurði þig bara. Það var ótrúlegt hvað þú mundir allt vel, þú mundir líka oftar en ekki hvaða dag eitt- hvað gerðist og næstum klukkan hvað, hverjir voru hvar og hvað var sagt og gert. Þetta var einn af ótelj- andi kostum þínum, þótt ég gerði oft grín að þessu. Minningarnar sem við rifjuðum oftast upp hellast nú yfir mig. Manstu þegar ég bjó í Miðstræt- inu og við vorum inn í stofu að dansa við lagið „Summer of 69“ og fólkið sem átti leið framhjá stoppaði fyrir utan gluggann og glápti inn og hugsaði hvaða vitleysingar væru þarna. Manstu þegar ég gisti hjá þér og Arnar og Daði voru að hrekkja okkur? Manstu eftir hríf- unni í rúminu, hvað þú varst hrædd þegar þú hringdir í mig og við löbbuðum á móti hvor annarri? Manstu fyrsta partýið sem við fór- um í og vorum hálf smeykar við þetta blindfulla fólk, því við vorum svo saklausar alltaf. Þú vissir ekki fyrr en núna um jólin að þetta partý hefði verið hjá honum Þóri mínum. Tilviljun! Manstu hvað við gátum endalaust labbað hringi í bænum, hangið fyrir utan böll þegar við vor- um of ungar til að komast inn! ósjaldan komum við við í Tvistinum og fengum okkur Trópí og Twix! Ég man þegar þú og Arnar voruð að byrja saman, alla morgnana sem þú hringdir í mig og lést mig geta hvenær þú hefðir farið að sofa, þvi þið Arnar hefðuð setið í fleiri klukkustundir úti í bíl að spjalla saman. Ég man hvað ég varð glöð, dúllan mín, þegar þið byrjuðuð loks- ins saman, því ég þekkti ykkur bæði og þið áttuð hvort annað svo inni- lega skilið. Ég man líka hvað ég var glöð þegar þú varðst ólétt af Berthu Maríu þótt samband okkar hafi ver- ið dálítið skrýtið á þeim tíma, en eft- ir að ég kom heim frá Ítalíu var allt fallið í Ijúfa löð og samband okkar orðið eðlilegt á ný. Elsku Kristbjörg mín, þú varst alltaf svo góð við alla, alltaf tilbúin að gera allt fyrir alla, enda líkaði öllum vel við þig því það var hægt að treysta þér og treysta á þig. Það tók þig ekki langan tíma að heilla fólk upp úr skónum, því framkoma þín var þannig, þú varst svo yndis- leg og ég sakna þín svo mikið. Tárin hætta varla að streyma niður kinn- arnar, ég heyri í þér, sérstaklega hláturinn, ég sé alla taktana þína iyrir mér, hvernig þú ýttir gleraug- unum betur upp á nefið, hvemig þú baðaðir út höndunum þegar þú tal- aðir, hvernig þú bentir með vísi- fingri þegar þú lagðir áherslu á eitt- hvað, hvernig þú dansaðir og bara allt. Ég er svo þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, en sérstaklega þó þær stundir sem við áttum saman núna um jólin. Ég þakka fyrir að við Þórir skulum hafa eytt dýrmætum klukkutímum hjá þér, Arnari og Berthu Maríu annan í jólum. Þú varst svo ánægð, dúllan mín, fékkst ruggustól í jóla- gjöf, og hlakkaðir svo til að sitja í honum og gefa litla barninu ykkar. Síðast þegar ég sá þig var allur vinahópurinn saman kominn, makar og börn líka, en það var þó nokkuð síðan það hafði gerst síðast. Það var eins og það væri kveðjustund þótt engan grunaði að einhver væri að fara. Þú varst svo falleg þá, í rauðri peysu, og varst að reyna að leyfa mér að finna hreyfingar barnsins en það tókst ekki. Þegar ég fór kyssti ég þig á kinnina, þakkaði þér íýrir kvöldið og sagðist hringja í þig. Svo varstu bara farin! Það er svo sárt og erfitt að trúa því, elsku Kristbjörg mín. Bertha María fékk að kynnast yndislegri móður sinni og litla ljósið ykkar fær að vita seinna meir hversu yndisleg persóna það var sem kom henni í þennan heim. Elsku besti Arnar, missir þinn er mikill og ég bið guð almáttugan að vaka yfír þér og veita þér styrk í þessari þungu sorg. Foreldrum Kristbjargar, systkin- um og ættingjum votta ég mína dýpstu samúð og ég bið guð að geyma þau. Takk fyrir allt, elsku Kristbjörg mín, ég geymi minningamar um þig í hjarta mínu. Iris Dögg. Kveðja frá handknattleiksdeild IBV í dag kveðjum við Ki-istbjörgu Þórðardóttur. Það er erfitt að kveðja góðan vin með fáum orðum. Kristbjörg og Arnar kynntust ung og þá sem nú lék Arnar með okkur í handboltanum hjá ÍBV. Við áttum þannig því láni að fagna að kynnast Kristbjörgu vel. Þeirra samband var frá fyrstu tíð mjög ástríkt og samheldnin mikil. Eiginleikar Kristbjargar, sem ekki síst fólust í einstökum dugnaði og ósérhlífni, nutu sín vel í íþróttahreyfíngunni. Þar vann Kristbjörg mjög mikið og fórnfúst starf, sérstaklega fyrir Fimleikafélagið Rán í Vestmanna- eyjum. Andlát Ki-istbjargar er mik- ið áfall fyrir marga í Vestmannaeyj- um. Missir Arnars, Berthu Maríu og nýfæddrar dóttur þeirra er ólýs- anlegur sem og fyrir foreldra Krist- bjargar, Þórð og Steinu og systkin hennar, Sigurbjörn, Þórdísi og Ey- þór. Missir fjölskyldu Arnars og ættingja Kristbjargar er líka mikill. Við viljum votta ykkur öllum okkar dýpstu samúð. Magnús Bragason formaður. í dag kveð ég æskuvinkonu mína og frænku, Kristbjörgu Oddnýju, með miklum söknuði. Ég var harmi slegin þegar systir mín hringdi og sagði mér sorgartíð- indin. Þetta gat ekki verið, þú sem áttir framtíðina fyrir þér með unnusta þínum Arnari, Berthu Mar- íu og nýfæddri dóttur. Það er erfitt að sætta sig við missi góðs vinar og ættingja. Á þessari sorgarstundu er gott að minnast þeirra tíma sem við áttum saman og eru minningamar margar og góðar. Við vorum bekkjarsystur alla skólagönguna og miklar vinkonur. Bekkurinn var mjög samheldinn, það mætti segja að við höfum öll verið einskonar systkini. Við hitt- umst oft bekkjarsysturnar í sauma- klúbb eða gerðum eitthvað öll sam- an innan skólans sem utan. Þetta eru allt ógleymanlegar minningar. Við útskrifuðumst svo nokkur sam- an úr framhaldsskólanum árið 1994. Þær voru ófáar stundimar sem við áttum saman. Við fórum oft heim til mín eða þín eftir skóla og dunduðum okkur eitthvað saman. Einnig gistum við oft hvor heima hjá annarri, vöktum fram eftir og spjölluðum um hina og þessa hluti. Við lærðum báðar á orgel hjá Soff- íu. Man ég þegar við vorum að æfa okkur saman, hvað við hlógum og skemmtum okkur vel. Stundum fór- um við hvor með annarri í tíma og hlustuðum hvor á aðra spila. Það er mér minnisstætt þegar við fórum saman á fyrstu fimleikaæfmguna. Mér leist ekkert á það þegar okkur var ýtt í spíkat eða splitt, en þú varst svo áhugasöm og kraftmikil að þú lést þetta ekki á þig fá. Þú æfðir fimleika af fullum krafti og varst afbragðsfimleikakona í mörg ár og farin að þjálfa líka. Ég man hvað ég dáðist að þér, kraftinum í þér. Þú æfðir einnig sund með okk- ur stelpunum. Við kepptum saman og var tilhlökkunin mikil þegar fara átti upp á land að keppa. Við vorum farnar að hlakka til löngu fyrir ferð- irnar. Skrifuðum við lista yfir hvað við ætluðum að fara með og eitt skiptið saumuðum við okkur stutt- buxur til að vera í á einu mótinu. Þetta var svo skemmtilegt tímabil og minntumst við þess oft. Ég man hvað þú varst einbeitt og ákveðin að ná settu marki. Er mér það sérstak- lega minnisstætt þegar við stefnd- um að því að ná lágmarki á KR- sundmót. Þú dreifst mann áfram og við syntum af fullu kappi, hlupum og gerðum hinar ýmsu æfingar inni í Herjólfsdal, sama hvernig viðraði. Man ég hvað við hlógum að þessu seinna meir. Ég gleymi því aldrei þegar þú og Guðný vinkona okkar fögnuðuð heimkomu minni er ég kom heim eftir nokkurra vikna dvöl í Bandaríkjunum. Þið höfðuð skreytt húsið í bak og fyrir til að bjóða mig velkomna heim. Þú varst vinur sem vildir allt fyrir mann gera og sást til þess að manni liði vel. Ég minnist þess þegai- við vorum komnar á unglingsárin og það tíma- bil þegar við vorum saman, vina- hópurinn, á rúntinum niðri í bæ. Okkur þótti svo gaman að hringja á eyjarásina og biðja um óskalög og kveðjur handa „Bláu strumpunum“, eins og við kölluðum okkur, og i'únta um. Á þessum tíma kynntistu Arnari, þú varst svo ástfangin og ánægð með lífið. Þeim tíma og kynnum mínum af þér hefði ég aldrei viljað missa af. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Að leiðarlokum vil ég þakka Guði fyrir allar stundirnar sem við Krist- björg Oddný áttum saman. Ég sendi Amari og dætrum, for- eldrum hennar, systkinum, Karli Jóhanni og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Jónína Sigurðardóttir. Eitt andartak stóð tíminn kyrr, æddi síðan inn um glugga og dyr, hreif burt vonir, reif upp rætur. Einhvers staðar engill grætur. Hvers vegna hér - menn spá og spyija. Spumingar flæða, hvar á að byrja? Fólkið á þig kallar, Kristur, kvölin nístir bræður og systur. (Bubbi.) Elsku systir, Kristbjörg Oddný. Mikið er sárt að þurfa að kveðja þig svo fljótt. Við héldum að við ættum svo mikinn tíma eftir. Þú varst ávallt fremst í flokki í öllu sem við kom fimleikum. Ef eitthvað stóð til varstu ætíð boðin og búin að gera það sem þurfti og gott betur. Þú varst vítamínið okkar, ekki síður en stelpnanna „þinna“ eins og þú kall- aðir þær. Drifkrafturinn, jákvæðn- in, ósérhlífnin og hlýjan sem þú gafst okkur er ómetanleg og mun ávallt geymast í hjarta félagsins. Skarðið sem þú skilur eftir verður aldrei fyllt. Tárin em leið til að lækna undir, lífið er aðeins þessar stundir. Gangverk lífsins þau látlaust tifa og við læram með sorginni að lifa. Við kveðjum með djúpum söknuði einstaka stúlku og minnumst með þakklæti þess tíma sem við áttum með henni. Fjölskyldu hennar send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að gefa þeim öllum styrk til að bera þessa miklu sorg og lýsa upp myrkrið á ný. Fimleikafélagið Rán, stjórn og þjálfarar. Elsku Kristbjörg, við sitjum sam- an hér í íþróttasalnum og erum að hugsa til þín um allt sem við áttum eftir að segja þér. Við viljum fá að þakka þér fyrir hvað þú varst frá- bær þjálfari. Þú kenndir okkur svo margt, ekki bara í fimleikum heldur líka hvernig við eigum að koma fram hver við aðra. Okkur langai' að SJÁ NÆSTU SÍÐU + Elskuleg móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA MARÍA HAFLIÐADÓTTIR, Kópavogsbraut 1, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þrlðju- daginn 12. janúar. Hafliði Örn Björnsson, Maja Guðmundsdóttir, Hilmar Þór Björnsson, Svanhíldur Sigurðardóttir, Steinunn Ásta Björnsdóttir, Jón Frímann Eiríksson, Sigríður Birna Björnsdóttir, Steen Haugaard, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, EYJÓLFUR EIRÍKSSON, andaðist mánudaginn 11. janúar á hjúkrunar- heimilinu Víðihlíð, Grindavík. Þórdís Sigurðardóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ÞÓRÐARDÓTTIR, dvalarheimilinu Seljahlíð, áður Eskihiíð 12a, er lést miðvikudaginn 6. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 15. janúar, kl. 11.00 f.h. Eysteinn Einarsson, Sigríður Sigurðardóttir, Ásgeir Einarsson, Björg Sigurðardóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Jóhann G. Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA GÍSLADÓTTIR, Droplaugarstöðum, áðurtil heimilis á Vífilsgötu 18, sem lést þriðjudaginn 5. janúar, verður jarðsett frá Fossvogskapellu föstudaginn 15. janúar kl. 15.00. Helga Karlsdóttir, Jón Ásmundsson, Björn Karlsson, Anna B. Jónsdóttir, Guðmundur Valur Oddsson, Ásmundur Jónsson, Anna Hera Björnsdóttir. + Móðir okkar, SIGURJÓNA MARTEINSDÓTTIR, áður Leifsgötu 21, Reykavík, sem lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 7. janúar, verður jarðsungin frá Hallgríms- kirkju á morgun, föstudaginn 15. janúar, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Skírnarfontarsjóð Hallgrímskirkju. Karitas Óskarsdóttir, Svanborg Óskarsdóttir, Þórir Óskarsson. + Elskulegur maðurinn minn, faðir, sonur, tengdasonur og bróðir, KRISTJÁN FRÍMANNSSON, Breiðavaði, sem lést á Landspítalanum fimmtudaginn 7. janúar, verður jarðsunginn frá Blönduósskirkju laugardaginn 16. janúar kl. 14.00 og jarðsettur í Holtastaðakirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda, Stefanía Egilsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.