Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Magnús Jónsson HAUSTLITIR og skuggar í Fnjóskadal. Fnjóská rennur rétt framan við Végeirsstaði. Fjærst sést út í Dalsmynni. SKÓGRÆKT á Végeirsstöðum í meira en 40 ár hefur verið unnið að skógrækt á Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Nokkrir einstaklingar hafa af mikilli elju, þrautseigju og bjartsýni byggt upp sælureit sem ekki á sér margar hliðstæður á íslandi. Magnús Jónsson rekur hér, að beiðni Morgunblaðsins, sögu ræktunar og aðdraganda hennar og lýsir framkvæmdum á jörðinni síðan fyrsta trjáplantan var gróðursett vorið 1955. UPPHAF skógrækt- arævintýrisms á Vé- geirsstöðum má rekja til þess, að árið 1882 keyptu hjónin Sigurð- ur Jónsson og Helga Sigurðardóttir jörðina Draflastaði í Fnjóskadal. Þá var þessi sögufrægi kirkjustaður í nokkurri niðumíðslu, „því nálega hvert hús var að hruni komið“, eins og segir í ævisögu Sigurðar Sig- urðssonar efth’ Jónas Þorbergsson, fyrrverandi útvarpsstjóra. Með í kaupum fylgdu þijú kotbýli, sem svo vom kölluð, en það voru Melar og Végeirsstaðir í Fnjóskadal og Knarrareyri á Flateyjai’dal. Þau Sigurður og Helga eignuðust níu böm og komust fimm þeirra til full- orðinsára, þrjú dóu ung en einn son- ur þeirra varð úti liðlega tvítugur að aldri. Eftir að Sigurður féll frá 1898 bjó Helga áfram á Draflastöðum. Þótti hún skörungur mikill og átti hún ekki sístan þátt í að færa Draflastaði til vegs og virðingar á ný. Eftir hennar dag skiptust jarð- imar fyrmefndu milli barnanna þannig að Guðrún og Karl Agúst fengu Draflastaði og bjó Karl þai’ sinn búskap en Guðrún bjó á Hall- dórsstöðum í Köldukinn, Jóninna fékk Mela, Sigurður Knarrareyri og Karitas fékk Végeirsstaði. Öll voru þessi Draflastaðasystkini dugnaðar- fólk og urðu tvö þeirra þjóðkunn, þ.e. Sigurður sem síðar varð skóla- stjóri á Hólum og búnaðarmála- stjóri, og Jóninna sem lengi rak Hótel Goðafoss á Akureyri, auk þess að vera helsti frumkvöðull landsins í matreiðslufræðum. Karitas og Karl frá Veisu Karitas, sem var yngst þeirra systkina sem upp komust, var fædd árið 1883. Var hún látin heita eftir alnöfnu sinni, tvítugri, glæsi- legri og efnilegri stúlku frá Hall- dórsstöðum í Köldukinn, sem látist hafði af barnsförum fyrr þetta ár. Bam hennar lifði hins vegar, son- ur, sem látinn var heita Karl Krist- ján og var Arngrímsson. Rúmum tuttugu árum síðar gengu þau Karl og Karitas í hjónaband og hófu bú- skap á Landamóti í Köldukinn árið 1905. Þannig höguðu örlögin því til, að Karl kvæntist alnöfnu móður sinnar. „Má það ef til vill teljast merkileg tilviljun, að hann skyldi njóta móðurnafnsins með þessum hætti, en víst er um það að Karl dáði til hinsta dags konu sína og minningu hennar,“ eins og Ingvar Gíslason, fyrrverandi menntamála- ráðherra, komst að orði í afmælis- grein um Karl áttræðan. Eftir átján ára búskap fluttu þau að Veisu í Fnjóskadal, en það er næsta jörð sunnan Végeirsstaða. Bjuggu þau þar til ársins 1943 er þau bmgðu búi og fluttu til Akur- eyrar. Fram til 1931 var erfðajörð Karitasar í leigu en eftir það var jörðin nytjuð af eigendum sínum, án þess að búið væri á henni. Þau Karitas og Karl eignuðust níu börn og komust átta þeirra til fullorðinsára. Eru Veisusystkinin fædd á árunum 1905 til 1925 og eru fimm þeirra á lífi. Ein dóttir þeirra, Jóninna Sigríður, dó á fermingar- aldri. Þótt flest barnanna fæddust á Landamóti eru þau systkin alltaf kennd við Veisu. Á ýmsa lund voru þau Karitas og Karl á undan sinni samtíð og mikið atorkufólk. Með heimavirkjun raf- lýstu þau Veisu, fyrstan bæja í Fnjóskadal, og þangað vai- keypt fyrsta útvarpsviðtæki sveitannnar. I viðtali sem Sigurður Guðmunds- son, tengdasonur þeirra, tók við Karl árið 1963 rifjaði hann upp, „að annan í jólum voru miklu fleiri við messu á Veisu en höfðu verið í Háls- kirkju á jóladag. Þetta var svo mik- ið nýnæmi". Honum var málið svo- lítið skylt þar sem hann var kirkju- organisti sveitarinnar. Og þegai’ þau hjón höfðu komið upp blóma- garði og trjálundi við bæinn urðu margir til að reka upp stór augu, þar sem slíkt var fátítt í sveitum þessa tíma. Vai’ Veisubýlið orðlagt fyrir snyrtimennsku og myndar- skap og ræktunaráhuga Karitasar var við brugðið. Því var það að von- um, að hún vildi að litla erfðajörðin hennai', Végeirsstaðir, yrði tekin undir skógrækt. Fyiir miðja öldina þótti hins vegar ýmsum dálítið sér- stakt ráðslag að láta sér detta í hug að taka jörð með nokkru túni úr notum til hefðbundins búskapar og leggja það undir skóg. Fyrst eftir að þau Karitas og Kari fluttu til Akureyrar nytjuðu ýmsir bændur í sveitinni Végeirs- staðatúnið, en vorið 1955 voru um 40 ha. lands á Végeirsstöðum girt- ir. Á uppstigningardag þessa árs gróðursettu þrjú systkinanna, sem búsett voru á Akureyri, fyi’stu trjá- plöntumar á jörðinni. Ævintýrið var hafið og skógræktardraumur- inn að rætast. En Karitas lifði að- eins nokkra mánuði eftir þetta, því hún lést um haustið, 72 ára að aldri. Plöntun og uppbygging Um þetta leyti bjuggu fimm Veisusystkina á Akureyri: Þórður,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.