Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 B 7 KÖRFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Golli FRIÐRIK Ragnarsson, fyrirliði Njarðvíkinga, hampar hér bikarnum og samherjar hans fagna - næstir eru þeir Teitur Örlygsson og Friðrik Stefánsson. Fórum of erfiða leið til þess að tap væri réttlætanlegt „VIÐ byrjuðum þennan leik af miklum krafti og vorum yfir lengi framan af, en síðan komust Keflvíkingar framúr og svo virtist sem sigurinn ætlaði að lenda þeirra megin. Við vorum hins vegar aldrei langt undan,“ sagði sigurreifur þjálfari Njarðvíkinga, Friðrik Ingi Rúnarsson, þegar hann hafði tekið við sigurlaunum sínum. Morgunblaðið/Golli FRIÐRIK Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, stjórnar sínum mönnum á örlagastundu. Ekki fyrr en í fulla hnefana Margir héldu að sigurinn væri að hafna Keflavíkurmegin, en sem hendi væri veifað snerist leik- urinn okkur í hag. Við fengum snögg upphlaup sem enduðu með stigum, tíminn var stöðvaður og við náðum einni sókn í viðbót þegar fímmtán sekúndur voru eftir og vorum þremur stigum undir. Auð- vitað voru þetta „dramatískar" lokamínútur. Þegar út í framleng- inguna var komið byrjuðum við á að gera þriggja stiga körfu og það hafði mikið að segja, því það vill oft verða svo í framlengingu að það lið sem skorar fyrst fær byr í seglin sem nægir til sigurs. Þessi sigur sannar það bara enn einu sinni hvernig þessi íþrótt er, það er ekk- ert víst fyrr en flautað hefur verið af.“ Friðrik sagði að lið sitt hefði ver- ið í ákveðinni lægð upp á síðkastið, en það hafi hins vegar hrist af sér slenið að þessu sinni og sýnt að það býr ýmislegt í því. Vörnin var flrna- sterk og sóknarleikurinn lengst af í lagi. „Eg er mjög ánægður með hvernig leikmenn komu til leiks og héldu einbeitingu allan tímann þó á ýmsu hafi gengið og spennustigið verið nokkuð hátt. Menn voru stað- ráðnir í að láta ekki Keflavík vinna alla titla sem í boði eru.“ Hvað sagðir þú við þína menn áð- ur en framlengingin hófst? „Einfaldlega það að við værum komnir of nálægt sigri til þess að hægt væri að kasta honum frá sér. Við áttum meira skilið eftir það sem á undan var gengið. Með það að leiðarljósi komum við til leiks í framlenginguna." Eftir að hafa haldið þríggja stiga skyttum Keflvíkinga niðrí í fyirí hálfleik þá var eins og flóðgáttir opnuðust er leið á síðari hálfleik. Hvað brást hjá ykkur í vörninni á þeim kafla? „Það brást ekkert öðru fremur hjá okkur. Keflavíkurliðið er bara þannig skipað að innan þess eru leikmenn sem eru óhræddir að skjóta þótt ekkert sé í gangi, þeir skjóta upp úr þurru. Með það hug- arfar komu Damon [Johnson] og Falur [Harðarson] í síðari hálfleik- inn; að láta bara vaða á súðum og það gekk upp hjá þeim um tíma. Þeir hittu og hittu þrátt fyrir að mínir menn væru með hendur á þeim, þeir eru hins vegar þeim eig- inleika gæddir að þeir geta gert ýmsa hluti fyrirhafnarlítið. Við lét- um þetta ekki slá okkur út af laginu heldur héldum okkar striki og sætt- um lagi þegar tími vannst til og það skilaði að lokum hreint frábæram sigri.“ Friðrik sagði þennan sigur vera toppinn á kransakökunni eftir afar erfiða leiki í bikarkeppninni í vetur. I 16-liða úrslitum vann Njarðvík liðsmenn Grindavíkur í baráttuleik eftir að hafa lent 18 stigum undir þegar síðari hálfleikur var hálfnað- ur. I næstu umferð vann liðið fjög- urra stiga sigur í hnífjöfnum leik í Borgarnesi og loks vann liðið Hauka eftir framlengdan leik í fjög- urra liða úrslitum. „Bikarkeppnin hefur verið mikil þrautarganga hjá okkur og það var eitt þeirra atriða sem ég lagði upp með við mína menn fyrir leikinn. Leiðin í úrslitin hefur verið of erfið til þess að það megi gerast að við töpum síðasta og stærsta áfanganum og það hreif. Þetta er alveg rosalega sætm- sig- ur.“ Allt vitlaust í framlengingunni „Við höfðum trú á að þetta gengi upp hjá okkur - annars hefðum við tapað í lokin - og þetta gekk upp þó að það hafi verið nokkuð tæpt og ekki laust við að við áhyggjur íétu á sér kræla,“ sagði Teitur Orlygsson, leikmaður Njarðvíkinga, eftir leik- inn og taldi að björninn hefði unnist með því að ná framlengingu. „Eftir hlé sýndum við augnabliks einbeit- ingarleysi og þeir eru með of gott lið og frábæra skotmenn til að sleppa slíku ^ tækifæri til að snúa leiknum við. í framlengingunni voni þeir búnir að missa Fal, sem auð- veldaði mikið fyrir okkur því hann var búinn að spila mjög vel og má segja að þá höáim við bara átt eftir að eiga við Damon því Keflvíking- arnir treysta mikið á þessa tvo til að sjá um sóknina og gera út um svona jafna og erflða leiki. Þegar Falur var farinn og Damon eftir náðum við að passa upp á skotmennina þeirra og komast inn í leikinn á ný með gríðarlegiú baráttu. Eins og sást var allt vitlaust á bekknum hjá okkur í framlengingunni og ekld möguleiki á að við myndum tapa leiknum því við sáum að upplitið á þeim var ekki djarft eftir að hafa verið svo nálægt því að vinna en fengið síðan kalda vatnsgusu í and- litið,“ bætti Teitur við og naut augnabliksins. „Ég veit ekkert um framhaldið og deildina - mér er al- veg sama og ætla bara að vera til- búinn þegar kemur að úrslitakeppn- inni.“ Léleg skot - en fóru ofan í „Það var ótrúlegt þegar við jöfn- uðum, alveg ótrúlegt því þó að skot- in væru léleg fóru þau öll ofan í körfuna," sagði Kristbjörn Alberts- son, Njarðvíkingur og fyrrum stór- dómari þegar hann sveif um gólfíð með breitt bros á vör og bætti við um leið og hann sveif í burtu: „Lukkan lék líka við okkur í dag.“ SÍÐUSTU leikir okkar í bikamum hafa allir verið baráttuleikir - við töpuðum fjrir Grindavík, Skalla- grími og Haukum í deildinni en unnum svo einmitt þessi lið í bikar- keppninni svo við voram ákveðnir í að láta ekki staðar numið og gefast ekki upp fyiT en í fulla hnefana," sagði Njarðvíkingm'inn Benton Birmingham eftir leikinn. „Það var líka gaman að sigra því það voru ekki margir sem höfðu trú á að okk- ur tækist það en það gerðum við með samstilltri heild. Damon John- son hjá Keflavík er frábær leikmað- ur sem þarf oft að taka af skarið þegar í harðbakkann slær og það gerði hann en við stóðum þann storm af okkur, leyfðum þeim aldrei að stinga okkur af og það skilaði sér að gefast aldrei upp. Við höfðum því nóg af sjálfstrausti í framlenging- una því þeir áttu alls ekki, frekar en aðrir í Höllinni, von á að til hennar kæmi, en svona er þetta stundum." Benton býr í Keflavík og hefur fundið spennuna vaxa fyrir leikinn. „Fólk hefur verið að stríða mér fyi'- ir leikinn en nú get ég farið og borið höfuðið hátt. Ef við hefðum tapað hefði beðið eftir mér fáni Keflvík- inga framan á hótelinu þar sem ég bý en nú get ég pakkað honum nið- ur í bili,“ sagði Birmingham að end- ingu. Átti að vera búið „Þetta átti að vera búið og litlu mátti muna að við værum sjálfir búnir að afskrifa okkur eins og aðr- ir en einhverra hluta vegna er eins og við höfum átt að vinna þennan leik,“ sagði Friðrik Rúnarsson fyr- irliði Njarðvíkinga eftir leikinn. „Sviptingarnar voru með ólíkindum og lengi vel þurftu Keflvíkingarnir bara að henda boltanum til að hitta körfuna og það var alveg sama hver kastaði svo að það var ekki við vörn- ina hjá okkur að sakast - við gátum bara ekki meira en þetta. I fram- lengingunni hjálpaði að Falur (Harðarson) hjá þeim var kominn með fimm villur auk þess, sem stemmningin í húsinu var okkar því það vorum við sem enduðum á að jafna. Það hlýtur líka að hafa farið illa í þá að vera með unninn leik en við sýndum líka að Njarðvíkingar eru líka með stærsta hjartað."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.