Morgunblaðið - 28.02.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.02.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Islendingar geta keypt af útivistar- vörum? „Það er mikil vakning til útivistar meðal þjóðarinnar og hefur verið síðustu árin. íslendingar taka ekki þátt í slíku með annað en góðan bún- að. Það má segja að það sé alltaf að koma eitthvað nýtt. í dag er útivi- starfatnaður t.d. tískuvara. Stór vaxtarbroddur hjá okkur er t.d. ný tegund skíða, svokölluð „cai'ving“ og hálf-“carving“ skíði, sem hafa verið að ryðja sér til rúms. Þau eru þannig sniðin að þau henta bæði byrjendum og ósköp venjulegum skíðamönnum miklu betur heldur en gömlu skíðin. Mjög margh- eru að koma sér upp svona skíðum og þarna erum við einnig með sérstæða þjónustu sem felst í því að fólk getur leigt af okkur svona skíði og ef því líkar við þau getur það keypt skíðin og látið leigugjaldið ganga upp í kaupin. Fólk heíúr tekið þessu mjög vel og nýtt sér í ríkum mæli. Mikill vaxtarbroddur er einnig í snjóbrettum, en með þeim er auk þess að koma stór hópur af nýjum viðskiptavinum. Við finnum líka al- veg sérstaklega vel fýrir þessu í vet- ur, því þetta er fyrsti alvöru skíða- veturinn í mörg ár. Samhliða þessu öllu hefur mikill vaxtarbroddur hjá okkur einmitt verið í aukinni heild- verslun. Hefur ekki dregið úr sölu hjá ykk- ur að stórfelld aukning hefur verið á gistingu til sveita? „Ekki er það nú merkjanlegt, en ferðamönnum innanlands hefur líka fjölgað gífurlega frá þeim árum er leiga bar sig vegna skorts á gist- ingu. Það er fullt af ferðalöngum sem eru alltaf í tjöldum og aðrir sem eru kannski eina nótt í tjaldi og aðra hjá Ferðaþjónustu bænda eða inni á einhverju hóteli. Það hafa orðið ákveðin vatnaskil í þessum efnum. Áður var mjög al- gengt að maður þyrfti að svara spurningunni: Þola þessi tjöld ykkar íslenska veðráttu? Svarið við því er já, þ.e.a.s. alla venjulega sumarveðr- áttu. En ef við erum að tala um 12 vindstig þá þarf tjöld sem eru þrisvar sinnum þyngri og fjórum sinnum dýrari. Kjarni málsins felst í sveigjanleika. Menn fara með tjald- ið, en ef veðrið gerist verra en geng- ur og gerist þá reyna menn að koma sér í hús. Ekki þar fyrir, það er ekk- ert sjálfgefið að þessi venjulegu tjöld sem við erum að selja gætu ekki hugsanlega staðið af sér 12 vindstig. Það er með ólíkindum hvað þau standa í vondum veðrum." Gistir þú sjálfur í tjaldi þegar þú ferðast úti á landi? „Já ég geri það, eða gerði það. Sannast sagna þá er langmest að gera hjá okkur á sumrin og því vinnst lítill tími til að fara út á land og slaka á. Þú talar mikið um uppsveiflu og vöxt, er ekki húsnæðið að springa utan a.f starfseminni? „Jú, það má eiginlega segja það, enda ætlum við fljótlega að bæta úr þvi. Við höfum byggingarleyfi fyrir 300 fermetra húsi, og kjallara undir, rétt við lóðina okkar í Vatnsmýrinni. Stefnan er að vinda sér í bygging- una síðsumars þegar fer að hægjast um eftir sumarvei’tíðina." Hversu stór fjárfesting er það? „Við viljum fá að byggja hús í anda starfseminnar, þ.e.a.s. úr bjálkum eða límtré. Ef það fæst sleppum við mjög ódýrt. Gróf kostn- aðaráætlun er 20 milljónir. Það væri í anda þess sem við gerðum í nýju versluninni okkar á Laugaveginum, en þar innréttuðum við í hólf og gólf með íslenskum rekavið. Það kemur feiknalega vel og skemmtilega út. Annars eru sviptingar þarna. KEA-Nettó vill koma þarna inn, byggja við Umferðarmiðstöðina og hefja verslunarrekstur. Gangi það eftir hafa þeir óskað efth' því að við komum inn til þeirra. Við erum því í þeirri aðstöðu nú að bíða og sjá til. Við erum ákveðin í að láta til skarar skríða, en vitum kannski ekki ná- kvæmlega hvað verður ofan á. En okkur liggur á og KEA-Nettó liggur einnig á og því verður eitthvað gert þarna á næstu mánuðum. Tíminn leiðir í ljós hvað það verður." Væri það jafn góður kostur fyrir ykkur að vera undir þaki með öðru fyrirtæki? „Það þarf bara að skoða það mál. í fljótu bragði segir okkur ekkert að það þurfi að vera neitt verra.“ Verslun með villandi nafni Morgunblaðið/Golli fyrstu var velta fyi-irtækisins allt að 100 prósent í tengslum við leiguna, en í dag er hún um 5 prósent henn- ar.“ Þið heitið samt enn þá Sportleig- an, er það ekki villandi? „Við höfum nú reynt að auðkenna okkur sem verslun, t.d. með því að rita það skýrum stöfum á húsið okk- ar í Vatnsmýrinni og nýja verslunin okkar, á Laugavegi 25 heitir Útivist- arbúðin. Eigi að síður er það rétt sem þú segir, það er erfitt að kom- ast út úr ákveðinni tiltrú sem fest hefur við okkur og við finnum fyrir því að mjög margir álíta enn í dag að við séum leigufyrirtæki. Engu að síður er mikið að gera hjá okkur og við erum t.d. með um það bil 10% markaðshlutdeild í skíðavörum. Við finnum að það er mikið til stór hópur viðskiptavina sem heldur tryggð við okkur og hann fer stækkandi. Það er ekki bara vegna góðs vöruvals, heldur einnig vegna þess að við bjóðum upp á eitt og annað sem ekki er annars staðar að fá. Við erum til dæmis þeir einu sem taka notaðan skíðabúnað upp í nýjan svo ég nefni eitt dæmi,“ segir Einar. Einar segir að fljótlega hafi við- legubúnaður fyrir sumarferðir ekki verið látinn duga, enda hafi eigend- ur fyrirtækisins ætlað því að starfa árið um kring. Það var þvi tekið til við að leigja út skíðabúnað og það fór á sömu leið, það gekk vel fyrstu árin, en í dag er sá búnaður hrein- lega seldur til neytenda í verslunum fyrirtækisins. Með vaxandi verslun- arrekstri hefur heildverslun Sport- leigunnar aukist verulega og fyrir- tækið hefur þekkt vörumerki innan sinna vébanda. Má t.d. nefna sló- vensku skíðin frá Elan og sænsku viðleguvörurnar frá Fjellreven. „Það hefur verið góður stígandi í þessu hjá okkur. Við héldum í horf- inu á kreppuárunum í byrjun ára- tugarins, en annars hefur þetta ver- ið góð og sígandi lukka. Engin stór stökk, en það er ljóst að Islendingar GUÐRÚN og Einar í verslun sinni VIÐSKIFnAIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►Landsmenn margir, einkum þó þeir sem í Reykjavík búa munu kannast við fyrirtækið Sportleiguna sem verið hefur til húsa um nokkurt árabil í stöku húsi beint á móti Umferðarmið- stöðinni. Það er að vísu hægt að fá viðlegu- og skíðabúnað leigðan hjá Sportleigunni, en miðað við starfsemina hin seinni ár er nafnið vægast sagt villandi því þarna er á ferðinni versl- un með slíkan búnað, verslun með umtalsverða markaðshlut- deild og þekkt vörumerki á sinni könnu. Einar Eiríksson hefur rekið þetta fyrirtæki frá upphafí, eða frá árinu 1971. EINAR Eirlksson og Guðrún Axelsdóttir. ÚR Útivistarbúðinni, Laugavegi 25. eru jafnt og þétt að átta sig á því að gæðavörur af þessu tagi eru ekki á lakara verði hér á landi. Það er bein- línis fráleitt annað en að kaupa þetta hér heima, sjáðu t.d. þessi hundruð ef ekki þúsund íslendinga sem fara í Alpana á skíði á hverjum vetri. Hví- lík fásinna að eyða dýrmætum dög- um af fríinu í að rápa í verslanir ytra. Svo er merkilegt hvað erlendu ferðamennirnir þurfa oft að kaupa mikið þegar þeir eru hingað komnir. Það vantar kannski svefnpokann, eða regnfótin. Alltaf eitthvað. Þeir kvarta ekkert undan verðinu og raunar er ótrúlegt hvað þeir sinna því lítt að geta verslað skattfrjálst. Þetta fólk sem á að vera svo frægt fyrir útsjónarsemina, en hirðir svo lítið um að fá skattinn til baka. Eg hef reyndar fundið fyrir því að margir þeirra halda að við séum í EB og þar er ekkert slíkt kerfi. Vaxtarbroddar og stórhugur Eru engin takmörk fyrir því hvað eftir Guðmund Guðjónsson EINAR er fæddur í Reykja- vík árið 1944 og eftir nokk- uð hefðbundna skólagöngu menntaði hann sig í fisk- rækt. „Það sýndist vera snjall kost- ur á sínum tíma, það var mikil vaxt- argrein og ég vann við fiskrækt hjá ýmsum aðilum um tíma, en við sölu- störf í hjáverkum. Eg sá fljótt að viðskiptin áttu betur við mig og gáfu auk þess meira af sér. Eg sé ekki eftir að hafa sagt skilið við fiskrækt- ina eftir allar þær hönnungar sem yfir þá starfsgrein hafa dunið,“ segir Einar. Upp úr þessu stofnaði hann Sportleiguna og eiginkona hans Guðrún Axelsdóttir er fjármála- stjóri fyrirtækisins. Þau eiga tvö uppkomin börn, Eirík B. Einarsson, framkvæmdastjóra Iðnós, og Ás- laugu Einarsdóttur, sem er sál- fræðinemi við HÍ. Fyrirtækið var fyrstu árin í stöku húsi syðst á Laufásveginum, gömlu Gróðrarstöðinni. Þetta var árið 1971, en árið 1978 flutti fyrirtækið um set í Vatnsmýrina er móðir Ein- : ars seldi húsið sem fjölskyldan hafði búið í í marga áratugi. Árið 1994 keypti Einar hins vegar húsið aftur og flutti fyrirtækið að hluta þangað á nýjan leik, skrifstofuna og lager- inn. Sem fyrr segir er í dag fyrst og fremst um ferðamannaverslun að ; ræða, en fyrrum byrjaði fyrirtækið sem leiga, eins og nafnið bendir til. „Við byrjuðum á þeim árum sem ferðamönnum fór að fjölga fyrir al- vöru. Erlendum ferðamönnum stór- fjölgaði, en menn voru eiginlega ekki í stakk búnir að taka á móti fjöldanum því það vantaði sárlega gistingu. Menn áttu ekki þennan viðlegubúnað almennt og á þeim ár- um voru tjöld þung og illviðráðan- leg. Göngutjöld sem menn þekkja i dag voru ekki til. Það var því mikið sótt eftir því að leigja svona lagað og við fengum því fljúgandi start. Það var gríðarlega mikið að gera, eigin- lega of mikið og við réðum varla við það,“ segir Einar. Hvað geturðu sagt okkur um um- svifíp? „Ég get nefnt að við vorum með upp undir 200 tjöld og eftir því af svefnpokum og dýnum. Mest voru þetta tjöld frá gömlu Belgjagerðinni og einnig Tjaldborg á Hellu. Við vildum heldur kaupa þetta innan- lands. Þetta gekk svona í þó nokkur ár, gert var fyrst út á erlenda ferða- menn, en innlendir komu einnig inn og áttu sínar stóru stundir, t.d. þeg- ar útihátíðir voru haldnar. Smám saman fór þörfin fyrir svona leigu minnkandi og í dag má heita að allir eigi þennan búnað og hann er allur orðinn léttur og meðfærilegur. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.