Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 B 7 ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Golli LIMOR Mizrachi hefur leikið mjög vel með hinu sigursæla liði KR, ur sem hringdi og spurði hvort ég vildi spila körfubolta á Islandi. Eg var búin að gera upp við mig að fara heim til Israels og hugurinn var kominn hálfa leið. Það var því nokkuð erfið ákvörðun að hætta við að fara heim, halda þess í stað til Islands, sem ég vissi lítið um. Eg var farín að hlakka til að fara heim eftir erfiðan tíma í Bandaríkjunum. Fórnir færðar Það hjálpaði mér mikið að sætta mig við þetta allt saman hversu vel var tekið á móti mér hér. KR-liðið er gott og stúlkurnar í liðinu hafa tekið mér opnum örmum. Fyrirlið- inn Guðbjörg Norðfjörð sýndi mér sérstaka fórníysi. Eg hef alla tíð leikið í treyju númer 7 eða 14, yfir- leitt 14 og svolítil hjátrú hefur fylgt því hjá mér. Eg var því mjög glöð þegar Guðbjörg, sem alla tíð hefur HANDKNATTLEIKUR leikið í sama númeri, ákvað að lána mér númerið sitt. Það er ekkert sjálfsagður hlutur að lána númerið sitt og ég met það mikils. I staðinn hef ég gefið ákveðið loforð sem ég upplýsi ekki hvert er fyrr en í lok leiktímabOsins. Heimþrá Aðspurð um hvort hún fengi heimþrá svona langt í burtu frá heimahögunum sagði Limor að það kæmi fyrir. Annars væri nútíma samskiptatækni fyrir að þakka að hún væri í daglegu símasambandi heim til Israels og stundum oft á dag. Það var því kannski engin til- viljun að greinarhöfundur þurfti að bíða í næstum hálftíma eftir að hún lyki tveimur símtölum við fjöl- skylduna í Israel. „Það var erfitt fyrst meðan ég var að sætta mig við að koma hingað í stað þess að fara heim, en mér hefur liðið vel og er ákveðin í að njóta dvalarinnar hér.“ íslenskur körfubolti „Metnaðurinn og áhuginn í ís- lenskum kvennakörfubolta hefur komið mér skemmtilega á óvart. I þeim leikjum sem ég hef leikið hef ég mætt mjög áhugasömum and- stæðingum sem hafa mikinn vilja til að gera sitt besta. Það sem mér finnst sérstaklega aðdáunarvert er að það gefst eldrei neinn upp. Þá virðist engu máli skipta þó staðan í leiknum sé vonlítil, allir halda áfram að gera sitt besta.“ „Það var einstakt tækifæri að fá að koma til Islands til að kynnast landi og þjóð. Það er mjög skemmtilegt að kynnast menningu sem er svo ólík ísraelskri menn- ingu. Það er alls óvíst að ég hefði fengið tækifæri til þess ef ég léki ekki körfubolta. Landið er kalt, fólkið er hlýtt.“ Möguleikar KR góðir KR-liðið hélt sigurgöngu sinni áfram á laugardaginn með því að leggja Keflavík að velli, 57:51. Limor skoraði 19 stig í leiknum, tók tíu fráköst og átti átta stoðsending- ar. KR mætir Grindavík í úrslita- keppninni, og ÍS og Keflavík mæt- ast. „Við erum með gott lið - með mikinn siguivilja, kraft og hæfi- leika. Við eigum ágætis möguleika á Islandsmeistaratitlinum. Það ber þó að hafa í huga að sigur í deildar- keppninni er engin ávísun á sigur í úrslitakeppninni og það er enginn leikur unnin fyrirfram." Kraftur í Gróttu/KR í Austurbergi Við vorum fallnir í 2. deild fyrir leikinn en ætluðum að sanna fyrir okkur og öðrum að við eigum erindi í önnur lið í 1. Gísli deild. Það gekk eftir í Þorsteinsson þessurn leik. Mér sknfar fannst IR-ingai- væru- kærir og þeir voru heppnir að tapa ekki með stærri mun,“ sagði Einar B. Arnason, fyr- irliði Gróttu/KR, sem lagði ÍR að velli 25:22 í Austurbergi á sunnu- dagskvöld. Leikmenn Grótttu/KR komu ákveðnir til leiks og héldu góðri for- ystu nær allan fyrri hálfleik. IR-ing- ar áttu undir högg að sækja og góð markvarsla Hrafns Margeirssonar kom í veg fyrir að Grótta/KR hefði ekki meira en tveggja marka for- ystu þegar flautað var til hálfleiks. Grótta/KR hélt áfram af krafti og jók forystu sína jafnt og þétt í síðari hálfleik, náði um tíma 7 marka for- ystu. Undir lokin vöknuðu leikmenn IR til lífsins og minnkuðu muninn jafnt og þétt, en þeim vannst aldrei timi til þess að ógna Gróttu/KR verulega og munurinn var þijú mörk í leikslok. Vonbrigði IR-inga voru mikil í leikslok og sagði Kristján Halldórs- son, þjálfari liðsins, að liðið hefði misst sennilega af tækifærinu til þess að komast í úrslitakeppnina. „Það lá mikið undir hjá okkur og með sigri hefðum við átt góða möguleika, en við stóðum ekki undir væntingum. Leikmenn voni greini- lega ekki tilbúnir að gera það sem þurfti til þess að vinna sigur. Við mætum Aftureldingu í Mosfellsbæ næst og sá leikur verðui- erfiður,“ sagði Kristján Halldórsson, þjálfari IR-inga. Hjá Gróttu/KR bar mest á Sigur- geiri Höskuldssyni markverði. Þá átti Ágúst Jóhannesson nokkra góða spretti og Magnús Magnússon var fastur fyrir í vörn hðsins. Hjá IR bar mest á markvörðum liðsins, Hrafni og Hallgi’ími Jónassyni. Ótrúleg breyting á liði LA Lakers LOS Angeles Lakers hélt áfram sigurgöngu sinni undir stjórn Kurt Rambis á sunnu- dag á útivelli í stórleik gegn Utah Jazz. Utah hefur leikið Lakers grátt í viðureignum lið- anna undanfarin þrjú ár. i þetta sinn átti Utah ekkert svar við frábærri liðsheld La- kers, sem vann sannfærandi, 97:89. Með sigrinum hefur La- kers unnið alla sex leiki sína undir stjórn Kurt Rambis, sem tók við þjálfarastöðunni fyrir tæpum tveimur vikum. Leikur hðanna á sunnudag var að- alleikur helgarinnar, enda miklar vonir bundnar við bæði lið. Þau léku bæði eins og um leik í Gunnar úrslitakeppninni væri Valgeirsson að ræði. Barist var skrifar frá um hvert skot, frákast Bandaríkjunum 0g ()iausa“ bolta. La- kers hafði forystuna mest allan leik- inn, en gat ekki náð verulegri for- ystu. Utah jafnaði í fjórða leikhlut- anum, en í þetta sinn gáfu leikmenn Lakers ekkert eftir á lokasprettinum og þeir innsigluðu sigurinn á lokamínútunum. Kai-1 Malone átti stórleik hjá Utah með 34 stig og 9 fráköst, en nokkur skot misfórust hjá honum seint í leiknum á mikilvægum augnablikum. Hjá Lakers var Shaquille O’Neal at- kvæðamestur með 23 stig og 16 frá- köst, þá gerði Kobe Bryant 24 stig. Hreint ótrúlegt er að sjá muninn á leik Lakers-liðsins nú og fyrir tveim- ur vikum. Kurt Rambis hefur náð að laða fram liðsheildina hjá leikmönn- um og það hefur skilað sér í hverjum sigi-inum á fætur öðrum. í Vesturdeildinni eru það Utah, Lakers, Portland, og Minnesota sem bestum árangri hafa náð. Portland burstaði Houston á sunnudagskvöld, 111:71, og Minnesota vann góðan sigur í Seattle á sama tíma, 88:77. I Austurdeildinni virðist Indiana vera eina liðið sem líklegt er að hafa burði til að geta staðið í sterkustu liðunum í Vesturdeildinni. Indiana vann góðan sigur á heimavelli gegn Miami Heat á sunnudag, 85:72. Reggie Miller var stigahæstur í jöfnu liði Indiana með 16 stig. Or- lando hefur enn betri árangur en Indiana, en Ike Austin skoraði 23 stig í sigri liðsins á Detroit um helg- ina, 87:82. Þess má geta i lokin að úrslita- keppnin í háskólakörfuknattleiknum hefst um næstu helgi. Alls komast 64 lið í keppnina sem er með útsláttar- fyrh-komulagi. Mikið fjör verður því næstu þrjár helgar. Lið Duke er talið langsigurstranglegast, en Michigan State, Connecticut, Au- bum, Stanford og Maryland koma þar á eftir. SHAQUILLE O’Neal skoraði 23 stig fyrir Lakers.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.