Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 46
.46 FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR AXEL HALLDÓRSSON + Halldór Axel Halldórsson fæddist. í Reykjavík 6. júní 1954. Hann lést á Landspítalan- um 2. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Halldór Þorsteinsson, f. 26. ágúst 1926, búsett- ur í Baltimore, og Helga Henrý Har- aldsdóttir, f. 17. ágúst 1936, d. 4. feb. 1981, sem bú- sett var í Mosfells- sveit. Systkini Hall- dórs samfeðra: Guðmundur, Þorsteinn og Elsa. Systkini sammæðra: Gunnar, Erna, Har- aldur, Helena og Harpa. Halldór ólst upp í Brekku í Sogamýri hjá Þorsteini afa sín- um og Elínu ömmu sinni til 14 ára aldurs og lauk gagnfræða- skólaprófí frá Brúarlandi í Mos- fellssveit. Hann starfaði hjá Álafossi þar til hann fluttist til Svíþjóðar árið 1972. Axel stund- aði nám í fataiðnaði við Borás Textilinstitute árin 1973 til „ > 1974 og starfaði eftir það sem verkstjóri í fataiðnaði í Svíþjóð til 1977. Hann starfaði sem flutningabflstjóri í Svíþjóð til ársins 1982, en þá fluttist hann til íslands. Hann hóf störf hjá Heildverslun R. Guðmundsson- ar. Árið 1987 hóf hann störf hjá Miklagarði og varð fljótlega verslunar- matvöru- verslun þess fyrir- tækis. Hann starf- aði hjá Kf. Árnes- inga í Hveragerði frá ágúst 1991 til ágpíst 1993. Þá réðst hann sem verslunarstjóri hjá Kf. Langnesinga á Þórshöfn og í febr- úar 1996 varð hann verslunarsjóri hjá Lóninu ehf. á sama stað, þar sem hann starfaði til dauðadags. Halldór hóf sambúð árið 1990 með Sig- ríði Árnadóttur, f. í Reykjavík 5.3. 1955. Foreldrar hennar eru hjónin Árni Jón Konráðsson, f. 16.9. 1926, í Grindavík, sjómað- ur, og Helga Helgadóttir f. á Skóljörn á Álftanesi 16. janúar 1932. Þau eru búsett í Reykja- vík. Dætur Sigríðar eru: Ánna María Gísladóttir, f. 29. júlí 1974, og Ragnhildur Gísladótt- ir, f. 21. janúar 1981. Halldór á eina dóttur, Sigrúnu Maríu, f. 20. janúar 1971. Móðir: Sigur- veig Gísladóttir. Bamabörn Halldórs: Aníta Ósk, f. 1.1. 1989, og Anton Freyr, f. 9.2. 1992. Halldór verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Ég ætla að segja ykkur frá lítilli stúlku sem bjó hér rétt utan við höfuðborgina ásamt foreldrum sín- um og tveimur systkinum. Kvöld t nokkurt situr litla stúlkan og fylgist með móður sinni leggja kapal, en það var ekki óalgengt þar á bæ. Skyndilega heyrist þeim vera bank- að, en eru þó ekki vissar, þannig að sú stutta býðst til að athuga hvort t Ástkær faðir okkar, SIGURÐUR SIGURMUNDSSON, bóndi og fræðimaður, frá Hvítárholti, lést föstudaginn 5. mars. Jarðarförin fer fram frá Skálholtskirkju laugar- daginn 13. mars kl. 14.00. Rútuferó veróur frá BSÍ á laugardaginn kl. 12.30. Sigurður Sigurðsson, Anna Soffía Sigurðardóttir, Kristján Sigurðsson, Guðbjörg Sigurðardóttir, Sigríður Halla Sigurðardóttir, Kolbeinn Þór Sigurðsson, Guðmundur Geir Sigurðsson, Hildur Sigurðardóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA SOFFÍA FRIÐBJÖRNSDÓTTIR, Dalbraut 27, lést á sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 10. mars sl. Svala Eiríksdóttir, Eyjólfur Bergsson, Brynhildur Jónsdóttir, Gunnar S. Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg frænka okkar, KRISTÍN SIGURHJARTARDÓTTIR frá Skeiði, Dalbæ, Dalvík, sem lést á heimili sínu laugardaginn 6. mars, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 13. mars kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þuríður Sigurvinsdóttir, Jóhanna Jóhannesardóttir. þarna sé einhver á ferð eður ei. Þegar hún opnar útidyrahurðina stendur þar hávaxinn grannur mað- ur með undarlegt yfirvaraskegg. Maðurinn brosir út að eyrum og spyr stúlkuna hvort móðir hennar sé heima. Hún hleypur til móður sinnar og tilkynnir að það sé ein- hver ókunnugur maður að spyrja eftir henni. Móðirin fer fram í holið, en þangað er ókunnugi maðurinn allt í einu kominn. Þegar móðir hennar sér ókunnuga manninn, æp- ir hún upp yfir sig af gleði og hún og ókunnugi maðmánn fallast í faðma. Litla stúlkan stendur og hoi’fir upp á fuliorðna fólkið, móður sína og ókunna manninn, með undr- unar- og reiðisvip. Hvað er þessi maður að kyssa mömmu mína? hugsar hún með sér og skilur ekk- ert í þessu hátterni móður sinnar. Standa þarna og kyssa ókunnugan manninn og pabbi í vinnunni. En sem betur fer færi hann nú að koma heim. Eftir skamma stund líta þau, móðh' stúlkunnar og ókunnugi maðurinn, brosandi og glöð á barnið, sem stendur þarna og bara starir á þau. Og móðir litlu stúlkunnar segir við hana: „Elsku Helena mín, þetta er hann Halldór bróðir þinn, kominn frá Svíþjóð." Andlit litlu stúlkunar snarbreyttist úr undrun og reiði í ofsagleði. Hún hoppar í fangið á ókunnuga mann- inum sem nú er ekki lengur ókunn- ugur, heldur Halldór stóri bróðir sem hún hefur heyrt svo mikið tal- að um. Hann sem hafði gefið henni tuskudúkkuna Línu sem henni þótti svo vænt um. Lína var nú dregin fram í sviðsljósið, til að sýna að hún væri nú ennþá til. Það sem eftir lifir kvölds situr sú litla í fangi þessa stóra bróður, sem henni fannst hún hafa heimt úr helju, því það var ör- ugglega ekkert gaman að eiga heima í þessari Svíþjóð! Þegar litla stúlkan sofnaði þetta kvöld var það með bros á vör og Linu dúkku í fanginu og með vissu um að nú fengi hún fljótlega að sjá stóra bróður aftur. Því hann var kominn heim. Upp frá þessu leit þessi litla stúlka ávallt upp til stóra bróður. Svo mikils virði varð hann henni, að þegar hún óx úr grasi og eignaðist son, kom ekki til greina annað en að skíra soninn í höfuðið á stóra bróður. Þið sem þetta lesið ættuð að vera búin að átta ykkur á að litla stúlkan hér á undan er undirrituð. Þetta er mín fyrsta minning af Halldóri bróður, sem við kveðjum nú með söknuð í hjarta. Elsku bróðir og nafni, megi minning þín lifa um ókomna framtíð. Þín systir og frændi, Helena og Halldór Örn. Elsku bróðir. Nú ert þú farinn eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Nú tekur betri tími við hjá þér og er himnaríki einum engli ríkara. I sorg okkar rifjast upp þær sam- verustundir sem við áttum og mun minning þín lifa í hjörtum okkar. Elsku Sigga, pabbi, Maja; Anna María, Ragnhildur, Aníta Osk og Anton Freyr, við biðjum góðan Guð að veita ykkur styrk á þessari erf- iðu stund. Guðmundur, Þorsteinn, Elsa og fjölskyldur. Elskulegur frændi minn Halldór Axel Halldórsson er Iátinn langt fyrir aldur fram. Það er erfitt að þurfa að kveðja og ennþá erfiðara að vera fjarstödd á erlendri grund á slíkri stundu. I minningunni situr síðasta augnablikið þar sem Hall- dór kvaddi okkur frændsystkinin eftir ánægjulega samverustund að- eins nokkrum dögum áður en and- lát hans bar að. Þá grunaði okkur ekki að stundin væri svo skammt undan sem raun varð. Sú minning og minningin um góðan dreng verð- ur greypt í þau verk sem ég vinn að um þessar mundir. Ég man ekki eftir mér öðruvísi en Halldór frændi minn væri hluti af þeim veruleika. Hann var sonur föðurbróður míns, Halldórs Þor- steinssonar, en ólst að mestu upp hjá ömmu okkar og afa, Elínu Helgadóttur og Þorsteini Einars- syni á Brekku við Sogamýri. Sam- gangur var mikill milli heimila for- eldra minna og hans. Oft var Hall- dór í heimsókn hjá okkur eða við á Brekku eða á Ytri-Hól í Vestur- Landeyjum, sem var sumardvalar- staður afa okkar og ömmu og um leið Halldórs. Við vorum nánast jafngömul, hann árinu eldri, og því oft borið saman hvernig okkur gengi og hvað við hefðum fyrir stafni. Ég dáðist undir niðri að þessum frænda mín- um sem talaði oft eins og fullorðinn maður og gat verið með bera fæt- urna í ullarsokkum. Halldór hafði sínar skoðanir strax sem barn og var reyndar alltaf eins og fullorðinn maður í tali, að hluta til áhrif þess að alast upp hjá afa okkar og ömmu. Hans líf var öðruvísi en okk- ar hinna og var í mínum huga sveipað hálfgerðum ævintýrablæ. Ævintýrablæ þess að alast upp á sveitabæ sem var innan borgar- markanna. Hann tilheyrði heimi sem var að hverfa en var samt hluti af okkar heimi. Alla tíð bar Halldór þess merki að hafa fengið sérstakt og gott upp- eldi. Hann var með endemum vinnufús og duglegur sem fullorð- inn maður, ættrækinn og líkt og tákn fyrri tíma og samtímans. Hann var sjálfstæður og fór eigin leiðir. Hann fór snemma að vinna fyrir sér og dvaldist um tíma er- lendis við vinnu. Hann var aldrei upp á neinn kominn, stoltur og framsýnn. Tilfinningin af Halldóri var af manni sem barst aldrei á en bjó yfir miklu meira en hann vildi láta á bera. Undanfarin ár vann hann við verslunarstörf og sem kaupfélagsstjóri m.a. í Hveragerði og að síðustu á Þórshöfn. Áhuga- málin voru mörg. Hann hafði brennandi áhuga á tölvum og sá fyrir sér að við þetta gæti hann starfað fyrst heilsan hafði gefið sig og líkamlegt vinnuálag yrði ekki hið sama og áður. Þegar veikindin dundu yfir kom enn á ný í ljós hinn mikli innri styrkur og jafnaðargeð Halldórs sem minnti á hvernig forfeður okk- ar tókust á við vandamálin. Af æðruleysi og án þess að gefast upp. Hann var raunsær á veikindi sín og leitaði leiða til að leysa líf sitt, vildi vera sem minnst upp á aðra kom- inn. Nokkrum vikum fyrir andlát hans fórum við með honum í smá- ferð um bæinn. Áhugi hans fyrir líf- inu og hvað hann ætlaði að gera þegar hann væri búinn að ná sér betur einkenndi þessa litlu ferð okkar og umhyggja hans fyrir kon- unni sinni þar sem hann spáði í hvað hann ætti að kaupa handa henni Sigríði, sem var á leiðinni í bæinn til að vera hjá honum. Ekki er hægt að minnast Hall- dórs án þess að fara nokkrum orð- um um Sigríði Árnadóttur, sambýl- iskonu hans til margra ára, sem hefur staðið eins og klettur, tákn styrks og hlýju, við hlið manns síns. Sigrar mannfólksins eru margir og mismetnir eftir því hvar og hvernig þeir koma fram. Hvernig maðurinn tekst á við örlög sín er ef til vill besti vitnisburður um hvaða innri mann hann hefur að geyma. Bæði Sigríður og Halldór ættu skilið medalíu lífsins hvað þetta varðar. En fátækleg orð geta aldrei tekið burtu sársaukann og sorgina sem eftir situr þegar lífið er tekið frá fólki á besta aldri. Lífið verður ekki samt og áður þegar stórt skarð er höggvið í fjölskyldu. Skörð hafa verið höggvin í fjölskyldu okkar með stuttu millibili sem hafa verið erfið. En ef til vill sýnir það enn einu sinni og sannar að lífíð má aldrei taka sem sjálfsagðan hlut. Þau eru mörg verkin sem þarf að vinna og varðveita meðan heilsa og líf leyfir. Því gerði Halldór sér grein fyrir og var umræðuefni okk- ar á okkar síðasta fundi. Við sem eftir lifum getum gert okkar besta til að framkvæma og sameinast um þau mál sem eru þessari fjölskyldu hjartfólgin. Þeim málefnum hefði Halldór viljað leggja lið og í minn- ingu hans og allra þeirra sem ný- lega hafa horfið burtu úr fjölskyldu okkar vona ég að okkur auðnist að sinna þeim málefnum af alhug. Ég er fjarstödd þegar vinur minn og frændi Halldór Axel er borinn til grafar en ég er ekki fjarstödd í anda. Ég sendi Sigríði og fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið um handleiðslu Guðs á þess- um erfiðu tímum. Valgerður Hauksdóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er góðan getur. (Hávamál) Fyrstu kynni okkar systra af Halldóri, stóra stráknum hans Dolla, voru á jólaballi á Hótel Loft- leiðum. Þessar stundir voru eftir- minnilegar og rifjuðum við þær oft upp þegar við hittumst. Hann ólst upp hjá ömmu sinni og afa, á Brekku við Sogaveg, í nágrenni við okkur og lagði stundum leið sína heim til okkar. Þá var hann ekki síst að hitta móður okkar sem var hon- um góð. Halldór, Gummi bróðir hans og Rósa stóra systir voru fermingarsystkin og man ég, litli bróðir, fyrst eftir honum þar. Fljótlega eftir skyldunám fór Halldór í stutta námsferð til Sví- þjóðar en ílengdist þar við störf í nokkur ár. Eftir heimkomu þaðan lágu leiðir okkar saman á ný er hann hóf störf við fyrirtæki tengd okkur systkinum. Halldór var mjög duglegur og vandvirkur við allt sem hann tók sér fyrir hendur og því eft- irsóttur starfskraftur sem hlífði sér hvergi. Með fjölskyldu okkar stund- aði hann keilu í nokkur ár og setti m.a. eitt af fyrstu Islandsmetunum í íþróttinni. Við vottum fjölskyldu hans sam- úð okkar og kveðjum Halldór með þeirri bæn sem við kunnum feg- ursta: „Guð, gef þú dánum ró, hinum líkn sem lifa.“ Rósa, Þóra og Ingimundur. Látinn er langt fyrir aldur fram Halldór Axel Halldórsson á Þórs- höfn, eða Dóri í Lóninu, eins og hann var gjarnan kallaður. Mig langar með örfáum orðum að minn- ast hans, en manni verður orðafátt á stundum sem þessum. Við sem þekktum Halldór vissum að hverju stefndi, en hann hafði barist við ólæknandi sjúkdóm um nokkui't skeið. Að fráfall hans bæri svo skyndilega að sem raun bar vitni óraði þó engan fyrir. Ég kom til hans á sjúkrahúsið um kvöldmatar- leytið hinn 1. mars. Við ræddum um heima og geima á léttu nótunum eins og okkar var vandi er við hitt- umst. Nóttina eftir lést hann. Svona er lífið, en mikið er erfitt að sætta sig við það á stundum. Ég kynntist Halldóri haustið 1995 er ég fluttist til Þórshafnar og hóf störf sem aðalbókari sveitarfé- lagsins. Þótt ekki sé langt um liðið síðan man ég ekki hvemig ég kynntist Halldóri, en mér finnst ég hafi alltaf þekkt hann. Leiðir okkar lágu í raun mjög mikið saman, enda samfélagið smátt að vöxtum og menn bjuggu í mikilli nálægð hver við annan. Fljótlega eftir að ég fluttist til Þórshafnar hóf ég að venja komur mínar í Heilsuræktina, sem þar er á staðnum. Þar var hópur góðra manna, sem hljóp út fyrir bæjar- mörkin og fór síðan í tækin og guf- una á eftir. Þarna var Halldór mjög framarlega í flokki, enda var hann í stjóm Heilsuræktarinnar. Hann eyddi ófáum frístundum sínum í að dytta að húsnæði Heilsuræktarinn- ar og tækjabúnaði hennar og að sjálfsögðu allt í sjálfboðavinnu. I gufunni var margt skrafað að lokn- um átökum í tækjunum og oft sagð- ar stórfenglegar sögur. Ég hefi gi-un um að Halldór hafi verið far- inn að kenna lasleika á þeim tíma sem við vorum hvað harðastir í Heilsuræktinni. Hann mátti bara ekkert orðið vera að þessu, þar sem mikið var að gera við hans skyldu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.